Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 16. nóv- ember, 321. dagur ársins. 10.01 13.12 16.32 10.01 12.57 15.52 með ánægju F í t o n / S Í A Bókaðu sólríka jólahátíð á Spáni með Iceland Express, við bjóðum flugsæti á frábæru verði fyrir þig og alla fjölskylduna til Alicante yfir hátíðarnar. Skelltu þér á www.icelandexpress.is og bókaðu flugsæti eða hafðu samband við þaulvant starfsfólk Express ferða sem aðstoðar þig við að skipuleggja ógleymanleg jól í sól og sumaryl. Jól í sól!Áramótagleði á Alicante 30. des.–7. jan. 8 nætur Við hótelið er einstök aðstaða til golfiðkunar og að sjálfsögðu er golfsettið velkomið með í flugið án endurgjalds. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á Hótel Hesperia með morgunverði, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Starfsfólk Express ferða er boðið og búið að aðstoða í síma 5 900 100. Verð á mann í tvíbýli 107.900 kr. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálar- tetrið. DAGLEGA berast okkur fréttir af því að lítið sé gert úr Íslending- um. Stolt okkar er sært. Það er óþægilegt að vita til þess að ein- hverjir brosi yfir ástandinu og jafnvel að eiginleikum okkar sem þjóðar. Af hverju segjum við frétt- ir af því að evrópsk ráðstefna geð- hjúkrunarfræðinga hafi byrjað á brandara um óhamingju þjóðar- innar? Vegna þess að fréttin segir okkur það sem við höfum á tilfinn- ingunni, að þórðargleði ríki hjá mörgum vegna stöðunnar hér á landi. Við erum sögð hafa flogið of nálægt sólinni. ÞAÐ er stuðandi að framkvæmda- stjóri geðheilbrigðissviðs WHO í Evrópu hafi notað ástandið hér til að brjóta ísinn fyrir erindi á ráð- stefnu. Það er pirrandi að menn hafi gengið með söfnunarbauk um Strikið í Kaupmannahöfn og safn- að fyrir Íslendinga. Það fer illa með sært stoltið að heyra af því að í Kasakstan hafni menn alfarið öllum samanburði við Ísland um efnahag. TIL þess að geta staðið keik í þeim erfiðleikum sem framundan eru þarf fólk að fá á tilfinninguna að við getum enn svarað fyrir okkur. Þetta sýna 80.000 undirskriftir Íslendinga hjá Indefence-hópnum, þar sem skilaboðin eru einföld en sterk. Við erum ekki hryðjuverka- menn. Og við mótmælum því að komið sé fram við okkur eins og hryðjuverkamenn. STAÐREYNDIN er sú að við upp- lifum öll sært stolt. Það á að tala sterkt og ákveðið til manna eins og Gordons Brown. Við viljum ekki standa sneypt gagnvart svo- leiðis mönnum. Við viljum að svar- að sé fyrir okkur. Og að þeim skila- boðum sé komið til Bretanna að þeir geti bara stundað sínar loft- rýmisæfingar annars staðar. Þeir séu ekki velkomnir hingað núna, því þeir hafa sannarlega ekki sýnt okkur að framkomu bandamanns. VIÐ vitum að öll verðum við að axla þungar byrðar. Til þess að geta það verðum við að geta staðið bein í baki sem þjóð. Og þá skipta litlu sigrarnir máli. Litlir sigrar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.