Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 74
58 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Haukar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þýska stórliðið Flensburg mætir í heimsókn að Ásvöllum í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en leikurinn hefst kl. 19.30. Þjálfar- inn Aron Kristjánsson er þó hvergi banginn og heldur fast í það mark- mið Hafnarfjarðarliðsins að leika til sigurs í öllum heimaleikjum þess í keppninni, en það hefur gengið eftir hingað til. „Flensburg er náttúrulega með eitt af bestu félagsliðum heims og það er upplifun út af fyrir sig að sjá þetta lið spila handbolta. Leik- ur þeirra hefur gjarnan verið kenndur við skandinavískan leik- stíl enda eru þeir með marga góða leikmenn frá Norðurlöndunum en Skandinövum hefur reyndar aldrei fundist neitt skemmtilegt að spila á móti „aggressívum“ varnarleik og það er spurning hvort við getum ekki slegið þá út af laginu,“ segir Aron. Velgengni Hauka í meistara- deildinni hefur vakið athygli og telur Aron að sigur þeirra á ungverska stór- liðinu Veszprém hafi væntan- lega hringt einhverjum aðvörunar- bjöllum hjá Flensburg- armönnum. „Sigur okkar gegn Veszprém, þar sem við leiddum leik- inn um tíma með einhverjum 6-8 mörkum, hefur pottþétt fengið forráða- menn Flensburg til þess að hugsa sig tvisvar um. Ég held að þeir séu því að ein- hverju leyti smeykir að mæta okkur vegna þess að það er mjög mikil- vægt fyrir þá að vinna þenn- an leik ef þeir ætla ekki að lenda í vandræðum með að komast upp úr riðlinum í 16-liða úrslitin. Ef við vinnum leikinn hins vegar, þá erum við náttúrulega komnir í frá- bæra og einstaka stöðu fyrir íslenskt félagslið í meistaradeild- inni,“ segir Aron sem biðlar til íslenskra handboltaáhugamanna að mæta að Ásvöllum og styðja við bakið á Haukum. „Við erum náttúrulega fulltrúar Íslands í þessarri keppni og erum því ekki bara að spila sem Haukar heldur sem Ísland og vonumst eftir stuðningi íslenskra áhorf- enda, hvort sem þeir eru Hauka- menn eða ekki. Við viljum skapa góða stemmningu að Ásvöllum með fullu húsi til þess að reyna að setja smá pressu á þetta stórlið Flensburgar og sjá til hvort við náum ekki að stríða þeim eitt- hvað. Leiktíminn, kl. 19.30 á laugar- dagskvöldi, kemur til vegna útsendingar sjónvarpsstöðvarinn- ar Eurosport. Þessi tími er ekki oft nýttur hér á landi en er þekkt- ur erlendis og við ætlum að nýta tækifærið til þess að búa til skemmtilega stemningu fyrir og eftir leikinn þar sem við verðum m.a. annars með fjáröflunarveislu fyrir okkar fólk,“ segir Aron að lokum. omar@frettabladid.is Upplifun að sjá Flensburg Haukar mæta þýska stórliðinu Flensburg í meistaradeildinni í handbolta að Ás- völlum í kvöld. Handboltaunnendur allir eru hvattir til þess að mæta á leikinn. TILHLÖKKUN Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson, þjálfarinn Aron Kristjánsson og Páll Ólafsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Express-deild karla Breiðablik-Snæfell 74-79 (30-41, 67-67) Stig Blika: Rúnar Ingi Erlingsson 19 (7 frák., 9 stoðs.), Nemanja Sovic 17 (12 frák.), Daníel Guðni Guðmundsson 11, Loftur Þór Einarsson 9, Aðalsteinn Pálsson 9, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Halldór Örn Halldórsson 4. Stig Snæfells: Sigurður Á Þorvaldsson 19 (14 frák.), Jón Ólafur Jónsson 17, Magni Hafsteinsson 14, Hlynur Bæringsson 11 (14 frák. 5 stoðs, 5 varin), Daníel Ali Kazmi 7, Atli Rafn Hreinsson 6, Gunnlaugur Smárason 3, Kristján Andrésson 2. ÍR-Tindastóll 90-71 (53-41) Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 22 (6 stoðs.), Ómar Örn Sævarsson 21 (13 rák., 5 varin), Sveinbjörn Claessen 20 (5 stoðs.), Hreggviður Magnússon 11 (19 mín.), Ólafur Aron Ingvason 7, Steinar Arason 5, Þorsteinn Ólafur Húnfjörð 4. Stig Tindastóls: Darrell Flake 24 (13 frák.), Alan Fall 10, Soren Flæng 9, Svavar Atli Birgisson 7, Ísak Einarsson 6, Halldór Halldórsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Rafn Viggósson 4, Friðrik Hreinsson 2. Skallagrímur-Njarðvík 63-92 (44-46) Stigahæstir: Sveinn Arnar Davíðsson 17, Sigurður Þórarinsson 11 - Logi Gunnarsson 29, Magnús Þór Gunnarsson 18 (9 frák., 6 stoðs.), Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Friðrik Stefánsson 10 (9 frák., 6 stolnir). ÚRSLIT FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar hafa verið óþreytandi í skrifum sínum um „mögulega“ sölu Björgólfs Guðmundssonar á West Ham í ljósi fjárhagsskaðans sem hann hefur orðið fyrir undanfarið. Ásgeir Friðgeirsson, aðstoðar- stjórnarformaður West Ham og talsmaður Björgólfs, hefur hins vegar hingað til alfarið vísað á bug öllum sögusögnum um sölu félagsins, eða þangað til í gær. „Vegna efnahagskreppunnar er Björgólfur nú að endurskoða allar sínar eignir og fjárfestingar og West Ham er þar ekki undanskil- ið,“ segir Ásgeir í viðtali við Telegraph Sport í gær. - óþ Óvissuástand hjá West Ham: Björgólfur að skoða sín mál Kvennalið Fram mætir RK Olimpija frá Slóveníu í Áskor- endakeppni Evrópu í handbolta í Ljubljana um helgina. „Þetta verður mjög erfitt. Þær eru langefstar í slóvensku deildinni en besta slóvenska liðið, Krim, spilar ekki í henni heldur í sérstakri Balkanskagadeild. Það má því segja að þetta sé lang-næstbesta lið Slóveníu,” segir Einar Jónsson þjálfari Fram. Fram seldi heimaleikinn og þeir fara báðir fram um helgina. „Það var allan tímann ljóst að við þurftum að koma út úr þessu dæmi á núlli og þá var ekkert annað í stöðunni. Það er bara dýrt að taka þátt í Evrópukeppni og þetta var eini möguleikinn,” segir Einar sem lítur svo á að þessi ferð eigi eftir að styrkja liðsandann í Framliðinu. „Það var stefnan að nota þessa ferð til að koma okkur á sporið almennilega. Þetta þjappar hópnum saman og svo fáum við tvo góða leiki. Síðan er stefnan sett á að fara að byrja þetta Íslandsmót af einhverju viti í kjölfarið,“ segir Einar, en Framliðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. „Ég er að mestu leyti alveg sáttur við leikina okkar hingað til. Við töpuðum fyrir HK í fyrsta leik sem var eini leikurinn sem ég var verulega ósáttur við. Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina,“ segir Einar. Einar hefur verið að missa leikmenn. Stella Sigurðardóttir er búin að missa af leikjum vegna meiðsla og nú síðast missti Karen Knúts- dóttir af Slóveníuferðinni vegna veikinda. „Það eru allaf að detta út einhverjir leikmenn. Stella var ekki með framan af og nú er Karen að detta út. Það munar um minna en að missa út tvo A-landsliðsmenn og það eru ekki mörg lið sem myndu geta það,“ segir Einar sem veit lítið um mótherj- ann um helgina. „Maður rennir alveg blint í sjóinn. Ég var að reyna að fá einhverjar upplýsingar um þetta lið en það gekk ekki neitt. Miðað við hvernig þeir tala um sitt eigið lið þá eru einhver framtíðarplön um að þetta verði stórlið á komandi árum,“ segir Einar. „Við ætlum að fara með þessa leiki inn í reynslu- bankann og ef að við náum góðum úrslitum eða förum áfram þá er það bara bónus,“ sagði Einar að lokum. EINAR JÓNSSON, ÞJÁLFARI KVENNALIÐS FRAM: MÆTA OLIMPIJA Í TVEIMUR EVRÓPULEIKJUM Í SLÓVENÍU UM HELGINA Ætla að nota ferðina til að koma sér á sporið > Sara Björk valdi Breiðablik Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í gær í raðir Breiðabliks frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Sara Björk var á láni hjá Breiðabliki síðasta sumar og lék þá sjö leiki með félaginu í Landsbankadeildinni og VISA-bikarnum og skoraði í þeim fimm mörk en hún skrifaði í gær undir tveggja ára samn- ing við Kópavogsfélagið. Hin átján ára Sara Björk hefur átt fast sæti í byrjunarliði kvennalandsliðs Íslands undanfarið og var eft- irsótt af öllum stærstu félögum kvennadeildarinnar og því ljóst að hún er mikill fengur fyrir ungt og efnilegt lið Blika sem endaði í þriðja sæti Íslands- mótsins síðasta sumar. KÖRFUBOLTI Snæfell stöðvaði sigurgöngu nýliða Blika með því að vinna þá 79-74 í framlengdum leik í Smáranum í gær. Snæfell- ingar gleymdu búningunum sínum heima en fengu varabún- inga Blika lánaða sem reyndist þeim vel í spennuleik. Það voru mikla sveiflur í leiknum og sem dæmi var Snæfell 41-30 yfir í hálfleik en Blikar voru komnir 58-55 yfir í lokaleikhluta. Blikar náðu mest 7 stiga forskoti í 4. leikhluta en Snæfellingar komu sér aftur inn í leikinn og tryggðu sér framlengingu þökk sé tveimur stórum körfum frá ungum strákum, Daníel Ali Kazmi og Kristján Andréssyni, sem jafnaði í 67-67 fimm sekúndum fyrir leikslok. Daníel skoraði síðan stóran þrist í framlengingunni þar sem Hólmarar lönduðu baráttusigri en Blikar sem höfðu unnið tvo leiki í röð sátu eftir með sárt ennið enda misstu þeir niður sjö stiga forskot á síðustu þremur mínútunum. ÍR-ingar endurheimtu Hregg- við Magnússon og tryggðu sér fyrsta sigur sinn í vetur þegar þeir unnu Tindastól örugglega 90- 71. Ómar Sævarsson, Eiríkur Önundarson og Sveinbjörn Claessen skoruðu allir 20 stig. - óój Snæfellingar í karlakörfunni: Unnu Blikana í Blikabúningi HLYNUR Í BREIÐABLIK? Hlynur Bærings- son, annar þjálfara Snæfells, í varabún- ingi Blika í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖFLUGUR Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór á kost- um í fyrri leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.