Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 32
32 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR DANIEL LEVIN Stjórnvöld verða að uppfræða almenning um stöðu mála og hefja rannsókn á bankahruninu sem fyrst, segir sér- fræðingur og ráðgjafi í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stjórnvöld verða að einbeita sér Mikilvægt er að stjórnvöld miðli upplýsingum til almennings með skýrum hætti og komi hreint fram. Þetta segir bandaríski lög- fræðingurinn og efnahagsráðgjafinn Dr. Daniel Levin í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson. Levin hefur komið að uppbygg- ingu í fjölmörgum löndum þar sem fjármálakerfið hefur hrunið. S tjórnvöld og hið opin- bera verða að setja á laggirnar miðstýrt aðgerðateymi sem hefur það markmið eitt að miðla upplýsingum til almenn- ings. Það verður að koma hreint fram og hafa allt uppi á borðinu,“ segir dr. Daniel Levin, bandarísk- ur ráðgjafi í efnahagsmálum. Daniel Levin er einn eigenda lögfræðistofunnar Levin & Srini- vasan LLP í New York og hefur starfað sem lögfræðingur og fyr- irlesari í New York, Sviss og Ísra- el. Auk þess er hann ráðgjafi ýmissa ríkisstjórna við reglu- gerðarsmíð um verðbréfavið- skipti á vegum bandarísku ráð- gjafafyrirtækisins Capital Markets Development. Hann heldur fyrirlestra við háskóla víða um heim um málefni tengd öryggislögum og fjármagnsmörk- uðum. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmt- án ár og þekkir hér marga. Fyrstu kynni hans af Íslandi voru árið 1993 þegar hann vann með Seðla- bankanum að fyrstu skuldabréfa- útgáfu bankans í Bandaríkjunum. Eftir það hefur hann tekið vin- fengi við þjóðina og kennir meðal annars við Endurmenntunar- stofnun. Levin hefur í um aldarfjórðung sérhæft sig í ráðgjöf og uppbygg- ingu fjármálageirans í þeim lönd- um sem hafa horft á innviði sam- félagsins hrynja. Hann var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarástandi sem skap- aðist eftir fall kommúnismans, við fall pesóans í Suður-Ameríku og víðar, svo sem í Austur-Evr- ópu, Afríku, SA-Asíu og í Kína. Þrengingarnar ekki óvæntar Levin hefur oft komið hingað til lands á síðastliðnum fimmtán árum og komið að ýmsum málum er varða fjármál þjóðarinnar. „Það hefur verið einkar áhuga- vert að fylgjast með uppgangi fjármálalífsins allt frá því ég kom hingað fyrst, einkavæðingu bank- anna og skuldasöfnun í kjölfarið,“ segir Levin og bendir á að hann hafi fyrir tveimur árum bent stjórn Seðlabankans á að skuldir bankanna væru að stefna í marg- falda landsframleiðslu. Það hafi því komið honum á óvart hversu seint og illa stjórn- völd virðast hafa brugðist við. Engu líkara sé en fjármálakrepp- an hafi komið mönnum á óvart. „Þetta er mjög undarlegt. Ég var búinn að ræða við ráðamenn, þar á meðal í Seðlabankanum. Allir vissu að ef erfiðleikar kæmu upp á alþjóðlegum lánsfjármörkuð- um, þá myndu stjórnvöld lenda í erfiðleikum með endurfjármögn- un. Ég undraðist því mjög að stjórnvöldum fannst eins og fjár- málakreppan kæmi aftan að þeim,“ segir Levin. Hann telur þó líklegast að skýringin sé pólitísk, þar gangi menn ekki í takt. Levin segir ljóst að stjórnvöld skorti skýra stefnu nú um stund- ir. Nauðsynlegt sé að taka á því ástandi sem komið sé upp með festu og ná stjórn á þeim aðstæð- um sem komnar eru upp. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að aðstæðurnar eru erf- iðar en stjórnvöld verða að setja á laggirnar hóp með, segjum fimm manns, sem hefur þann starfa einan að halda utan um málið og upplýsa bæði stjórnvöld og almenning.“ Levin leggur til að upplýsing- um stjórnvalda verði komið til skila með daglegum blaðamanna- fundum. Þetta þyrftu ekki að vera langir fundir, helst um klukku- stund. Stundarfjórðungi yrði varið til að fara yfir gang mála og 45 í spurningar. „Það væri frábært ef stjórn- völd gerðu þetta svona: Einn ein- staklingur þarf að vera í forsvari fyrir hópnum. Sá þarf að hafa upplýsingar úr stjórnsýslunni, frá forsætisráðherra, bankaráði Seðlabankans og öllum þeim opin- beru aðilum sem vinna að málinu. Eina hlutverk hans yrði að segja til um það sem liggur fyrir, skýra málin og segja hvað sé fram undan,“ segir Levin og leggur áherslu á mikilvægi þess að allt verði fyrir opnum tjöldum og öll spil stjórnvalda verði lögð fram. Einungis á þann hátt geti almenn- ingur fylgst með gangi mála og tiltrú almennings á stjórnmála- mönnum hugsanlega aukist. Icesave-deilan Levin segir líklegt að vettvangur sem þessi geti miðlað málum í Icesave-deilunni við Bretland. En farsælast væri að flytja deiluna á annað stig svo hún hindri ekki umsókn Íslendinga um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Þetta er pólitísk deila,“ segir Levin og bendir á að íslenskir stjórnmálamenn verði að vinna með kollegum sínum í Bretlandi að lausn hennar jafnvel þótt það kunni að taka mörg ár. „Þetta er pólitískt vopn í hönd- um Gordon Browns, forsætisráð- herra Bretlands, sem vílar ekki fyrir sér að setja Ísland á hliðina til að halda stöðu sinni,“ segir Levin en bætir við að íslenskir ráðamenn verði að beita sömu brögðum. „Það gæti tekið öld að ljúka málinu. En það skiptir engu máli. Það sem mestu skiptir er að hefja viðræðurnar á sama grund- velli.“ Hann segir viðhorf Íslendinga verða að vera sýnileg í Bretlandi, bæði í viðræðum íslenskra ráða- manna við breska kollega þeirra og í þarlendum fjölmiðlum. „Stjórnvöld hér verða að vera sýnileg í Bretlandi og koma í veg fyrir að verða fórnarlömb breskra stjórnmálamanna,“ segir Levin sem leggur áherslu á að þetta sé tiltölulega einfalt stríð sem verði að heyja fyrir opnum tjöldum. Þessi skref verði hins vegar að hefjast fljótlega svo það standi ekki í vegi fyrir öðrum og veiga- meiri málum. Aðgerðir hins opinbera Levin segir mikilvægt að hið opin- bera þjálfi fólk í viðbrögðum við fjármálaerfiðleikum. Gera verði ráð fyrir miklu atvinnuleysi og að mikill fjöldi fólks leiti sér aðstoð- ar hjá læknum og sálfræðingum. Þá verða kennarar að vera reiðu- búnir að svara spurningum barna um fjármálakreppuna á einfaldan hátt. Levin segir mér stutta sögu: „Ég var að hátta son minn um daginn. Hann er sjö og hálfs árs. Allt í einu fór hann að gráta. Ég hélt að hann hefði lent í slagsmál- um í skólanum og spurði hann út í málið. Hann sagði svo ekki vera en spurði hvort við ættum næga peninga. Ég svaraði honum ját- andi,“ segir Levin, sem komst að raun um að faðir skólafélaga sonar hans, sem unnið hafði fyrir einn af fjárfestingabönkunum vestanhafs, hafði misst vinnuna. „Sonur hans var eðlilega í upp- námi og þegar hann kom í skól- ann sagði hann öllum skólasyst- kinum sínum að nú muni allir missa vinnuna og fáir hafa ráð á mat,“ segir Levin og bendir á mik- ilvægi þess að kennarar á flestum stigum geti útskýrt ástandið fyrir börnum með einföldum hætti. „Stjórnvöld verða að efla skiln- ing á ástandinu og gera opinber- um starfsmönnum, svo sem kenn- urum og starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, kleift að miðla upplýsingum. Það er nóg af fólki til þess, hæfu fólki, jafnvel sem starfaði í fjármálageiranum en hefur verið sagt upp, sem getur komið að þessu,“ segir Levin. Efla fjármálalæsi Í framhaldi af þessu segir Levin mikilvægt að efla fjármálalæsi almennings. Þetta hafi hann ráð- lagt stjórnvöldum víða um heim, svo sem í Suður-Afríku, í Rúss- landi og víðar með góðum árangri. „Þetta þarf ekki að vera kostn- aðarsamt. Þrjátíu mínútna þáttur í sjónvarpi eða á Netinu er nóg,“ segir Levin. en bendir jafnframt á að stjórnvöld þurfi að taka virk- an þátt í uppfræðslunni svo áhorf- endur verði þess áskynja að þeim standi ekki á sama um afdrif þegnanna. Rannsókn mikilvæg Í framhaldi af þessu segir Levin mikilvægt að hefja rannsókn á bankahruninu sem fyrst. Ekki megi láta langan tíma líða þar til niðurstöður liggi fyrir. „Það verður að rannsaka málið á grundvelli þeirra laga sem voru í gildi þegar bankarnir voru starf- andi en ekki samkvæmt nýjum lögum,“ segir hann og leggur ríka áherslu á að rannsóknin megi ekki breytast í nornaveiðar. „Þetta er siðuð þjóð,“ segir hann og leggur til að löglærður Íslend- ingur, sem ekki sé bundinn stjórn- málaflokki á nokkurn hátt, verði fenginn til að stýra rannsókninni. Það er þvert á það sem aðrir hafa haldið fram. „Það eru fáir sem tala íslensku og geta lesið íslensk gögn. Það yrði of tímafrekt að ráða erlendan aðila til verksins enda yrði þá að þýða allt fyrir hann,“ segir Daniel Levin að lokum. Allir vissu að ef erfiðleikar kæmu upp á alþjóðlegum lánsfjármörk- uðum, þá myndu stjórnvöld lenda í erfiðleikum með endurfjármögn- un. Ég undraðist því mjög að stjórnvöldum fannst eins og fjármálakreppan kæmi aftan að þeim „Ástandið í Rússlandi eftir fall komm- únismans á síðustu öld var skelfi- legt,“ segir dr. Daniel Levin. Hann segir stjórnvöld hafa misst stjórn á málum og óöld ríkt þar sem mafían og glæpasamtök réð ríkjum. „Boris Jeltsín, sem þá var forseti Rússlands, var gallagripur. Hann missti tökin við upplausn Sovétríkj- anna og réði ekki við neitt. Á sama tíma boðaði Atlantshafsbandalagið stækkun að landamærum Rúss- lands. Það voru mistök sem juku á spennuna og gerði rússneskum stjórnvöldum erfiðara um vik að færa sig yfir í markaðshagkerfi,“ segir Levin sem hitti Vladimír Pútín fyrst um þetta leyti. Óöld ríkti í Rússlandi þegar Pútín, sem þá stýrði rússnesku leynilög- reglunni (KGB), tók við embætti forsætisráðherra. Levin bendir á að hans fyrstu verk hafi verið að taka til hendinni í innanríkismálum og stilla mönnum upp við vegg um aldamótin. „Ég ætla auðvitað ekki að styðja hann í einu eða neinu. En eitthvað varð að gera,“ segir Levin og bendir á að Pútín hafi fyrirskipað tugum svokallaðra olígarka, sem fengið höfðu auðlindir landsins á silfurfati við fall kommúnismans og auðgast mjög, að halda sig frá stjórnmálum og hafa ekki áhrif á innlandsmál á meðan hann lagaði til og kæmi landinu á réttan kjöl. „Þeir sem ekki hlýddu honum fengu að kenna á því,“ bendir Levin á. Nærtækasta dæmið er Míkael Khodorkovskí, sem eitt sinn var meðal auðugustu manna Rússlands og hélt um stjórnartauma í orkur- isanum Yukos. Hann braut gegn skipun Pútíns, var handtekinn árið 2003 og situr nú af sér átta ára dóm í Rússlandi vegna fjársvika og spill- ingar. Yukos var á sama tíma leyst upp í einingar. Aðrir olígarkar hafa flúið land en margir hlýddu skipun yfirvaldsins. „Þetta voru hræðilegir tímar og mikill vandi sem Pútín stóð frammi fyrir,“ segir Daniel Levin. Sjálfur fór hann ekki varhluta af óöldinni en hann þurfti að horfa á eftir vini sínum í gröfina, þáverandi seðlabankastjóra Rússlands, sem hafði beitt sér fyrir því að loka fjár- málafyrirtæki sem vitað var að rúss- neska mafían réði. „,Hann var myrtur, dó frá tveimur litlum börnum sínum,“ segir Levin. Hann leggur áherslu á að ekki sé hægt að líkja ástandinu í Rússlandi um síðustu aldamót við ástandið hérlendis nú. „Þarna var ég í fyrsta sinn með lífvörð mér við hlið að kenna stjórnmálamönnum grunnatriði í fjármálum. Það hafði ég aldrei áður upplifað.“ JELTSÍN OG PÚTÍN HORFAST Í AUGU Levin segir hræðilega óöld hafa ríkt í Rússlandi eftir fall kommúnismans. Jeltsín, sem var gallagripur, hafi misst tök á ástandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ➜ UPPLIFÐI ÓÖLDINA Í RÚSSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.