Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 67
52 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Skjótt skipast veður í lofti og það verður áhugavert að sjá hvernig áhrif þessi blessaða kreppa mun hafa á tísku og tíðaranda. Hún hefur að minnsta kosti minnstu áhrifin á listamenn og tónlistarmenn því það fólk fylgir gjarnan eigin tískunefi og spáir lítið í hlutina sem maður „verður“ að eiga. Flottir jeppar og Pradaskór voru bara samasemmerki fyrir eitthvað gífurlega hallærislegt hvort eð var þegar allt sem maður þarf eru svartar gallabuxur og leðurjakki. Slíkt tískuandstreymi var til dæmis mjög áberandi í byrjun sjöunda áratugarins þegar breskir unglingar fóru að hafna gamaldags hefðum og væminni dægurlagatónlist. Þeir vildu enga vægð heldur bara að vera svalir, snyrtilegir, skarpir, hipp og kúl. Föt áttu að vera sexí og straumlínulöguð. Níðþröng og töff. Þeir horfðu á listrænar kvikmyndir, keyrðu um á vespum, tóku amfetamínpillur og lifðu fyrir tónlistina. Þessi hópur kallaði sig „Mods“ sem að sjálfsögðu kemur af orðinu módernisti. Síðar komu svo auðvitað hipparnir og pönkararnir sem tóku við kyndli tískuandstreymisins en persónulega hrífst ég mest af skarpa „sixtís“-stílnum sem ein- kenndi „moddara“. Karlmenn gengu í þröngum jakkafötum og rúllu- kragabolum, támjóum leðurskóm sem kölluðust „winklepickers“ og voru með hárgreiðslu sem minnti á leikara í frönskum nýbylgjumynd- um. Sumir tóku upp á því að nota augnskugga og jafnvel varalit. Kvenfólk gekk í mjög svipuðum og strákalegum fötum, voru oft með stutt hár, gengu í karlmannsbuxum, flatbotna skóm og jú, auðvitað, mínípilsum sem gerðust styttri og styttri eftir því sem leið á áratuginn. Þær voru með fölan andlitsfarða, dökkan augnskugga og fölsk augnahár. Mod-tískan hefur fylgt tónlistinni allar götur síðan og hefur svo auðvitað átt sínar „comeback“ stundir á tískupöllunum. Ákveðin fatamerki hafa meira að segja tileinkað sér Mod- tískuna alfarið en þar má nefna franska fyrirtækið April 77 sem gerir út á þrönga leðurjakka og buxur í hinni heilögu litaþrenningu rokksins, svörtu, rauðu og hvítu. Nú þegar fólk er búið að leggja visakortunum og hætt að punga út stórum fjárhæðum í merkjafatnað og fínerí er líka kannski hægt að doka við og uppgötva það að einfaldleikinn getur oft verið bestur. Upp- götvað jafnvel að það eina sem maður þarf í fataskápinn eru svartar buxur og támjóir skór með vænum slatta af attidjúdi. Tónlist og támjóir skór Næsta sumar verður gætt ævintýralegum blæ, að minnsta kosti hjá hönnuðum eins og Colette Dinigan, Dries Van Noten og Ricardo Tisci hjá Givenchy á sýningum fyrir vor og sumar 2009. Pallíettur og glitur voru þar saumuð í kjóla og blússur sem ættu að ganga hvort sem það er að degi til eða kvöldlagi. Tilvalin leið til að lífga upp á svartasta skammdegið sem ört nálgast. - amb PALLÍETTUR OG PERLUR Í PARÍS: Glitur og glans Vampírumálningu frá Make Up Store. Glimmerduft úr nýju Whisper- línunni í seið- andi litum. GYLLT Fallegur kjóll sem minnir á þriðja áratuginn frá Dries Van Noten SPARILEGUR Stuttur grásilfraður kjóll frá Colette Dinningham SEXÝ Fallegur stuttur og glitrandi hlýralaus kjóll frá ástralska hönnuðinum Colette Dinningham. GIMSTEINAR Hvít skyrta með stórum semeliu- steinum eftir hönnuðinn Riccardo Tisci fyrir Givenchy > NÝ SKARTGRIPAVERSLUN Skartgripahönnuðurinn Inga R. Bachmann hefur lengi unnið hjá búðinni Aurum en hefur nú hafið eigin rekstur á einstakri hönnun sinni. Verslunin er staðsett á Klapparstíg og það er upplagt að kíkja á sérstaka og fallega jólagjöf þar. Upplýsingar um hönnunina má finna á http://www.myspace.com/ingabachmann. Creme Scintillante- húðkrem frá franska merkinu l‘Occitane sem gefur húðinni dásamlegan ljóma. Köflótta slá sem er bæði hlý og svöl í vetrarkuldann. Frá KVK, Laugavegi. OKKUR LANGAR Í …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.