Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 12
12 17. nóvember 2008 MÁNUDAGUR Efla þarf alþjóðlegt rannsóknarstarf Styðja þarf enn frekar við öfluga rannsóknar- starfsemi í landinu til að tryggja framgang og gæði íslenskra rannsókna í ljósi alþjóð- legra viðmiða. Auka þarf samstarf við erlendar rannsóknarstofnanir, háskóla, lista- og fræðimenn. Endurskoða þarf núverandi styrkjakerfi og stórauka opinberar fjárveit- ingar. Góður skilningur á sérstöðu Íslands hvað varðar rannsóknir krefst greiningar og samanburðar við sérstöðu erlendra háskóla og annarra menningarheima. Alþjóðlegar rannsóknir hér á landi vinda ofan af eins- leitri þjóðernisímynd og styrkja Ísland sem öflugt fjölmenningarsamfélag. Aukið samstarf milli menntastofnana a. Auka þarf samstarf á milli íslenskra menntastofnana. Menntasamfélagið er lítið og þótt heilbrigð og jákvæð samkeppni ríki á mörgum sviðum þarf að ryðja úr vegi hömlum sem hindra fræðimenn og nemendur innan mismunandi stofnana í að starfa saman. Gera þarf nemendum og fræðimönn- um kleift að stunda ekki eingöngu þverfag- legar rannsóknir, heldur líka þverstofnana- legar rannsóknir. Til þess að svo megi verða þarf að endurskoða matskerfi háskólastofn- ana og stoðkerfi í formi styrkja. Jafnframt væri hjálplegt að kortleggja háskólaum- hverfið á Íslandi og gera grein fyrir sérstöðu og styrk hverrar stofnunar fyrir sig. b. Háskólar og aðrar menntastofnanir landsins gætu með öflugu samstarfi þróað nýjar námsleiðir fyrir innlenda og erlenda nemendur. Námsleiðir er gæfu nemendum einstakt tækifæri til fjölbreyttra upplifana þar sem saman færu vönduð námskeið, staðbundnar rannsóknir og spennandi ferðalög um byggðir og óbyggðir landsins. Þannig gæti nemandi t.d. sótt nám sitt í háskóla á Reykjavíkursvæðinu en dvalið um tíma í Svartárkoti − fræðasetri í Bárðardal, og fræðst þar um sambúð manns og náttúru eða farið til Háskólasetursins á Vestfjörðum til þess að fræðast um sjálfbæra nýtingu náttúrauðlinda sjávar. Slíkt samstarf mundi efla menntastofnanir víðsvegar um landið og skapa framtíðarstörf fyrir íslenskt mennta- fólk. Með því að stuðla að komu erlendra nemenda til landsins með markvissum hætti yrði sáð fræjum fyrir auðugra menntalífi hér á landi og fjölgun erlendra gesta. Fjölbreytt menntun skapar fjölbreytt atvinnulíf Menntastofnunum ber að tryggja vandaða menntun og stuðla að gagnrýni og skapandi hugsun nemenda hvert sem sérsvið þeirra er. Of mikil áhersla á að þjálfa nemendur í samræmi við þarfir vinnumarkaðar ýtir undir einsleitni og kemur í veg fyrir sveigj- anleika og hæfni til að þróa nýjar atvinnu- skapandi leiðir. Vandasamt er að segja til um hvar vaxtar- broddar nýsköpunar liggja í framtíðinni. Því ber að leitast við að hlúa jafnt að ólíkum sviðum innan lista, vísinda, fræða, tækni- og verkmenntunar til að stuðla að víðtækum tengslum menntastofnana við atvinnulíf og samfélagslega uppbygginu. Blómlegt atvinnulíf sprettur ekki upp úr næringar- snauðum jarðvegi. Góð menntun og gróska í listum, menn- ingu, vísindum og fræðum er grundvallar- skilyrði þess að hér á landi starfi framúr- skarandi einstaklingar á öllum sviðum. Stofna þarf þverfagleg gagnasöfn Vegna smæðar samfélagsins er Ísland einstakt hvað varðar möguleika á að safna saman víðtækum upplýsingum og tengja saman mismunandi gagnagrunna. Grunn- gögn um íslenskt samfélag hafa verið dreifð og aðgengi að þeim erfitt. Stafræn samtengd gagnasöfn myndu auðga og auðvelda alla rannsóknarstarfsemi og skapa einstök tækifæri innan ólíkra sviða fyrir innlenda sem erlenda rannsóknaraðila. Fjölþætt og aðgengileg gagnasöfn gætu einnig stuðlað að gagnsæi innviða íslensks samfélags, upplýst- ari stefnumótun og ákvarðanatöku stjórn- valda, aðhaldi í viðskiptalífi og vísindaiðkun og ábyrgari nálgun við náttúru landsins. Tryggja þarf að ítrustu kröfum um persónu- vernd og upprunaskráningu verði framfylgt við gerð gagnasafnanna. Góð menntun og gróska í listum HÁSKÓLI ÍSLANDS Góð menntun og gróska í listum, menningu, vísindum og fræðum er grundvallarskilyrði þess að hér á landi starfi framúrskarandi einstaklingar á öllum sviðum, segir í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEISTAR AF NEISTA: Menntun á Íslandi Grein 4 af 8 Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október síðastliðinn í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og vefinn nattura.info. Um hundrað sérfræðingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörg- um málaflokkum. Fréttablaðið birtir tillögurnar næstu daga. Nánari upplýsingar má finna á nattura.info. Í HNOTSKURN Virkja þarf á markvissari hátt þá krafta og þekkingu sem íslenskar menntastofnanir búa yfir. Huga þarf að grunninnviðum menntastofnana með því að efla alþjóð- legar rannsóknir og endurskoða núverandi mats- og styrkjakerfi. Auka þarf samstarf á milli menntastofnana landsins og skapa fjölbreyttari vettvang til rannsókna og náms fyrir innlenda sem erlenda aðila. Tryggja þarf sjálfstæði íslenskra menntastofnana gagnvart ráðandi markaðsöflum og hlúa að víðtækum tengslum þeirra við atvinnulíf og samfélagslega uppbyggingu. Lagt er til að stofnuð verði stafræn gagnasöfn á sviði hugvísinda-, félagsvísinda- raunvísinda- og umhverfisrannsókna. Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþikos-Miðstöðvar Íslands um samfé- lagsábyrgð fyrirtækja, hafði umsjón með samræðu á vinnuborði um menntun. LÖGREGLUMÁL „Þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig, ekki síst í ljósi þess að þarna var búnaði stolið sem ég nota við vinnu mína.“ Þetta segir Jón Þorgeir Kristj- ánsson, sem varð fyrir miklu tjóni fyrr í vikunni þegar brotist var inn til hans, þar sem hann býr í Vesturbænum. „Um leið og ég kom heim sá ég að þar hafði einhver eða einhverj- ir látið greipar sópa,“ útskýrir Jón Þorgeir. Úr íbúðinni var þá búið að stela fartölvu, hörðum disk, iPodum og síðast en ekki síst rándýrri vídeóupptökuvél. Hana hefur Jón Þorgeir notað við vinnu sína, en hann stundar nám í graf- ískri hönnun, auk þesss sem hann starfar sem ljósahönnuður í leik- húsi. Upptökuvélina hefur hann notað við upptökur í leikhúsi. Hún er af gerðinni Canon XHA1 „Það eru aðeins til örfáar vélar af þessari gerð hér á landi,“ segir hann. „Hún er að verðmæti um 700 þúsund krónur, þannig að heildartjónið nemur kannski upp undir milljón þegar allt er talið.“ Jón Þorgeir vill láta þess getið að símanúmer hans er á upptöku- vélinni sem og öðrum hlutum sem stolið var frá honum. Ef þeir sem hafa þá undir höndum skyldu sjá sig um hönd geta þeir hringt í númerið og komið tækjunum í réttar hendur. - jss JÓN Þ. KRISTJÁNSSON Skorar á þann eða þá sem brutust inn að skila tækjunum. Tækjabúnaði fyrir mörg hundruð þúsund stolið frá námsmanni í Vesturbænum: Gríðarlegt tjón eftir innbrot SKIPULAGSMÁL Urðunarsvæði Sorpstöðvar Suðurlands á Kirkjuferjuhjáleigu er ekki starfrækt samkvæmt gildu deiliskipulagi því skipulagið var fyrst samþykkt eftir að starfsem- in var hafin. Þetta segir úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála. Það voru eigendur nálægra jarða sem kærðu breytt deili- skipulag sem gerði ráð fyrir urðuninni eftir að hún var hafin. Úrskurðarnefndin sagði að bæjarstjórninni hefði verið óheimilt að samþykkja skipulags- breytinguna fyrr en eldri framkvæmdirnar sem voru andstæðar þágildandi skipulagi yrðu fjarlægðar fyrst. - gar Kirkjuferjuhjáleiga: Sorpstöðin án gilds leyfis SORPSTÖÐ SUÐURLANDS Deiliskipulags- breyting sem gerir ráð fyrir urðunar- svæði í Kirkjuferjuhjáleigu er ógilt. EFNAHAGSKREPPAN Þjóðverjinn Karl Heinz Bellmann, sem hefur dvalið hérlendis undanfarið til að fá svör hjá skilanefnd gamla Kaupþings um það hvar pening- arnir hans séu, tók með sér fullan kassa af krónukortum til Þýska- lands til að vekja athygli á málinu í Þýskalandi. Þjóðverjinn rakst á söfnunar- kassa með krónukortum á Sægreifanum og leist svo vel á að hann hringdi í Frosta Friðriksson, myndlistarmann og höfund krónu kortanna. „Hann var orðinn svo þreyttur á að fá engin svör hér á landi og vildi fá svona kassa til að taka með heim,“ segir Frosti sem brást skjótt við og gaf Karli fullan kassa. Saman gengu þeir svo um og seldu krónukort áður en Karl hélt heim til Þýskalands. Þýsk sjónvarpsstöð gerði þátt um ferð Þjóðverjans hingað til lands og var sá þáttur sýndur á föstudagskvöldið. - ghs Þjóðverji í peningaleit: Tók krónukort til Þýskalands KRÓNUKORTIN AFHENT Karl Heinz Bell- mann fékk fullan kassa af krónukortum hjá Frosta Friðrikssyni myndlistarmanni. MYND FROSTI ÍRAK, AP Ríkisstjórn Íraks samþykkti í gær nýjan samning við Bandaríkin, sem heimilar bandaríska hernum að vera áfram í landinu í þrjú ár eftir að umboð frá Sameinuðu þjóðun- um rennur út í lok þessa árs. Erfiðar samningaviðræður hafa staðið yfir mánuðum saman. Íraska þingið á þó enn eftir að staðfesta samninginn, en umræður á þingi hefjast nú í vikunni og er búið við afgreiðslu málsins í byrjun næstu viku. Írakar náðu því fram að draga megi bandaríska hermenn og öryggisverktaka fyrir dóm í Írak fremji þeir alvarlega glæpi í landinu utan bandarískra herstöðva og utan vinnutíma síns. Auk þess er í samningnum bann við því að Bandaríkin noti Írak sem bækistöð fyrir árásir á nágrannaríki, svo sem Íran og Sýrland. Einungis 28 af 37 ráðherrum voru viðstaddir á ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem samningur- inn var samþykktur. Fylgismenn sjía-klerksins Muktada al-Sadr á þingi lýstu andstöðu sinni við samninginn, og sögðu stjórnina vilja „afhenda Bandaríkja- mönnum Írak á gullfati um ókomna tíð“. - gb Íraksstjórn samþykkir að Bandaríkjaher dvelji áfram eftir að umboði Sameinuðu þjóðanna lýkur: Hermenn verði í þrjú ár til viðbótar BANDARÍSKUR HERMAÐUR Í ÍRAK Íraksstjórn náði því fram að hægt verður að sækja bandaríska hermenn til saka í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÓNLIST Tónskáldið Einar Torfi Einarsson hlaut fyrir skemmstu Henriëtte Bosmans Prize- verðlaunin en þau eru veitt efnilegustu ungtónskáldunum á sviði klassískrar nútímatónlistar í Hollandi, samkvæmt frétt RÚV. Verðlaunin hlaut Einar Torfi, sem stundar mastersnám í tónsmíðum við Tónlistarháskól- ann í Amsterdam, fyrir verk sitt Nine Tensions, sem var frumflutt í vor. Verk Einars Torfa, sem er fyrir kammersveit, og þriggja annarra tónskálda voru valin til flutnings 8. nóvember í tónlistarhúsinu Muziekgebouw í Amsterdam. - ve Íslenskt tónskáld verðlaunað: Efnilegasta ungtónskáldið VARÐ FYRIR SÝRUÁRÁS Shamsia heitir þessi sautján ára stúlka í Afganistan, sem nú liggur á sjúkrahúsi í Kabúl eftir sýruárás. Nokkrir menn notuðu vatnssprautur til að sprauta sýru í andlit skólastúlkna í Kandahar til að mótmæla skólagöngu kvenna. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.