Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 10
10 17. nóvember 2008 MÁNUDAGUR Innritun fyrir vorönn 2009 Innritun fyrir vorönn 2009 stendur nú yfi r. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is. Um- sóknarfrestur er til 20. nóvember. Umsækjendur sem óska eftir að mati á námi frá öðrum skólum þurfa að skila ljósritum af prófskírteinum með umsókninni. Rafræn innritun fer fram í gegnum menntagátt www.menntagatt.is/ Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Stúdentsprófsbrautir: • málabraut, • félagsfræðibraut, • náttúrufræðibraut og • viðskipta- og hagfræðibraut. Heilbrigðisskólinn: • framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun • heilsunuddarabraut, • heilbrigðisritarabraut, • heilbrigðisritarabrú, • lyfjatæknabraut, • læknaritarabraut, • sjúkraliðabraut, • sjúkraliðabrú og • tanntæknabraut. viðbótarnám til stúdentsprófs • Almenn námsbraut. Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans, www.fa.is. Skólinn býður einnig upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu. Skólameistari ELDUR Í SANTA BARBARA Skógareldar í Kaliforníu hafa valdið miklu tjóni. Þarna brennur ein glæsivillan í Santa Barbara, en um 70 hús hafa eyðilagst í auðmannahverfinu Montecito. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás svo og nauðung, þegar þeir réðust harkalega að manni á Höfn í Hornafirði. Jafnframt er annar mannanna ákærður fyrir að hafa skallað lögreglu- mann á lögreglustöð. Að því er segir í ákæru réðust mennirnir tveir í sameiningu á þann þriðja í geymslubili á Höfn. Þeir slógu hann ítrekað í andlit og líkama og margspörk- uðu í hann. Þá reif annar mannanna eyrnalokk úr eyra fórnarlambsins, sló manninn í höfuðið með barefli og sveigði aftur fingur hans. Meðan á árásinni stóð neyddu mennirnir þann sem þeir voru að misþyrma til að hlaupa nakinn um húsnæðið, auk þess sem þeir hótuðu honum frekari meiðingum og lífláti. Fórnarlambið hlaut mikla áverka í andliti og líkama við árásina. Meðal annars djúpan skurð í andliti, mar, bólgur, eymsli og blæðingar víðs vegar í andliti og sár á eyrnasnepli. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsingar mönnunum fer fórnarlambið fram á ríflega 600 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Tveir menn ákærðir fyrir misþyrmingar og nauðung: Létu slasaðan hlaupa nakinn HÖFN Í HORNAFIRÐI Mennirnir réðust á fórnarlambið í geymslubili á Höfn í Hornafirði. GRÆNLAND Ein af fjórum kjarn- orkusprengjum úr B-52-herflug- vél Bandaríkjahers hefur verið týnd á hafsbotni við norðvestan- vert Grænland síðan flugvélin hrapaði þar árið 1968. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur haldið því fram að allar sprengjurnar fjórar hafi verið eyðilagðar, en breska útvarpið BBC hefur fengið í hendur skjöl sem staðfesta að einungis þrjár þeirra fundust. Íbúar í nágrenninu hafa lengi haft áhyggjur af því að geisla- mengun hafi valdið heilsutjóni á fólki og skaðað lífríki á svæðinu. Bandaríkjamenn halda því hins vegar fram að geislamengun hljóti að vera afar takmörkuð vegna þess að fjórða sprengjan hafi sokkið niður á hafsbotn. Vélin brotlenti 21. janúar árið 1968 á ísbreiðu skammt frá bandarísku Thule-herstöðinni á Grænlandi. Bæði grænlenskir heimamenn og danskir verka- menn flýttu sér á staðinn til að aðstoða áhöfnina. Næstu mánuðina fór fram viðamikið starf við að safna saman braki úr vélinni sem hafði dreifst um nágrennið. Einnig var safnað saman nokkrum milljón- um rúmmetra af ís, sem að hluta innihélt geislavirkt brak úr vél- inni. Skjölin, sem BBC hefur undir höndum, voru leynileg þar til nú fyrir skemmstu. Í þeim kemur fram að ummerki á ísnum, þar sem vélin brotlenti, bendi til þess að ísinn hafi bráðnað á bletti og líklega hafi brot úr vélinni sokk- ið þar niður á hafsbotn. Leifar úr sprengjufallhlíf hafi fundist í ísnum á þessum bletti, eftir að hann fraus saman aftur. Þetta varð til þess að í apríl þetta ár hafi kafbátur verið send- ur undir ísinn til að leita að týndu kjarnorkusprengjunni, en sú leit hafi ekki skilað árangri. Dönsk stjórnvöld voru ekki upplýst um tilgang þessarar kafbátsferðar. Danskir verkamenn, sem send- ir voru á slysstaðinn til björgun- arstarfa, hafa sagt að ekki hafi verið gætt að öryggi þeirra gagn- vart geislamengun. Fjórir þeirra veiktust alvar- lega á seinni árum og er grunur um að það sé af völdum geisla- mengunar sem þeir hafi orðið fyrir á sínum tíma. Tveir þess- ara manna eru nú látnir. Þeir hafa á síðustu árum farið með mál sitt fyrir dómstóla í Evrópu, en þeim málaferlum er ekki lokið. Þeir segja að sam- kvæmt tilskipun frá Evrópusam- bandinu frá árinu 2000 hefði átt að fylgjast sérstaklega með heilsu þeirra síðan þá, en það hefur ekki verið gert. Danska stjórnin er hörð á því að engin tengsl hafi verið sönnuð milli björgunarstarfa þeirra eftir flugslysið og heilsufars þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Kjarnorku- sprengja týnd í fjörutíu ár Árið 1968 hrapaði bandarísk herflugvél skammt frá Thule-herstöðinni á Grænlandi. Ein af fjórum kjarn- orkusprengjum úr vélinni hefur verið týnd síðan. Íbúar á svæðinu óttast geislamengun og danskir verkamenn hafa höfðað mál. HERFLUGVÉL AF GERÐINNI B-52 Sams konar vél og þessi brotlenti á hafísbreiðu við bandarísku herstöðina á norðvestanverðu Grænlandi fyrir fjörutíu árum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Áður hafði hann verið dæmdur til þrettán mánaða fangelsis í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn hafði í vörslu sinni tæplega fimmtán þúsund ljósmyndir og rúmlega 200 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Hann rauf einnig skilorð dóms frá árinu 2004, en þá var hann dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við fimm ára stúlku. - þeb Hæstiréttur þyngir dóm: 15 mánuðir fyrir vörslu barnakláms Erill á höfuðborgarsvæðinu Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í gær og fyrri- nótt. Engin alvarleg slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítuga stúlku fyrir ofbeldisbrot, þar á meðal að slá starfsmann fjölskyldudeildar- innar á Akureyri í andlitið með blóðugu glerbroti. Starfsmaðurinn hlaut skurð fyrir neðan vinstra auga og var hætta á að hann hefði smitast af lifrarbólgu B og C. Utan þessa er stúlkunni gefið að sök að hafa kýlt annan starfsmann í höfuðið. Þeim þriðja hótaði hún að smita hann af HIV-sjúkdómi. Á slysadeild fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri hótaði hún svo tveimur starfsmönnum lífláti. - jss Stúlka ákærð fyrir ofbeldi: Sló með blóð- ugu glerbroti TÆKNI Microsoft á Íslandi efnir 1. desem- ber til samkeppni meðal allra vinnustaða á Íslandi sem miðar að því að íslenska verði aðaltungumálið í tölv- um landsmanna. Sam- keppnina kynnti Hall- dór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, á málræktarþingi sem haldið var í Háskóla Íslands á degi íslenskr- ar tungu í gær. „Í grundvallaratriðum erum við að bjóða skólum, stofnunum og fyrirtækjum til þátttöku í keppni sem gengur út á það að innleiða íslenskt notendaviðmót í sem flestar tölvur,“ segir Halldór. Hann segir sérstaka áherslu lagða á keppni milli grunn- skólanna og verða verðlaun veglegust í þeim flokki, eða í formi styrkja til tækja- og hugbúnaðar- kaupa. „Jafnframt verða veittir veglegir góð- gerðastyrkir í nafni átaksins, en skólarnir tilnefna góðgerða- félög. Hjá fyrir tækjunum er þetta hins vegar spurning um að hljóta viðurkenninguna Okkar mál,“ segir Halldór en keppnin stendur til 17. júní. - ve Vill samkeppni í skólum, stofnunum og fyrirtækjum: Íslenska verði aðalmálið í tölvum landsmanna HALLDÓR JÖRGENSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.