Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins verður flýtt og nefnd skipuð til að fjalla um Evrópu- málin. Miðstjórn flokksins sam- þykkti einróma tillögu Geirs H. Haarde, formanns flokksins, þessa efnis á fundi sínum í gær. Til stóð að halda landsfund flokksins í október á næsta ári, en samþykkt var í gær að halda fundinn 29. janúar til 1. febrúar næstkomandi. Landsfundurinn er æðsta ákvörðunarvald Sjálfstæð- isflokksins og er haldinn á tveggja ára fresti ákveði miðstjórn flokks- ins ekki annað. Á landsfundi er einnig kosið um æðstu embætti flokksins, þar á meðal embætti formanns, vara- formanns og ritara. Þá er kosið í miðstjórn á landsfundum. Bæði Geir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, munu sækjast eftir endurkjöri. Geir sagði svo breyttar aðstæð- ur í þjóðfélaginu að brýnt sé að flýta landsfundinum og marka skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins í öllum þjóðfélagsmálum með til- liti til breyttra aðstæðna. „Með sama hætti teljum við rétt að bregðast við breyttum aðstæðum með því að skoða upp á nýtt það hagsmunamat sem hefur legið að baki stefnu Sjálfstæðis- flokksins í Evrópumálum,“ sagði Geir. Kristján Þór Júlíusson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, mun leiða nefnd sem fjalla mun um Evrópumálin. Henni er ætlað að ljúka störfum fyrir landsfundinn. Árni Þór Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, verður varafor- maður nefndarinnar. „[Nefndin] mun skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu, ríkjum Evrópu og val- kostum Íslands í alþjóðasam- starfi,“ sagði Geir. Hlutverk hennar sé því ekki bundið við að skoða mál tengd mögulegri aðild að Evrópusambandinu. „Þetta nefndarstarf felur það ekki í sér að það sé búið að breyta um afstöðu í Sjálfstæðisflokkn- um. Það felur ekki í sér að það sé komin ný stefna. Það er lands- fundurinn sem tekur ákvörðun um slíkt,“ sagði Geir. „Það sem bíður okkar núna [...] er að virkja allan flokkinn, við erum að virkja okkar grasrót,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir því ekki að leyna að skiptar skoðanir hafi verið innan flokks- ins. Sín skoðun sé óbreytt, en því sé ekki að leyna að aðstæður séu gjörbreyttar frá því landsfundur flokksins ályktaði um að ekki ætti að gera breytingar á sambandi Íslands við Evrópusambandið. Geir hefur hingað til verið and- snúinn aðild að Evrópusamband- inu og hann staðfesti í gær að hann hefði ekki skipt um skoðun. „Ég tel samt rétt, þrátt fyrir mína afstöðu, að þetta mat fari fram. Ef út úr því koma niður- stöður sem hafa veigamikla þýð- ingu að mínum dómi geng ég til þess án fordóma,“ sagði Geir. brjann@frettabladid.is Evrópumál rædd á landsfundi í janúar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað í gær að halda landsfund í lok janúar. Nefnd mun fjalla um Evrópumálin og skila niðurstöðu fyrir landsfundinn. Þurfum að virkja grasrót flokksins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. SÖMU SKOÐUNAR Hvorki Geir H. Haarde né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sögðust hafa skipt um skoðun í Evrópumálum frá því landsfundur flokksins árið 2007 ályktaði um að ekki væri þörf á að breyta sambandi Íslands við Evrópusam- bandið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nýstofnaðrar Evrópunefndar flokksins. Hann segir að vinna nefndarinnar verði ekki bundin við að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu (ESB) heldur verði aðrir valkostir sem landið hafi í alþjóðasamstarfi einnig kannaðir. Kristján segist vera Evrópusinni í hjarta sínu, í víðasta skilningi þess orðs, en vill að öðru leyti ekki gefa upp persónulegar skoðanir sínar á ESB. SKOÐA FLEIRA EN AÐILD AÐ ESB KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2007 segir eftirfarandi um Evrópumál: „Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Hann tryggir vel mikilvægustu hags- muni Íslendinga á þessu sviði og því ekki ástæða til að gera breytingar á núverandi sambandi Íslands við Evrópusambandið.“ Þar segir enn fremur: „Ísland er Evrópuríki og saga þjóðarinnar og menning er evrópsk. Í því ljósi og vegna hinna miklu viðskiptahags- muna er nauðsynlegt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.“ EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ BREYTA Í FYRRA Afar ólíklegt er að slagur verði um formannsem- bættið í Sjálfstæðisflokkn- um á landsfundi flokksins í lok janúar, þótt kosið verði að nýju í helstu embætti, segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það er ekkert fararsnið á Geir [H. Haarde, formanni flokksins] og staða hans er fremur sterk enn þá,“ segir Einar. Hann segir stöðu Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur, varaformanns flokksins, ekki nægilega sterka til að takast á við Geir um formanns- stólinn. Einar segir augljóst að helsta málið sem fjallað verði um á landsfundinum sé afstaða flokksins til aðildar að Evr- ópusambandinu (ESB). Það að fundurinn verði í lok jan- úar, en ekki október eins og að var stefnt, bendi til þess að mikil pressa sé innan flokksins að taka stefnuna á aðild að ESB. „Maður gæti lesið þannig í stöðuna að þetta sé fyrsta skref Sjálfstæðisflokksins að aðild að ESB,“ segir Einar. Hann segir tíðindi í því að Þorgerður Katrín sé farin að hallast í átt að ESB. Fyrst svo sé hljóti að vera bakland fyrir þá skoðun innan flokksins. Á EKKI VON Á FORMANNSSLAG EINAR MAR ÞÓRÐARSON OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar- stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Kennsludagar: Mánudagar og mmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sérfræðingar í klínískri sálfræði. Kynningarverð: 42 000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. nóvember n.k. Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s . A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið ÍSRAEL, AP Ísraelsher gerði árás á Palestínumenn á norðanverðu Gaza-svæðinu í gær. Árásinni var beint gegn herskáum Palestínu- mönnum, sem hafa skotið flug- skeytum yfir landamærin til Ísra- els. Palestínskur læknir segir að tveir Palestínumenn hafi slasast. Stuttu síðar skutu Palestínu- menn flugskeytum frá Gaza-svæði á borgina Ashkelon í Ísrael í gær. Árásin skaut íbúum þar skelk í bringu, en ekkert mannfall varð. Einnig skutu Palestínumenn flug- skeytum á bæinn Sderot og þar slasaðist einn íbúi. Átök á landamærum Ísraels og Gaza-svæðisins hafa aukist mjög síðustu daga. Ísraelsher hefur varað íbúa á norðanverðu Gaza- svæðinu við og hvetur fólk til að vera heima hjá sér. Vopnahléið, sem komst á í júní síðastliðnum, byrjaði að rofna í síðustu viku þegar ísraelskir her- menn fóru inn á Gaza-svæðið til að eyðileggja jarðgöng, sem ísraelski herinn segir að herskáir Palest- ínumenn hafi grafið í þeim til- gangi að nota þau til árása á Ísra- el. Á annan tug Palestínumanna hafi látist í átökunum síðan þá. Í gær sá Evrópusambandið ástæðu til að hvetja Ísraelsstjórn til að opna landamærin til Gaza, til þess að að eldsneyti og aðrar lífs- nauðsynjar geti borist til íbúa á svæðinu. - gb Átök Ísraela og Palestínumanna á Gaza-strönd harðna: Vopnahléið virðist úr sögunni VIÐ LANDAMÆRI GAZA Ísraelskir her- menn á skriðdreka við landamærin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ertu komin(n) í jólaskap? Já 26,8% Nei 73,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú tekið þátt í fjöldamót- mælum? Segðu skoðun þína á vísir.is VIÐSKIPTI „Við erum auðvitað óánægðir með þetta en það þýðir samt ekki að við séum vissir um að vinna dómsmál,“ segir Árni Harðarson, formaður fjárfest- ingafélagsins Salt Investments. Róbert Wessman, eigandi félagsins, keypti hlutabréf fyrir tæpa sex milljarða króna í Glitni nokkrum dögum áður en ríkið yfirtók bankann. Fjárfestingun- um tapaði hann því að fullu. Þann 18. október var greint frá því að það væri til athugunar hjá lögfræðingi félagsins hvort hægt væri að rifta kaupunum. Árni segir lítið hafa gerst en málið sé enn til skoðunar. - kdk Sex milljarða kaup í Glitni: Riftun er enn í athugun KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.