Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 28
28 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 6. október ■ Neyðarlög sett á Alþingi um víð- tækar heimildir Fjármálaeftirlitsins til inngripa í íslenskt fjármálakerfi. Staðfest að sendinefnd IMF er komin til landsins. ■ Sjónvarpsávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra laust eftir klukkan fjögur vegna þeirra miklu erfiðleika sem steðja að þjóðinni. ■ Seðlabanki Íslands festir gengið. 7. október ■ Fjármálaeftirlitið tekur yfir Glitni og Landsbankann. Ný félög stofnuð um innlenda starfsemi og bank- arnir áfram opnir. Ekkert verður af þjóðnýtingu Glitnis, rætt um að Kaupþing taki yfir innlenda hluta Glitnis. ■ Árni Mathiesen fjármálaráðherra ræðir við kollega sinn Alistair Darling í síma. ■ Davíð Oddsson kemur fram í Kastljósi Rúv um kvöldið. ■ Bresk stjórnvöld yfirtaka útibú Landsbankans í Bretlandi og dótturfélagið Heritable Bank Gert í krafti löggjafar gegn hryðjuverkum. ■ Seðlabankinn tilkynnir um 4 milljarða evra lán frá Rússlandi. Síðar um daginn er dregið í land og sagt að lánið sé ekki í hendi og samningaviðræður séu að hefjast. 8. október ■ Milliríkjadeila skollin á milli Íslands og Bretlands sem beita hryðju- verkalögum gegn þjóðinni. Lausna leitað eftir að forsætisráðherra Bretlands boðar lögsókn vegna málsins. ■ Í breska ríkisútvarpsins BBC, segir Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands, að íslensk stjórnvöld ætli sér ekki að ábyrgjast innláns- reikninga Breta upp á 450 til 500 milljarða króna. ■ Mikil umræða um að líkur séu á að íslensk stjórnvöld óski eftir efnahagsaðstoð frá IMF. ■ Dótturfélag Kaupþings í Lundún- um, Singer & Friedlander, sett í greiðslustöðvun af breska fjármálaeftirlitinu. Eignir Lands- bankans í Bretlandi frystar og innlánsreikning- ar Kaupþings seldir. ■ Seðlabankinn hættir við fast gengi. 9.október ■ Gordon Brown úthúðar íslensk- um stjórnvöldum á sjónvarpsstöðinni Sky. Hann ver ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum. Segist telja íslensku þjóðina í raun gjald- þrota. Geir Haarde segist ekki ætla að munnhöggvast við Brown. ■ Fjölmörg íslensk út- og innflutn- ingsfyrirtæki geta ekki átt utanrík- isviðskipti. ■ Kaupþing leitar til Fjármálaeftirlits- ins síðla dags. ■ Fulltrúi Samfylkingarinnar í banka- ráði Seðlabankans segir af sér og biður þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað ábyrgð sína fyrr. 10. október. ■ Fjármálaeftirlitið tekur yfir Kaup- þing um nóttina. Ríkið hefur tekið við stjórn allra stóru viðskipta- bankanna þriggja og skilanefndir teknar yfir. ■ Milliríkjadeila Íslendinga og Breta á forsíðum allra stærstu blaðanna þar í landi. ■ Geir H. Haarde berst sáttabréf frá Gordon Brown. Geir fordæmir framgang Breta á blaðamanna- fundi. 11. – 12. október ■ Íslensk stjórnvöld vinna að því að semja áætlun um aðgerðir í efnahagsmálum til að leggja fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. ■ Fjölmiðlar fá litlar sem engar upp- lýsingar um gang mála. ■ Gjaldeyriskreppa skollinn á af fullum þunga. ■ Viðræður á milli fulltrúa fimm líf- eyrissjóða og stjórnvalda um kaup sjóðanna á hluta eigna og reksturs Kaupþings. 14. okt. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir í viðtali á Rúv að skynsamlegt sé að stjórn Seðlabankans víki og “veiti Geir H. Haarde forsætisráðherra þar með nægjanlegt svigrúm til breyt- inga. Sendinefnd undir forystu alþjóðasviðs Seðlabankans flýgur til Rússlands. Viðræður um 4.000 milljóna evra lán hefjast í Moskvu. 15. okt. ■ Geir H. Haarde forsætisráðherra boðar á Alþingi að unnin verði hvítbók um ástandið og sérstök rannsóknarnefnd skipuð. ■ Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 3,5 prósent sem verða þá 12 prósent. ■ Tryggvi Þór Herbertsson, efna- hagsráðgjafi forsætisráðherra, lætur af störfum. ■ Jóhanna Sigurðardóttir segir í þingræðu að endurskoðun stjórn- arsáttmálans sé tímabær. 16. okt. ■ Illa gengur hjá útflutningsfyrir- tækjum að fá greitt fyrir vörur sínar þar sem erlendir bankar hafa margir fryst greiðslur hingað til lands. Talið er að mörg hundr- uð milljónir króna séu fastar í kerfinu. ■ Leiðtogar Evrópusambandsins lýsa yfir stuðningi og samstöðu með Íslandi í tilkynningu. 17.okt. ■ Fjármálaeftirlitið (FME) beinir þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að slíta peninga- markaðssjóðum félaganna. ■ Össur Skarphéðinsson, iðnað- arráðherra og starfandi utanrík- isráðherra, segir að það myndi misbjóða íslensku þjóðinni, ef breskar flugsveitir yrðu fengnar til að gæta lofthelgi Íslands í desember. 18. okt. – 19. okt. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra kemur til starfa eftir veikindi. ■ Ríkisstjórnin vinnur að efna- hagsáætlun og á í viðræðum við fulltrúa IMF vegna lántöku frá sjóðnum. Litlar upplýsingar berast til fjölmiðla. VIKA 29. september Glitnir þjóðnýttur 30. september Eignarhaldsfélagið Stoðir fær heimild til greiðslustöðvunar í þrjár vikur. 2. október Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, viðrar hugmyndir um þjóðstjórn á ríkisstjórnar- fundi. 3. október Ráðherrar Samfylkingarinnar leggja fram bókun á ríkis- stjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokksins. Sama eigi við um hina bankastjórana tvo. 4. október Lífeyrissjóðirnir bjóðast til að færa hluta eigna sinna til landsins, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Meðal þeirra eru að bankar, fjármálastofnanir og fjárfestingarfé- lög geri slíkt hið sama. 5. október Fréttir um að töluvert sé um að fólk hamstraði matvörur í verslunum þá um helgina. VIKA það myndi misbjóða ís- lensku þjóðinni, ef bresk- ar flugsveitir yrðu fengnar til að gæta lofthelgi Íslands í desember ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON ÞÁ STARFANDI UT- ANRÍKISRÁÐHERRA FRAMHALD Á NÆSTU OPNU VIKA2. 1. 3. Kreppuannáll - fimmtíu dagar Vonir standa til að lausn fáist á allra næstu dögum á milliríkjadeilu við Breta og Hollendinga með lausn á IceSave málinu. Ekki er vitað hversu háar fjárhæðir falla á íslenska ríkið. Nú eru fimmtíu dagar liðnir frá því að Glitnir var þjóðnýttur 29. september. Svavar Hávarðsson rifjaði upp atburði liðinna vikna sem án efa hafa verið með þeim örlagaríkustu í sögu þjóðarinnar. 1. október 6. október 29. september 29. september 2. vika endurteknir blaðamannafundir í Iðnó 7. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.