Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 12.11.2008, Blaðsíða 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2008 Ú T T E K T Hollendingar legðu ofurkapp á að gengið verði frá málum vegna Ic- esave-reikninganna, áður en önnur mál verði afgreidd. Stjórnvöld grunar að togað sé í spotta á bak við tjöldin. Geir Haarde forsætisráðherra sagði við Fréttablaðið að hann vonaði að dráttur á umsókn Íslands væri ekki til kominn af „annarlegum ástæðum“. Angela Gaviria-Baptiste, upp- lýsingafulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í málefnum Íslands, vill ekki svara fyrirspurn Markaðar- ins um þetta atriði. Hún var spurð hvort óleyst deila Íslendinga og Breta kynni að tefja eða kæmi í veg fyrir að umsókn Íslands yrði tekin fyrir í stjórn sjóðsins. HVENÆR KEMUR AÐSTOÐIN? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde héldu blaðamanna- fund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, síðdegis föstudag- inn 24. október. Þar var tilkynnt að formlega yrði óskað aðstoð- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún fæli í sér ríflega tveggja milljarða Bandaríkjadala lán frá sjóðnum. Sama dag kynnti sendinefnd Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sama mál í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Þá kom fram að unnin hefði verið efnahagsáætlun í sam- starfi stjórnvalda og sendinefnd- arinnar. Þá sagði Geir Haarde að búist væri við formlegu svari stjórn- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir tíu daga þaðan í frá. Þá færi héðan samningur Íslands og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, svonefnt „lett- er of intent“, beiðni um aðstoð eða samningur. SAMMÁLA EÐA FALLIST Á? Íslenskir ráðamenn hafa rætt um samkomulag við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn. Efnahagsáætlun hafi verið unnin í samstarfi við hann og þar komið fram ýmis atriði sem Íslendingar myndu „hvort eð er“ þurfa að ráðast í. Enn fremur hefur komið fram að bæði seðla- bankastjóri og fjármálaráðherra hafi skrifað undir samkomulagið eða það sem á ensku nefnist „lett- er of intent“. Ummæli Geirs Haarde í frétt- um Ríkisútvarpsins benda hins vegar til þess að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hafi unnið efnahagsá- ætlunina, sem Íslendingar gang- ist svo undir. Í hádegisfréttum út- varpsins á sunnudag sagði Geir: „En við þurfum hins vegar á árun- um 2010 til 2012/2013 að snúa tafl- inu við þannig að innbyggður halli sem nú er að myndast á fjárlögun- um snúist yfir í afgang. Það er það sem við erum að fallast á í þessari efnahagsáætlun sjóðsins og það er sjálfsagt mál.“ Þetta var borið undir Geir í fyrrakvöld og lesið upp úr upp- skrift fjölmiðlavaktarinnar, sem er að þessu leyti að minnsta kosti, rétt upp skrifuð. Geir sagði. „Þetta er nú ekki nákvæmt orða- lag. Orðin fallast á eru ekki þarna. Þetta er það sem við höfum orðið sammála um, í þessu samkomu- lagi sem gert er og er forsenda fyrir lánveitingunni. Og þetta held ég að flestir myndu nú telja að við ættum að gera, hvort sem við værum í samstarfi við gjaldeyr- issjóðinn eða ekki.“ Geir ítrekaði að þetta væri samningsatriði. Það væri ekki svo að við gengjumst undir skilyrði sjóðsins. Þá yrði áætlunin birt innan tíðar. Í henni felst meðal annars vaxta- hækkun, til að hindra útstreymi fjármagns, og að halli á ríkissjóði verði greiddur upp á árinum 2010 til 2013. RÍKISSTJÓRNIN AUSTAN VIÐ JÁRNTJALD Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir þetta móðg- un við lýðræðið. Skuldbinda eigi íslensku þjóðina og þinginu sé til málamynda tilkynnt um málið. „Hvert eru menn eiginlega komnir hérna? Menn eru eiginlega komnir langt austur fyrir járntjaldið.“ Hann segir ummæli forsætis- ráðherra í útvarpsfréttum sýna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé tek- inn við stjórnartaumum á Íslandi. „Þetta hefur okkur grunað og er ekki góð tilhugsun.“ Hann segir það kröfu í þjóðfélaginu að gengið verði til kosninga og landinu verði stýrt af fólki með umboð. Lítið hefur komið fram um inn- tak þessarar efnahagsáætlunar. Þó er vitað að stýrivaxtahækkun Seðlabankans á dögunum, í átján prósent hefur með hana að gera. BREYTINGAR Á UMSÓKNINNI Tíu manna sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins var hér á landi um nokkurt skeið. Poul Thomsen, yfirmaður Evrópudeildar sjóðs- ins, fór fyrir nefndinni. Hún hélt héðan af landi brott 24. október, þegar formleið beiðni um aðstoð átti að fara héðan. Síðan þá, samkvæmt heimild- um Markaðarins, hefur sjóður- inn hins vegar óskað eftir frekari upplýsingum héðan. Ekki er vitað hvaða upplýsingar um ræðir. Það bréf sem seinast var sent, undir- ritað af Davíð Oddssyni og Árna M. Mathiesen, fór héðan 3. nóv- ember. Í byrjun vikunnar bárust Mark- aðnum upplýsingar um að sjóð- urinn hefði enn óskað upplýsinga frá stjórnvöldum. Forsætisráð- herra kannaðist ekki við það í fyrrakvöld. Í gærmorgun var svo greint frá því í Wall Street Jo- urnal að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn biði upplýsinga héðan áður en stjórn hans gæti fjallað um lán- veitinguna. HAUST- RÁÐSTEFNA FÉLAGS LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA Félag löggiltra endurskoðenda Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík 568 8118 fle@fle.is www.fle.is Skráning kl. 8:15 Setning - Margret G. Flóvenz, formaður FLE Ávarp - Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Kauphöll á umbrotatímum Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX á Íslandi Skyldur skráðra félaga til upplýsingagjafa Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs NASDAQ OMX á Íslandi Stóra bóla Gylfi Zoëga, Prófessor við Háskóla Íslands Upplýsingar í ársreikningum félaga á markaði og gagnsemi þeirra fyrir greiningaraðila Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Staða og framtíðarhorfur á íslenskum hlutabréfamarkaði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Nýja Kaupþings banka Reikningsskil skráðra félaga á Íslandi Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi hjá Seðlabanka Íslands Hádegisverður - Setrið og Hvammur Endurreisn hlutabréfamarkaðar – Aftur til fortíðar Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Eftirlit með ársreikningum fyrirtækja á markaði Geir Geirsson, endurskoðandi hjá Ársreikningaskrá RSK Sjónarmið hins almenna fjárfesta Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta Ráðstefnuslit kl. 14:30 Hlutabréfamarkaðurinn – hrun & endurreisn Ráðstefnustjóri : Eggert Teitsson, endurskoðandi og forstöðumaður reikningshalds Nýja Kaupþings banka. Ráðstefnugjald með hádegisverði : 18.000 kr. Ráðstefnan er opin félagsmönum FLE, FIE og öðrum þeim sem áhuga hafa. Þátttökutilkynning berist Félagi löggiltra endurskoðenda fyrir 12. nóvember. FÖSTUDAGINN 14. NÓVEMBER, GRAND HÓTEL REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.