Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 22
22 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Bjarni Bjarnason skrifar um pólitíska ábyrgð Við lýðræðislegar kosningar framselja menn rétt sinn til að stjórna samfélaginu til annarra, og þessir aðrir eru upp frá því ábyrgir fyrir hinu framselda valdi. Kjós- andinn framselur sína ábyrgð á að stjórna að miklum hluta til þess sem er í framboði. Ráðamaðurinn er fínn maður af því hann hefur þessa ábyrgð frá fjölda kjósanda. Það sem réttlætir háar tekjur, virðingu og hlunnindi ráðamanns- ins er ábyrgðin sem hann ber á herðunum eins og skikkju frá þeim sem kusu hann. Ábyrgð er grunneining í lýðræð- inu, það er gjaldmiðillinn sem menn skipta á milli sín og flokka hverja aðra út frá í almenning eða ráða- menn. Ef efnahagskerfið hrynur þá hafa margir sem báru ábyrgð brugðist. Ef enginn ráðamaður segir af sér eftir slíkt hrun þá er ekki lengur bara efnahagskreppa, heldur lýð- ræðiskreppa. Lýðræðið hvílir á ábyrgð og ef samfélagið getur meira og minna fallið saman án þess neinn segi af sér þá var aldrei að marka grunngildið í lýðræðinu, það er að segja ábyrgðina sem rétt- lætir að ráðmenn séu fínt vel laun- að fólk. Ef enginn segir af sér eða er settur af eru allir ráðamenn ekki klæddir öðru en nýju fötum keisarans. Ef enginn sætir ábyrgð og afklæðist emb- ætti sínu þýðir það að Alþingi hefur óvart heimil- að nekt þingmanna. Hið persónulega tengisam- félag sem er einn helsti orsakavaldurinn fyrir að það skorti gagnrýnið aðhald þannig að allt fór úr böndunum er líka aflið sem veldur því að enginn segir af sér eða er látinn fara þegar stór hluti kerfisins hrynur. Sem sagt, ef enginn fer þegar stór hluti kerfis- ins hrynur þýðir það að kerfisvand- inn er enn þá ekki bara virkur held- ur svo sprækur að hann er veruleikinn. Ef enginn fer þegar kerfið hrynur að stórum hluta þá eru skilaboð kerfisins að þetta sé bara eðlilegt áfall. Þá eru skilaboð kerfisins; kerfið er ekki ábyrgt. Það er sama og að segja að kerfið skipti engu máli. Það er hreint og klárt viðmiðunarleysi og tóm- hyggja og það er nýjung ef það er hlutverk stjórnvalda að ala á slíku ástandi. Í slíku ástandi hugsar eng- inn skýrt. Þess vegna virkar lýðræðið ekki nema margir segi af sér við aðstæð- ur sem þessar. Stjórn Seðlabankans er þar vitanlega ofarlega á blaði en í prinsippinu ætti að vera spurning með yfirmenn eftirlitsstofnana, forsætisráðherra, fjármálaráð- herra og viðskiptaráðherra og svo mætti lengi telja. Margir hafa lengi vitað hvert stefndi. Þótt þessir ein- staklingar beri ekki ábyrgð á hrun- inu sem einstaklingar, fremur en nokkrir aðrir einstaklingar, þá eru þeir efstir í kerfi sem byggir á ábyrgð. Ráðamenn eru táknmyndir fyrir að við séum ábyrgt samfélag, og þess vegna verða einhverjir að segja af sér svo fólk hafi trú á lýð- ræðinu sem slíku. Ef það gerist ekki þá fer ástandið líka að lykta af valdníðslu, og það er allra síst þörf á að vandamálið verði ekki bara efnahagslegt heldur líka spurning um hvort lýðræðið virki yfir höfuð. Ekki má gleyma að þótt menn segi af sér, eða séu settir af er mikið til um táknræna athöfn að ræða og eina sem gerist er að aðrir eru skip- aðir í staðinn og áfram er hægt að rannsaka málin og bregðast við hlutunum. Ef það sem hér hefur gerst hefði átt sér stað til dæmis í Frakklandi væri fyrir löngu búið að kveikja í þúsundum bíla, ekki vegna trygg- ingarpeninganna, heldur til að tjá reiði. Tölur yfir látna í þeim átök- um væru sennilega algeng sjón. Það er Íslendingum til mikils hróss að hér skuli menn halda ró sinni. Það er hins vegar óheilbrigt ef hinn almenni maður sem ber nákvæm- lega enga ábyrgð á ástandinu hætt- ir að vera reiður nema einhver segi af sér eða sé látinn fara. Það er hluti af lækningunni, hluti af því að endurreisa trú á lýðræðið, að menn segi af sér eða séu settir af. Því er sá ráðamaður sem segir af sér núna hetja sem hugsar um hag allra og mun ekki missa virð- ingu fyrir vikið. Þegar það hefur gerst skulum við óska viðkomandi velfarnaðar og skoða vandann sem það sem hann er. fyrst og fremst; hugmyndafræði -og kerfisvandi. Höfundur er rithöfundur. Er hetja á Alþingi? BJARNI BJARNASON UMRÆÐAN Tryggvi Gíslason skrif- ar um þrískiptingu valds Þegar allt er komið á hvolf í íslensku sam- félagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfir- valda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdar- vald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherra- valdi og gömlu flokksein- ræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrí- skiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþing- ismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spilling- ar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum for- sætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar – fram- kvæmdavaldinu – og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í hér- aðsdóma þar sem aukinn meiri- hluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþing- is þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menn- ingarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórn- málastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í land- inu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opin- bert og öllum aðgengilegt – vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einn- ig laun framkvæmdastjóra fyrir- tækja og stofnana ríkis og einka- fyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur- bætur á íslensku lýðræði og réttar- bætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri. Grundvöllur lýðræðis TRYGGVI GÍSLASON UMRÆÐAN María Bragadóttir skrif- ar um heilbrigðismál Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dug- leg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verð- um að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. Einn af okkar helstu styrkleikum er tví- mælalaust góð menntun heilbrigð- isstarfsmanna, óumdeilanleg gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi og ímynd landsins sem land hreystis og heilsu. Þegar Finnland gekk í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar í upphafi 10. áratugar síðustu aldar brugðust stjórnvöld við meðal annars með því að virkja frumkvöðlaanda og sköpunar- kraft þjóðarinnar. Afraksturinn varð sá að þjóð sem horfði fram á miklar efnahagslegar hamfarir náði sér fljótt á strik og stóð jafn- vel sterkari eftir. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár leitað í síaukn- um mæli til útlanda, hvort heldur sem er í grunnnám eða framhalds- nám. Þessi þróun er vissulega jákvæð en íslenskt atvinnulíf verður að bjóða þeim upp á spenn- andi atvinnutækifæri að námi loknu til þess að þjóðfélagið njóti ávaxta þeirrar miklu menntunar og reynslu sem þetta fólk hefur sótt sér. Nú er lag að virkja hina miklu þekkingu og kraft sem býr í þess- um fagstéttum. Hvað þarf að koma til? - Aðgangur frumkvöðla að stefnumótandi aðilum/stofnunum í heilbrigðiskerfinu til að koma hugmyndum sínum og reynslu á framfæri - Aðgangur frumkvöðla að fjár- magni til þess umbreyta góðum hugmyndum sínum í raunveru- lega þjónustu - Möguleikar á fjölbreyttara rekstrarformi innan heilbrigðis- þjónustunnar til að virkja frum- kvöðlaanda fagaðila á sem víð- tækastan hátt og tryggja þannig bestu mögulegu þjónustu við landsmenn alla, sem og laða að erlenda aðila í leit að bestu þjón- ustu sem völ er á. Sjúkratryggingastofnun er stofnun sem ætti að geta mætt þessari þörf. Lög um stofnunina voru samþykkt í september síð- astliðnum, og stofnunin tók til starfa 1. október þannig að grunn- ur uppbyggingarinnar er nú þegar til. Ég hvet stjórnvöld til þess að hraða uppbyggingu stofnunarinn- ar og beita sér fyrir umboði henn- ar til þess að setja fé í nýsköpun- arverkefni á sviði heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi eru gæði heilbrigðisþjónustu mikil en okkur skortir tæki til að sýna fram á þau á alþjóðlega viður- kenndan hátt. Vilji Íslendingar bjóða upp á heilbrigðisþjónustu sem væri ekki einungis rómuð innanlands, held- ur einnig eftirsótt erlendis frá, þarf að innleiða hér alþjóðlega vottuð gæðakerfi, árangursmats- kerfi og upplýsingatæknikerfi. Í öllum breytingum felast tæki- færi, en við þurfum að hafa hug- arflug, dugnað og hugrekki til þess að greina þau og nýta. Ísland getur tekið að sér leið- andi hlutverk við rannsóknir og þróun í læknisfræði og/eða lyfja- fræði. Slíkar rannsóknir eru oft mannaflsfrekar og því skynsam- legar í núverandi efnahagsum- hverfi. Með öflugri uppbyggingu heil- brigðisþjónustu, alþjóðlegri gæðavottun og samræmdu árang- ursmati, má skapa ákjósanlegan valkost fyrir erlenda aðila sem vilja fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu - Heilbrigðisstarfsemi er í eðli sínu mannaflsfrek. Á tímum vax- andi atvinnuleysis er því hag- kvæmt að auka vægi heilbrigðis- þjónustu í atvinnulífinu með því að laða hingað til lands erlenda sjúklinga til meðferðar. Með komu erlendra sjúklinga yrði mikil fjölgun á beinum störfum í heilbrigðisgeiranum, en ekki yrði síður mikið um afleidd störf t.d. með þjónustu við aðstandendur sjúklinga. Þess utan væru sóknar- færi fyrir bæjarfélög að byggja upp heilsutengda þjónustu í kring- um slíkan rekstur. - Víða á landsbyggðinni eru góð sjúkrahús sem nýta mætti betur. - Erlendir aðilar – opinberir aðilar, tryggingafélög eða ein- staklingar myndu greiða fyrir þjónustuna í erlendri mynt sem skapar gjaldeyristekjur inn í land- ið. Niðurstaða þessa erindis er sú að með nýsköpun á sviði heil- brigðisþjónustu, eflingu rann- sóknar- og vísindastarfs og sam- vinnu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana megi á stuttum tíma byggja upp sterka heilbrigði- skjarna þar sem þjónusta er veitt til Íslendinga og erlendra aðila. Með því að auka vægi heilbrigðis- þjónustu í atvinnulífinu myndi störfum fjölga, rannsóknarstarf eflast, sóknarfæri skapast á lands- byggðinni og gjaldeyristekjur inn í landið aukast. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og heilsuhagfræðingur. Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta MARÍA BRAGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.