Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 77
62 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Valsmaðurinn Arnar Sveinn Geirsson hefur vakið athygli fyrir fjölhæfni sína en hann náði því á dögunum að spila fyrsta meistaraflokksleikinn í fótbolta á sunnudegi (27. september) og fyrsta meistaraflokksleikinn í handbolta á fimmtudegi (2. októ- ber). „Þetta var mjög gaman, mikil upplifun og mikil reynsla,“ segir Arnar Sveinn sem er 17 ára gamall síðan í ágústlok. Í handboltanum spilar hann horn, miðju og skyttu en er aðallega í horninu í meistaraflokknum. Í fótboltanum er hann frammi eða úti á kanti. „Ég var búinn að vera í fótbolta í allt sumar og hafði hætt í handboltanum árið áður. Ég var búinn að vera viðloðandi meistaraflokkinn allt tímabilið og undir lok sumarsins komst ég í hópinn,“ segir Arnar en þá kom kallið frá hanboltanum. „Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins, bað mig um að koma og vera með þeim af því að hann þurfti á smáhjálp að halda. Ég er örvhentur og hann vissi hvað ég gat,“ segir Arnar Sveinn sem viðurkennir að það sé pressa úr báðum áttum. „Allir handboltaaðilarnir vilja að ég velji handboltann og fótboltaaðilarnir vilja að ég velji fótboltann. Það er alltaf einhver togstreita þarna á milli en það truflar mig ekki,“ segir Arnar sem segir handboltann vera að koma sterkar inn. „Það gefur þeim forskot að ég sfæ spila með meistaraflokknum. Ég er því enn þá í báðum greinum eins og er. Ég ætla að sjá til hvernig fótboltinn verður núna, hvort ég fái einhver tækifæri þar og hvort ég njóti mín eins vel og ég geri í handboltanum,“ segir Arnar sem er örv- hentur en réttfættur. Arnar segir Ólaf Stefánsson vera fyrirmynd- ina sína. „Ég kynntist honum aðeins persónulega þegar hann var í landsliðinu með pabba. Það er ekki bara að hann sé frábær íþróttamaður, hann er líka frábær persóna og leiðtogi inni á vellinum,“ segir Arnar. Arnar er sonur hin kunna handboltakappa Geirs Sveins- sonar og Arnar viðurkennir að kannski væri auðveldara að fara í fótboltann til að losna við samanburðinn. „Ég er allt öðruvísi leikmaður en pabbi var. Hann er gamall varnarjaxl og línubuff og ég kann ekkert í vörn og spila bara sókn. Maður verður að læra og ég veit að hann getur kennt mér margt,“ segir Arnar að lokum. ARNAR SVEINN GEIRSSON: SPILAÐI FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIKINN Í HANDBOLTA OG FÓTBOLTA Í SÖMU VIKUNNI Ég er allt öðruvísi leikmaður en pabbi var > Önnur sigurgangan endar í dag Topplið N1-deildar kvenna, Stjarnan og Haukar, mætast í Mýrinni í Garðabæ klukkan 13.00 í dag og þar er ljóst að sigurganga annars hvors liðsins endar. Stjörnukonur hafa unnið alla sjö leiki sína í deildinni og Haukakonur hafa unnið sex leiki í röð eftir að liðið tapaði 26-29 fyrir Stjörnunni á Ásvöllum í 1. umferð. Stjörnuliðið leggur örugglega mikið kapp á að stöðva Haukakonuna Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur sem er búin að skora 39 mörk í síðustu tveimur leikjum, þar af 27 mörk í bikarsigri á ÍR í vikunni. HANDBOLTI Árni Þór Sigtryggsson var lengi vel talinn á meðal efni- legustu handboltamanna landsins. Honum gekk ekki nógu vel að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar síðustu ár. Hann tók síðan þá ákvörðun að fara heim til Akureyrar á ný eftir einn vetur á Spáni og hann segir að sér hafi ekki liðið eins vel í háa herrans tíð. „Ein aðalástæðan fyrir því að ég vildi spila aftur heima var sú að ég vildi finna ánægjuna af því að spila handbolta á nýjan leik. Ég var orðinn pínuleiður enda búið að vera erfitt síðustu ár. Það var því fínt að fá nýja áskorun og ánægj- an er augljóslega komin aftur. Þetta er alveg frábært og ég hef geysilega gaman af því að spila handbolta þessa dagana,“ sagði Árni Þór en hann segir að það hafi verið hlegið að sér í bænum þegar hann var með hástemmdar yfir- lýsingar fyrir tímabilið. „Það átti enginn von á þessu í haust. Þegar ég sagði að við stefnd- um á topp fjóra var bara hlegið að manni og vinir mínir sögðu að ég væri bilaður. Ég taldi að þetta væri hægt og það hefur sýnt sig að það er margt hægt,“ sagði Árni Þór en viðurkenndi þó að hann hefði ekki órað fyrir því að Akur- eyri yrði á toppnum um miðjan nóvember. Það sem gerir frammistöðu Árna Þórs enn eftirtektarverðari en ella er sú staðreynd að hann hefur verið að spila meiddur. „Vinstri öxlin hefur verið slöpp í ansi langan tíma en þetta hefur aldrei verið eins vont og núna. Það er því kominn tími á að laga þetta. Ég mun bíta á jaxlinn til loka mán- aðarins og síðan leggjast undir hnífinn. Ég missi því af tveim leikjum í desember og stefni að því að vera kominn aftur gegn Víkingi 22. janúar,“ sagði Árni Þór sem er ekki spenntur fyrir aðgerð- inni enda sé afar gaman í hand- boltanum. henry@frettabladid.is Ánægjan komin aftur Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson segir hafa fundið ánægjuna af því að spila handbolta á nýjan leik er hann snéri á heimaslóðir. Er engu að síður að spila meiddur og fer í aðgerð á öxl í lok nóvember og snýr til baka í lok janúar. STERKUR Árni Þór skoraði 11 mörk gegn FH á fimmtudag og stórleikur hans lagði grunninn að sigri Akureyringa á FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur neyðst til þess að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum sem mætir Möltu ytra í vináttulandsleik næsta miðvikudag. Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson er meiddur og kemst því ekki með liðinu og í hans stað hefur Ólafur valið Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða Íslandsmeist- ara FH. Þetta er önnur breytingin sem er gerð á hópnum en áður hafði Eggert Gunnþór Jónsson komið inn í stað Grétars Rafns Steins- sonar sem fékk frí. - hbg Íslenska karlalandsliðið: Davíð Þór inn í stað Hallgríms KÁTUR Davíð Þór fagnar hér Íslands- meistaratitlinum en hann er eflaust ánægður með landsliðssætið líka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Express-deild karla: Njarðvík-Þór 89-79 Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 27 (7 frák., 5 stoðs.), Logi Gunnarsson 25, Friðrik Stef- ánsson 10 (9 frák.), Sævar Sævarsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Hilmar Hafsteinsson 6, Andri Fannar Freysson 4. Stig Þórs: Cedric Isom 25, Jón Orri Kristjáns- son 14 (13 frák.), Sigurður G. Sigurðsson 10, Guðmundur Jónsson 10, Bjarki Ármann Oddsson 7, Baldur Ingi Jónasson 6, Sigmundur Ó. Eiríksson 5, Björgvin Jóhannesson 2. Tindastóll-Skallagrímur 92-67 Stig Tindastóls: Sören Flæng 23, Darrell Flake 16, Alan Fall 15, Svavar Birgisson 15, Ísak Einars- son 13, Helgi Viggósson 6, Hreinn Birgisson 2. Stig Skallagríms: Igor Beljanski 31, Pálmi Sæv- arsson 11, Miroslav Andanov 11, Sveinn Davíðs. 7 Snæfell-ÍR 86-91 Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 28, Jón Ólafur Jónsson 23 (9 frák.), Hlynur Bæringsson 13 (12 frák.), Magni Hafsteinsson 9, Gunnlaugur Smárason 6, Egill Egilsson 5, Atli Hreinsson 2. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 21, Sveinbjörn Claessen 20, Ólafur Ingvason 18, Hreggviður Magnússon 11, Steinar Arason 10, Ómar Sævars- son 6, Þorsteinn Húnfjörð 3. ÚRSLIT HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðinu hefur verið boðið að taka þátt á hinu sterka móti, Möbel- ringen Cup, sem fram fer í Noregi um næstu helgi. Andstæðingarnir eru nokkur sterkustu lið heims. Þarna keppa gull- og silfurliðin frá Peking, Noregur og Rússland, ásamt Dönum sem hafa á að skipa mjög sterku liði. - hbg Kvennalandsliðið í handbolta: Fer til Noregs KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar unnu fyrsta heimaleik vetrarins í Ice- land Express deildinni þegar þeir unnu tíu stiga sigur á Þórsurum, 89-79 í Ljónagryfjunni í gær. Leik- urinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir frá Akureyri, sem höfðu forystuna stóran hluta leiksins, misstu stjórn á skapi sínu í lokin og sigur Njarðvíkur var því mun stærri en leikurinn gaf til kynna. „Ég er rosalega sáttur en þetta var erfið fæðing,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvík- ur eftir leikinn. Njarðvík hefur oft spilað betur en eftir naum töp á heimavelli fyrr í vetur var það fyrir öllu að ná í fyrsta sigurinn. Það voru Magnús Þór Gunnarsson (27 stig) og Logi Gunnarsson (25 stig) sem áttu mestan þátt í að landa sigrinum með því að skora 52 stig samanlagt, en heilt yfir var sóknarleikurinn afar tilviljana- kenndur. Þórsarar köstuðu hreinlega frá sér möguleika á því að gera unnið leikinn í lokin. Bekkurinn fékk á sig tvær tæknivillur fyrir mót- mæli með rúmlega mínútu milli- bili á úrslitastundu sem Njarðvík- ingar breyttu á endanum í sjö stig. Logi Gunnarsson gerði nánast út um leikinn í kjölfar þeirrar fyrri þegar hann setti niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom Njarðvíkingum átta stigum yfir. „Við spilum svolítið eins og krakkar sem eru hræddir að hella niður mjólk og fá skammir fyrir. Við þurfum þess ekki,“ sagði Valur. „Við erum svolítið stirðir í sókninni og klaufalegir í vörninni. Við þurfum að bæta okkur á mörg- um sviðum í vörn og sókn en ég vona að þessi sigur hafi komið með sjálfstraustið inn í liðið. það hefur vantað sjálfstraust í liðið á heimavelli,“ segir Valur sem notar mikið ungu strákana og eitt sæti af fimm er nánast ávallt skipað ungum og efnilegum leikmanni. „Kjúklingarnir fá að spila hjá mér og þeir eru að spila vel. Út á þetta gengur þetta. Ég er ófeiminn að henda þeim inn á og það er frá- bært að geta gert það,“ sagði Valur að lokum. Jón Orri Kristjánsson og Bjarki Ármann Oddsson léku vel fyrir Þór og Cedrick Isom skilaði sínu. Þórsliðið náði oft ágætum sprett- um í leiknum en var oft rosalega fljótt að missa einbeitinguna og hleypa Njarðvíkingum aftur inn í leikinn. - óój Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í Ljónagryfjunni í vetur gegn Þór: Þórsarar misstu stjórn á sér í lokin og Njarðvík þakkaði pent fyrir sig SJÓÐHEITUR Magnús Gunnarsson átti verulega góðan leik fyrir Njarðvík gegn Þór í gær og skoraði 27 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.