Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 85
70 15. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. kusk, 8. duft, 9. bók- stafur, 11. gelt, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. fát, 20. tveir eins, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis, 4. gróðra- hyggja, 5. skáhalli, 7. ljótur, 10. fram- koma, 13. gerast, 15. sál, 16. iðka, 19. tvö þúsund. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æfa, 19. mm. Félagarnir Helgi Már Erlingsson og Arnar Ívarsson hafa sent frá sér hressilegt myndband á Youtube þar sem þeir sprengja Seðlabankann í loft upp. Um er að ræða tveggja mínútna stiklu sem ber heitið The Fourth Cod War, eða Fjórða þorskastríðið. Koma þar við sögu James Bond, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Gordon Brown. Á þrettánda þúsund manns sáu myndbandið á netinu í gær. „Þetta var hugmynd sem kviknaði hjá mér í vinnunni. Við vorum að fara að sjá Bond í bíó og okkur langaði að gera smá vinnustaðahrekk. Hann vatt upp á sig og þetta endaði með þessu,“ segir Helgi Már, sem leikur sjálfan 007. Myndin fjallar um það þegar Bretar senda James Bond til Íslands vegna Icesave-reikninganna. Þarf hann að glíma við rússneskan byssubrand (Arnar Ívarsson) sem ætlar að verja heiður Íslands. Í lokin er Seðlabankinn síðan sprengdur í loft upp, en það hefur verið draumur þeirra félaga lengi. „Við höfum haft þessa hugmynd í mörg ár að gera töff atriði í kringum Seðlabankann og Davíð lá vel við höggi. Þetta er þannig séð ekkert hatur heldur meira í gríni gert. Við erum ekkert að hengja neinn, þetta er bara bíó,“ segir Helgi og hlær. Gerð myndbandsins tók tvær vikur og notuðust þeir við fjórar tölvur og unnu brellurnar í hárri HD- upplausn. Sögumaður myndarinnar er Jón Gunnar Geirdal, starfsmaður Senu. „Við fengum frasameist- ara Íslands til að „döbba“ þetta fyrir okkur og hann var meira en til í að hjálpa okkur. Okkur langaði til að fá þjóðina til að brosa og hafa gaman af þessu. Okkur langaði líka til að slá brellunum í Spaugstofunni við.“ Helgi Már og Arnar ætla að senda frá sér nýja útgáfu með enskum texta, ætlaða Bretlandsmarkaði. „Við viljum láta Bretana sjá hvað Bond er vondur við Íslendinga.“ - fb Sprengja upp Seðlabankann „Það eru einhverjir mánuðir síðan ég fékk mér þessi tæki,“ segir Bubbi Morthens. Þeir sem hafa umgengist Bubba með hléum um langt skeið taka eftir ákveðinni breytingu á þeim samskiptum. Án þess kannski að átta sig á því í hverju þessar breyt- ingar felast þar til: Bingó! Menn þurfa ekki lengur að hrópa til að ná eyrum kóngsins. Bubbi hefur sem sagt fengið sér heyrnartæki. Bubbi segist segist hafa verið að auka notkunina smám saman enda gríðarlegur munur á að heyra og heyra ekki. Og með Mr. Magoo í samnefndum sjónvarpsþáttum sem var nánast blindur og í afneit- un. „Þetta er svipað. Ef ég væri sjónskertur en neitaði að nota gler- augu væri ég í stöðugri lífshættu og allir í kringum mig.“ Bubbi segir það fyrst og fremst trassaskap að hafa ekki drifið í þessu fyrr. Hann hefur búið við skerta heyrn allt frá æsku, sem er til komin vegna arfgengs tauga- sjúkdóms. „Þegar ég var barn voru engar úrlausnir. Nema einhverjir prímitívir lúðrar svipað og má sjá í Tinnabókunum. Svo þróast þetta. Maður spilar rokk og ról og segir Ha? Settu saman fjóra menn sem hafa verið í rokkbransanum í tíu ár og hlustaðu á þá tala saman. Það er magnað.“ Já, ótölulegur fjöldi háværra hljómsveitaræfinga í bílskúrum ekki hjálpað upp á sak- irnar. En menn eru í afneitun. Bubbi segir að svo sé til dæmis með Eric Clap- ton sem sé hálf heyrnarlaus en vilji ekki fá sér heyrnartól því það skaði tónlistar- sköpun og flutning. „Hann er í gríðarlegri afneitun. En þetta er rétt með tónlistina. Ekki fræðilegur möguleiki. Ég hætti snarlega að nota þetta þar. Ég varð bara falskur. Ég nota heyrnartólin bara í mannlegum samskiptum og til að hlusta á frétt- ir.“ Þeir fjölmörgu mega treysta því að kóngurinn verður ekki með heyrnartækin sín þegar hann treð- ur upp á stórtónleikunum sem verða í Laugardalshöll í kvöld þar sem fram koma helstu hljómsveit- ir landsins til að stappa stáli í mannskapinn og hvetja til sam- stöðu. jakob@frettabladid.is KÓNGURINN: HEYRNARSKERTUR VEGNA TAUGASJÚKDÓMS OG HÁVAÐA Bubbi fær sér heyrnartæki EKKI ÞARF LENGUR AÐ HRÓOPA TIL AÐ NÁ EYRUM BUBBA Notar heyrnartækin ekki í tónlistinni enda verð- ur hann þá bara falskur eftir þrjátíu ár í músík án þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FALSKUR EF HANN NOTAR TÆKIN Í TÓNLISTINNI Tónleikagestir mega treysta því að Bubbi verður ekki með heyrnartólin þegar hann treður upp á stórtónleikunum sem verða í höllinni í kvöld. „Það er líklegra að Egill Helgason troði upp með Stuðmönnum í kvöld heldur en nafni hans Ólafsson,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn þeirra þriggja sem eftir eru af upprunalegum Stuðmönnum. Held- ur hefur kvarnast upp úr hljóm- sveit Íslands á undanförnum árum en þau Valgeir Guðjónsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Þórður Árnason og nú síðast Egill Ólafsson hafa öll sagt skilið við sveitina. Eftir sitja auk Jakobs þeir Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Tómas Tómasson bassaleikari. En Stuðmenn eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir missinn og blása í herlúðra í kvöld þegar þeir spila á samstöðutónleikum Bubba Mort- hens í Laugardalshöll. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Hara- systur og Jónsi muni troða upp með sveit allra landsmanna. Jakob Frímann segir það ekki ofmælt en bætir því við að mun fleiri eigi eftir að láta ljós sitt skína á sviði íþróttahallarinnar með Stuðmönn- um. Stuðmenn brjóti jú blað í sögu sinni við hvern tón sem þeir slá. „Og þegar þetta nær allt saman hámarki mun lýðnum ekki vera ljóst hvort það séu fleiri upp á sviði eða útí sal,“ segir Jakob og vill ekki fara nánar út í þá sálma. Auk Stuðmanna munu Ný dönsk, Lay Low, Ham, Sálin hans Jóns míns og Bubbi leika fyrir gesti og gangandi en tónleikarnir hefjast klukkan átta og verður útvarpað beint á Rás 2. Hara-systur og Jónsi með Stuðmönnum NÝIR LIÐSMENN Hara-systur og Jónsi troða upp með Stuðmönn- um á laugardaginn í Laugardals- höll á samstöðutónleikum Bubba Morthens BROTIÐ BLAÐ Auk Jakobs Frímanns eru eftir í Stuðmannasveitinni þeir Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson. Egill Ólafsson mun ekki koma fram með sinni gömlu sveit. Þröstur Leó Gunnarsson Aldur: 47 ára Starf: Leikari Stjörnumerki: Naut Búseta: Bý við Stýrimannastíg í Reykjavík Fjölskylda: Er giftur Helgu Sveindísi Helga- dóttur og við eigum sjö börn allt í allt. Þröstur Leó leikur í Vestrinu eina og er tilnefndur til Edduverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Magnús Stephensen, fyrrum aðstoðarforstjóri XL Leisure Group og þar áður hjá Avion, er loks, að mati fjölskyldu hans, að ganga í það heilaga. Verðandi eiginkona hans er Bergljót Þorsteinsdótt- ir, sambýliskona hans til margra ára, en þau eiga þrjá drengi. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá þeim fyrirtækjum þar sem Magnús hefur verið meðal hæstráðenda eru engin kreppumerki á brúðkaups- veislunni sem haldin verður á Hilton hóteli í kvöld. Bróðir Magnúsar er Stefán stórpoppari í Gus Gus og má allt eins búast við því að það eðalband troði upp auk þess sem vinir Magnúsar eru með eitt og annað uppi í erminni í tilefni dagsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss er enn og aftur tilnefndur sem sjónvarpsmað- ur ársins á komandi Eddu sem verður á sunnudag. Í Kompásþætti næsta dags býður hann svo upp á sjónvarpsefni sem ekki hefur sést áður í íslensku sjónvarpi og þótt víðar væri leitað. Kompásmenn eru að rifja upp sakamál sem hafa verið í deiglunni undanfarin ár og á mánudag birta þeir áður ósýndar kvikmyndir kafara af líki Vaidasar Juciviciusar á botni hafnarinnar í Neskaupsstað. Myndirnar eru ótrú- lega skýrar og sýna Vaidas innpakkaðan og hlekkjaðan á hafsbotni – ekki fyrir viðkvæma. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI OPNI HÁSKÓLINN í háskólanum í reykjavíkHV ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -2 3 3 6 Opin vinnustofa 19.– 21. nóvember FYRIR EFTIR VENJUR TIL7 ÁRANGURS Betra jafnvægi – skarpari sýn – markvissari sókn – meiri árangur Sími: 599 6200 www.opnihaskolinn.is Opin vinnustofa 19.– 21. nóvember VIÐ TÖKUR Helgi Már, til hægri, og Arnar Ívarsson við tökur á myndinni i Fjórða þorskastríðið. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 115 2 32-34 fyrir Akureyri 3 Atla Heimi Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.