Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 36
36 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR SIGURVEGARAR SÍÐUSTU ÁRA 2007 FORELDRAR Leikstjóri: Ragnar Bragason 2006 MÝRIN Leikstjóri: Baltasar Kormákur 2005 VOKSNE MENNESKER Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson 2004 KALDALJÓS Leikstjóri: Hilmar Oddsson 2003 NÓI ALBÍNÓI Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson 2002 HAFIÐ Leikstjóri: Baltasar Kormákur 2000 ENGLAR ALHEIMSINS Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson 1999 UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir Í slensk kvikmyndagerð er hálfgert sprotafyrirtæki. Þetta fyrirbæri sem margir telja að geti bjargað þjóðinni. Kvikmyndagerð byggist á því að taka áhættu, vera ósmeykur við að gera mistök en skila svo að lokum alltaf einhverju af sér. Síðan verða menn að vera undir það búnir að þurfa að byrja upp á nýtt ef illa gengur en kunna jafnframt að byggja á vel- gengninni þegar svo ber undir. Þótt lánsfé banka- og fjármálastofnana hafi dreifst í flesta garða síðustu árin skilaði góðærið litlu sem engu til hins almenna kvik- myndagerðarmanns. Hann átti erfitt með að fara inn í viðskiptabankana stóru og slá þar lán fyrir hugverki sem óvíst var að yrði ein- hvern tímann að veruleika. Mönnum þótti nefnilega betra að fjárfesta í hlutabréfum eða álíka „haldbærum“ hlutum sem skiluðu skjótum og öruggum gróða. Fyrirtæki á borð við FL Group og Samson heyra nú sögunni til en fólkið í landinu man hins vegar eftir Mýr- inni, Veðramótum og Englum alheimsins. Hinn íslenski kvikmyndagerðarmaður þurfti þá og þarf enn að treysta á fjármagn frá kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Og þeir eru eflaust margir sem liggja á bæn um þessar mundir og biðja til æðri máttarvalda að niðurskurðarhnífurinn ógurlegi sneiði framhjá lífæð íslenskra kvik- mynda. Minni fjárframlög til sjóðsins þýða einfaldlega fátæklega kvikmyndaframtíð á Íslandi. Og á því þarf þjóðin ekki að halda. Brúðguminn nú þegar kominn með verðlaun Ef smyrja ætti nafni einhvers Íslendings á Edduverðlaunin mætti jafnvel nefna þau upp á nýtt og kalla þau Baltasarsverðlaunin. Baltasar Kormákur gæti í ár slegið Íslands- met í Eddum talið en kvikmynd hans Brúð- guminn er tilnefnd til fjórtán verðlauna sem er met. Myndin hefur þegar tryggt sér ein; fyrir besta karlleikara í aukahlutverki. Sjálf- ur hefur leikstjórinn hlotið sex Eddur fyrir verk sín og verður að teljast líklegt að þeim fjölgi töluvert á sunnudagskvöldið. Óskar Jónasson og Valdís Óskarsdóttir gætu þó gert honum skráveifu með myndum sínum Reykjavík-Rotterdam og Sveitabrúðkaupi þótt það verði að teljast fremur ólíklegt. Enginn veit hvað verður Á meðan kvikmyndageirinn hafði úr litlu að moða naut sjónvarpsframleiðslan hins vegar góðs af góðærinu. Stórfyrirtækin í landinu sáu sér leik á borði og þótti fjárfesting í íslensku sjónvarpi eitthvað sem vit væri í. Áhorfstölurnar sýndu enda og sönnuðu að öll íslenska þjóðin horfði á leikið íslenskt efni. Fyrir ári fögnuðu sjónvarpsframleiðslu- fyrirtækin síðan ákaft þegar Ríkissjónvarp- ið skrifaði undir samning við Ólafsfell, fyr- irtæki Björgólfs Guðmundssonar. Þar með átti RÚV loksins að öðlast almennilega getu til að framleiða leikið íslenskt efni eftir langt tímabil þar sem lítið fór fyrir innlendri framleiðslu. Tvær sjónvarpsþáttaseríur, sem framleiddar voru með hjálp Ólafsfells, hafa þegar litið dagsins ljós: Mannaveiðar og Svartir englar. Efnahagshrunið hefur hins vegar gert það að verkum að alls er óvíst með frekari þátt- töku fyrirtækisins og menn horfa til Efsta- leitis og spyrja sig hvað ríkisstofnunin muni taka til bragðs. Óhugnanlegt yrði til þess að hugsa ef RÚV myndi hverfa til þess tíma þegar eina framlagið til leikins efnis í sjón- varpi var Spaugstofan og eitt stykki Ára- mótaskaup á ári. Spennan í kringum tilnefningarnar til bestu sjónvarpsþáttanna hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og nánast útilokað að spá fyrir um sigurvegara. Eitthvað segir manni þó að Daníel, Ólafur Ragnar og þursinn hann Georg í Dagvaktinni eigi eftir að hirða upp nokkur verðlaun þótt glæpaseríurnar Pressa, Mannaveiðar og Svartir englar hafi einnig farið ágætlega ofan í sjónvarpsáhorfendur á árinu sem er að líða. Gamalreyndir og nýir berjast um styttu Þrátt fyrir að sjónvarps- og kvikmynda- flokkarnir njóti mestu athyglinnar eru ákaf- lega spennandi liðir óupptaldir – heimildar- myndir og stuttmyndir. Íslenskir stuttmyndaleikstjórar hafa farið á kostum undanfarin ár, sópað að sér verð- launum á hinum ólíklegustu hátíðum og hald- ið íslenskri kvikmyndagerð á lofti úti í hinum stóra heimi. Stórvinirnir Rúnar Rúnarsson og Grímur Hákonarson hafa farið þar fremstir í flokki með kvikmyndum á borð við Síðasta bæinn í dalnum og Bræðrabyltu. Rúnar er mættur aftur til leiks með stutt- mynd sína 2Birds sem þegar hefur hlotið urmulinn allan af alþjóðlegum viðurkenn- ingum og verðlaunum. Kvikmyndaheimur- inn íslenski bíður svo í ofvæni eftir því að Rúnar klári nám sitt í Kaupmannahöfn og snúi sér að gerð kvikmynda í fullri lengd. Heimildarmyndirnar að þessu sinni eru nokkuð sérstakar. En þar mætast óreyndir og nánast óþekktir kvikmyndagerðarmenn og svo vel þekktir góðkunningjar Eddunnar. Pál Steingrímsson er óþarft að kynna; nátt- úrulífsmyndir hans eru töfrandi heimur sem lætur engan ósnortinn. Hilmar Oddsson reynir fyrir sér í fyrsta sinn sem heimildar- myndagerðarmaður þegar hann leitar að púslum í púsluspil myndarinnar af þýska listamanninum Dieter Roth. Ásthildur Kjart- ansdóttir mætir svo með síðasta bútinn úr þríleik sínum um danshöfundinn Ernu Ómarsdóttur í kvikmyndinni Þetta kalla ég dans. Þessir þrír gamalreyndu kvikmyndagerð- armenn eiga í höggi við nýgræðinga í faginu sem hafa sýnt að þeir kunna þó ýmislegt fyrir sér. Kjötborg eftir þær Helgu Rakel og Huldu Rós fjallar um síðustu smákaupmenn- ina í Reykjavík; bræðurna Gunnar og Kristj- án í Kjötborg. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og hreppti meðal annars aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg. Önnur mynd er svo Ama Dablam-Beyond the Void eftir Ingvar Þóris- son. Í henni klífur hann hið mannskæða fjall Ama Dablam með kvikmyndagræjurnar á bakinu ásamt Simon Yates úr Touching the Void. Eddan kemur niður á jörðina Eddu-verðlaunin verða afhent í tíunda sinn á sunnudagskvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Ef til vill er það tímanna tákn að í ár er ekki boðið til glæsilegrar kvöldstundar á Hótel Nordica með tilheyrandi galaklæðnaði heldur er kvikmynda-og sjón- varpsfólki stefnt í Háskólabíó, heimavöll íslenskrar kvikmyndagerðar. Freyr Gígja Gunnarsson skautaði yfir Eddusvellið í ár. KJÖTBORG Heimildarmyndin um bræðurna í Kjötborg hefur heillað marga. Myndin fékk meðal annars aðalverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni. ÓSKABARNIÐ Rúnar Rúnarsson og stuttmynd hans 2Birds hefur sópað að sér erlendum verðlaunum. Íslenski kvikmyndaheimurinn bíður nú spenntur eftir að Rúnar klári sitt nám og geri mynd í fullri lengd. BLÓMLEGT SJÓNVARPSÁR Svartir englar, Pressa, Latibær, Dagvaktin og Mannaveiðar eru ágæt dæmi um þá grósku sem ríkir í sjónvarpsgeiranum. Íslenska efnahagshrunið gæti þó sett strik í reikn- inginn í þeirri framleiðslu. SIGURSTRANGLEG Brúðgumi Baltasars Kormáks fékk fjórtán tilnefningar. Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri Veðramóta, kynntist því þó af eigin raun að tilnefninga- fjöldi skiptir litlu máli þegar á hólminn er kominn. 2001 MÁVAHLÁTUR Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.