Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 12. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Þeir eru ýmist fulltrúar ein- stakra ríkja eða hópa ríkja. At- kvæði hvers um sig hefur mis- mikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld. Umsóknin hefur hins vegar hvorki komist í hendur stjórnar- manna sjóðsins, né hefur umsókn Íslands enn komist þar á dagskrá. VÆGI ATKVÆÐA Atkvæði Bandaríkjanna ræður mestu í 24 manna stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Atkvæði þeirra gildir til 16,77 prósenta í stjórn- inni. Nokkur önnur ríki ráða ein yfir atkvæði sínu: Japanar, Bret- ar, Frakkar, Þjóðverjar, Kínverj- ar, Rússar. Í öðrum tilvikum, líkt og hjá Norðurlöndum, eru hópar ríkja saman um fulltrúa í stjórn- inni. Mismunandi er hversu mikið vægi atkvæðin hafa, en nefna má að Ísland, ásamt öðrum ríkjum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkj- um, ráða 3,44 prósentum. EINFALDUR MEIRIHLUTI DUGIR Thomas Moser, fulltrúi Sviss og fleiri ríkja í stjórn sjóðsins, segir að einfaldur meirihluti dugi til þess að samþykkja eða fella beiðni Íslands um aðstoð. Því má velta fyrir sér hvaða ríki kynnu að vilja leggja stein í götu Íslands í þessum efnum og hvort það dygði til. Íslensku bankarnir störfuðu víða í Evrópu og raunar víða um heim. Landsbankinn tók við inn- lánum í útibúum í Bretlandi og Hollandi. Kaupþing tók við innlán- um í bæði dótturfélögum og útibú- um í Benelux-löndum. Enn frem- ur var tekið við innlánum í Þýska- landi, Austurríki og víðar, þar á meðal Sviss. Bankarnir höfðu starfsemi víðar, meðal annars í Kanada. Sé gert ráð fyrir að þau ríki sem telji sig eiga harma að hefna vegna íslenskra banka bindist samtök- um um að leggja stein í götu um- sóknar Íslendinga til sjóðsins, þá má ætla að í eigin hópi næðu þau samanlagt um fimmtung atkvæða- magns. Þess má geta að Thom- as Moser segir að Svisslending- ar líti umsókn Íslendinga jákvæð- um augum. Í hópi Svisslendinga eru líka Pólverjar sem hafa heit- ið Íslendingum láni. Láni sem for- sætisráðherra hefur kallað dreng- skaparbragð. Þó er fullkomlega óvíst hvort ríki beita áhrifum sínum gagnvart öðrum til að tefja að umsókn Ís- lands komist að hjá stjórn sjóðsins eða krefjast þess að samið verði við Breta og Hollendinga. Við því fást ekki svör að utan. ÞRÝSTINGUR BRETA OG HOLLENDINGA Hinir alræmdu Icesave-reikn- ingar Landsbankans í Bretlandi hafa dregið mikinn dilk á eftir sér. Óleyst er milliríkjadeila við Breta og Hollendingar sitja á hlið- arlínunni. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að þýskir bankar hafi tapað háum fjárhæðum á falli bankanna. Þá tók Kaupþing við innlánum á Edge-reikninga í úti- búum þar í landi. Bretar segjast í fjölmiðlum styðja umsókn Íslendinga um efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyr- isjóðsins. Stuðningurinn virðist hins vegar aðeins vera í orði, þar sem þeir vísa til þess að reglur sjóðsins kveði á um að umsækj- endur þurfi að hafa samið við lán- ardrottna sína. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra sagði eftir ríkis- stjórnarfund í gær að Bretar og Einfaldur meirihluti dugir „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir að- stoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlín- is í andstöðu við þær ráð- stafanir sem þegar hafa verið kynntar á grund- velli áætlunar sjóðsins,“ segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal ann- ars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjár- málakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Banda- ríkjamenn og margar Evrópu- þjóðir. „Þau lækka vexti og auka rík- isútgjöld með því að lána fyrir- tækjum og heimilum sem standa illa.“ Lilja segir að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismark- aði og að ríkissjóðir séu rekn- ir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleys- is, nema hækka skatta. „Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakrepp- ur, telja að þessar að- gerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina.“ Lilja telur að aðferða- fræði Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sé frekar á for- sendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxta- hækkunin er til að mynda hugs- uð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skatt- leggja það.“ Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og al- þjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malas- ía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármála- kreppunni gangvart nágranna- löndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyris- varaforðann.“ Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanrík- isviðskipti Íslendinga, því skort- ur á trúverðugleika gjaldmiðils- ins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr út- streymi fjármagns í fjármála- kreppu.“ Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar.“ Fleiri leiðir kunna að vera til LILJA MÓSESDÓTTIR Fulltrúi ríki vægi atkvæða Meg Lundsager Bandaríkin 16,77 Daisuke Kotegawa Japan 6,02 Klaus D. Stein Þýskaland 5,88 Ambroise Fayolle Frakkland 4,86 Alex Gibbs Bretland 4,86 Willy Kiekens (Belgía) 10 lönd 5,14 Age F.P. Bakker (Holland) 12 lönd 4,76 Jose A. Rojas (Venesúela) 8 lönd 4,45 Arrigo Sadun (Ítalía) 7 lönd 4,10 Richard Murray (Ástralía) 14 lönd 3,85 GE Huayong Kína 3,66 Jonathan Fried (Kanada) 12 lönd 3,64 Jens Henriksson (Svíþjóð) 8 lönd 3,44 A. Shakour Shaalan (Egyptaland) 13 lönd 3,20 Abdallah S. Alazzaz Sádi-Arabía 3,16 Perry Warjiyo (Indónesía) 12 lönd 3,11 Peter Gakunu (Kenía) 20 lönd 3,01 Thomas Moser (Sviss) 8 lönd 2,79 Aleksei V. Mozhin Rússland 2,69 Mohammad Jafar Mojarrad (Íran) 7 lönd 2,42 Paulo Nogueira Batista (Brasilía) 9 lönd 2,42 Adarsh Kishore (Indland) 4 lönd 2,35 Javier Silva-Ruete (Perú) 6 lönd 1,96 Laurean W. Rutayisire (Rúanda) 24 lönd 1,29 V Æ G I A T K V Æ Ð A 1. Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuld- setninguna 2. 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar 3. Viðvarandi halli á ríkissjóði til að takast á við atvinnuleysið og aukið félagslegt misrétti 4. Lánalenging fyrir heimilin til að koma í veg fyrir gjaldþrot og landflótta 5. Hagstjórn sem miðar að því að tryggja efnahagslega velferðar í gegnum atvinnuskapandi aðgerðir 6. Dreifðara eignarhald fyrirtækja til að tryggja langtíma stöðugleika og atvinnu 7. Aukið eftirlit með bönkum og fyrir- tækjum til að fyrirbyggja fáræði og aðra efnhagskrísu T I L L Ö G U R L I L J U Umsókn Íslands um efnahagsaðstoð hefur ekki komist í hendur stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Gerðar voru breytingar á umsókninni eftir að tilkynnt var um að form- lega yrði óskað eftir aðstoð. Ingimar Karl Helgason fór yfir málið og komst meðal annars að því að forsætisráðherra segir eitt en meinar annað, þegar kemur að efnahagsáætl- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.