Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 12
 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október síðastliðinn í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og vefinn nattura.info. Um hundrað sérfræðingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörgum málaflokkum. Fréttablaðið birtir tillögurnar næstu daga. Nánari upplýsingar má finna á nattura.info. NEISTAR AF NEISTA: Líftækni á Íslandi Grein 3 af 8 Stöðugleiki gjaldmiðils og markaðar Heimila þarf fyrirtækjum að skrá hlutafé sitt og gera upp í erlendri mynt (a.m.k. evrum). Mikilvægustu sprotafyrirtækin eru útflutningsfyr- irtæki með markaði erlendis og tekjumyndun í erlendri mynt. Það er þeim mikilvægt að búa við þann aga sem felst í uppgjöri í stöðugri mynt. Það er líka forsenda þess að fá eðlilegt fjárstreymi fjárfesta til landsins. Leggja þarf niður krónuna sem fyrst. Það er nánast óhugsandi að fá eðlilegt flæði erlends fjármagns til smærri fyrirtækja meðan landið hefur eigin gjaldmiðil. Aukinn fjárstuðningur við smáfyrirtæki Auka þarf fjárframlög til Tækniþróunarsjóðs. Það verður að gefa smáfyrirtækjum kost á að fá (viðbótar)styrki sem þau nýta til að kaupa rann- sóknir af háskólunum. Þetta flýtir einnig fyrir uppbyggingu öflugra háskóladeilda. Afnema kröfur um mótframlag fyrir smáfyrir- tæki. Tryggja þarf þátttöku ríkisins í fjárfestingum í nýjum fyrirtækjum. Nýr sjóður taki við af Tækniþróunarsjóði – styrkir eða víkjandi eigið fé. Þátttaka ríkisins í fjármögnun einkarekinna sjóða, t.d. með beinu mótframlagi í slíka sjóði, víkjandi lánveitingu inn í einstök verkefni, eða ábyrgðir á bankafyrirgreiðslum. Mörg fordæmi eru fyrir slíku fyrirkomulagi í Bandaríkjum og Evrópu. Gefa þarf skattaívilnanir; t.d. með endurgreiðslu á VSK, endurgreiðslu vegna rannsókna, þróunar eða styrkja, og gera auðveldara fyrir smáfyrirtæki að selja skattalegt tap. Sala á skattalegu tapi eykur hrakvirði nýsköpunarfyrirtækja og eykur líkur á endurnýtingu hugverkaréttar (IP). Mörg fordæmi í nágrannalöndum eru fyrir skattaniðurfellingu eða endurgreiðslum. Mikilvægt er að félög og fyrir- tæki sem eru í rannsóknar- og þróunarvinnu, sem eðli máls samkvæmt tekur tíma, geti fengið skattaívilnanir. Hér á landi eru ekki neinar sérstakar skattfríðindareglur fyrir slíkt eins og í sumum nágrannalöndum okkar, t.d. í Noregi. Fólk sem flytur til Íslands til þess að stunda rannsóknir og greiðir tekjuskatt þarf að hugsa sig vel um, því það hefði ekki þurft að greiða slíkan skatt hefði það áfram búið til dæmis í Cambridge, Princeton eða Stanford. Bætt stuðningsumhverfi Hundruð Íslendinga eru með doktorsgráður og rannsóknar- og starfsreynslu í verkefnum í líftækni sem eru á heimsmælikvarða. En sú reynsla hefur ekki skilað sér til íslensku háskól- anna, sem þurfa að leita til sérfræðinga innan líftæknifyrirtækja til að fá upplýsingar um vísindin, tækniþekkingu og tækjakost og jafnvel að fá kennslu. Góð aðstaða, sérþekking og kunnátta er frekar innan fyrirtækja heldur en innan háskól- anna í núverandi ástandi. Nægir að nefna að eitt fyrirtæki á sviði erfðafræði birtir fleiri greinar á ári en allir háskólarnir samanlagt. Stórefla þarf háskóla landsins og leggja sérstaka áherslu á líftækni, verkfræði og tölvutækni. Nauðsynlegt er að háskólarnir verði það bakland sem líftækni þarfnast og geti veitt sprotafyrirtækjum skjól. Uppbygging háskóladeilda á sviðinu felur meðal annars í sér að efla áherslur á rannsóknartengt nám, nýsköpun og áhættusækni. Fjölga þarf erlendum nemendum til að stækka háskólana og auka samkeppni og gæði náms. Hvetja þarf orkufyrirtæki til að horfa á „almenn- an“ iðnað sem kaupendur frekar en orkufrekan iðnað. Gera þarf hagfelldara fyrir orkufyrirtæki að taka þátt í iðngörðum eða sprotagörðum og afnema ívilnanir fyrir þátttöku í orkufrekri stóriðju. Straumlínulaga regluverk Mikilvægt er að regluverk séu straumlínulöguð og er það ástæða til að endurskoða núverandi reglugerðir til að bæta umhverfi sprota- og líftæknifyrirtækja. Svifaseint regluverk kemur beint niður á samkeppnishæfni, nýsköpun og tækifærum til atvinnusköpunar. Skýrt og skilvirkt reglugerðarumhverfi er því mikilvægur þáttur ákjósanlegs vaxtaumhverfis fyrir sprota- og líftæknifyrirtæki. Notkun heilbrigðisupplýsinga Heilbrigðisrannsóknir byggja sífellt meir á úrvinnslu upplýsinga frá fjölda einstaklinga sem skráður eru í gagnagrunna. Íslendingar eru í góðri stöðu til þess að vera í fylkingarbrjósti í þessari þróun. Styðja þarf þróun hugbúnaðarkerfa fyrir skráningu heilbrigðisupplýsinga innan háskóla, sprotafyrirtækja og með auknum fjárveitingum til upplýsingatæknimála hjá heilbrigðisstofnunum. Ennfremur þarf kerfi sem hvetur stofnanir til að staðla og samnýta upplýsingar í stað þess að einangra þær. Samhliða þarf að einfalda þau eftirlitskerfi með líftækniþróun sem þegar eru til og gera þau skilvirkari. Gagnagrunna sem til eru á Íslandi má reka undir formerkjum háskóla eða sjálfstæðra rannsóknarstofnana (non-profit). Með þessu bætta fyrirkomulagi má laða bæði rannsókn- arfjármagn og vísindafólk til landsins. Tryggjum líftækni bakland Tryggja þarf fjárhagslegt, þekkingarlegt og reglu- gerðarlegt umhverfi líftæknifyrirtækja með stöðug- um gjaldmiðli, styrkum innnlendum háskóladeild- um og straumlínulaga regluverki. Endurskoða þarf kerfi skattaívilnunar og styrkjaveitinga og auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga til landsins. Beina þarf orkufyrirtækjum að sprotafyrirtækjum í líf- tækni og afnema ívilnanir fyrir þátttöku í orkufrekri stóriðju. Dr. Karl Ægir Karlsson, lektor í tækni- og verkfræðideild H.R., hafði umsjón með sam- ræðu og vinnslu útgangspunkta á vinnuborði um líftækni. Í HNOTSKURN: GRÆNA SMIÐJAN Í Grænu smiðjunni í Grindavík er framleitt erfðabreytt bygg, sem notað er til að búa til svokölluð sérvirk prótín en þau eru svo seld í lyfjaframleiðslu, lyfjaþróun og rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Njóttu sunnudagsins til fulls. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Finnbogi Jónsson hjá Nýsköpunarsjóði veit hvernig á að gera það Starfaði hjá helstu hönnuðum heims. Margverðlaunuð og með eigið tískuhús Sigríður Halldórsdóttir og Auður Jónsdóttir hafa hnakkrifist en eru bestu vinkonur EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópusambandið mun fljótlega hefja á ný viðræður um endurnýjun rammasamnings um samstarf og viðskipti við Rússa, en þeim var frestað um óákveðinn tíma eftir hernað Rússa í Georgíu í sumar. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, upplýsti þetta í gær og sagði viðræðunum ætlað að auka á stöðugleika. Frétta- skýrendur benda á að heimskreppan sem skollin er á kalli á að mikilvægt sé fyrir hagsmuni ESB- landanna 27 að koma til móts við Rússa í því skyni að tryggja stöðugleika og öryggi, sem og að hindra að Rússar loki hagkerfi sínu fyrir erlendum aðilum. Gagnrýnendur, þar á meðal ráðamenn í Georgíu og talsmenn mannréttindasamtaka, segja of snemmt að hefja aftur slíkar viðræður við Rússa, þar sem þeir haldi enn georgísku aðskilnaðarhér- uðunum Abkasíu og Suður-Ossetíu hersetnum án nokkurs alþjóðlegs eftirlits. Barroso átti í gær fund með rússneska forsetan- um Dmítrí Medvedev og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, sem fer nú með formennskuna í ESB, í borginni Nice í Suður-Frakklandi. - aa FORSETAFUNDUR Jose Manuel Barroso, Nicolas Sarkozy og Dmítrí Medvedev í Nice í S-Frakklandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Endurnýjun rammasamnings ESB og Rússlands um samstarf og viðskipti: Ákveðið að hefja viðræður á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.