Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 38
22 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Málin eru farin að flækjast í Dag- vaktinni. Georg Bjarnfreðarson hefur eignast ungan „vin“ sem færir sig meira upp á skaftið í hverjum þætti. Vinurinn heitir Óðinn og er tvítugur sveitapiltur af næsta bæ. Óðinn er leikinn af Ævari Þór Benediktssyni. „Ég er frá sveitabæ í Borgar- firði og er 23 ára leiklistarnemi í LHÍ á þriðja ári,“ segir Ævar Þór. Hann segist ekki vera svo ólíkur Óðni – „Hann er einlægur og góður strákur, sem ég vil meina að ég sé líka. Hann er reyndar ástfanginn af Georgi Bjarnfreðarsyni sem ég er ekki! Ég er í giftusamlegu sam- bandi við kærustuna mína.“ Karakterinn sem Ævar leikur hefur verið að læðast inn í þættina smátt og smátt – „Óðinn kom fyrst til dyra í stuttu atriði en sást svo í miðasölunni á ballinu. Hann kann- aðist ekkert við að Ólafur Ragnar ætti eilífðarmiða á Sólar-böll og þar hófst gremja Ólafs Ragnars í hans garð. Óðinn veit ekkert af þessari gremju enda upptekinn af sambandinu við Georg. Þeir voru komnir í tásluknús í síðasta þætti, en ég segi ekkert um það hvernig sambandið þróast. Það eru enn þrír þættir eftir.“ Ævar er einlægur aðdándi Nætur vaktarinnar og fannst því eðlilega spennandi að taka þátt í Dagvaktinni. „Ragnar leikstjóri hefur verið duglegur að kíkja á verkefni í skólanum og hafði sam- band við mig í kjölfarið á einu slíku,“ segir hann. „Það tók tíu daga að taka upp atriðin með mér, tökur voru vel undirbúnar og skipulagðar. Það voru oft teknar senur í 2-3 þætti sama daginn og ekkert í réttri tímaröð.“ Og spangirnar eru ekta. „Þegar ég byrjaði í leiklistarskólanum var framkomubann og ég hugsaði sem svo að nú væri rétti tíminn til að drífa þetta spangar-mál af. Fram- komubanninu var svo aflétt í fyrra, en sem betur fer smellpössuðu spangirnar við hlutverk Óðins.“ - drg Í tásluknúsi með Georgi „Hugmyndin kviknaði á Gljúfra- steini og vatt upp á sig. Þar var verið að borða taílenskan mat – „take away“. Rithöfundur, mynd- listarmaður og gamall poppari. Við töluðum við þá Forlagsfeðga sem kveiktu á þessu. Og svo var þetta unnið mjög hratt,“ segir Sigurður Björn Blöndal sérfræðingur. Um þessar mundir streymir úr prentsmiðjunni afar athyglisverð bók eftir Björn, Auði Jónsdóttur, Spessa og Þórarinn Leifsson. Bókin heitir Forstjóri dagsins og inniheldur 12 póstkort sem menn geta rifið úr bókinni og sent vinum og vandamönnum í útlöndum eða átt í bókarformi – eftir atvikum. Björn er í hlutverki forstjórans, sem lendir í ýmsum aðstæðum og ávallt sem sigurvegari en Spessi tekur myndirnar. Textinn er aðal- lega í höndum Auðar en Þórarinn sér um umbrot. Þá er textinn þýddur á ensku af Jóni Proppé. Kortin mega heita frumleg og smellpassa inn í stemninguna núna ... Kortin eru sannast sagna alveg rífandi fyndin. „Já, það vantar ekki að það er stemning í þessu. Hugmyndin kom upp helgina fyrir Glitnis- hrunið. En það er engin uppgjöf í þessum mönnum. Þessari týpu mannlífsflórunnar þótt harðni á dalnum. Hún aðlagar sig. Hún mun lifa af. Trappar sig kannski aðeins niður en samt er alltaf ákveðinn standard. Þessi týpa á til dæmis alveg sinn Range Rover enn þá. Það er nú málið,“ segir Björn sem sýnir á sér áður óþekkta hlið sem frábær fyrir- sæta í hlutverki forstjórans. Og þó: Margir muna eftir Smekk- leysu-kortum, sem voru gerð fyrir um tíu árum, þar sem Óttar Proppé, Björn og fleiri voru í aðal- hlutverkum. Og í framhaldi voru gerð eftirminnileg jólakort. For- stjórakortin virðast við fyrstu sýn sverja sig í þá ætt. Björn segir enga tengingu nema þá að hann sé með. „Já, það tók sig upp gömul fyrirsæta. En þetta er í grunninn allt annað konsept. Miklu afmark- aðra viðfangsefni.“ jakob@frettabladid.is SIGURÐUR BJÖRN BLÖNDAL: Í AÐALHLUTVERKI Í ATHYGLISVERÐRI BÓK Góður forstjóri á vel við „UMHVERFISMÁL ERU VISSULEGA TIL TRAFALA Í SAMKVÆMUM“ Þarna er forstjórinn hrókur alls fagnaðar í veislu sem fáir myndu slá hendi á móti að vera í. FRÉTTABLAÐIÐ/SPESSI „KVÖRTUNARGIRNI NÁUNGANS ER RÓT STÖÐNUNAR“ Þarna er vakin athygli á því að samfélagsleg ábyrgð er forstjór- anum ekki óþekkt hugtak. „LÁGKÚRA ER ÓNÝTT AUÐLIND“ Forstjór- inn kann að njóta lífsins og aka seglum eftir vindi. Björn Blöndal fer á kostum í hlutverki forstjórans. ÉG ER EKKI ÁSTFANGINN AF GEORGI BJARNFREÐARSYNI! Ævar Þór Benediktsson segist þó líkjast Óðni að mörgu öðru leyti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hljómsveit Svölu Björgvins og Einars Egilssonar, Steed Lord, kom fram á skemmtistaðnum Gradus í Moskvu í gærkvöldi. Staðurinn var áður einkakvik- myndahús Jósefs Stalín, einræð- isherra Sovétríkjanna, en er nú einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarinnar meðal hinna nýríku ólígarka. Ásamt Steed Lord steig Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, á stokk með sveitinni og tók með henni tvö eða þrjú lög. Hljómsveitin var á ferðalagi þegar Fréttablaðið reyndi að ná sambandi við meðlimi hennar. En blaðið náði tali af Björgvini Hall- dórssyni, föður þeirra Svölu og Krumma, sem segir að það sé svo- lítið skondið að börnin hans skuli vera á þessum slóðum, aldar- fjórðungi eftir að hann fór í fimm vikna tónleikaferðalag um allt Rússland. „Og þá var Brésnjev aðalritari kommúnistaflokksins og Sovét ríkin voru alvöru,“ segir Björgvin. Hann viðurkennir að vissulega hafi hann velt því fyrir sér að skella sér með til Moskvu og búa til hálfgerða fjölskyldu- ferð. Hann sé hins vegar á fullu við að undirbúa jólatónleikana sína sem verði haldnir í Laugar- dalshöll 6. desember. Björgvin tekur jafnframt fram að plata Steed Lord, Truth Serum eða Sannleikslyfið, muni koma út seinna í þessum mánuði og segir það ekki rétt að útgáfufyrirtækið Sena hafi bakkað út úr fram- leiðslu hennar því það sé fyrir- tækið hans sem gefi plötuna út. Sena komi hins vegar að dreifing- unni eins og hjá svo mörgum öðrum listamönnum. „Ég er svo líka að gefa út Esju,“ bætir Björg- vin við en hana skipa einmitt Krummi og Daníel Ágúst. - fgg Steed Lord í kvik- myndahúsi Stalíns STEED LORD Í MOSKVU Systkinin Krummi og Svala Björgvins skemmtu rússneskum ólígörkum á skemmtistaðnum Gradus í Moskvu í gærkvöldi. Hvað er að frétta? Nánast allt held ég. Baggalútsplata komin í hús og barnaplatan Gilligill sömuleiðis. Gilligilltónleikar í Salnum í dag. Flennisamstöðutónleikar í höllinni. Baggalútsspilerí og almennt plöggfyllerí. Svo er ég líka að kvefast. Augnlitur: Hvernig í ósköpunum á ég að vita það? Starf: Hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni Fíton, internettrúður, sálmaskáld og hljómsveitartöffari. Fjölskylduhagir: Kona og barn. Eitt af hvoru. Hvaðan ertu? Ég var ræktaður að mestu í Hnífsdalnum, fegursta dal veraldar. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Hjátrú boðar ógæfu. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég er ákaflega veikur fyrir talsett- um hreinsiefnaauglýsingum, missi helst ekki af þeim. Uppáhaldsmaturinn: Ég er að vona að það sé heilsteiktur flóð- hestur. En ég ætla að spara mér að smakka hann þangað til ég verð fimmtugur. Fallegasti staðurinn: Það hlýtur að vera nefið á Barböru Streisand. iPod eða geislaspilari: Nei, takk. Grammófón eða vaxhólka. Hvað er skemmtilegast? Apar. Hvað er leiðinlegast? Apar sem komast í áhrifa- stöður, íslenskar. Helsti veikleiki: Örvhendan. Helsti kostur: Eins og góður maður orðaði það; ég get verið mjög skemmtilegur – á prenti. Helsta afrek: Að læra á þvottavélina, eða svona næstum því. Mestu vonbrigðin? Að hafa ekki keypt mér flatskjá í góðærinu. Hver er draumurinn? Smekkleg stytta af mér í Hljómskálagarðinum, helst á hestbaki. Hver er fyndnastur/fyndnust? Tollstjórinn í Reykjavík. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Bruddir ísmolar. HIN HLIÐIN BRAGI VALDIMAR SKÚLASON TÓNLISTARMAÐUR MEÐ MEIRU Nefið á Barböru Streisand er fallegur staður „Ætli hann hafi ekki lært þessa rómantík af pabba sínum, þetta er eitthvað í uppeldinu frá hon- um. Annars var Stefán ákaflega uppátækjasamur og sniðugur krakki. Hins vegar lá það ekkert fyrir að hann væri svona róm- antískur. Fara strákar annars ekki frekar dult með þetta þar til ástin springur út?“ Sigurbjörg Kristjánsdóttir, mamma Stefáns Mána, sem birti ástarjátningu til unnustu sinnar í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins. 26.08. 1976 VELJUM LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.