Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 16
16 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 102 664 +1,26% Velta: 534 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA +30,00% ÖSSUR +8,37% MAREL +7,98% MESTA LÆKKUN ALFESCA -11,39% BAKKAVÖR -9,59% ICELANDAIR -4,59% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,50 -11,39% ... Atorka 0,65 +30,00% ... Bakkavör 3,30 -9,59% ... Eimskipafélagið 1,34 -0,74% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 12,90 -4,59% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 88,00 +7,98% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 110,0 +8,37% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 229,0 -0,87% „Það er makalaust hversu oft fólk sem veldur kreppum heldur að það sé rétta fólkið til að leiða þjóð- ir út úr þeim,“ segir Robert Aliber, prófessor emeritus í alþjóðahag- fræði við Chicago-háskóla. Vísar hann bæði til Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra og Gordons Brown, forsætisráðherra Bret- lands. Aliber hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Aliber segir einnig að í atburða- rás á borð við þá sem nú gangi yfir liggi ábyrgðin yfirleitt hjá litlum hópi, frekar en öllum fjöldanum. Sem dæmi nefnir hann fall banda- ríska tryggingarisans AIG, þar sem tíu manns, lítill hópur af 15.000 starfsmönnum hafi borið ábyrgð á risagjaldþroti. „Hvað getur almenningur gert við aðstæður sem þessar? Lítið, nema helst mótmæla og krefja stjórn- völd um svör og aðgerðir,“ segir hann. Kreppan hér á landi á að mati Alibers rætur í klassískri eigna- verðs- og lánsfjárblöðru. Gengi krónunnar hafi verið of hátt og óeðlilega mikil eftirspurn eftir eignum og skuldabréfum í íslensk- um krónum. Af þessu hafi leitt fjármagnsinnstreymi og þensla eignaverðs. Um leið hafi einka- neysla farið úr böndum. Aliber telur kreppuna hér á landi líklega hálfnaða. Mikilvæg- asta úrlausnarefni stjórnvalda sé að koma gjaldeyrismarkaði í lag. Óumflýjanlegt sé að því fylgi gengisfall krónunnar. „Mestar áhyggjur hef ég af því að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði sólundað í að viðhalda óraunsæju og óeðlilega háu gengi krónunnar. Gengið verður að falla umtalsvert áður en jafnvægi getur náðst að nýju.“ - msh Hvetur til mótmæla ROBERT ALIBER Aliber, prófessor emeritus í alþjóðahagfræði við Chicago- háskóla, mælir eindregið gegn einhliða upptöku evru. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Haldi ekki bankaleynd hér á landi eru verulegar líkur á því að fjárfestar flýi með peninga sína. Heimskreppan kemur einna harðast niður hér vegna falls bankanna og þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna á næstunni. Fjallað var um kreppuna og framtíð kauphallarviðskipta hér á ráðstefnu í gær. Haldi hér ekki bankaleynd segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, raunverulega hættu á að fjárfestar færi sig í erlenda banka. Ásgeir var meðal frummælenda á haust- ráðstefnu Félags löggiltra endur- skoðenda (FLE) í gær. Ásgeir segir að hingað til hafi þjóðin grætt á fjórfrelsisákvæðum EES-samningsins, sem kveða á um frjálst flæði vöru, þjónustu, fjár- magns og fólks á milli landa. „Þró- unin gæti allt eins snúist við og við misst fólk og fjármagn úr landinu,“ segir hann og telur að íslenskir fjárfestar kunni að draga þann lærdóm af nýliðnum atburðum að öruggast sé að geyma fé á banka- reikningum erlendis. „Þeir eru þá með öruggan gjaldmiðil, fjármála- kerfi með öflugan bakhjarl og trygga bankaleynd,“ segir hann og telur áhyggjuefni hvernig upplýs- ingar hafi lekið úr þrotabúum bankanna. „Svo tala stjórnmála- menn eins og þeir geti stefnt banka- stjórum fyrir þingnefnd til að svara spurningum um viðskipta- vini,“ segir Ásgeir og telur að vakni vafi á að bankaleynd haldi fari hér „peningar úr landi og fólk á eftir“. Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir kreppuna sem hér gengur yfir af sama meiði og ótal aðrar sem riðið hafi yfir í heiminum. Sérstaða okkar sé þó að bankarnir hafi orðið fyrstir til að falla, sem auki á vand- ann og lengi millibilsástand þar til útflutningsgreinar taki að eflast vegna hagstæðara gengis. „Við getum því búist við að á næstu vikum og mánuðum verði hér stór- fellt atvinnuleysi, meira en við höfum áður kynnst. Þúsundir á þúsundir ofan missa vinnuna, hér verða gjaldþrot og útlánatöp og nýju bankarnir ekki öfundsverðir í vor að þurfa að taka á því.“ Millibilsástand þetta segir Gylfi kunna að vara út næsta ár. „Því er svo mikilvægt að ríkisstjórnin, eftir að hafa með hjálp Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins komið krónunni á flot, leggi í að hjálpa sem flestum fyrirtækjum og fjölskyldum yfir þetta tímabil.“ Síðan þurfi að ákveða hvað gera eigi með Seðla- bankann og hvort landið sé ekki betur komið í nánara samstarfi við erlend ríki. Ásgeir Jónsson segir óvíst að krónan falli jafnskarpt og óttast hefur verið þegar hún verð- ur sett á flot á ný. Hann bendir á að krónubréf í gömlu bönkun- um verði gerð upp sem hluti af þeirri þrotameð- ferð og komi því ekki inn á mark- aðinn. „Hins vegar gerði Seðlabankinn þau afdrifaríku mistök að hleypa þess- um spákaupmönnum út úr bönkun- um og inn í ríkistryggða reikninga, með því að gefa út ríkispappíra og innstæðubréf.“ Af þessum sökum megi í raun segja að Seðlabankinn sé „á hausnum“, með neikvæða eig- infjárstöðu. „Við erum með um 400 milljarða í þessum bréfum og töluvert af útlendingum eru hér lokaðir inni,“ segir Ásgeir, en en bendir um leið á að núna sé ekki hlaupið að því að finna kaupendur að þessum skulda- bréfum, auk þess sem viðskiptin þurfi að fara í gegnum gjaldeyris- markaðinn hér. Afföll af þessum sökum kunni að verða til þess að erlendu fjárfestarnir bíði fremur fram að gjalddaga bréfanna með að innleysa þau. „Ef þetta heldur, og þar skiptir aðkoma Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins máli, gæti reynst auðveldara að fleyta krón- unni og koma gjaldeyrismarkaði í lag.“ Virkan gjaldeyrismarkað segir Ásgeir hins vegar algjöra forsendu verðmyndunar á öðrum mörkuðum, hvort heldur um sé að ræða vexti, hlutabréf, fasteignir eða annað. olikr@frettabladid.is ÁSGEIR JÓNSSON Hættan á fjármagns- flótta er raunveruleg GYLFI ZOËGA Á árvissri haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í gær var rætt um hlutabréfamarkaðinn og kreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Dauðastríðið hófst í apríl Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, hélt athyglisvert erindi á fundi Samtaka atvinnu- lífsins í gær um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum. Benti Hermann þar á að aðrar þjóðir dæli nú fjármagni inn í hagkerfi sín til að halda atvinnulífinu gangandi og koma í veg fyrir neyðarástand. Raunveruleg hætta sé á að tugir þúsunda verði atvinnulausir og stjórnvöld hljóti að gera allt til að forðast slíkt ástand. Athyglisvert er, að Hermann sagði að dauða- stríð bankanna hafi fyrir alvöru hafist í apríl- mánuði. Raunhæfur möguleiki hafi verið á að afstýra hruni íslensks atvinnulífs þá. Síðan hafi krónan fallið stöðugt, einungis bjóðist okurvextir á erlendum gjaldeyri, háir innlendir vextir hafi knúið áfram verðbólgu og gjaldeyrisskortur hafi farið vaxandi. Nú búi fyrirtækin við minnk- andi eftirspurn, aukin vanskil, lausafjárskort og gjaldþrot viðskiptavina sem leiði til sífellt fleiri uppsagna verði ekkert að gert. Misjafnt hvað kemur fólki til Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur í Lands- bankanum, hélt erindi á þingi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) í gær. Hún kvað kollega í bankanum hafa gert þá athugasemd við titil erindis hennar, Upplýs- ingar í ársreikningum félaga á markaði og gagnsemi þeirra fyrir greiningaraðila, að þar væri „ótrúlega ósexý titill“. „En það er jú svo misjafnt hvað kemur fólki til,“ bætti hún við og uppskar skellihlátur stappfulls salar af endurskoðendum. Peningaskápurinn ... www.tskoli.is Gestahús til sölu Við eigum þrjú hús sem eru c.a. 15 m2. Húsin afhendast um áramót fullbúin að utan en fokheld að innanverðu að öðru leyti en því að gólf er einangrað og klætt með rakavörðum spónaplötum. Einnig eigum við eitt hús sem er c.a. 25 m2. Húsið skilast fullbúið að utan og innan og tilbúið til flutnings. Tilboð óskast í húsin Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, hefur til sölu ögur gestahús sem smíðuð hafa verið af nemendum. Húsin eru t.d. tilvalin fyrir ferðaþjónustuaðila enda sambærileg mörgum húsum sem eru í notkun í dag. Nánari upplýsingar veitir Jón Eiríkur. Sími: 699 4396. Póstfang: jeg@tskoli.is AÐALFUNDUR SFÚ 2008 Aðalfundur Samtaka Fiskframleiðenda og Útfl ytjenda verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík laugardaginn 15. nóvember og hefst kl. 16:00 OPINN FUNDUR Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda halda opinn fund kl 17:00 á Grand Hóteli Reykjavík laugardaginn 15. nóvember. Mikilvægi aflameðhöndlunar. Útflutningur á óunnum fiski. Heildareignir nýju viðskiptabank- anna þriggja nema tæplega 2.886 milljörðum króna. Fjármálaeftir- litið birti í gær bráðabirgðatölur úr stofnefnahagsreikningi bankanna. Í tilkynningu Fjármálaeftirlits- ins kemur fram að unnið sé að end- urmati efnahagsreikningsins, en þeirri vinnu á að vera lokið um ára- mót. Eignir Nýja Landsbankans (NBI hf.) eru sýnu mestar, nema rúmum 1.300 milljörðum. Nýi Glitnir á 886 milljarða tæpa og Nýja Kaupþing tæpa 700 milljarða. Hlutafé bank- anna þriggja nemur samtals 385 milljörðum króna. Lán til við- skiptavina nema tæpum 1.826 milljörðum króna. - óká Stofnefnahagur nýju bankanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.