Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 8
8 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fram undan er tímabil efnahagslegrar endurreisnar í kjölfar hruns íslenska fjármála- kerfisins. Verulega hefur hægst á hjólum atvinnulífs vegna gjald- eyriskreppu, veikingar krónunn- ar, hnökra í erlendri greiðslu- miðlun, skerts aðgengis að fjármagni og almennrar óvissu sem ríkir um rekstrargrundvöll fyrirtækja. Til að draga megi sem mest úr þeim erfiðleikum sem blasa við íslenskum fyrirtækjum og heimilum er nauðsynlegt að þegar verði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist. Lykill að lausn á vanda atvinnulífsins er farsæl endur- reisn bankakerfisins, en þar er brýnt að frágangur á búum gömlu bankanna verði í sátt við erlenda kröfuhafa. Ef horft er til annarra ríkja sem hafa lent í fjármálakreppu kemur glögglega í ljós að sanngjörn framkoma við kröfuhafa hefur reynst mikilvægur þáttur í endurreisn þessara hagkerfa. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda er trúverðug úrlausn gagnvart lánadrottnum ein af grunnforsendum þess að hægt sé að nálgast endurfjármögnun, hvort sem horft er til fyrirtækja eða hagkerfa. Það er sjálfsagt fyrir okkur að draga af þessu lærdóm. Misráðin ríkisvæðing Staða Íslands er reyndar nokkuð sérstök. Í okkar tilfelli snýr vandinn fyrst og fremst að úrlausn skuldbindinga þriggja banka sem allir voru einka- fyrirtæki fyrir um sjö vikum síðan. Umsvif þessara banka voru slík hér innanlands að hefð- bundið gjaldþrot þeirra hefði hreinlega skilið íslenskt hag- kerfi í rústum sem ekki væri byggjandi á aftur. Til að bregðast við þessum aðstæðum voru sett neyðarlög á Alþingi þar sem Fjármála eftirlitinu var gert kleift að taka yfir rekstur bankanna. Þessa aðgerð hafa erlendir kröfuhafar túlkað sem þjóð- nýtingu bankakerfisins. Fyrsta skrefið í atburðarásinni var ríkisvæðing á stærstum hluta Glitnis, sem síðar reyndist misráðin ákvörðun. Björgunar- aðgerðir stjórnvalda voru tækni- lega ekki þjóðnýting banka- kerfis ins í heild þar sem nýir bankar voru stofnaðir utan um rekstur innlendrar starfsemi. Engu að síður felst í aðgerðinni að hluti starfsemi bankanna var þjóðnýttur og því kannski ekki að undra að erlendir kröfuhafar túlki það svo. Mikilvægt er að halda kröfuhöfum upplýstum í gegnum allt ferlið og í þeim efnum hefur stjórnvöldum ekki tekist nægjanlega vel til. Í raun má segja að þar liggi megin- ástæða þess öngstrætis sem samningaviðræður um alþjóð- lega fyrirgreiðslu eru nú komnar í. Nauðsynleg málamiðlun Aðgengi íslenskra fyrirtækja, og hins opinbera, að erlendu lánsfé mun dragast verulega saman til frambúðar telji lánadrottnar hættu á þjóð- nýtingu eigna raunverulega. Það tæki áratugi að losna við slíkt áhættuálag enda mun auðveldara að eyðileggja orðspor en að byggja það upp. Til að leysa megi þá ímyndar- kreppu sem Ísland er nú í ættu stjórnvöld að leita samstarfs við erlenda kröfuhafa, hvort sem um ræðir skuldabréfaeigendur eða fulltrúa erlendra innstæðu- eigenda. Þar ber fyrst að nefna möguleika þess að semja við núverandi kröfuhafa gamla bankakerfisins (skuldabréfa- eigendur) um að endurútgefa bréfin með verulegum afslætti á nýja bankakerfið. Afföll af skuldabréfum bankanna voru þegar orðin um 80% þegar fjármálakerfið hrundi og enn meiri í nýlegum útboðum. Miðað við það gera kröfuhafar ekki ráð fyrir að endurheimta nema hluta af nafnvirði úti- standandi bréfa. Málamiðlan af einhverjum toga er nauðsynleg til að tryggja möguleika á að hið nýja bankakerfi geti yfir höfuð átt samleið með erlendum kröfu- höfum til frambúðar. Að sama skapi er nauðsynlegt að sam- tvinna hagsmuni kröfuhafa og nýs bankakerfis til að hámarka megi virði þeirra eigna sem til staðar eru. Dreifðari eignaraðild Aðkoma kröfuhafa að rekstri nýju bankanna sem eigendur gæti einnig skapað sátt og stillt saman hagsmunum kröfuhafa og íslensks atvinnulífs enn frekar. Þannig mætti kanna möguleika þess að umbreyta skuldum einfaldlega í eignarhluti. Við upphaf einkavæðingarferlis var árangurslaust leitað eftir erlendum kjölfestufjárfestum í eigendahóp íslensku bankanna. Annað markmið einka- væðingarinnar var að ná dreifðri eignaraðild meðal almennings. Hvorugt þessara markmiða náðist á sínum tíma, sem telst til mistaka í einkavæðingarferlinu. Með því að erlendir kröfuhafar gerist nú sameiginlegur eigandi bankanna ásamt hinu opinbera ætti að reynast auðveldara að selja hlut ríkisins til almennings fyrr og með einfaldari hætti. Lokaniðurstaðan yrði þá banka- kerfi með erlendum kjölfestu- eigendum og dreifðri innlendri eignaraðild. Með þetta í huga bendir flest til þess að úrlausn í sátt og sam- starfi við erlenda kröfuhafa sé mun líklegri til að skila árangri en launung og upplýsingaþurrð. Farsælar málalyktir eru til þess fallnar að verja þær eignir sem eftir standa í bankakerfinu, koma í veg fyrir að almenningur standi eftir með skuldaklafa til framtíð- ar og draga úr þeim álitshnekki sem Íslendingar hafa orðið fyrir á alþjóðlegum lánamörkuðum. Einkaframtak drifkraftur framfara Hvernig svo sem endurreisn íslensks efnahagslífs verður háttað þá hlýtur það að vera markmið stjórnvalda að draga sem mest úr þeirri ríkisvæðingu sem nú blasir við. Það er hagur allra sem landið byggja að kraftar einkaframtaks fái notið sín í markaðsumhverfi sem laust er við afskipti stjórnmálamanna. Einkaframtakið er og verður drifkraftur framfara og þar með hagsældar. Því ætti nú þegar að huga að því með hvaða hætti megi einkavæða ríkisbankana og að það verði gert sem fyrst. Eins og áður hefur komið fram er mjög æskilegt að erlendir aðilar, núverandi kröfuhafar í bú bankanna, komi þar að. Slíkt felur í sér betri úrlausn fyrir alla Íslendinga. Þetta á ekki síst við um ungu kynslóðirnar, en þau lífsskilyrði sem þeim bjóðast á næstu misserum munu ráða öllu um hvort þær velji að byggja landið áfram. Góð tækifæri verða að vera til staðar, því val þessara kynslóða kemur til með að móta framtíð Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Endurreisn íslenska bankakerfisins FINNUR ODDSSON Í DAG | Tækifæri til framtíðar Því ætti nú þegar að huga að því með hvaða hætti megi einkavæða ríkisbankana og að það verði gert sem fyrst. Eins og áður hefur komið fram er mjög æskilegt að erlendir aðilar, núverandi kröfuhafar í bú bankanna, komi þar að. Slíkt felur í sér betri úrlausn fyrir alla Íslendinga. Ísland í ESB Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fund- aði á föstudaginn og ákvað, í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, að skoða hugsanlega inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Málið var sett í nefnd sem skila á niðurstöðum fyrir næsta landsfund flokksins. Um leið minntu Geir H. Haarde, formaður flokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður á að ekki væri ýkja langt síðan fyrri Evrópunefnd flokksins, undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra, skilaði af sér niðurstöð- um. Björn hefur, sem kunnugt er, ekki verið meðal hörðustu Evrópusinna. Formaður nýju Evrópunefndarinnar er hins vegar Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og er Árni Þór Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, varaformaður hennar. Báðir þykja þeir frekar hallir undir Evr- ópusambandsaðild svo það eitt kann að segja meira en margt annað til um hverjar niðurstöður nýju nefndarinnar kunni að verða. Tiltekt Viðar Þorsteinsson heimspekingur hvatti í ræðu sinni á Austurvelli í gær til stofnunar nýs lýðveldis á Íslandi. Sagði hann að nú væri tækifæri til að taka til á Íslandi, til að byrja upp á nýtt. Hörður Torfason, sem stjórnaði mótmælun- um á Austurvelli, greip orð Viðars á lofti og bað fólk vinsam- legast um að taka til eftir sig og skilja ekkert rusl eftir á Austurvelli. Játningar óreiðumanns Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur að undanförnu skrifað áhuga- verðar greinar í Morgunblaðið þar sem hann fer yfir ýmis mál tengd útrás og efnahagsþrengingum. Greinar Gunn- ars Smára veita almennum lesendum innsýn í heim útrásarvíkinga og eru í senn upplýsandi og áhugaverðar. Ein setning í grein hans í gær vakti þó sérstaka eftirtekt. Þar segir Gunnar Smári: „Ég lét færa mig úr bisness sem ég skildi yfir í bisness sem ég skildi ekki.“ Minnir þetta á mennina tvo sem lentu í framhjáhaldi og lentu í því að svíkja undan skatti. olav@frettabladid.isE ins og margir hafa bent á felast fjölmörg tækifæri í því upplausnarástandi sem nú ríkir. Eitt það stærsta, fyrir hvern og einn, er að líta í eigin barm og hugleiða mögu- leika sína til að hafa áhrif á hvernig samfélag rís upp úr þeim ruslahaug sem stefna síðustu sautján ára hefur skilið eftir sig. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað að þjóðin á ekki skilið aðra stjórnendur en þá sem hún kýs til að stjórna sér. Og ekki síður að ef þeir bregðast eru kosningar eina tækifærið til að láta þá sæta ábyrgð. Því miður hafa íslenskir kjósendur hingað til reynst illa haldnir af minnisleysi þegar kjördagur rennur upp. Ítrekað hafa þeir veitt bæði heilum stjórnmálaflokkum og einstaklingum syndaaflausn með atkvæði sínu. Í raun er ekkert skrítið að íslenskir stjórnmálamenn telji sig geta setið sem fastast, sama hversu ævintýraleg afglöp þeir hafa framið. Þeir eru bara svona illa upp aldir af þjóðinni. Að næra reiðina innra með sér er ekki uppbyggilegt athæfi. Ef við ætlum að ná fram einhverjum breytingum til batnaðar er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að þjóðin festi í hug sér þær tilfinningar sem bulla nú innra með henni. Kjósendur munu örugglega ekki þurfa að bíða til vorsins 2011 með að láta skoðun sína í ljós. Miklar líkur eru á því að kosið verði innan sex mánaða, tæplega seinna en næsta vor. Stjórnmálaflokkarnir eru þegar farnir að setja sig í kosninga- stellingar. Á föstudag ákvað Sjálfstæðisflokkur að boða til lands- fundar í janúar og í gær ákvað Framsóknarflokkurinn að halda flokksþing í sama mánuði. Báðir eiga þessir flokkar það sameigin- legt að innan þeirra raða ríkir glundroði um það sem lítur út fyrir að verða eitt helsta stefnumál næstu kosninga: Hvort sækja eigi um aðild að Evrópu sambandinu eða ekki. Flokkarnir eiga það líka sameiginlegt að formenn þeirra eru yfir- lýstir andstæðingar Evrópusambandsins. Það sem er á hinn bóginn ólíkt með flokkunum er að innan Framsóknar er mun minna hik við að taka slaginn en hjá Sjálfstæðisflokknum. Þetta sést best á þeirri yfirlýsingu miðstjórnarfundar framsóknarmanna að á komandi flokksþingi verður kosið um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hefur sú yfirlýsing yfir sér mun fumlausara og ákveðnara yfirbragð en máttleysisleg tilkynning sjálfstæðismanna um skipun nefndar til að fjalla um Evrópumálin fyrir landsfundinn. Annað sem er ólíkt með þessum flokkum er að átök framsóknar- manna um Evrópumálin snerta í raun fáa aðra en þá sjálfa. Nema þegar þau lenda inni í stofum landsmanna sem farsi eða harmleikur, eftir smekk hvers og eins, í leikstjórn Bjarna Harðarsonar fyrrver- andi þingmanns. Átökin í Sjálfstæðisflokknum koma hins vegar öllum við sama hvaða tilfinningar fólk ber til flokksins. Þar er sjálfum Seðlabank- anum beitt í hatrömmum innanflokksátökum, landi og þjóð til stór- kostlegs skaða. Á því ástandi bera ábyrgð núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Eru þeir þar samir við sig og munu aldrei breytast. Í þeirra hug er flokkur alltaf framar þjóð. Reynir á minni kjósenda: Ástæða til að næra reiðina JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.