Fréttablaðið - 10.11.2008, Page 34
22 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is
14.–16. nóvember
Man Utd.
Stoke
25.–26. nóvember
Arsenal
Dynamo Kyiv
14.–16. nóvember
Arsenal
Aston Villa
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Boltinn er hjá okkur!
Flug og miði á leik:
39.900 kr.
Flug og miði á leik:
35.000 kr.
Verð á mann í tvíbýli:
49.900 kr.
Innifalið: Flug m/sköttum og öðrum greiðsl-
um, miði á leikinn og hótel m/morgunverði.
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Innifalið: Flug m/sköttum og miði á leikinn.
Innifalið: Flug m/sköttum og öðrum
greiðslum og miði á leikinn.
> Íslendingalið féllu í Svíþjóð
Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg misstu af
sænska meistaratitlinum í gær. Kalmar varð meistari
með því að gera jafntefli í lokaleik sínum og endaði þar
með stigi á undan Elfsborg. Íslendingaliðin Sundsvall og
Norrköping urðu síðan að sætta sig við að falla úr sænsku
úrvalsdeildinni. Með Sundsvall leika
Hannes Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason
og Sverrir Garðarsson. Gunnar Þór
Gunnarsson er á mála hjá Norrköping
og hann kom inn af bekknum í lokaleik
liðsins í gær er það lagði Hammarby
5-2 en það breytti engu þar sem
liðið var þegar fallið.
FÓTBOLTI Kreppan hefur ekki
komið illa við Knattspyrnusam-
band Íslands enda voru sjóðir
sambandsins á tryggum inni-
stæðureikningum að sögn Þóris
Hákonarsonar, framkvæmda-
stjóra KSÍ.
„Okkar peningar eru á reikn-
ingum og það hefur ekkert horfið
á þeim. Það er allt í góðu lagi með
þau mál,“ sagði Þórir en hann
segir peninga KSÍ ekki hafa verið
í neinum sjóðum sem hafi gufað
upp.
„KSÍ hefur enn sem komið er
ekki orðið fyrir neinu fjárhags-
legu tjóni í kreppunni og ég hef
ekkert fyrir mér í að það muni
gerast,“ sagði Þórir en eigið fé
KSÍ í lok síðasta árs var rúmlega
347 milljónir króna. - hbg
Ekkert tap hjá KSÍ:
Allar innistæð-
ur KSÍ tryggar
ÞÓRIR HÁKONARSON Segir sjóði KSÍ
vera á góðum stað og tjón sambandsins
ekkert í kreppunni.
FIMLEIKAR Íslenskt fimleikafólk
náði fínum árangri á Norður-
Evrópumótinu sem haldið var í
Versölum um helgina.
Hæst bar að Viktor Krist-
mannsson varð þriðji í fjölþraut
þar sem hann atti meðal annars
kappi við sterka kappa og
Ólympíufara.
Thelma Rut Hermannsdóttir
stóð sig einnig vel og varð níunda
í fjölþrautinni.
Fjórir íslenskir þáttakendur
komust síðan í úrslit á einstökum
áhöldum en ekkert þeirra vann þó
til verðlauna. - hbg
N-Evrópumót í fimleikum:
Viktor þriðji
VIKTOR KRISTMANNSSON Náði frábær-
um árangri um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Enska úrvalsdeildin:
ASTON VILLA - MIDDLESBROUGH 1-2
0-1 Tuncay Sanli (33.), 1-1 Steven Sidwell (36.),
1-2 Tuncay Sanli (87.).
BLACKBURN ROVERS - CHELSEA 0-2
0-1 Nicolas Anelka (38.), 0-2 Nicolas Anelka
(67.).
FULHAM - NEWCASTLE UNITED 2-1
1-0 Andy Johnson (22.), 1-1 Shola Ameobi (56.),
2-1 Danny Murphy (65.).
MANCHESTER CITY - TOTTENHAM 1-2
1-0 Robinho (15.), 1-1 Darren Bent (28.), 1-2
Darren Bent (63.)
STAÐAN:
Chelsea 12 9 2 1 29-4 29
Liverpool 12 9 2 1 19-8 29
Arsenal 12 7 2 3 25-13 23
Man. United 11 6 3 2 20-10 21
Aston Villa 12 6 2 4 20-16 20
Hull City 12 6 2 4 17-19 20
Everton 12 5 3 4 18-20 18
Middlesbrough 12 5 2 5 13-17 17
Portsmouth 12 5 2 5 13-18 17
Bolton 12 4 2 6 11-13 14
Stoke City 12 4 2 6 13-19 14
Man. City 12 4 1 7 24-20 13
West Ham 12 4 1 7 16-22 13
Blackburn 12 3 4 5 13-22 13
Tottenham 12 3 3 6 15-18 12
Wigan Athletic 12 3 3 6 13-16 12
Newcastle 11 3 3 5 14-18 12
Sunderland 12 3 3 6 10-18 12
Fulham 10 3 2 5 8-9 11
WBA 12 3 2 7 10-21 11
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson,
Pálmi Rafn Pálmason og félagar í
norska meistaraliðinu Stabæk
náðu ekki að vinna tvöfalt í
Noregi þetta árið.
Stabæk mætti Vålerenga á
Ullevaal-vellinum í gær í
bikarúrslitum og steinlá, 4-1.
Veigar Páll náði að hrista af sér
ökklameiðslin sem hann varð
fyrir á fimmtudag og byrjaði
leikinn. Hann lék í 85 mínútur en
þá kom Pálmi Rafn inn á fyrir
Veigar. Tapið var nokkurt áfall
fyrir Stabæk enda var búist við
sigri þeirra í leiknum þar sem
Vålerenga náði aðeins tíunda sæti
í norsku deildinni. - hbg
Norski bikarinn:
Stabæk tapaði
í úrslitum
Kvennalið Fram í handbolta hefur lokið
keppni í EHF-áskorendabikarnum í ár.
Framstelpur spiluðu gegn slóvenska
liðinu RK Olimpija í tvígang ytra um
helgina og töpuðu báðum leikjun-
um. Þeim fyrri tapaði Fram 42-23 en
leikurinn í gær var skárri þar sem Fram
tapaði með níu marka mun, 36-27.
„Þetta er rosalega sterkt lið og í raun
spilar það allt annan handbolta en
við þekkjum. Rosalegur hraði og
þær keyrðu hreinlega yfir okkur
á löngum köflum. Skoruðu meðal
annars mörk úr hraðri miðju án þess að
við næðum einu sinni að klukka þær, svo
fljótar voru þær slóvensku,“ sagði Einar
Jónsson, þjálfari Fram, en hann var talsvert
ánægðari með seinni leikinn en þann fyrri.
„Það var allt annað líf. Við vorum allan
fyrri leikinn hreinlega að ná áttum. Þetta
var síðan fínt í seinni leiknum og þó
svo við höfum tapað nokkuð stórt
var það líklega okkar besti leikur
á þessu tímabili,“ sagði Einar en
um 300-400 manns sáu leikinn í
stórri íþróttahöll sem rúmar um
4.000 manns og því hálftóm-
legt á pöllunum. „Þeir segja
mér Slóvenarnir að fólk sé
orðið svo góðu vant hér að
það mæti bara þegar nálgast
úrslitin. Þá fyllast hallirnar
hérna.“
Fram-liðið
hefur ekki náð
að fylgja eftir
góðu tímabili í fyrra
nú í vetur og Einar
vonaðist til þess að nýta ferðina í að þjappa
hópnum betur saman í von um að liðið
kæmi í kjölfarið sterkara til leiks á Íslands-
mótið.
„Þessi ferð hefur skilað sínu. Það er ekki
nokkur spurning. Við komum endurnærð
heim og ég er sannfærður um að við
munum bíta meira frá okkur í deildinni
heima,“ sagði Einar en er eitthvað fjár-
hagslegt tap á þessari þátttöku þeirra í
Evrópukeppninni?
„Ég á ekki von á því. Stelpurnar
hafa verið duglegar að safna
sjálfar fyrir ferðinni með sölu á
klósettpappír, vörutalningum
og öðru tilfallandi sem þær
komust í. Hafa lagt mikið á sig
og vonandi komum við bara
út á núllinu,“ sagði Einar.
KVENNALIÐ FRAM Í HANDBOLTA: STEINLÁGU Í TVÍGANG GEGN SLÓVENSKA LIÐINU RK OLIMPIJA
Svo fljótar að við náðum ekki að klukka þær
FÓTBOLTI Chelsea endurheimti
toppsæti ensku úrvalsdeildarinn-
ar í gær en Liverpool stökk í sólar-
hring á toppinn á laugardag. Nicol-
as Anelka er hreint óstöðvandi í
framlínu Chelsea þessa dagana og
skoraði bæði mörkin í sigrinum á
Blackburn en Anelka hefur nú
skorað tíu mörk á leiktíðinni. Það
rigndi eins og hellt væri úr fötu
meðan á leiknum stóð en það
stöðvaði ekki Anelka.
Sigurinn var hin fullkomna
afmælisgjöf fyrir stjóra Chelsea,
Luis Felipe Scolari, sem varð sex-
tugur í gær.
„Völlurinn var afar hættulegur í
fyrri hálfleik vegna rigningarinn-
ar og aðstæður gerðu okkur afar
erfitt fyrir með að spila okkar
bolta. En við náðum 1-0 forystu og
við vissum að næðum við öðru
marki væri sigurinn okkar,“ sagði
afmælisbarnið brosandi og hann
var líka ánægður með Anelka, sem
oft er kallaður fýlupúkinn, en
meira að segja Anelka brosti er
hann skoraði. „Anelka æfir mjög
vel á hverjum degi og hefur verið
að reyna að bæta markaskorun-
ina. Nú er hann að fá fleiri færi og
klárar þau sem er að sjálfsögðu
ekkert nema jákvætt fyrir
okkur.“
Paul Ince, stjóri Blackburn, var
ósáttur við að fá ekkert úr leikn-
um. „Chelsea spilaði vel í fyrri
hálfleik en Robinson var í flottu
formi og hélt okkur á floti. Við
gáfum þeim virkilega fína mót-
spyrnu í síðari hálfleik og hefðum
vel getað fengið eitthvað úr þess-
um leik. Það er afar svekkjandi að
þessi frammistaða skuli ekki hafa
skilað okkur neinum stigum sem
við áttum skilið. Við erum samt
ekkert að örvænta heldur vantar
okkur smá heppni sem hlýtur að
koma,“ sagði Ince.
Harry Redknapp hefur heldur
betur breytt útlitinu hjá Totten-
ham á undraverðum tíma og enn
einn sigurinn kom í hús hjá Spurs
í gær er það heimsótti Man. City.
Darren Bent skoraði tvívegis til
að tryggja Spurs sigur en Robinho
skoraði eins og oft áður fyrir City.
Tottenham er þar með komið úr
botnsætinu.
„Síðustu tvær vikur hafa verið
frábærar fyrir okkur. Þetta var
virkilega stór leikur og mér fannst
við byrja vel og því var áfall að
lenda undir. Við stöppuðum í okkur
stálinu og komum til baka. Annars
var þetta sérstakt síðdegi enda
þrír reknir af velli. Stigin þrjú er
þó það sem mestu skiptir,“ sagði
Redknapp kátur. henry@frettabladid.is
Anelka hreint óstöðvandi
Nicolas Anelka heldur áfram að fara á kostum með Chelsea og skoraði tvö
mörk í öruggum sigri Chelsea á Blackburn. Harry Redknapp heldur áfram að
blása lífi í Tottenham-liðið en það skellti Man. City á útivelli í gær.
SJÓÐHEITUR Varnarmenn liða í ensku úrvalsdeildinni ráða ekkert við Anelka þessa
dagana. Hann fagnar hér öðru af tveimur mörkum sínum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Spútniklið FH heldur
áfram að gera það gott en í gær sló
FH lið Akureyrar út í 32-liða úrslit-
um Eimskipsbikarsins. Þetta var
þess utan uppgjör toppliða N1-
deildarinnar en bæði þessi lið hafa
komið gríðarlega á óvart með
góðum leik í vetur.
Það blés nú ekki byrlega fyrir
hinu unga FH-liði framan af enda
var það undir í leikhléi, 16-19. Eins
og svo oft áður í vetur sýndu FH-
guttarnir gríðarlegan styrk í síð-
ari hálfleik þar sem þeir hreinlega
völtuðu yfir Norðanmenn og unnu
að lokum stórsigur, 37-31.
Aron Pálmarsson átti enn einn
stórleikinn fyrir FH í vetur og
skoraði 12 mörk. Annar magnaður
gutti, Ólafur Guðmundsson, var
næstmarkahæstur FH með 7
mörk. Hörður Fannar Sigþórsson
var atkvæðamestur hjá Akureyri
með 7 mörk og Jónatan Magnús-
son skoraði 6. - hbg
FH sló Akureyri út úr Eimskipsbikarnum í gær:
FH-guttarnir ótrúlegir
ARON PÁLMARSSON Skoraði 12 mörk og
átti stórleik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL