Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 8
8 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR 1. Hvers kyns fugl neitar að yfirgefa Náttúrugripasafn Vest- mannaeyja? 2. Hvað heitir framkvæmda- stjóri Kolaportsins? 3. Í hvaða landi hrundi skóli til grunna á föstudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 EFNAHAGSMÁL Fáist neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) rúmast það innan heimilda ríkis- sjóðs um erlenda lántöku og þarf því líklegast ekki að koma til sér- stakrar umræðu eða samþykktar Alþingis. Sex af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa séð efna- hagsáætlunina sem lántakan byggir á, að því er næst verður komist. Meginlínur áætlunarinn- ar voru aðeins lauslega kynntar öðrum ráðherrum og þingflokk- um stjórnarflokkanna. Tvö lönd hafa fengið lán frá IMF með ólík- um skilyrðum. Ríkisstjórnin fékk opna laga- heimild í maí til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán á þessu ári til að auka gjaldeyris- forða Seðlabankans. Þessi heim- ild er talin ná til neyðarláns IMF, sem nemur um 270 milljörðum, og því þurfi málsmeðferðin, þegar og ef lánið fæst, ekki að koma sérstaklega til kasta Alþingis. Þess utan virðist ekki um formlegan milliríkjasamning að ræða og þarf því ekki umfjöll- un þingsins í því ljósi, eins og milliríkjasamningar þurfa heilt yfir. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Að öllu jöfnu heyrir samningsumboð í milliríkjasamn- ingum undir utanríkisráðherra. Svo er ekki í tilfelli IMF. Málefni sjóðsins heyra undir forsætis- ráðuneytið og er hann eina alþjóðastofnunin sem utanríkis- ráðuneytið sinnir ekki. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, segir að þeir samning- ar sem bera þarf undir Alþingi séu skilgreindir í 21. grein stjórn- arskrárinnar. Þar komi skýrt fram að þingið þurfi að fjalla um samninga sem fela í sér kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhög- um ríkisins. „Nú er bara spurn- ingin hvað stendur í þessari efna- hagsáætlun, það vita víst fáir. Það getur hins vegar verið skyn- samlegt að leggja samninginn fyrir þingið. Ef samningurinn felur til dæmis í sér útgjöld þá verður að fá fjárlagaheimild fyrir því. Sama á við ef hann skerðir fullveldið með einhverj- um hætti.“ Þeir sem þekkja efni efnahags- áætlunarinnar í þaula eru aðeins sex af tólf ráðherrum ríkisstjórn- arinnar, að því er næst verður komist, og hópur sérfræðinga sem unnu með ríkisstjórn, Seðlabanka og samninganefnd IMF í síðasta mánuði. Þingflokkum var greint frá megindráttum áætlunarinnar og utanríkismálanefnd fjallaði ekki um hana, þrátt fyrir að efni fundanna sé bundið trúnaði. Vonast er til að lánsumsókn Íslands verði tekin fyrir í vikunni, en því hefur verið frestað í tvígang. svavar@frettabladid.is Alþingi þarf ekki að sam- þykkja neyðarlán frá IMF Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rúmast innan lántökuheimilda ríkissjóðs. Ekki þarf sérstaka samþykkt þingsins. Prófessor í lögum mælir þó með að það sé gert. Ekki um venjulegan milliríkjasamning að ræða. RÍKISRÁÐSFUNDUR Geir, Þorgerður og Árni, Ingibjörg, Össur og Björgvin eru þeir sex ráðherrar af tólf sem hafa séð efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að því er næst verður komist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úkraína fær lán frá IMF Fjárlagahalli verði enginn árið 2009, að undanskildum þeim útgjöldum sem fara í að halda bönkunum gang- andi. Stjórnvöld hafa ákveðið að breyta verðlagningu í orku- geiranum og laga lágmarkstekjur, lífeyri og tryggingabæt- ur að verðbólgu. Stefnt er að því að gjaldmiðillinn verði settur á flot strax og aðstæður leyfa, sjálfstæði seðlabanka verði eflt og peningamálastefna verði hert til að ná markmiði um 17 prósent verðbólgu á næsta ári. Skattur á erlend gjaldeyrisviðskipti verður afnuminn. Ungverjaland fær lán frá IMF, ESB og Alþjóðabankanum Aðaláherslan er á að draga úr ríkisskuldum með niður- skurði á fjárlögum til að tryggja að stjórnvöld geti fjár- magnað útgjaldaþörf í bráð og lengd. Fjárlög verði skorin niður um 2,5 prósent af þjóðarútgjöldum. Lágtekjulífeyr- isþegar fá þó að halda áfram lífeyrisaukagreiðslum, sem annars verða felldar niður. Bankakerfið verður styrkt með fjárframlögum og stofn- aður verður tryggingasjóður fyrir millibankalán líkt og tíðkast annars staðar. LÁNTAKA ÚKRAÍNU OG UNGVERJALANDS EFNAHAGSMÁL „Þor og dugur hefur alltaf verið aðalsmerki og traustur grundvöllur íslensku þjóðarinnar og við erum sannfærð um að ykkur mun takast að byggja upp blómlegt atvinnulíf að nýju,“ segir í hvatningarkveðju Félags atvinnu- rekenda í Færeyjum, Föroya Arbeiðsgevarafelags, til Samtaka atvinnulífsins. „Við vitum að fram undan er mikið átak sem einungis fáir í hinum þróaða heimi geta sett sig inn í og skilið. Við höfum verið í svipaðri aðstöðu og fundum einatt fyrir hlýlegu viðmóti og jákvæðu viðhorfi frá ykkur Íslendingum,“ segja Færeyringarnir með ósk um áframhaldandi samvinnu í góðum anda. - gar Færeyskir atvinnurekendur: Hlýjar kveðjur til Íslendinga ÞÓRSHÖFN Hlýir straumar berast að Íslandi frá Færeyjum. FÆREYJAR Færeyska lögþingið hefur samþykkt aðgerðir til að bjarga færeysku ferjunni Nor- rænu og útgerð hennar, Smyril Line, frá gjaldþroti með því að leggja til 40 milljónir færeyskra króna í hlutafé til fyrirtækisins eða um það bil 900 milljónir íslenskra króna. Auk þess fær fyrirtækið lán upp á 26 milljónir færeyskra króna frá öðrum aðil- um eða um 570 milljónir íslenskra til viðbótar. Jónas Hallgrímsson, talsmaður Norrænu ferðaskrifstofunnar sem er með aðalumboð ferjunnar á Íslandi, segir að ekki þurfi að fjölyrða um hve alvarlegar afleið- ingar það hefði á íslenska ferða- þjónustu og margs konar fyrir- tæki á landsbyggðinni ef rekstri ferjunnar yrði hætt. Ekki hefur verið fullkomin sátt um málið í færeyska þinginu og við atkvæðagreiðslu um málið var næstum hnífjafnt á milli þeirra sem voru með styrkveit- ingu til norrænu og þeirra sem voru á móti. Félagið var áður opinbert fyrirtæki en er nú hluta- félag, að langstærstum hluta í eigu Færeyinga en Hjaltlending- ar, Íslendingar og Danir eiga einnig hluti í því. Jónas útskýrir að þótt mikill fjöldi ferðamanna hafi ferðast með ferjunni síðasta sumar hafi kostnaðarsamar við- gerðir og óvenjuhátt olíuverð í sumar orðið til þess að halli varð á rekstri fyrirtækisins. Hann segist þó ekki hafa trúað öðru en Færeyingar brygðust við málinu enda sé ferjan þeirra þjóðleið. Í viðtali við færeyska blaðið Dimmalætting segir Peter S. Holm að komið hafi til greina að selja skipið úr landi. Hann telji sérlega ánægjulegt að svo virðist sem ekki þurfi að koma til þess og færeysk lausn hafi verið fund- in. Nauðsynlegt sé þó að grípa til aðgerða til að rétta af reksturinn en ekki sé hægt að greina frá hugmyndum um frekari fyrir- ætlanir enn sem komið er. - kdk Alþjóðlega fjármálakreppan reynir einnig á bræður okkar í Færeyjum: Norræna í ólgusjó fjármálakreppunnar FÆREYSKA FLAGGSKIPIÐ Norræna er oft kölluð þjóðvegur Færeyinga og er hún eyj- unum átján afar mikilvæg. Legðist reksturinn af myndi það að öllum líkindum valda miklum búsifjum í íslenskri ferðaþjónustu. PÓLLAND, AP Rússnesk stjórnvöld munu gera alvöru úr áformum sínum um að koma upp skamm- drægum eldflaugum í Kalíningrad, við landamæri Póllands, ef Banda- ríkjamenn gera alvöru úr að koma upp gagneldflaugum fyrir hnatt- rænt eldflaugavarnakerfi sitt í Pól- landi. Þetta sagði rússneski aðstoð- arutanríkisráðherrann Alexander Grúsjkó í gær. Kalíníngrad-hérað var fram til ársins 1945 norðurhluti þýska hér- aðsins Austur-Prússlands en er nú rússnesk hólmlenda við botn Eystrasaltsins, klemmd á milli Pól- lands og Litháens. Rússar hafa hótað að sýna í verki hversu alvar- lega þeir taka áformaðri uppsetn- ingu hins bandaríska eldflauga- varnabúnaðar í Póllandi og Tékklandi með því að flytja til Kal- íningrad Iskander-eldflaugar, sem hafa um 280 kílómetra drægi. Á laugardag sagði pólski forset- inn Lech Kaczynski að Barack Obama, verðandi forseti Banda- ríkjanna, hefði tjáð sér í símasam- tali á föstudag að hann hygðist halda uppbyggingu eldflaugavarna- kerfisins áfram. Þessari fullyrð- ingu andmælti Denis McDonough, utanríkismálaráðgjafi Obama og talsmaður Kaczynskis sagði í gær að Obama hefði ekki „lýst neinu yfir varðandi eldflaugavarnir“. Áður hafði pólska stjórnin sagt að framkvæmd áformanna væri háð því að tékkneska þingið stað- festi uppsetningu ratsjár fyrir eld- flaugavarnakerfið þar í landi. - aa AUÐFLUTTAR FLAUGAR Hreyfanlegir skotpallar fyrir Iskander-eldflaugar rúss- neska hersins á hersýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rússar hafa í hótunum vegna áforma um eldflaugavarnir: Flaugar fluttar upp að Póllandi HJÁLPARSTARF „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Við bjuggumst við færri pökkum í ár en í fyrra vegna ástandsins í þjóðfélaginu, en alls söfnuðust rétt tæplega 5.000 pakkar, tuttugu færri en í fyrra,“ segir Björg Jónsdóttir, sem starfar í framkvæmdahóp KFUM og -K. Átakinu „Jól í skókassa“, þar sem safnað er jólagjöfum handa fátækum börnum í Úkraínu, lauk á laugardag og verða tæpir 5.000 pakkar sendir til Úkraínu í vikunni. Er þetta fimmta árið í röð sem slík söfnun er haldin. Að sögn Bjargar söfnuðust 500 pakkar fyrsta árið. „Þessir pakkar koma frá einstaklingum, vinnustöðum, leikskólum og saumaklúbbum um allt land. Við erum mjög ánægð.“ - kg Átakið Jól í skókassa: Þúsundir pakka til Úkraínu PAKKAJÓL Erill var á skrifstofu KFUM og -K á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Spurt um jafnrétti í bönkum Siv Friðleifsdóttir spyr viðskiptaráðherra hver beri ábyrgð á því að kynjajafnræðis sé gætt við skipulagsbreytingar í ríkisbönkunum. Hún spyr líka um kynjahlutfall í stjórnendahópnum, fyrir og eftir ríkisvæðingu. Þá vill hún vita hvernig ráðherrann hefur beitt sér í jafnréttismálum í bönkunum. ALÞINGI Danska jólatréð bregst ekki Frederiksberg kommune í Dan- mörku hefur tilkynnt að sveitarfé- lagið muni senda Hafnarfjarðarbæ jólatré fyrir komandi jól sem endra- nær. Bæjarráð Hafnarfjarðar kveðst kunna Frederiksberg bestu þakkir fyrir vinsemdina. HAFNARFJÖRÐUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.