Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 44
„Við vorum fimm sem völdum okkur Múlalund til að vinna með en kúrsinn gekk út á að vinna með framleiðslufyrirtækjum í 105 Reykjavík,“ útskýrir Guðrún Hjör- leifsdóttir, nemi á þriðja ári í vöru- hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru inn í fyrir- tæki og skoðuðu hvað hægt væri að framleiða og unnu hugmynd- ir út frá því. Fyrirtæk- in fengu svo nýja fram- leiðsluvöru út úr verk- efninu. „Við vorum hérna nánast alla daga og sam- starfið gekk rosalega vel. Hörður, sá sem er yfir á verkstæði, var alltaf til- búinn til að hjálpa okkur ef eitthvað var og starfs- fólkið leiðbeindi okkur á tækin og var mjög liðlegt. Við framleidd- um síðan vörurnar sjálf. Það eru miklir möguleikar hjá Múlalundi til að framleiða eitthvað nýtt og það var alveg ótrúlegt ævintýri að fá að prófa vélarnar og sjá hvern- ig hlutirnir virka. Við erum ánægð með útkomuna.“ Áfanginn er nú kenndur í þriðja skiptið við Listaháskólann en um- sjón með verkefninu hafði Hrafn- kell Birgisson vöruhönnuður. Auk Guðrúnar Hjörleifdóttur unnu Arna Rut Þorleifsdóttir, Edda Jóna Gylfadóttir, Guðrún Valdi- marsdóttir og Jindrich Vodica, skipti- nemi frá Tékk- landi, með Múlalundi. Af- rakstur sam- vinnunnar er nú til sýnis í Múla- lundi. - rat Möguleikar í Múlalundi ● Nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands skiluðu á dögunum af sér hugmynd- um að nýjum vörum fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki. Margir vilja meina að vöruþróun og nýsköpun sé einmitt það sem samfélagið þarf í dag. Hópurinn sem vann að vöruþróun með Múlalundi. Frá vinstri: Guðrún Valdimarsdótt- ir, Jindrich Vodica, Guðrún Hjörleifsdóttir og Edda Jóna Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arna Rut Þorleifsdóttir gerði margar litlar buddur sem saman mynda eina tösku. Guðrún Valdimarsdóttir hannaði kortaveski. Guðrún Hjörleifsdóttir gerði skipulagskassa á vegg sem koma í staðinn fyrir skúffur, hólf eða möppur. Jindrich Vodica gerði geymsluhólf sem selja mætti í metratali og væri hægt að hengja upp hvar sem er. Kitschfríður hefur nú útbúið kaffihettur og glasamottur úr handþæfðri og litaðri, íslenskri ull. Einnig bætist í fatalínuna og nú eru í henni húfur, kragar, pils og peysur en Kitschfríður hannar auk þess föt eftir séróskum. Hönnuðurinn á bak við Kitschfríði heitir Sigríður Ásta Árnadóttir og hefur hún getið sér gott orð fyrir litríkan og frumlegan stíl. Á heimasíðu Kitschfríðar www.internet.is/kitschfrid- ur, segir meðal annars: „Fatalína Kitschfríðar er öll úr ull. Kitschfríður þæfir, litar, klippir og saumar út, engar tvær flíkur eru eins. Hráefnið er gjarnan gaml- ar peysur, en einnig má nefna til sögunnar gömul ull- arteppi, perlufestar, hnappa og svo auðvitað nýja ull í bland.“ Verk Kitschfríðar eru til sölu í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu. - hs Kaffihetturnar eru úr litaðri og þæfðri íslenskri ull. MYND/KITSCHFRÍÐUR Glasamotturnar eru afar litríkar og skemmtilegar á að líta. Kjörin tækifær- isgjöf. MYND/KITSCHFRÍÐUR Þessir nýju kragar eru heklaðir á rúllukraga- hálsmál og hnepptir upp eftir öxlinni. Það má því auðveldlega skreyta sig með þeim án þess að skemma fínu hárgreiðsluna. MYND/KITSCHF´RIÐUR Peysurnar hennar Kitschfríðar eru orðnar margar talsins og sífellt bætast fleiri í hópinn. Þær fást í Kirsuberjatrénu en auk þess er hægt að koma með sérpantanir. MYND/KITSCHFRÍÐUR Nýjungar frá Kitschfríði Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Verið velkomin í FÁKAFEN 9 TILBOÐ 40% afsláttur af ávaxtakörfunni frá ALESSI laugardag og sunnudag kr. 10.000,- áður kr. 17.280,- takmarkað magn 15. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.