Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 1
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 12. nóvember 2008 – 46. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Raftækjaþrot | Circuit City, ein stærsta raftækjaverslanakeðja Bandaríkjanna, sótti um greiðslu- stöðvun á mánudag. Fyrirtæk- ið rekur 721 verslun í Bandaríkj- unum. American Express | Seðlabanki Bandaríkjanna hefur samþykkt umsókn kreditkortafyrirtækis- ins American Express um banka- leyfi til þess að auðvelda fyrir- tækinu aðgang að lánsfé. Sala ekki minni í 30 ár | Nýjar tölur sýna að botninn hefur dott- ið úr breskum fasteignamarkaði. Sölusamningar hafa ekki verið færri í að minnsta kosti þrjá- tíu ár og samtök fasteignalán- veitenda segja lánsumsóknir í september 57 prósent færri en í fyrra. Gott gengi | Sala hamborgara- keðjunnar McDonald´s í októb- er jókst um 8,2 prósent milli ára. Greiningardeildir þakka vel- gengnina „1-dollara matseðli“ fyrirtækisins, því ódýrir ham- borgarar heilli í kreppunni. Lægsta gengi í 62 ár | Við lokun markaða á mánudag stóð gengi bréfa í bandaríska bílaframleið- andanum General Motors í 3,36 dollurum, og hefur ekki verið lægra í 62 ár. Barclays telur að bréfin muni falla í einn dollara von bráðar. Deutsche Bank telur þau verðlaus. Mettap Fannie Mae | Tap bandaríska fasteignalánasjóðsins Fannie Mae á þriðja ársfjórðungi nam 29 milljörðum dollara. Það er eitthvert mesta tap nokkurs bandarísks fyrirtækis. Óttast er að 100 milljarðar sem ríkið hefur heitið sjóðnum dugi ekki til að halda honum á floti. Óvænt bjartsýni | Væntingar þýskra fjárfesta jukust óvænt í nóvember, samkvæmt mælingu ZEW-rannsóknarstofnunarinnar. Vísitalan hækkði í -53,5 stig, úr -63 stigum í október. Lægst náði vísitalan í júlí, -63,9 stig. Talið er að því hafi valdið viðamiklar að- gerðir stjórnvalda til að losa um lánsfjárkreppuna. Vistvæna prentsmiðjan! Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó að- eins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ól- afur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins Gunnvarar. Ólafur sagði í samtali við Markaðinn fyrir mán- uði fyrirtækið ekki hafa fengið gjaldeyri í tíu daga, allt vera stopp og menn horfa í gaupnir sér. „Nú höfum við fengið 14.544 evrur síðustu fimm vikur, en áttum að fá helling í viðbót,“ sagði hann í gær. Upphæðin sem beðið var eftir í tíu daga hafi reynst liggja í Seðlabankanum allan tímann. Þrátt fyrir þetta segir hann ekki koma til greina að virkja aðrar leiðir til útlandaviðskipta, svo sem með viðskiptum til hliðar við Seðlabankann eða með því að geyma gjaldeyri erlendis þar til hremm- ingarnar líði hjá á íslenskum gjaldeyrismarkaði. „Ég kem ekki nálægt því. Okkur veitir ekki af því að fá gjaldeyri strax inn í landið til að styrkja kerf- ið og borga laun.“ Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að fyr- irtæki í útflutningi hafi í nokkrum mæli nýtt sér hjáleiðir fram hjá Seðlabankanum í erlendum við- skiptum sínum til að komast hjá þeirri tregðu sem skapaðist á íslenskum gjaldeyrismörkuðum eftir ríkisvæðingu bankanna. Hjáleiðin felur í sér að útflutningsfyrirtækið semur við íslenskt fjármálafyrirtæki um stofn- un yfirdráttareiknings í erlendum banka, jafnvel samstarfsbanka eða dótturfélagi hans á erlendri grund. Fjármálafyrirtækið tekur síðan veð í eign útflutningsfyrirtækisins erlendis. Þegar sala geng- ur í gegn dregur fjármálafyrirtækið á yfirdráttar- heimildina en greiðir fyrirtækinu upphæðina fyrir eigin reikning hér heima. Andvirði sölu eigna út- flutningsfyrirtækisins gengur síðan upp í yfirdrátt- inn og strikast við það út. Eftir því sem Markaður- inn kemst næst er hagnaður fjármálafyrirtækisins óverulegur. Á móti felst talsverð áhætta í gjörningnum, ekki síst í skugga hruns og taugatitrings á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Óvíst sé hvort verið sé að leggja háar fjárhæðir inn á reikninga nær gjaldþrota fyrirtækis. Fari fjármálafyrirtækið sem geymi innleggið á hausinn tapist fjárhæðin. „Við höfum skoðað þetta en treystum ekki þeim leiðum sem eru í boði, þetta er of áhættusamt,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. BINNI Í VINNSLUSTÖÐINNI Tveir stjórnendur útflutnings- fyrirtækja í sjávarútvegi segja of áhættusamt að fara fram hjá Seðlabankanum í viðskiptum við útlönd. Það borgi sig að bíða eftir erlendu fé heldur en eiga á hættu að tapa því öllu. MARKAÐURINN/HARI Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur Útflutningsfyrirtæki hafa í nokkrum mæli átt í erlendum við- skiptum fram hjá Seðlabankanum. Of áhættusöm viðskipti, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðla- banka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmynd- um um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankana því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar,“ segir Gauti á blogg- síðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upp- töku evru.“ Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að pen- ingaframboðið verður ytri stærð og veltur á lána- aðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda.“ Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfis- ins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er,“ segir hann. - bih Vara við einhliða upptöku evru Erlend mynt án stuðnings seðlabanka getur orsakað áhlaup á bankana. Fátt annað mun vera í stöðunni en setja krónuna á flot og byggja upp traust. Áhættusöm hjáleið Eiga viðskipti fram hjá Seðlabankanum 2 Beðið eftir IMF Einfaldur meirihluti dugir 4-5 Ásgeir Jónsson Alvarlegir ókostir fylgja einhliða upptöku evru 6 Svo gæti verið að viðskipti hefj- ist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um banka- heiminn í gær. Viðskipti voru stöðvuð með bréf í félögunum þremur eftir ríkisvæðingu bankanna þriggja 6. október síðastliðinn. Í tilkynn- ingu á vef Kauphallarinnar sama dag sagði að ákvörðunin hefði verið tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. Fyrr um morguninn voru þau, ásamt bréfum Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans, sett á athugunarlista vegna um- talsverðrar óvissu varðandi verð- myndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta. Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun um það hvenær við- skipti hefjast á ný með hlutabréf fjármálafyrirtækjanna. „Staða þeirra er metin á hverjum degi,“ segir Úrsúla Ingvarsdóttir, tals- maður Fjármálaeftirlitsins. - jab Í daglegri skoðun JÓNAS FR. JÓNSSON, FORSTJÓRI FME Fjármálaeftirlitið metur daglega stöðu fjár- málafyrirtækja Kauphallarinnar. MARKAÐURINN/GVA Óvíst er að eignir fjárfestingafé- lagsins Giftar dugi fyrir skuld- um. Samkvæmt skýrslu stjórn- ar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum. Helstu eignir í skráðum félög- um voru í Kaupþingi og Existu. Kaupþingshluturinn hvarf og Ex- istuhluturinn er nú 2,8 milljarða króna virði. Virði hlutar félags- ins í Icelandair nemur líklega um einum milljarði króna. Gift átti einnig hluti í Lands- banka og Glitni og Straumi. Eignir í óskráðum félögum námu um einum milljarði fyrir ári. Hátt í 50 þúsund aðilar áttu von á hlutum í Gift. Menn sem Markaðurinn hefur rætt við segja augljóst hvert stefni. Einn tók jafnvel svo til orða að aðeins kistulagningin væri eftir. - ikh Afleit staða Giftar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.