Fréttablaðið - 13.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2008 — 311. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Við Skúlagötu 63 leynist áhuga- verð fataverslun er kallast Volca- no Design en þar má finna hönnun eftir Kötlu Hreiðarsdóttur, sem stundar nú nám í innanhússhönn- un í Barcelona. Auk þess eru þar ógrynnin öll af skartgripum. Í þessu skrautlega umhverfi starfar Þórey Heiðarsdóttir saumakona, sem hefur þrátt fyrir ungan aldurviðað að sér ý i í nám,“ segir Þórey hógvær og seg- ist alltaf hafa verið mikill föndrari. „Ég lærði að sauma fyrir rúmu ári. Fyrst vann ég hjá Spaks manns spjörum og lærði að sauma hjá klæðskerunum þar en nú sauma ég hér fyrir Volcano Design.“Fatastíll Þóreyjar er að hennarsögn svolítið töffar l bæði í þykkari og þynnri efnum, með pallíettum og skrauti eða í einfaldari útfærslum. Verslunin hóf göngu sína í júlí og er að sögn Þóreyjar afar nota- leg. „Það er mikil fjölbreytni í búð- inni, allt frá einföldum klæðyfir í Töffaralegur stelpustíll Þórey Heiðarsdóttir saumar föt fyrir Volcano Design og er smám saman að fikra sig áfram við eigin hönnun. Hún sýndi okkur köflóttar ullarermar frá Volcano Design sem hún heldur mikið upp á. Ullarermunum góðu má snúa við og þá eru þær svartar að lit. Að sögn Þóreyjar eru þær afskaplega þægilegar og klæðilegar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /AN TO N KAFFI sem hellist niður í teppi getur skilið eftir sig bletti ef ekki er brugðist rétt við. Gott er að hella strax vel af kartöflumjöli á blettinn og leyfa því að vera yfir nótt. Þá er það ryksugað burt. VEÐRIÐ Í DAG ÞÓREY HEIÐARSDÓTTIR Saumakona sem dundar við að búa til skartgripi • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS veljum íslensktFIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2008 VELJUM ÍSLENSKT Hefðir, vísdómur og þjóðleg völundarsmíði Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Besti nemandinn Margrét Ingibjörg Lindquist hlaut nýverið verðlaun sem „Besti nemandi í grafískri hönnun í Evrópu 2007“ frá Art Directors Club Europe. TÍMAMÓT 26 . . . þjónusta í þína þágu Kjúklingatilboð bringur, heill, læri og leggir Melabúðin Hagamel Reykjavík Þín verslun Seljabraut Reykjavík Spar Bæjarlind Kópavogi Kassinn Norðurtanga Ólafsvík Kostur Holtsgötu Njarðvík 40% a fsláttu r um helgina Opið til 21 Nýtt kortatímabil Spock-óður þjófur Guðni Finnsson og fé- lagar í hljómsveitinni Dr. Spock eiga aðdáendur í stétt innbrotsþjófa. FÓLK 38 SNJÓKOMA EÐA ÉL NYRÐRA Í dag verður norðaustan strekkingur á Vestfjörðum annars hægari. Snjó- koma norðan og austan til, rigning eða slydda suðaustan til annars úrkomulítið. VEÐUR 4 4 3 -2 -2 -1 HANDBOLTI Danski skartgripasal- inn Jesper Nielsen segir að hann hafi keypt Ólaf Stefánsson til AG Håndbold þar sem Ólafur sé einn besti handbolta- maður sögunnar og að Ólafi fylgi árangur. „Ólafur er fyrsta púslið í byggingu stórveldis en ég mun kaupa sjö nýja leikmenn til félagsins á næsta ári,“ segir Nielsen og hafnar þeim sögum að hann hafi farið illa út úr fjármálakreppunni. „Sú frétt var röng. Peningarnir til að gera AG Håndbold að stórveldi eru til staðar,“ sagði Nielsen. - hbg / nánar á síðu 42 Nielsen um Ólaf Stefánsson: Ólafur er hverr- ar krónu virði FÓLK Fljótlega eftir að gleðigöngunni og hátíðarhöld- um homma og lesbía lauk í ágúst barst samtökum Hinsegin daga reikningur frá STEF – sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, sem hljóðaði upp á 1.223.746 krónur. Gunnar Stefánsson, markaðs- og innheimtustjóri STEFs, segir þessa upphæð þannig til komna að hún miðist við fjölda gesta á Hinsegin dögum. „Þessi krafa er með eindæmum ósvífin að mínu mati,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga. Hann leggur áherslu á að samtökin byggi á sjálfboðastarfi. Reikningurinn var endursend- ur með vísan til 21. greinar höfundalaga þar sem segir að ekki beri að greiða STEF-gjöld þegar um er að ræða tónlistarflutning sem ekki er til stofnað í ágóðaskyni. STEF sendi gagntilboð og bauð Hinsegin dögum að greiða tíu prósent upphæðarinnar sem táknræna. Þar er málið statt nú en Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hinsegin daga, segir STEF halda þétt um hagsmuni sinna manna en það sé spurning hvenær þeir ganga út fyrir það sem þeim er heimilt. - jbg/ sjá síðu 46 Stjórn Hinsegin daga hafnar reikningi vegna gleðigöngu og hátíðarhalda: STEF vildi rúma milljón frá Gay Pride JESPER NIELSEN MYND/BRÖNDBY Andlegur leiðtogi dómara á HM í handbolta Jóhann Ingi Gunnarsson íhugar spennandi tilboð frá Alþjóðahand- boltasambandinu. ÍÞRÓTTIR 42 Blóðgjöf í gangi Stjórnin hefur ekki enn greint frá því, hvenær aðstoð gjaldeyris- sjóðsins við Ísland í aðdraganda kreppunnar nú bar fyrst á góma, segir Þorvaldur Gylfason. Í DAG 22 MEÐ KÆRKOMIN KVENNARÁÐ Þau voru ekki köld ráðin sem atorkukonurnar Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður færðu Geir H. Haarde forsætisráðherra í litlum pakka í Stjórnarráðinu í gær. Þau lúta að því hvernig greiða má veg sprotafyrirtækja. Hugmyndirnar sem Geir fékk í gær verða kynntar lesendum Fréttablaðsins og birtist sú fyrsta í dag. Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Samþykkt var á reglulegum samráðsfundi fjár- málaráðherra Evrópusambands- ins með ráðherrum EFTA-ríkja að leysa deilur um erlendar innistæð- ur íslensku bankanna með því að stofna fimm manna gerðardóm. Fundur fjármálaráðherranna var haldinn í Brussel 4. nóvember. Tveimur dögum síðar sagði Ísland sig frá gerðardóminum, segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir að fulltrúar ESB hafi óskað eftir því að trúnaður ríkti um gerðardóminn, og því hafi hann ekki greint frá tilvist hans. Eftir að Fréttablaðið fékk staðfestingu á efni fundarins taldi Árni rétt að skýra sín sjónarmið í málinu. Árni segir að eftir að fjármálaráðherr- arnir hafi komið sér saman um gerðardóminn hafi embættismenn ESB tekið við málinu. Þeir hafi hins vegar verið algerlega and- snúnir því að niðurstaða gerðar- dómsins yrði bindandi, og breytt verkefninu í óformlegt lögfræði- álit. Þeir hafi að auki viljað víkka út umfjöllunarefni dómsins, og fjalla um aðgerðir íslensku ríkis- stjórnarinnar í fjármálakrepp- unni, þar á meðal neyðarlög sem ríkisstjórnin setti. Engin leið var að sætta sig við það, segir Árni. Að auki steytti á því að embætt- ismennirnir sömdu þær spurning- ar sem gerðardómurinn átti að svara, sem Árni segir að hafi ekki tekið á málum sem stjórnvöld á Íslandi hafi talið mikilvæg. Að lokum hafi verið ljóst að íslensk stjórnvöld fengju ekki að flytja sitt mál fyrir gerðardóminum. „Það er svekkjandi að ekki skyldi koma út úr þessu það sem til stóð. Við hefðum viljað fá laga- legan grundvöll undir þetta, en vinnubrögðin voru þannig að það var ekki hægt,“ segir Árni. Reynt hafi verið í tvo daga að snúa aftur til þess fyrirkomulags sem ráð- herrarnir hafi ákveðið, en þegar það hafi ekki gengið hafi íslensk stjórnvöld sagt sig frá gerðardóm- inum. Fimm lögspekingar frá stofnunu ESB, EFTA og EES áttu að eiga sæti í hópnum, og komu fjórir þeirra saman eftir að hann var skipaður. Fimmti maðurinn vildi ekki starfa á þeim forsendum sem ESB lagði upp með, segir Árni. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, staðfesti í gær að Ísland gæti ekki vænst þess að fá alþjóð- lega lánafyrirgreiðslu fyrr en „eftir að samkomulag hefur náðst milli Íslands og vissra aðildarríkja ESB um (…) innistæðutryggingar og vernd erlendra innistæðueig- enda“ í íslensku bönkunum. - bj, aa Embættismenn komu í veg fyrir samkomulag í Brussel Samþykkt var að leysa deilur um Icesave og aðrar erlendar innistæður íslensku bankanna með gerðardómi á fundi evrópskra fjármálaráðherra. Árni Mathiesen segir embættismenn ESB hafa breytt forsendum einhliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.