Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 4
4 17. nóvember 2008 MÁNUDAGUR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN verða afhent í 15. skipti í janúar 2009 Óskað er eftir tillögum að tilnefningum Skilafrestur til 28. nóvember 2008 Nánari upplýsingar á www.iston.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 6° 6° 2° 1° 6° 12° 9° 9° 7° 7° 19° 18° 7° 10° 22° 9° 20° 23° Á MORGUN Suðvestan 3-10 m/s, stífari V-til . MIÐVIKUDAGUR Vestan 8-15 m/s, kólnandi veður. 0 2 0 2 1 5 4 7 6 5 -2 2 4 5 11 10 10 8 9 6 8 6 8 3 2 0 4 6 4 3 2 6 HLÝNAR Á MORGUN Þótt það kólni eftir því sem líður á daginn í dag þá mun hlýna strax á morgun en horfur eru á að það kólni á ný með miðvikudeginum. Á fi mmtudag verður hiti víða í kringum frostmark og talsvert frost norðanlands. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Samkomulag hefur náðst við Evrópusambandið um Icesave-reikninga Landsbank- ans. Með samkomulaginu viður- kenna stjórnvöld að þeim beri að tryggja innistæður í samræmi við lög um tryggingasjóð inn- stæðureikninga. Hver sú upp- hæð verður er háð sölu á eignum Landsbankans. Í versta falli nemur sú upphæð 640 milljörð- um íslenskra króna. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verð- ur væntanlega afgreitt á mið- vikudaginn og önnur lánafyrir- greiðsla í kjölfarið, að sögn forsætisráðherra. „Það kom í ljós að við vorum ekki að eiga við Hollendinga og Breta heldur Evrópusambandið í heild sinni. Við mátum það svo að það væri skynsamlegt að ganga til þessa samkomulags og stefna ekki EES-samningnum og öðrum mikilvægum samningum í hættu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. „Það hefur einnig gerst að við höfum fengið ríkari viðurkenningu á okkar sérstöðu og það verði ekki gengið þannig til verks við upp- gjör þessara reikninga að þjóðin standi ekki undir því. Það verður tekið ríkt tillit til þeirrar stöðu sem komin er upp hér.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að skýr skilaboð hefðu komið frá fjölda ríkja um að lánafyrirgreiðsla vegna efnahagsvandans fengist ekki fyrr en búið væri að höggva á hnútinn í deilunni um innláns- reikningana. „Norðurlöndin ætla að lána okkur það sem vantar upp á til viðbótar við lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skilaboþeirra voru skýr um að slík fyrirgreiðsla fengist ekki án þessa samkomulags.“ Ingibjörg sagði jafnframt að málið væri svo stórt í sniðum að Evrópuríki líti svo á að án samkomulags gæti fjármálakerfi álfunnar allr- ar verið í hættu. Í samkomulaginu felst að Íslendingar viðurkenna að þeim beri að tryggja innistæður að hámarki 20.877 evrur á hverjum reikningi í samræmi við lög um tryggingasjóð innstæðueigenda. Í framhaldi af þessu munu Íslendingar hefja viðræður við Breta og Hollendinga um hvern- ig staðið verði að því að greiða út peningana. Upphæðin sem um ræðir er 640 milljarðar fáist ekk- ert fyrir eignir Landsbankans. Að sögn fyrrverandi stjórnenda bankans munu eignirnar duga fyrir skuldum. Hver niðurstaðan verður ræðst ekki fyrr en eftir nokkur ár, eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við utan- ríkisráðherra á föstudag. Ingibjörg Sólrún segir að þrátt fyrir að samkomulagi hafi verið náð sé ekki útilokað að ljón séu enn í veginum. Þau Geir eru sam- mála um að samkomulagið marki þáttaskil í glímunni við þann vanda sem við er að etja hérlend- is. svavar@frettabladid.is Ábyrgð Íslands viðurkennd í deilunni um Icesave-reikninga Stjórnvöld hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið um Icesave-reikningana. Ísland tryggir innistæð- ur í samræmi við lög, umfram það sem fæst fyrir eignir Landsbankans. Aðstoð við Ísland verður hraðað. LAUSN Í SJÓNMÁLI Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru sammála um að samkomulagið marki þáttaskil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evr- ópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbind- ingar Íslands samkvæmt samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðil- ar komu sér saman um að tilskipun- in um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög gjöf ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efna- hags svæð ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. 2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjár- hagsaðstoð við Ísland, þar með talið við Alþjóða gjald eyris sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauð- synjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt. 3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. UMSAMIN VIÐMIÐ VEGNA DEILUNNAR Það kom í ljós að við vorum ekki að eiga við Hollendinga og Breta heldur Evrópusambandið í heild sinni. GEIR H. HAARDE FORSETISRÁÐHERRA ÍSRAEL, AP David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, leggur hart að ísraelskum ráðamönnum að stöðva starfsemi ísraelskra landtökumanna á herteknu svæðunum. Miliband hefur einnig þrýst á önnur evrópsk ríki um að takmarka enn frekar innflutning til Evrópuríkja frá landtökusvæð- um, og sjá til þess að á vörur þaðan verði ekki litið sem vörur frá Ísrael. Miliband er í tveggja daga ferð til Ísraels og Sýrlands og hyggst hvetja Sýrlendinga til að hefja samningaviðræður á ný við Ísrael. - gb David Miliband í Ísrael: Ísraelar stöðvi landtökufólk VINNUMARKAÐUR Færst hefur í auk- ana að atvinnulausu fólki sem sækir fundi hjá Vinnumálastofnun séu kynnt atvinnutækifæri á erlendri grundu. „Við miðlum störfum í gegnum evrópsku vinnu- miðlunina Euros jafnt í útlöndum sem innanlands,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar. Allir þeir sem sækja um atvinnu- leysisbætur þurfa að sitja tveggja stunda kynningarfund hjá Vinnu- málastofnun. Aukningu á kynn- ingu starfa erlendis má tengja við erfitt atvinnu- og efnahagsástand hér á landi. Gissur segir þetta koma til þar sem atvinnuleitendur, sér í lagi yngra fólk, spyrji talsvert um störf erlendis. „Okkur eru einnig að berast verkbeiðnir frá útlönd- um,“ segir Gissur og nefnir Noreg og Holland sem dæmi. Hann segir Vinnumálastofnun vísa fólki þangað sem störf eru í boði, hvort sem það er innanlands eða erlendis. „Það má segja að þetta sé þjónusta sem við erum að veita. Þetta er partur af okkar vinnumiðlun,“ segir Gissur. Þá segir hann aukna spurn eftir Íslendingum í vinnu erlendis og því reyni Vinnumálastofnun að koma slíkum tilkynningum á fram- færi. - ovd Bregðast við auknu atvinnuleysi með því að kynna atvinnutækifæri erlendis: Vinnumálastofnun vísar fólki út GISSUR PÉTURSSON Segir ungt fólk sýna störfum erlendis mikinn áhuga. „Þetta er bara samkomulag um að gera samkomulag,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Hann segist ekki vita hvað samkomulagið feli í sér, annað en að vegna þess séu líkur á að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn veiti Íslendingum lán. „Þar til búið er að upplýsa okkur í stjórnarandstöðunni um hvað samn- ingurinn felur í sér þá getur maður illa tjáð sig um þetta.“ - ovd LÁN NÚ LÍKLEGRA „Það væri nær að tala um uppgjöf eða tap en að tala um lausn,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann vísar til yfirlýsinga forsætisráðherra. „Þegar sagt var að ekki kæmi til greina að skrifa upp á þetta allt saman og að Íslendingar áskildu sér rétt til að fá lagalegar og réttarfarslegar niðurstöður í þetta.“ Nú virðist það blasa við að menn ætli að láta Evrópusambandið þvinga sig til að ná pólitísku samkomulagi og þar með sé gengist undir þvingunar- skilmála sambandsins og IMF. - ovd UPPGJÖF OG TAP „Ég tel að það hafi ekki verið um neitt annað að ræða en að semja,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, varaformaður Framsóknarflokks- ins. Hún segir að vegna óraunsæis ríkisstjórnarinnar hafi samningar tafist um margar vikur. „En þetta er svo sem samningataktík Sjálfstæðisflokksins, að halda að það sé hægt að komast upp með að eiga samskipti við aðrar þjóðir með þessum hætti.“ Hún segist þó ekki vilja afsaka framkomu Breta í garð Íslendinga. - ovd EKKI UM NEITT GENGIÐ 14.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,7913 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 134,32 134,96 199,12 200,08 170,52 171,48 22,894 23,028 19,317 19,431 17,007 17,107 1,3822 1,3902 198,14 199,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.