Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 4
4 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 13° 12° 12° 12° 13° 12° 12° 12° 12° 23° 14° 16° 28° 10° 12° 18° 11° Á MORGUN Víðast 5-10 m/s MÁNUDAGUR 3-13 m/s hvassast sunnan til VONT UM TÍMA Framan af degi verður bæði hvasst og úr- komusamt á Strönd- um og á landinu norðanverðu. Vind- strengurinn verður nokkuð snarpur, allt að 25 m/s. Hvassast verður á vestanverðu Norðurlandi í fyrstu en síðan gengur strengurinn austur með norðanverðu landinu. Einnig kann að verða mjög hvasst sunnan Vatnajökuls. Það lægir svo víðast með kvöldinu. -1 -3 -2 -5 0 2 2 -3 -8 6 6 6 7 12 10 6 14 14 20 10 16 5 5 4 1 1 6 2 2 4 3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir jákvætt að ríkis- stjórnin reyni að búa svo um hnúta að heimilin haldi velli. „Litlu verður Vöggur feginn,“ segir hann. „Ég fagna aðgerðum sem miða að því að létta greiðslu- byrðina. Það skiptir mestu máli að grípa til varna fyrir heimilin svo þau liggi ekki flöt í skuldasúpunni og svo auðvitað að verja störfin í landinu. - bþs Litlu verður Vöggur feginn „Mér finnst þetta loðið og sérstakt og raunar er svo margt froðukennt sem frá ríkisstjórninni kemur að ég skil hana ekki,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins. Hann segir ríka þörf fyrir viðamiklar aðgerðir og telur ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hvorki skýrar né afdráttarlausar. „Það er ekki verið að fást við lausnir. Það þarf stefnumörkun um endurreisn samfé- lagsins.“ - bþs Froðukennt tal ríkisstjórnar „Ég sé ekki betur en að þetta sé viðleitni í þá átt að koma til móts við fjölskyld- urnar en mikið óskaplega er þetta veikt og dapurlegt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Hann kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum, tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar á sérstökum blaðamannafundi og talsverðar vætn- ingar því skapast. „Málefnum atvinnu- lífsins er svo vísað inn í framtíðina. Þar er knýjandi þörf fyrir aðgerðir.“ - bþs Dapurleg og veik viðleitni GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BRUSSEL, AP Efnahagssamdráttur er á evrusvæðinu samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambands- ins, Eurostat. Samdráttur hefur verið tvo ársfjórðunga í röð í evruríkjunum 15. Samdrátturinn mældist 0,2 prósent á öðrum og þriðja ársfjórðungi, miðað við næsta ársfjórðung á undan. Samdráttur tvo ársfjórðunga í röð er hefðbundin skilgreining á samdráttarskeiði, kreppu. ESB í heild hefur fram til þessa ekki mælst með neikvæðan hagvöxt, en á öðrum ársfjórðungi var hann núll. Nú hefur Eurostat staðfest að 0,2 prósenta samdrátt- ur varð á þriðja ársfjórðungi. - aa Hagstofa Evrópusambandsins: Samdráttur á evrusvæðinu EFNAHAGSMÁL Greiðslubyrði verð- tryggðra lána og dráttarvextir lækka auk þess sem barnabætur verða greiddar út mánaðarlega með aðgerðaáætlun ríkisstjórnar- innar sem kynnt var í gær. Um fyrstu aðgerðir til hjálpar heimil- unum er að ræða. Aðgerða til aðstoðar fyrirtækjum í landinu, vinnumarkaði og menntamálum er að vænta. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðapakka í tíu liðum sem er ætlað að koma til móts við heimili í vanda vegna efnahagskreppunn- ar. Grípa á til aðgerða í húsnæðis- málum til að koma til móts við þá sem hafa verðtryggð lán. Greiðslu- byrði þessara lána minnkar um tíu prósent strax og allt að tuttugu prósentum á næsta ári. Lækka á dráttarvexti með lagasetningu og nýtt verður lagaheimild til að setja hámarksfjárhæð innheimtukostn- aðar. Felld verður úr gildi heimild til að nýta barnabætur til að greiða niður opinber gjöld sem einstakl- ingur skuldar. Barnabæturnar verða greiddar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og nú er. Opinberir aðilar fá einnig fyrirmæli um að milda innheimtu- aðgerðir og fá heimildir til sveigj- anleika í samningum. Einnig er frumvarp til umfjöllunar í þing- flokkunum sem mun auðvelda fólki að losna við bíla sem bera erfið lán með sölu þeirra til útlanda. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir ríkisstjórnina leggja höfuðáherslu á að koma til móts við heimilin. „Við teljum að þetta sé mjög mikilvæg aðgerð og er auðvitað náskyld því sem áður var búið að hrinda í framkvæmd varð- andi myntkörfulánin.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði um aðgerðaáætlunina að hún sé afurð vinnuhóps á vegum ríkisstjórnar- innar, sem sé enn að störfum og ráð sé gert fyrir að kynntar verða bráðlega aðgerðir til aðstoðar fyr- irtækjum í landinu, aðgerðir á vinnumarkaði og í menntamálum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir aðgerðirnar aðeins fyrstu aðgerðir í víðtækari aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Við eigum eftir að kynna frum- varp um greiðsluaðlögun sem hefur verið nýtt á hinum Norður- löndunum. Það nýtist sérstaklega fólki sem sér ekki fram á annað en að missa eigur sínar. Við erum einnig að meta þá leið sem hag- spekingar hafa bent á og heimila lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði að fjárfesta í húsnæði að hluta eða í heild.“ Jóhanna segir jafnframt að lög um gjaldþrot séu til skoðunar og lög um inn- heimtu lögfræð- inga. „Við erum til dæmis að skoða hvort hægt sé að gera íbúðarhúsnæði óaðfararhæft vegna annarra krafna en þeirra sem hefur verið þinglýst á viðkomandi eign. Hvort þetta allt nær fram að ganga get ég hins vegar ekki sagt til um á þessum tímapunkti.“ svavar@frettabladid.is GENGIÐ 14.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,7913 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 134,32 134,96 199,12 200,08 170,52 171,48 22,894 23,028 19,317 19,431 17,007 17,107 1,3822 1,3902 198,14 199,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Engum skilmálum samkomulags um að lagaleg hlið deilunnar um ábyrgðir Íslands á innistæðum erlendra sparifjár- eigenda á reikningum íslensku bankanna yrði til lykta leidd með sérskipuðum gerðardómi var breytt eftir að Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra samþykkti það á fundi í Brussel í síðustu viku. „Þetta var skýrt samkomulag á fundinum 4. nóvember. Það eina sem breyttist var afstaða Íslands til niðurstöðunnar,“ segir sænsk- ur embættismaður sem sat fund- inn. Árni sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að eftir að ráðherrar hefðu komið sér saman um gerð- ardóm hefðu evópskir embættis- menn tekið við málinu. Þeir hafi ekki fallist á að niðurstaða gerð- ardóms yrði bindandi. Verkefn- inu yrði breytt í óformlegt lög- fræðilegt álit. Þá hefði átt að víkka út umfjöllunarefni dóms- ins og fjalla um aðgerðir stjórn- valda hér, neyðarlögin frá 6. okt- óber þar á meðal. Þetta hafi stjórnvöld ekki getað sætt sig við og því sagt sig frá samkomulag- inu tveimur dögum eftir að það var gert. Bæði sænski embættismaður- inn og franski sendiherrann á Íslandi, Olivier Mauvisseau, gefa aðra mynd af þessari atburðarás. Engir skilmálar samkomulagsins hafi breyst eftir að Árni gekk að því; þeir hafi allir verið uppi á borðinu. - aa Fulltrúar Evrópusambandsins kannast ekki við að skilmálum hafi verið breytt: Afstaða Íslands eina breytingin ÁRNI M. MATHIESEN Fjármálaráð- herra sam- þykkti skilmála gerðardóms um ábyrgðir Íslands á erlendum innistæðum. Komið til móts við heimilin Ríkisstjórnin hrindir í framkvæmd aðgerðum fyrir heimili í vanda. Greiðslubyrði verðtryggðra lána lækkar um mánaðamótin. Barnabætur verða greiddar út mánaðarlega. Frekari aðgerða er að vænta fljótlega. FRÁ RÁÐHERRABÚSTAÐNUM Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynntu aðgerðaáætlun í tíu liðum í gær sem koma á heimilunum í landinu til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI A. Létta með lagasetningu greiðslu- byrði einstaklinga með verðtryggð lán með því að beita greiðslujöfn- unarvísitölu, þ.e. launavísitölu sem vegin er með atvinnustigi. (Til að koma í veg fyrir misgengi launa og lána. Reiknuð er út ný vísitala, í stað neysluvísitölu, sem er samsett af launavísitölu og þróun atvinnustigs. Mismunurinn, sem verður strax tíu prósent og allt að tuttugu prósent á næsta ári, leggst við höfuðstól lánsins. Fólk greiðir ekki af mismuninum fyrr en launavísitalan er orðin hagstæðari en neysluvísitalan. Hugsað sem bjargræði til skamms tíma. Sá sem þiggur greiðslujöfnun greiðir meira en hann hefði annars gert því upphæðin sem frestað er að greiða leggst við höfuðstól lánsins. Skuldari greiðir því verðbætur síðar af verðbótum sem frestast. Óska verður sérstaklega eftir því að fara inn í nýtt greiðslujöfnunarkerfi. Reynt verður að hafa það einfalt í framkvæmd.) B. Efla og fjölga úrræðum Íbúða- lánasjóðs til að koma til móts við almenning í greiðsluvanda, svo sem með lengingu og skuldbreytingu lána, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum gagnvart innheimtu. C. Veita Íbúðalánasjóði lagaheim- ildir til að leigja húsnæði í eigu sjóðsins til að fjölga úrræðum einstaklinga í greiðsluvanda. D. Gerðar verði nauðsynlegar breyt- ingar til bráðabirgða á lögum eða reglugerðum svo fella megi niður ýmis gjöld vegna skilmálabreytinga sem nú torvelda skuldbreytingar og uppgreiðslu lána, svo sem stimpil- gjöld og þinglýsingargjöld. HÚSNÆÐISLIÐUR AÐGERÐAÁÆTLUNAR Við eigum eftir að kynna frumvarp um greiðslu- aðlögun sem hefur verið nýtt á hinum Norðurlöndunum. Það nýtist sérstaklega fólki sem sér ekki fram á annað en að missa eigur sínar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.