Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 42
● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á heimili Alice Olivia Clarke og Kára Eiríkssonar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Rit- stjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ● HÖNNUN Möguleikar Múlalunds ● HEIMILIÐ Rómantískt sveitasetur ● INNLIT Uppgert hús í Hafnarfi rði Gengið frá greiðslumati Sótt um íbúðalán Sótt um lengingu og styttingu á lánstíma Á ils.is getur þú: HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON ● heimili&hönnun É g krækti mér í hræðilega pest um daginn og þegar ástandið var sem verst sá ég ekki annað í stöðunni en að leita á náðir foreldra minna þar sem betri helmingurinn var í burtu. Hugsaði að ef pestin drægi mig nú til dauða sæi að minnsta kosti einhver um að koma jarðneskum leifum mínum í skikkanlegt horf áður en líkbíllinn liti við. Heimsókn til foreldra minna minnir svolítið á hryllingsmyndina Birds, þótt réttnefnið væri sjálfsagt Cats. Foreldrar mínir búa í snyrti- legu einbýlishúsi vestur í bæ, umsetnu af köttum dag sem nótt, sem vita að þar er yfirleitt nóg að éta þar sem heimilismennirnir moka í þá fóðri. Maður tiplar varfærnislega milli glorsoltinna loðskinnanna, log- andi hræddur um að eitt feilspor geti kostað mann auga, eyra eða jafn- vel eista. Daginn sem ég leitaði á náðir foreldra minna hafði einn þessara ynd- islegu heimilisvina, skógarköttur á stærð við ljón, hreiðrað um sig í hús- inu, og deildi með mér gamla herberginu mínu meðan á dvölinni stóð. Herberginu mínu hefur sumpart verið haldið óbreyttu síðan ég flutti að heiman fyrir áratug, sem er ótrúlegt í ljósi þess hversu nýjungagjörn mamma er. Rúmið er á sínum stað, líka fataskápurinn sem er fullur af gömlum fötum og glósubókum, og uppi á vegg blasir við stúdentsmynd- in tekin á ljósmyndastofu Lárusar Long. Að vissu leyti er þetta þægilegt þar sem hægt er að ganga að flestu vísu. Á móti má kannski segja að það sé svolítið óhugnanlegt að hugsa til þess að herbergið sé svipað og þegar maður flutti að heiman, svona eins og því hafi verið við haldið til minn- ingar um látinn mann. Ég hafði síðan ekki gist nema eina nótt þegar mér varð ljóst að með því að flytja tímabundið í foreldrahús hafði ég afsalað mér öllum rétt- indum sem ég hafði áunnið mér á fullorðinsárunum. Í kjölfars hvers símtals þurfti ég að gefa nákvæma skýrslu um hver hafði hringt og kæmi í ljós að ég hafði uppi ráðagerðir um að hitta viðkomandi aðila varð ég að lýsa í smáatriðum hvar og hvernig sá fundur kæmi til með að fara fram. Í fyrstu fór þetta ógurlega í taugarnar á mér og ég hugsaði að yrði pestin mér ekki að aldurtila þá myndu þriðju gráðu yfirheyrslurnar ljúka verkinu. Smám saman fór mér hins vegar, á einhvern undarlegan hátt, að líka spurningaflóðið sem ómerkilegustu athafnir virtust fram- kalla og mundi varla eftir að hafa fengið aðra eins athygli í háa herrans tíð. Ég fór að sjá mig með augum foreldra minna sem álitu mig greini- lega ævintýragjarnan náunga, mann sem lifði úti á ystu nöf. Verst var að þegar ég fór aftur í vinnuna virtist enginn koma auga á þennan spenn- andi gæja. Eina ráðið til að upplifa sig sem hálfgert rokkgoð virðist því vera að kíkja reglulega með sængina í heimsókn til mömmu og pabba. Hótel mamma Yuka er heiti nýrrar skartgripalínu sem kynnt verður í Aurum í dag. MYND/AURUM ● NÝ ÍSLENSK SKARTGRIPAHÖNNUN Nýjasta skartgripalína Guðbjargar Kristínar Ingvarsdóttur, sem hannar undir nafninu Aurum, kallast Yuka. Skartið endurspeglar fíngerð- ar línur og smáatriði sem sótt eru í japanska menningu. Í dag opnar Aurum stærri og glæsilegri verlsun að Bankastræti 4 þar sem nýja línan verð- ur kynnt. Þarna gefst gott tækifæri til að berja íslenska hönnun augum, en Guðbjörg Kristín lærði gullsmíði og skartgripahönnun í Kaupmannahöfn. Í hönnun sinni hefur hún unnið með náttúruleg munstur og form og þykir hafa fágaðan og persónulegan stíl. Hönnun Listförðunarfræðingurinn Þóra Ólafsdóttir býr á rómantísku sveitasetri við Elliðaárvatn. Hún er með hesthús á lóðinni og sveita- stemningin svífur yfir vötnum. Í sumar réðst hún í breytingar á baðherberginu sem er nú einn helsti samkomustaður fjölskyld- unnar. „Okkur finnst útkoman svo notaleg að við erum hérna stund- um öll í einu. Einn fer í sturtu og aðrir í bað,“ segir Þóra glöð í bragði en jafnvel gestir hafa feng- ið að demba sér í sturtu eða bað. „Við tókum niður vegg og fengum þannig meira rými en hér var áður heitur pottur. Ég lét svo múra fyrir mig sturtuklefa með ítölskum náttúruflísum og þakti botninn með náttúrusteinum. Við keypt- um svo gamaldags standandi bað- ker í Baðheimum sem mér finnst eiga sérstaklega vel heima hérna úti í sveit.“ Innréttingarnar fékk Þóra í versluninni Heimili og hugmynd- ir. „Þetta er belgísk innrétting sem hefur yfir sér gamaldags yf- irbragð en það höfðar sérstaklega vel til mín.“ Þóra starfar sem smínka á RÚV ásamt því að sjá um sérauglýsing- ar fyrir Morgunblaðið. Hún er auk þess með förðunarnámskeið í Air- brush and Make up School að Köll- unarklettsvegi. Hún hefur því nóg á prjónunum en lætur líða úr sér með baðbombu og kerti í sveita- baðherbergi. - ve Heimagert fjölskylduspa ● Þóra Ólafsdóttir var lengi búin að ganga með draumabaðherbergið í maganum og réðst í framkvæmdir í sumar. Nú er sveitabaðið einn helsti samkomustaður fjölskyldunnar. Gamaldags standandi baðker setur punktinn yfir i-ið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þóra valdi gráar Mustang-flísar frá Harð- viðarvali á gólfið sem koma vel út á móti hvítmáluðum panelveggjum. 15. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.