Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 27
Ríkisstjórn Íslands Ríkisstjórn Íslands kynnir margvíslegar aðgerðir til þess að styrkja stöðu heimilanna í landinu í kjölfar fjármálakreppunnar. Aðgerðirnar munu létta greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð húsnæðislán og fjölga úrræðum fyrir einstaklinga í greiðsluvanda með lækkun dráttarvaxta og niðurfellingu ýmissa gjalda vegna skilmálabreytinga lána. Sýndur verður aukinn sveigjanleiki í innheimtuaðgerðum og dregið úr innheimtukostnaði. Þá verður heimilt að endurgreiða vörugjöld og VSK til ökutækjaeigenda sem selja notaða bíla úr landi. Barnabætur verða ekki jafnaðar á móti sköttum foreldra. Felld verður úr gildi tímabundið heimild til að skulda- jafna barnabótum á móti opinberum gjöldum. Vaxtabætur fari til heimilanna. Felld verður úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Samið um skattaskuldir. Lögfestar verða tímabundnar heimildir innheimtu- manna ríkissjóðs til að fella niður dráttarvexti, kostnað og gjöld í afmörkuðum tilfellum. Mildari innheimtuaðgerðir. Þeim tilmælum verður beint til allra ráðuneyta og stofnana ríkisins að milda eins og kostur er innheimtu- aðgerðir gagnvart almenningi, þar með talið að takmarka sem kostur er það hlutfall launa sem nýtt verði til skuldajöfnunar. Niðurfelling stimpil- og þinglýsingargjalda. Stimpilgjöld og þinglýsingargjöld vegna skilmála- breytinga og uppgreiðslu lána verða tímabundið felld niður. Nauðsynlegar breytingar verða gerðar á lögum og reglugerðum svo þetta nái fram að ganga. Endurgreidd gjöld af útfluttum bílum. Lagt verður fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að endurgreiða skuli hluta vörugjalda og VSK af notuðum ökutækjum sem seld eru úr landi, sam- kvæmt ákveðnum fyrningarreglum. Upphæðin verði endurgreidd eiganda viðkomandi ökutækis. 10-20% lægri greiðslubyrði verðtryggðra lána. Greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán verður létt með sérstakri greiðslujöfnunarvísitölu. Áætlað er að greiðslubyrði geti lækkað um 10% þann 1. desember næstkomandi og allt að 20% að ári liðnu frá því sem ella hefði orðið. Aukinn sveigjanleiki gagnvart fólki í greiðsluvanda. Úrræðum Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við fólk í greiðsluvanda verður fjölgað, svo sem með lengingu lána, skuldbreytingu vanskila, frestun afborgana, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum til að milda innheimtuaðgerðir. Íbúðalánasjóði heimilað að leigja út húsnæði. Íbúðalánasjóður fær heimildir til að leigja út húsnæði í eigu sjóðsins. Þannig má bjóða einstaklingum sem missa húseignir sínar þann kost að búa áfram í híbýlum sínum með því að leigja eignina af Íbúða- lánasjóði. Lækkun dráttarvaxta. Lög um dráttarvexti verða endurskoðuð með það að markmiði að dráttarvextir lækki tímabundið. Þak á innheimtukostnað. Sett verður reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtu- kostnaðar í frum- og milliinnheimtu og mun hún taka gildi 1. janúar 2009. Barnabætur í hverjum mánuði. Barnabætur verða greiddar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og nú er. AÐGERÐIR Í ÞÁGU HEIMILANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.