Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 12. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -6,0% -43,0% Atorka 12,0% -94,3% Bakkavör -10,9% -93,0% Eimskipafélagið 3,1% -96,1% Exista 0,0% -76,6% Icelandair 0,0% -52,1% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel 5,8% -24,8% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 0,0% -53,1% Össur 10,9% 1,2% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 653. G E N G I S Þ R Ó U N „Vefiðnaðurinn er síbreytilegur og best í stakk búinn til að aðlag- ast breyttum aðstæðum,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF). Samtökin boða til Iceweb 2008, alþjóðlegrar tveggja daga ráð- stefnu um vefmál, sem hefst á morgun. Yfirskriftin er „Breyt- ingar“ og vísar til þess að vefur- inn sé í stöðugri mótun. „Þarna gefst tækifæri til að hitta framvarðarsveitina í vef- málum,“ segir Þórlaug en á ráð- stefnunni halda nokkrir heims- þekktir sérfræðingar erindi. - jab Vefurinn aðlagast öllu „Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmunds- son, forstjóri félagsins, á aðal- fundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum. Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum. Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. okt- óber síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við loka- gengi bréfanna í gær nemur verð- mæti hlutarins í dag 3,8 milljörð- um króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði. - jab Bakkavör aldrei lægri „Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jó- hannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bank- anna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni. Guðni segist ekki ætla að setja fram neina eina skýringu á hrun- inu, en leggja í staðinn áherslu á að veita yfirsýn yfir allar þær kenningar sem fram hafa komið. „Það er full þörf á bók sem þess- ari, þar sem veitt er yfirsýn yfir viðbrögð, skýringar og skoðan- ir allra þeirra sem komið hafa að þessari atburðarás. Slík yfirsýn og samantekt er mjög mikilvæg fyrir umræðuna, því það fenn- ir fljótt í öll spor í þeim byl sem þjóðin er nú stödd í.“ Til stóð að Ólafur Ísleifsson yrði meðhöfundur bókarinnar, en úr því verður ekki því hann hefur nú tekið sæti í bankaráði hins endurreista Glitnis. Bókin er væntanleg með vor- mánuðum, en útgefandi hennar er JPV forlag. - msh GUÐNI TH. JÓHANNESSON Í mars er stefnt að því að út komi bók um banka- hrunið. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur skrifar. MARKAÐURINN/ANTON Fjalla um fallið áður en yfir fennir „Við erum ekki með gjald- daga á bakinu þar til árið 2010. Það er langur tími í dag,“ segir Björn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri afþreyingafyrirtækis ins Senu. Hann segir fyrir- tækið í góðri stöðu á ís- lenskum afþreyingar- markaði. Eins og kunnugt er keypti Sena Skífuna af Árdegi um síðustu mán- aðamót. Sena heyrir undir 365 efh. Undir samstæðuhattin- um eru sömuleiðis 365 miðlar, sem Jón Ásgeir Jóhannesson og hópur stjórnarteymis keyptu um svipað leyti. Fjárfestarnir yfirtóku skuld- ir 365 upp á allt að 4,9 milljarða auk þess sem reiðufjár- greiðsla upp á 1,5 millj- arða verður nýtt til að lækka skuldir. Engin lán- taka var vegna kaupa á Skífunni en fastafjár- munir og lager koma á móti þeim birgjaskuld- um sem eru yfirteknar, samkvæmt upplýsing- um frá Ara Edwald, for- stjóra 365. Eftir sölu 365 miðla stendur Sena og 63 prósenta hlut- ur í EFG eftir í samstæðunni. Samþykki Samkeppniseftirlitið kaup Senu á Skífunni verða eft- irstandandi skuldir þrír millj- arðar króna. Stærstu hlutinn er á gjalddaga í upphafi árs 2010. - jab BJÖRN SIG- URÐSSON Næstu gjalddagar 2010 BAKKABRÆÐUR Gengi Bakkavarar fimmtánfaldaðist frá skráningu árið 2000 til júlí 2007. Það fór undir útboðsgengi í gær og hefur aldrei verið lægra. MARKAÐURINN/VILHELM Magnús Sveinn Helgason skrifar „Afgreiðsla á láni til Íslands strandar mér vitanlega á því að eitt ríki í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins óskar eftir frek- ari upplýsingum frá Íslendingum,“ segir Illka Kajaste, fulltrúi Finna í Samstarfs- nefnd Norðurlanda vegna efnahagsað- stoðar við Íslendinga. Hann segist ekki telja að ástæðan sé skortur á upplýsing- um um fjárlagagerð eða fjárlög næsta árs, þó að Norðurlöndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum um þau. „Það mál kemur þó ekki í veg fyrir afgreiðslu láns frá gjaldeyrissjóðnum,“ segir Kajaste. Svíar fara með atkvæði Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, en saman ráða ríkin 3,44 prósent- um atkvæða í stjórn sjóðsins. „Þetta eru að mínu viti lögfræðilegar spurning- ar, en ég treysti mér ekki til að fara út í hverjar þær eru.“ Kajaste segist ekki geta sagt hvaða aðildar- ríki IMF standi gegn afgreiðslu láns til Íslands, en bætir við að „það er jú öllum kunnugt að Íslendingar og Bretar hafa deilt að undanförnu um lausn ákveðinna mála.“ Bretar eða aðrar þjóðir geta ekki beitt neitunarvaldi á afgreiðslu mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, því einfaldur meirihluti ræður úrslitum í stjórn sjóðsins. Bretar ráða yfir 4,86 prósentum atkvæða, en önnur ríki sem eiga í deilum við Íslendinga um lausn Icesave-reikninganna, Hollendingar og Belgar, fara fyrir 9,90 prósentum at- kvæða. Óljóst er hvort þær lagatækni- legu spurningar sem Kajaste vísar til séu að lán til Íslendinga verði háð skilyrðum um að deilur Íslendinga og Breta vegna Icesave verði leystar. Kajaste segir að Norðurlöndin bíði þess nú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gangi frá láni til Íslands og að vænta megi þess að Finnar og aðrar þjóðir muni ganga frá lánveitingum til Íslands á sama tíma. „Það er lögð áhersla á að af- greiða þessar lánveitingar í einu. Ég geri ráð fyrir að Japanar, Rússar, Pólverjar og aðrar þjóðir sem hafa lýst sig reiðubúin að lána Íslendingum verði með í þeim pakka.“ - msh / sjá bls. 4-5 Eitt aðildarríki vill meiri upplýsingar Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) strandar ekki á upp- lýsingum um fjárlög, heldur lögfræðilegum álitaefnum. Lán frá Norðurlöndum verði afgreidd sem hluti af stærri pakka. POUL THOMSEN Thomsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópudeildar IMF og for- maður sendinefndar sjóðsins til Íslands, kynnir sam- komulag Íslendinga og IMF. MARKAÐURINN/ANTON Útgreiðsluhlutfall til sjóðsfélaga úr Peningamarkaðssjóði SPRON er 85,52 prósent. Í tilkynningu sem SPRON sendi frá sér síð- degis í gær kemur fram að greitt verði út 17. þessa mánaðar og þá í hlutfalli við eign sjóðsfélaga 3. október síðastliðinn. „Útborgun úr sjóðnum verður lögð inn á innlánsreikning sem stofnaður hefur verið á nafni sjóðsfélaga,“ segir í tilkynningu SPRON. Bankinn segist harma eigna- rýrnun sjóðsfélaga og óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir um leið og sjóðsfélögum er þökkuð þolin- mæðin sem þeir hafi sýnt starfs- fólki SPRON undanfarnar vikur. - óká SPRON greiðir 85,5 prósent til sjóðsfélaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.