Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 38
22 12. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. hróss, 6. bor, 8. gagn, 9. dæling, 11. kusk, 12. snjóhrúga, 14. dáð, 16. skst., 17. púka, 18. sprækur, 20. klaki, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. fíkniefni, 3. öfug röð, 4. ölvun, 5. hlóðir, 7. niðurlag, 10. útdeildi, 13. af, 15. hviða, 16. neitun, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. al, 8. nyt, 9. sog, 11. ló, 12. skafl, 14. afrek, 16. no, 17. ára, 18. ern, 20. ís, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. hass, 3. on, 4. fyllerí, 5. stó, 7. lokaorð, 10. gaf, 13. frá, 15. kast, 16. nei, 19. nn. Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörku- tólum og ofbeldisseggjum. Og sjálf- ur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsileg- um húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáaug- lýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdís- ar Filipsdóttur. „Ég er bara ást- fanginn maður og þetta er svo sann- arlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til ein- hverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýr- ir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já- svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudag- inn. Ég vil miklu frekar rækta ást- ina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaf- lega vel. - fgg Rómantískur Stefán Máni RÓMANTÍSKUR INN VIÐ BEINIÐ Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gær- morgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er ofsalegur heiður og ofboðslega spennandi,“ segir Ingi Þór Jónsson, sem hefur verið ráð- inn sem verktaki og verkefna- stjóri stærstu listamiðstöðvar Norður-Bretlands, The Novas Contemporary Urban Center. Fyrsta verkefni Inga Þórs í næstu viku verður að taka á móti þremur stjörnum úr kvikmynda- bransanum, eða leikstjóranum Guy Ritchie, sem nýverið skildi við Madonnu, og leikurunum Jude Law og Robert Downey Jr. Verða þeir með aðstöðu í lista- miðstöðinni í tengslum við tökur á stórmyndinni Sherlock Holmes. „Það verður gaman og þetta er líka góð auglýsing fyrir það sem við erum að gera,“ segir Ingi. Undir merkjum listamiðstöðv- arinnar, sem er í Liverpool, er 600 manna leikhús, 300 manna tónleikasalur, tveir veitingastað- ir, tveir bíósalir, fundarmiðstöð og listagallerí. Auk þess að vera með puttana í því sem viðkemur starfseminni verður Ingi Þór ráðgjafi þriggja virtra listasafna í London sem nefnast London Bridge Banks- ide, Camden Town og Soho. Starf Inga sem skipuleggjandi norrænu menningarhátíðarinn- ar NICE08 í Liverpool heillaði eigendur Novas-miðstöðvarinn- ar og ákváðu þeir í framhaldinu að bjóða honum þessa eftirsókn- arverðu stöðu. „Þeir voru hrifnir af þessari formúlu sem við vinn- um með,“ segir hann og vonast eftir góðu samstarfi við þá íslensku listamenn sem hafa áhuga á að sýna í Bretlandi. Og meira um Inga Þór og stjörnufans í Liverpool því þær voru á hverju strái á evrópsku MTV-verðlaunahátíðinni sem var haldin þar í borg á dögun- um. Bítillinn Sir Paul McCartney var heiðraður á hátíðinni og snæddi hann kvöldverð á vinsæl- um veitingastað með bróður sínum Mike og Inga. Við hlið þeirra sat söngkonan Pink og sagði Ingi hana lausa við alla stjörnustæla. „Hún var eina stjarnan sem pantaði sjálf mat af matseðlinum,“ segir hann og bætir við að hún hafi heldur ekki óskað eftir því að diskarnir henn- ar yrðu þvegnir upp úr flösku- vatni eins og stjörnur á borð við Beyoncé gerðu. „Hún var eina almennilega manneskjan þarna. Liverpool-búar eru jarðbundnir og kunna ekki við svona lið.“ Ingi hefur þekkt Mike McCartney í mörg ár og í gegn- um hann hafa fundirnir með Paul verið margir. „Hann er ljúfur og góður. Þetta er yndislegt fólk. Þeir eru eins og konungsfjöl- skyldan hérna, eins og gefur að skilja,“ segir hann um McCartn- ey-bræðurna. freyr@frettabladid.is INGI ÞÓR JÓNSSON: FER TIL STÆRSTU LISTAMIÐSTÖÐVAR N-BRETLANDS Starfar með stjörnunum STÓRT NAFN Í LISTALÍFINU Í LIVERPOOL Ingi Þór Jónsson hefur verið ráðinn verktaki og verkefnastjóri stærstu listamiðstöðvar Norður-Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það eru allir að fara á hausinn og það er dálítið erfitt. Þá fer neyðin og nakta konan á stjá. Ég vil bara minna á það að við Íslendingar erum úrræðagóðir.“ Helga Braga Jónsdóttir leikkona. „Ef verslunarhæfileikar væru mældir í beltum þá væri ég með svarta beltið,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir, nýráðinn verslun- arfararstjóri hjá Iceland Express. Dröfn er þó ekki að fara að lið- sinna eyðsluóðum Íslendingum um stórborgir Evrópu heldur mun hún ráðleggja útlendingum sem hingað koma yfir jólin hvar sé best að versla. Því má segja að dæmið hafi aðeins snúist við. „Það þarf að lappa aðeins upp á Tjallana og „dressa“ þá upp,“ bætir Dröfn við. Dröfn, sem þekkt er sem blogg- drottning af Eyjunni, er einn af sex verslunarleiðsögumönnum hjá lággjaldaflugfélaginu sem hyggst í fyrsta skipti bjóða upp á sérstakar verslunarferðir til Íslands fyrir jólin. „Við finnum fyrir miklum áhuga hjá útlend- ingum að koma til Íslands. Við erum bara að reyna að nýta okkur þetta ástand sem er,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express. Hann viðurkennir að þetta sé svolítið skondinn viðsnúningur. Fyrir íslenska efnahagshrunið hafi Íslendingar flykkst til Glas- gow, Edinborgar og og keypt inn fyrir jólahátíðina. En nú hafi þetta algjörlega snúist við. Útlendingarnir borga aðeins 75 pund eða sextán þúsund íslensk- ar krónur fyrir þjónustu verslun- arleiðsögumannanna en auk Drafnar verða meðal annars til taks Nína Björk, ljósmyndari og stílisti, og Rósa E.R Helgadóttir hönnuður. Matthías bætir því við að þeir útlendingar sem hingað komi séu lítið að spá í budduna. „Nei, þeir hafa verið að versla ansi mikið og við sjáum það bara á yfirvigtinni hjá þeim farþegum sem fljúga heim,“ segir Matthías. - fgg Með svarta beltið í verslunarferðum VERSLUNARLEIÐSÖGUMAÐUR Dröfn Ösp er ein þeirra fjölda leiðsögumanna sem ætla að sýna Bretum allt það besta í íslenskri verslun þegar þeir koma hingað yfir jólin. Upp er kominn sérkennilegur met- ingur milli íslenskra bókaforlaga. Forlagið kynnti metprentun á fyrstu prentun Arnaldar Indriðasonar eða í 30 þúsund eintökum. Veröld Bjartur svaraði því með að segja af metprentun kvenrithöfundar, bók Yrsu Sigurðardóttur, eða tíu þús- und eintök og er vel í lagt. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Forlagsmenn með mótleik en þeir ætla að boða met-fyrstu-prent- un á bók rithöfundar sem á tvíburabróður í Vinstri grænum. Þar er um að ræða bók Ármanns Jak- obssonar Vonarstræti en einhverra hluta vegna fylgir ekki sögunni í hversu mörgum eintök- um bókin verður prentuð. Út er komið stórmerkilegt alfræðirit sem heitir „Saga mannsins – frá örófi fram á þennan dag“, í ritstjórn Illuga Jökulssonar. Kynning- arpóstur hefur verið sendur frá útgáfufyrirtækinu Skugga til helstu fyrirtækja þar sem mælt er sérstak- lega með bókinni sem ákjósanlegri jólagjöf. Í póstinum er að finna setningu þar sem segir meðal ann- ars: „Í þessari frábæru bók er saga mannsins rakin frá fyrstu apa- mönnunum í Afríku til Baraks Obama...” Telja gárungar sig finna rasisma þar – sem vitaskuld er fráleit- ur útúrsnúningur því fáir hafa ritað meira og harðar gegn því fyrirbæri en einmitt Illugi. Fréttablaðið sagði fyrir skemmstu af kynnum vatnsbóndans Jóns Ólafssonar og Maxine Gaudio sem verið hefur andlegur leiðtogi, gúrú, hans síðustu ár. Jón er þó ekki eini Íslendingurinn sem notið hefur leiðsagnar Gaudio. Bryndís Jakobsdótt- ir, tónlistarkonan unga, hefur verið undir verndarvæng gúrúsins sem meðal annars hjálpaði henni að sigrast á sviðsskrekk. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Stykkishólmur. 2. Framsóknarflokki. 3. Virðing og réttlæti. Veljum íslenskt Miðvikudagstilboð á völdum vörum frá Alla miðvikudaga...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.