Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. nóvember 2008 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 17. nóvember ➜ Fyrirlestrar 12.30 Kristleifur Björnsson mynd- listarmaður heldur fyrirlestur um eigin verk í húsnæði myndlistardeildar LHÍ, Laugarnesvegi 91. ➜ Dans 20.00 Tangóævintýrafé- lagið stendur fyrir tangó- kvöldi þar sem boðið verð- ur upp á ókeypis kennslu í argentískum tangó. Allir velkomnir. ➜ Myndlist Ágúst Bjarnason sýnir verk í húsakynn- um SÍM, Hafnarstræti 16. Opið alla virka daga kl. 9-16. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is folk@frettabladid.is > GJAFMILD LEIKKONA Nicole Kidman er dugleg að lífga upp á starfsandann á tökustað með því að færa samstarfsfólki sínu ýmiss konar góðgæti. Leikstjóri hennar í myndinni Austr- alia, Baz Luhrmann, segir Nicole hafa einstakt lag á því að stuðla að góðum anda á tökustað, en við tökur kaupir hún gjarnan sushi eða kaffi og múffur handa öllum til að halda tökuliðinu gangandi. Bandaríska leikkonan Angelina Jolie lætur árásir Jennifer Aniston lítið á sig fá. Hún hefur lýst því yfir að hún hyggist hætta kvikmyndaleik áður en langt um líður. Það muni ekki gerast með stórum hvelli heldur ætlar Jolie að draga sig smám saman í hlé. „Ég ætla ekki að vera að leika eitthvað mikið lengur,“ segir Jolie í samtali við fréttavef BBC. „Ég ætla að klára ákveðna hluti og svo byrja á því að halda mig til hlés. Ég vil vera tilbúin þegar ég verð amma einn daginn,“ segir leikkonan. Jolie ætlar sér að vinna í nokkra mánuði á næsta ári en taka sér síðan ársleyfi. „Fyrst vinn ég kannski að einu verkefni á ári. Svo líða kannski þrjú ár á milli og svo hverf ég bara af sjónarsvið- inu.“ Jolie og unnusti hennar, Brad Pitt, eiga sex börn og hafa því í nægu að snúast. Jolie segir þessa ákvörðun ekki síst helgast af því að hún vilji einbeita sér alfarið að uppeldinu. „Ég ber mikla ábyrgð gagnvart þeim og þarf að sjá til þess að þau hljóti gott uppeldi og að við séum alltaf til taks fyrir þau,“ segir Jolie. Hún þarf þó væntanlega ekki að kvíða því að innkoma fjölskyldunnar bíði stórvægilegan skaða, Pitt er síður en svo þekktur fyrir að taka að sér hlutverk í bíómynd fyrir einhverja smáaura. Jolie kveður Hollywood HÆTTIR AÐ LEIKA INNAN SKAMMS Angelina Jolie hefur lýst því yfir að hún hyggist smám saman draga sig í hlé frá Hollywood og sinna þess í stað uppeldi barna sinna. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já E LK O L in du m – S kó ga rli nd 2 . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTL EWW Á NÚMERIÐ 1900  ÞÚ GÆTIR UNNIÐ WORLD OF WARCRAFT! VINNINGAR: TÖLVULEIKIR OG DVD MYNDIR OG FLEIRA HEITASTI LEIKUR ÁRSINS Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur fengið nóg af athygl- inni sem hún fær frá paparazzi- ljósmyndurunum í Los Angeles. Lohan var á allra vörum þegar drykkjulæti hennar náðu hámarki á síðasta ári. Hún skráði sig í kjöl- farið í meðferð og þegar áfengið var víðsfjarri virtust ljósmyndar- ar hafa misst áhugann. En þegar Lindsay byrjaði með plötusnúðinum Samönthu Ronson varð áhuginn á Lindsay enn meiri enda áttu menn ekki von á því að Lohan væri lesbía. Hún hefur nú fengið sig fullsadda af öllum þeim sem elta hana á röndum. „Paparazzarnir í Los Angeles eru þeir verstu. Þeir hlýða engum fyrirmælum, ekki einu sinni frá lögreglunni. Þeir virða engar umferðarreglur og stefna lífi manns og limum í hættu,“ sagði Lindsay í viðtali við Access Holly- wood. „Mér finnst að þeir ættu allir að byrja á því að fá sér í glas og láta mig síðan í friði. Þeir fá að drekka og ég fæ frið til að lifa ein- hverju venjulegu lífi,“ bætti Lindsay við. Lindsay þreytt á ljósmyndurum Bandaríska söng- og leikkonan Jennifer Hudson hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðning- inn sem hún hefur fengið að undanförnu. Móðir hennar, bróðir og sjö ára frændi voru öll myrt í heimabæ hennar Chicago á dögunum og var harmleikurinn vitaskuld mikið áfall fyrir hana. „Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir bænir ykkar og kærleiksríkar hugsanir á þessum erfiðu tímum. Ég og systir mín höfum fengið mikinn styrk í gegnum ást ykkar og umhyggju- semi,“ skrifaði Hudson á Myspace-síðu sína. Aðdáendum þakkað fyrir JENNIFER HUDSON Söng- og leikkonan hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. Kate Winslet segist ekki hafa farið í stranga megrun fyrir hlutverk í nýjustu mynd sinni The Reader, þar sem hún mun koma nakin fram. Winslet, sem hefur verið tilnefnd fimm sinnum til Óskarsverðlauna, segist ekki búa yfir neinu megrunarleyndarmáli. Í viðtali við breska blaðið Daily Mail segist leikkonan hvorki hafa ráðið sér kokk né einkaþjálfara heldur eldi hún sjálf heima fyrir og borða allt nema pasta, en það valdi henni magapínu. Hún segist ekki kunna við að láta segja sér fyrir verkum í ræktinni og æfir því pilates heima hjá sér í stað þess að stunda líkamsræktarstöðvar. Nakin í nýrri bíómynd ÓFEIMIN Kate Winslet segist ekki elta nein megrunarráð heldur elda sjálf og æfa pilates heima í stofu. LOHAN KOMIN MEÐ NÓG Lindsay Lohan hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár en ástamál hennar hafa haldið henni í sviðsljósinu á árinu. Led Zeppelin-goðsagnirnar Jimmy Page og John Paul Jones hafa ákveðið að halda í tónleikaferð um heiminn ásamt syni trommarans Johns Bonham, Jason. Robert Plant verður hins vegar víðs fjarri og því stendur ekki til að notast við nafnið Led Zeppel- in. „Án Plants kemur ekki til greina að notast við nafnið. Zeppelin er ekki til án hans,“ segir talsmaður hinnar nýskipuðu sveitar. Leit stendur nú yfir að eftirmanni hans. Aðdáendur rokkgrúppunnar hefur lengi dreymt um að fá Led Zeppelin saman á ný. Þeir draumar virtust ætla að rætast þegar þeir tróðu upp til minningar um útgefanda sinn, Ahmet Ertegun. Þar fóru þeir á kostum og spiluðu marga af sínum þekktustu slögurum, áhorfendum til mikillar gleði. Í janúar leit allt út fyrir að Zeppelin kæmi saman og myndi halda í tónleikaferð en það var slegið af í lok síðasta mánaðar. Nafnið Led Zeppelin hefur jafnframt verið lagt til hliðar. Zeppelin-dúett breytir um nafn EKKERT LED ZEPPELIN Jimmy Page hyggst ekki notast við Led Zeppelin-nafnið þegar hann ferðast um heiminn með John Paul Jones og Jason Bonham. Magnús Scheving og hans fólk í Latabæ stefna að því að fikra sig inn á tölvu- leikjamarkaðinn. Það gæti skilað fyrirtækinu háum fjárhæðum ef af verður. „Það hafa margir sýnt þessu áhuga. Og við erum í viðræðum við marga af stærstu tölvuleikjaframleiðend- um heims,“ segir Hrólfur Sigurðs- son hjá Latabæ. Fyrirtækið hefur fengið ráðgjafarfyrirtækið AT New Media til að aðstoða sig við söluna á vörumerkinu til tölvu- leikjaframleiðslu og staðfestir Hrólfur það í samtali við Frétta- blaðið. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hvaða fyrirtæki hefðu sýnt þessu áhuga. Fréttablaðið greindi frá því í okt- óber í fyrra að Magnús Scheving og Latibær hefðu fullan hug á því að fikra sig inn á þennan stóra og mikla markað sem malar gull á hverju ári. Þeir höfðu þá mestan hug á því að ná samkomulagi við fyrirtæki sem framleiddu leiki fyrir leikjatölvuna Wii. Hrólfur segir það ekkert hafa breyst og að töluvert hafi þokast í þessum við- ræðum. Hann vildi þó ekki gefa upp hvenær endanleg niðurstaða lægi fyrir. „Þetta er náttúrlega ekki í höfn fyrr en það er í höfn. Við erum hins vegar bjartsýnir á að þetta verði að veruleika.“ Hrólfur segir jafnframt að Wii sé ákaflega mikilvæg í þessu sam- hengi. Hún reyni á hreyfigetu barnanna og sjálfstæða hugsun en Wii er einhver vinsælasta leikja- tölva heims. „Það er mikil vakning um allan heim hjá foreldrum og stofnunum um að þessir hreyfinga- leikir séu að gera eitthvað gott. Ég býst því við að Latibær sé að fara inn í þetta á hárréttum tíma,“ segir Hrólfur. freyrgigja@frettabladid.is Latibær í viðræðum við tölvuleikjaframleiðendur LATIBÆR Stefna inn á nýjan markað sem malar gull á ári hverju. WII Latibær verður ef til vill á næstu árum fáanlegur sem tölvuleikur í þessa vinsælu leikjatölvu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.