Fréttablaðið - 16.11.2008, Page 1

Fréttablaðið - 16.11.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 16. nóvember 2008 — 314. tölublað — 8. árgangur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning nóvember 2008 B ÚIÐ ER AÐ FESTA SAMNINGA við innlenda og erlenda aðila um flesta þætti byggingar- innar og kann að verða dýrt spaug að rifta þeim, jafnvel ómögulegt á þessu stigi. Erfitt er að meta hversu langt framkvæmdin er komin, hússkelin er meira en hálfnuð í byggingu og margir verktakar sem annast innri frágang eru langt komnir í vinnu sinni. Búið er að loka húsinu að hluta til bráðabirgða enda loftræstilagnir, vatnslagnir og hluti raflagna kominn á sinn stað í byggingunni. Samningar um hljóð- og ljósabúnað, stóla, hljóðhjálm og glerhjúp- inn sem leggst ofan á bygginguna eru frágengnir og er unnið samkvæmt þeim víða um heim. Framleiðsla er hafin á einingum í glerhjúp Ólafs Elíassonar og á afhend- ing á þeim að hefjast í janúar en hingað er væntanleg kínversk sendinefnd í næstu viku vegna uppsetningar hans. Fáir samningar við undirverktaka eru enn óbundnir en þeim er nú beint á innlenda aðila. Til stóð að opna húsið í desember 2009 en um langt skeið hefur verið ljóst að það yrði ekki. Var þá litið til þess að vígja húsið formlega haustið 2010 en taka það í einhverja notkun fyrr, til dæmis gæti Sinfónían æft í húsinu fyrr en hún hefur leigt þar aðstöðu til 35 ára. Þessar áætlanir voru á borðinu í haust, áður en kreppan skall á. Nú eru áhöld um hvernig skuli halda bygging- unni áfram og ljúka henni en verkið er einkafram- kvæmd á vegum Portusar, sem var í eigu Landsba k Íslands og Nýsis. Bæði fyrirtæki Portus er enn t Byggingarlok í óvissu RITDÓMAR um nýjar skáldsögur, unglinga-sögur og ævisögur: Garðinn eftir Gerði Kristnýju, Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helga-son, Svart og hvítt eftir Jónínu Leósdóttur, Rökkurbýsn eftir Sjón og Lárus Pálsson leikara eftir Þorvald Krist-insson. MENNING Í kvöld verða heiðurs-verðlaun Eddunnar afhent. Þau hlýtur Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, fyrir störf sín í þágu íslenskrar kvik-myndagerðar. Bls. 4 Vinna við tónlistarhúsið á austurbakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík heldur áfram þótt dregið hafi úr þeim ákafa sem var í vinnu við húsið í sumar. Enn er ekki fullljóst hvernig samningsaðilar um bygginguna, Portus hf., Austurhöfn, félag Reykjavíkur og ríkissjóðs og Íslenskir aðal- verktakar, sem er byggingaraðilinn, lenda byggingarlokum við húsið.MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON FYLGIR Í DAG Jólin þín byrja í IKEA Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is ...100 erlend jólalög er komin í Skífuna! 5CD ÁSTMAÐUR GEORGS Ævar Þór Benedikts- son slær í gegn í Dagvaktinni. FÓLK 22 RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Fjölmargir tón- listarmenn komur fram á tónleikunum án endurgjalds. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VÆTA VESTAN TIL Í dag verður fremur stíf suðvestan átt, 8-15 m/s. Slydda eða rigning vestan til fram eftir degi og við norðurströndina, skýjað með köflum eystra. Hiti víða á bilinu 0-7 stig. VEÐUR 4 6 4 1 -1 0 VEÐRIÐ Í DAG 10 TIL VARNAR ÍSLANDI Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Magnús Árni Skúlason ræða um mikilvægi þess að koma Íslandi til varnar á ögurstund. KRÖFTUGUR MÓTMÆLAFUNDUR Um átta þúsund manns komu saman á Austurvelli í gær og kröfðust afsagnar bankastjórnar Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins og kosninga í vor. Mótmælendur tóku myndarlega undir mál ræðumanna og fögnuðu ákaft þegar lýðræðisbreytinga var krafist. Fundurinn fór friðsamlega fram en skyri og eggjum var kastað í Alþingishúsið eftir fundinn. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Miðstjórn Framsóknar- flokksins ákvað í gær að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði lögð fram á flokksþingi í janúar. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á stefnu flokksins í Evrópu- málum. „Ég get fullyrt að tillaga um að hefja aðildarviðræður við ESB hefði verið samþykkt á fundinum ef það hefði samrýmst lögum flokksins,“ segir Valgerður. Miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins í gær er lýst sem mikl- um hitafundi. Fjölmargir ræðu- menn lýstu yfir vantrausti á forystu flokksins og vildu að hún viki strax. Ályktanir fundarins eru afdráttarlausar og fulltrúar í miðstjórn telja aðeins forms atriði að flokkurinn lýsi því yfir að vilji sé fyrir því að hefja aðildar- viðræður við Evrópusambandið. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Val- gerður vildu ekki tjá sig um hvort þau hygðust sækjast eftir forystuhlutverkum sínum í jan- úar. Formannsslagur virðist þó fram undan þar sem Siv Frið- leifsdóttir alþingismaður og Páll Magnússon, fyrrverandi vara- þingmaður, ætla að sækjast eftir formannsembætti, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í stjórnmálaályktun fundarins kemur fram skýlaus krafa um að bankastjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftirlits- ins verði vikið frá störfum nú þegar. - shá / sjá síðu 4 Framsóknarflokkurinn flýtir flokksþingi og tekur af skarið í Evrópumálum: Framsókn vill aðildarviðræður MENNTUN Dagur íslenskrar tungu er í dag. Víða eru hátíðarhöld í tilefni dagsins, meðal annars í Þjóðmenningarhúsinu. Þar stendur einnig yfir sýning í minningu Jónasar Hallgríms- sonar, en 201 ár er í dag liðið frá fæðingu hans. Íslensk málnefnd afhendir menntamála- ráðherra tillögur sínar að íslenskri málstefnu á Málræktarþingi í Háskóla Íslands. Í tillögunum er megináhersla lögð á að treysta stöðu íslenskrar tungu í sam- félaginu, enda verði framtíð tungunnar best tryggð með því að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. - ovd / sjá síðu 12 Dagur íslenskrar tungu: Traust staða íslenskunnar JÓNAS HALLGRÍMSSON FÓLK Mikil stemning var á samstöðutónleikum í Laugardals- höll í gærkvöldi. Á fimmta þúsund gesta skemmti sér í höllinni. „Stemningin er fín, mjög fín,“ sagði Daníel Sigurðarson, starfs- maður Laugardalshallar, þegar nokkuð var liðið á tónleikana. Fjölmargir listamenn komu fram, þar á meðal Bubbi Morth- ens, Stuðmenn, Baggalútur, Lay Low, Ham og Ragnheiður Gröndal. - ghs Samstöðutónleikar: Fjölmenni í Laugardalshöll

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.