Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 63
48 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17 Listakonan Kira Kira, sem heitir réttu nafni Kristín Björk Kristjáns- dóttir, opnar sýninguna „Spilar út“ í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ kl. 17 í dag. Á sýning- unni má sjá 16 mm filmu og heyra hljóðverk, en Kira Kira fæst jöfnum höndum við myndlist og tónlist. Suðsuðvestur er opið laugardaga og sunnudaga á milli kl. 13 og 17. Minningardagur um séra Bolla Gústavsson, sem lést fyrr á þessu ári, verður haldinn á Hólum í Hjaltadal á morgun. Séra Bolli fæddist árið 1935 og var lengi prestur í Laufási áður en hann varð vígslubiskup á Hólum. Hann var þekktur fyrir skrif sín og sköru- legan málflutning sem margir muna líklega eftir úr útvarpsþátt- um sem voru í hans umsjá. Eftir Bolla liggja bæði ljóð og laust mál en hann vann meðal annars Bókmenntaverðlaun Almenna bókafélagsins fyrir æskuminningar sínar, „Vorgöngu í vindhæringi“, sem er verk á mörkum ljóðs og prósa. Er því vel við hæfi að séra Bolla skuli minnst á degi íslenskrar tungu auk þess sem hann hefði sjálfur átt afmæli á mánudag, þann 17. nóvember. Guðþjónusta hefst í Hóladóm- kirkju kl. 14 á morgun. Þar mun Jón Aðalsteinn vígslubiskup þjóna fyrir altari og séra Bolli Pétur Bollason predika. Að loknu kirkju- kaffi í boði Hólanefndar hefst sjálf minningardagskráin í kirkjunni, þar sem Hjörtur Pálsson cand. theol flytur erindi um séra Bolla. Söngkonan Gerður Bolladóttir minnist föður síns með flutn- ingi nýs tónverks eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur við ljóðaflokkinn Almanaksljóð eftir séra Bolla. Tónlistarkonurnar Sophie Marie Schoonjans og Pamela De Sensi flytja verkið með Gerði, en einnig munu þær flytja ljóð Jónasar Hall- grímssonar, „Ég bið að heilsa.“ - vþ Séra Bolla minnst SÉRA BOLLI GÚSTAVSSON Hans verður minnst með dagskrá á Hólum í Hjaltadal á morgun. > Ekki missa af... Yfirlitssýningu á verkum myndbandalistakonunnar Steinu Vasulku í Gerðubergi, en henni lýkur nú um helgina. Á sýningunni má sjá verk frá ýmsum tímabilum á listferli Steinu og er meðal annars sýnd innsetningin Geomania frá árinu 1987. Sýningin er opin á milli kl. 13 og 16 í dag og á morgun og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Boðið verður upp á fjöl- breytta og áhugaverða dagskrá í opnu húsi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á morgun í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Þar verður leiðsögn, fyrirlestrar og spennandi kynningar. Það kennir ýmissa grasa í Þjóð- menningarhúsinu á morgun og lík- legt að flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Húsið sjálft verður opið frá kl. 11, en kl. 13 og 15 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleið- sögn um handritasýningu Árna- stofnunar. Auk hennar standa einn- ig yfir í Þjóðmenningarhúsinu sýningarnar „Surtsey – jörð úr ægi“ og „Síðbúin sýn“. sýning á ljós- myndum sem Halldór Laxness tók sjálfur sem áhugaljósmyndari. Eiginleg hátíðardagskrá í tilefni dagsins hefst svo kl. 14 með fyrir- lestri Tryggva Gíslasonar, magist- ers, sem hann kallar „Myndin af Jónasi Hallgrímssyni“. Í fyrirlestr- inum fjallar Tryggvi um þá mynd sem þjóðin hefur gert sér af skáld- inu og náttúrufræðingnum Jónasi Hallgrímssyni, en Dagur íslenskr- ar tungu er einmitt tileinkaður honum. Einnig verður fjallað um teikningar, málverk og ýmis önnur myndverk sem gerð hafa verið af Jónasi. Færð verða rök fyrir því að tekin hafi verið ljósmynd af Jónasi Hallgrímssyni og að teikning eftir þeirri ljósmynd hafi varðveist. Fyr- irlesturinn er haldinn af Menning- arfélaginu Hrauni í Öxnadal og er einn árlegra Jónasarfyrirlestra félagsins. Lárusar Pálssonar, leikara og leik- stjóra, verður svo minnst kl. 16 við bókarkynningu í tilefni af útkomu ævisögu hans sem Þorvaldur Krist- insson hefur ritað. Lárus Pálsson skaraði fram úr í flutningi móður- málsins á sviði og við hljóðnemann; meðal annars er rómaður upplestur hans á ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar. Dagskráin hefst með kynn- ingu Þorvaldar á bók sinni og mun Sigurður Skúlason, leikari, lesa kafla úr bókinni. María Jóhanna, dóttir Lárusar Pálssonar, kynnir safn geisladiska með hljóðritunum af upplestri Lárusar og leiknum atriðum. Viðar Eggertsson, verk- efnisstjóri leiklistar hjá Ríkisút- varpinu, fjallar um störf Lárusar Pálssonar í útvarpi og hlutverk Útvarpsleikhússins. Í lok dagskrár- innar mun Gunnar Eyjólfsson, leik- ari, minnast Lárusar. Gunnar var lengi samstarfsmaður hans og gekk auk þess í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar á sínum tíma. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla fjöl- skylduna að sýningum og á dag- skrána og að sjálfsögðu verður hægt að kaupa veitingar og gera sér glaðan dag. Fjölmargar aðrar menningarstofn- anir standa fyrir viðburðum á morgun í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Tæmandi dagskrá má finna á vefsíðunni www.jonashallgrims- son.is vigdis@frettabladid.is FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU LÁRUS PÁLSSON Hans verður minnst með dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á morgun. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Langholtskirkju á morg- un kl. 17 ásamt píanóleik- aranum Kristjáni Karli Bragasyni. Hljómsveitin leikur tvö vinsæl og stór- brotin verk frá rómant- íska tímabilinu: Píanó- konsert nr. 1 í d-moll eftir Jóhannes Brahms og sin- fóníu nr. 9 í e-moll, Frá nýja heiminum, eftir Ant- onin Dvorák. Jóhannes Brahms samdi fyrsta konsert sinn fyrir píanó árið 1885 þegar hann var 32 ára. Upphaflega var verkinu ætlað að vera sónata fyrir tvö píanó en breyttist í píanó- konsert. Verkið er einn vinsælasti píanókonsert allra tíma. Antonin Dvorák samdi 9. sinfóníu sína í Bandaríkjunum undir lok 19. aldar. Auðheyrð áhrif þar- lendrar alþýðutónlistar í verkinu heilluðu áheyrendur þegar sinfónían var frum- flutt í New York á sínum tíma og varð öðrum tónskáld- um hvatning til þess að tak- ast á við þann tónlistararf. Kristján Karl Bragason stundar nám í píanóleik í Frakklandi um þessar mund- ir, en hefur komið fram á fjölda tónleika hér á landi sem erlendis. Nýlega hlaut hann styrk úr Minningarsjóði Birgis Ein- arssonar apótekara til frekara framhaldsnáms. Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins er skipuð 50 tónlistarnemum sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Stjórnandi hennar er Gunnsteinn Ólafsson - vþ Unga fólkið leikur rómantísk verk KRISTJÁN KARL BRAGASON PÍANÓLEIKARI Kristján Jóhannsson, tenór Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran Eyjólfur Eyjólfsson, tenór styrktartónleikar í þágu ADHD samtakanna Sunnudagur 16. nóv. kl.16 í Kristskirkju við Landakot Forsala aðgöngumiða eru í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni, skrifstofu ADHD samtak- anna Háaleitisbraut 13 og skrifst. kaþólsku kirkjunnar Hávallagötu 14-16. Miðasala einnig við innganginn. ADHD samtökin C Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Dvorak, Händel, C. Franck, W.A. Mozart, Otto Ohlsson og Sigvalda Kaldalóns. Miðaverð 5.000 kr. Caritas tónleikar 2008 2 fyrir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.