Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 34
22 17. nóvember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A Boltinn er hjá okkur! 29. nóv. – 1. desember Chelsea Arsenal Verð á mann í tvíbýli: 49.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum og miði á leikinn. TILB OÐ 27. – 29. desember Arsenal Portsmouth Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Innifalið: Flug m/sköttum, Club level miði á leikinn og hótel með morgunmat í 2 nætur. > Jafnaði 22 ára gamalt skólamet KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson byrjaði vel með Francis Marion-háskólanum í fyrrinótt í 78-61 sigri á háskólanum Puerto Rico-Mayaguez í opnunarleik tímabilsins. Brynjar Þór jafnaði 22 ára gamalt skólamet í leiknum með því að stela átta boltum í leiknum en gamla metið var frá árinu 1986 eða tveimur árum áður en Brynjar fæddist. Brynjar lék í 30 mínútur í leiknum, nýtti 6 af 13 skotum sínum þar af 3 af 9 þriggja stiga skotum, skoraði 15 stig og gaf 5 stoðsendingar. Iceland Express karla Þór Ak.-Tindastóll 77-82 (39-39) Stig Þórs: Cedric Isom 33 (6 stoðs.), Guðmundur Jónsson 15, Baldur Jónasson 15 (5 af 9 í 3ja), Jón Orri Kristjánsson 9, Bjarki Oddsson 2, Óðinn Ásgeirsson 2 (13 frák.), Bjarni Jóhannesson 1. Stig Tindastóls: Darrel Flake 23 (9 frák.), Allan Fall 18 (8 stoðs.), Svavar Halldórsson 18, Ísak Einarsson 10, Sören Flæng 6, Hreinn Birgisson 3, Helgi Viggóson 2,Halldór Halldórsson 2. Breiðablik-Grindavík 61-79 (30-43) Stig Breiðabliks: Daníel Guðmundsson 18, Nem anja Sovic 18 (17 frák.), Halldór Halldórs. 9, Rúnar Ingi Erlngsson 6, Loftur Þór Einarsson 5, Kristján Sigurðsson 4, Birkir Heimisson 1. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 21, Páll Kristinsson 15, Guðlaugur Eyjólfsson 9, Arnar Freyr Jónsson 8 (10 stoðs., 8 frák., 4 stolnir), Davíð Páll Hermannsson 7, Brenton Birming ham 6, Þorleifur Ólafsson 6 (8 frák.), Nökkvi Már Jónsson 4, Morten Þór Szmiedowicz 3. Snæfell-FSU 88-61 (50-36) Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 25, Hlynur Bæringsson 23 (12 frák.), Jón Ólafur Jónsson 23 (12 frák.), Gunnlaugur Smárason 6 ( 6 stoðs.), Egill Egilsson 6, Magni Hafsteinsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2. Stig FSu: Tyler Dunaway 16, Vésteinn Sveinsson 13, Thomas Viglianco 11, Björgvin Rúnar Valent ínusson 8, Sævar Sigurmundsson 6, Cristopher Caird 5, Steinar Aronsson 2. STAÐA EFSTU LIÐA KR 7 7 0 680-556 14 Grindavíkl 8 7 1 794-656 14 Tindastóll 8 6 2 651-627 12 Keflavík 7 4 3 590-571 8 Snæfell 8 4 4 632-574 8 Njarðvík 7 4 3 578-573 8 Þór Ak. 8 3 5 677-710 6 FSu 8 3 5 698-698 6 Breiðablik 8 3 5 608-677 6 Enska úrvalsdeildin Everton-Middlesbrough 1-1 0-1 Gary O’Neil (8.), 1-1 Aiyegbeni Yakubu (65.). Hull-Man. City 2-2 1-0 Daniel Cousin (14.), 1-1 Stephen Ireland (36.), 1-2 Ireland (45.), 2-2 Geovanni (61.) Spænska úrvalsdeildin Recreativo-Barcelona 0-2 0-1 Lionel Messi (52.), 0-2 Seydou Keita (86.). Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum. Meistaradeildin í handbolta Ciudad Real-GOG Svendborg 37-26 (20-13) Ólafur Stefánsson 4/2 - Ásgeir Ö. Hallgrímsson 4. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Valur Ingimundarson mætir í kvöld í DHL-höllina með lærisveina sína í Njarðvík sem ætla að reyna að vinna topplið KR, fyrst allra liða í vetur. Þetta er tímamótaleikur fyrir Val sem þarna stjórnar liði í fimmtugasta sinn á móti KR á Íslandsmóti. Valur hefur mætt KR í 42 leikjum í deildarkeppni og 7 leikjum í úrslitakeppni. Hans lið hafa haft betur í 27 af þessum 49 leikjum sem þýðir 55 prósenta sigurhlutfall. Sigurhlutfall Vals með Njarð- víkurliðið á móti KR-ingum er reyndar mun glæsilegra því undir hans stjórn hafa Njarðvíkingar unnið 15 af 17 leikjum eða í 88 prósentum leikjanna. Það er reyndar orðið langt síðan hann stjórnaði Njarðvík síðast á móti KR en það var þegar Njarðvík sló KR út úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 13. mars 1995. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og þá mætast einnig ÍR og Skallagrímur í Seljaskóla og Keflavík-Stjarnan í Toyota- höllinni í Keflavík. - óój Valur Ingimundarson í kvöld: Fimmtugasti leikurinn við KR TÍMAMÓT Valur Ingimundarson þekkir það vel að mæta KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Landsliðskonan Hólm- fríður Magnúsdóttir var ánægð með allar aðstæður úti í Kristian- stad og er komin heim með samningstilboð frá sænska liðinu. „Ég er búin að fá samning frá þeim og mun fara vel yfir hann með umboðsmanninum mínum. Ég ætla að hugsa þetta vel og ég er heldur ekki búin að ákveða það hvort ég ætla út eða ekki. KR er alveg ennþá inni í myndinni,“ sagði Hólmfríður í gær. Hún veit af áhuga annarra erlendra liða en segist bara vera í viðræðum við Kristianstad. - óój Hólmfríður Magnúsdóttir: Með samning í höndunum KR Í MYNDINNI Hólmfríður Magnúsdótt- ir er ekki búin að ákveða að fara út. FRÉTTABLÐAIÐ/DANÍEL Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir ætlar ekki að missa af öðru stórmótinu í röð þótt Sundsamband Íslands treysti sér ekki til að senda sundmenn á EM í 25 metra laug vegna fjárskorts. Þessi 17 ára stórefnilega sundkona missti af Ólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að ná lágmarki í 100 metra bringusundi þar sem Erla Dögg Haraldsdóttir gerði enn betur. Hrafnhildur ætlar að fjármagna ferðina sjálf með aðstoð frá fjölskyldu og vinum. „Það gengur ágætlega að safna,“ segir Hrafnhildur sem segist hafa fengið jákvæð viðbrögð þegar fólk frétti af söfnun hennar. „Við erum búin að stofna styrktarreikning og fólk hefur verið að leggja inn á hann,“ segir hún en reiknings- númerið er 0101-05-268231 og kennitalan er 640269-2789. Hrafnhildur viðurkennir að það hafi verið mikið áfall að heyra að hún kæmist ekki á Evrópumótið sérstaklega þar sem hún var nýbúin að missa naumlega af Ólympíuleikunum. „Það er mikil reynsla að fara á EM og ég veit að maður þroskast mikið við það að fara á svona stórmót,” segir Hrafnhildur sem ætlar sér mikið í framtíðinni. Hrafnhildur hélt styrktarkvöldverð í Ásvallalaug í gærkvöldi þar sem allur ágóðinn rann í styrktarsjóð hennar. Takmarkið er að ná að borga upp ferðina en Hrafnhildur verður í viku í Rijeka í Króatíu. „Við erum ekki með nákvæma tölu en við höldum að þetta sé í kringum 300 þúsund fyrir mig og Klaus þjálfarann minn. Ég er bjartsýn á að það takist,“ segir Hrafnhildur. Hún ætlar ekki að láta peningamálin trufla sig við undirbúninginn. „Ég er bara að æfa á fullu og er ekki að hugsa of mikið út í þetta,” segir Hrafnhildur. Hún ætlar að keppa í 50 og 100 m bringusundi og í 100 m fjórsundi. „Ég held að ég sé alveg nálægt því að ná Íslandsmetunum og það væri alveg fínt ef ég myndi ná því. Aðalmarkmiðið mitt er að reyna að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að reyna að bæta tímana mína þó að það væri ekki um meira en nokkur sekúndubrot,“ segir Hrafnhild- ur en áður en hún fer til Króatíu keppir hún á ÍM í 25 metra laug um næstu helgi. HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR SUNDKONA ÚR SH: HÉLT STYRKTARKVÖLDVERÐ Í ÁSVALLALAUG Í GÆRKVÖLDI Bjartsýn á að ná að safna fyrir ferðinni á EM FÓTBOLTI Það urðu jafntefli í báðum leikjum ensku úrvalsdeildarinn- ar í gær og í bæði skiptin voru það heimaliðin sem jöfnuðu metin í seinni hálfleik. Brasilíumaðurinn Geovanni kom í veg fyrir fjórða tap Hull í röð þegar hann tryggði nýliðunum 2-2 jafntefli á móti sínu gömlu félögum í Manchester City. Bæði lið byrjuðu á því að gefa hvort öðru mark með skelfilegum varnarmistökum en Stephen Ireland kom síðan City yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks. Everton náði ekki að vinna sinn fjórða leik í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á heima- velli en eftir þennan leik hafa bæði lið leikið fimm leiki í röð án þess að tapa. Yakubu kom til baka eftir meiðsli og jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki í 10 leikjum. Gary O’Neil hafði komið gestunum í Middlesbrough yfir strax eftir átta mínútna leik. „Við klúðruðum mörgum færum og höfum spilað betur,“ sagði David Moyes, stjóri Everton. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en okkur vantaði að fá annað mark. Við erum búnir að ná í 8 stig í síð- ustu fjórum útileikjum og höfum ekki tapað í síðustu fimm leikj- um sem er eins gott gengi og það finnst í deildinni í dag,“ sagði Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough. - óój Tveir jafnteflisleikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni: Hull fékk loksins stig SEX MÖRK Geovanni hefur slegið í gegn hjá Hull. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Tindastóll fór með sigur af hólmi í Norðurlandsslagn- um gegn Þór í Iceland Express- deild karla í gær, 77-82, í æsi- spennandi leik. Þórsliðið var búið að vinna alla þrjá heimaleiki sína í vetur en með þessum sigri eru Stólarnir öryggir með 3. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum sínum. Stólarnir byrjuðu leikinn betur en með bættri vörn og upprisu Cedrics Isom tóku Þórsarar frum- kvæðið. Þeir höfðu 19-17 yfir eftir fyrsta leikhluta en Stólarnir gerðu röð mistaka í sókninni, en baráttan hélt þeim inni í leiknum. Þeir tóku tíu sóknarfráköst í fyrri hálfleik gegn tveimur Þórsara og fengu því oft tvö tækifæri til að klára sóknirnar. Þeir nýttu sér það vel en Þórs- urum gekk illa að ráða við Allan Fall sem skoraði fimmtán stig í fyrri hálfleik en hafði svo hægt um sig. Staðan í hálfleik var jöfn, 39-39. Stólarnir byrjuðu betur í seinni hálfleik en með tut- tugu stigum gegn þremur komust Þórsarar í þægilega stöðu í upphafi fjórða leik- hluta. Stólarnir neituðu þó að gefast upp. Þeir minnk- uðu muninn jafnt og þétt og þegar mínúta lifði leiks var staðan jöfn. Svavar Birg- isson skoraði þá þriggja stiga körfu fyrir Stólana, sókn Þórsara gekk ekki upp og Stólarnir hrós- uðu sigri. „Það var tímabært að hitta ein- hverju í leiknum, ég valdi rétta augnablikið fyrir það,“ sagði Svav- ar brosmildur eftir leikinn. „Þetta er sérstaklega sætt í nágranna- slagnum. Rígurinn er mikill undir niðri,“ sagði Svavar sem segir liðið hafa stolið sigrinum. „Við vorum eiginlega bara lélegir í þessum leik og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef Þórsar- ar hefðu unnið. Við stálum þessu í rauninni. Við héngum bara í leikn- um útaf baráttunni,“ sagði Svavar sem skoraði flautukörfu sem tryggði Stólunum sigur á síðasta tímabili líka. „Það er gott að spila á Akureyri,“ sagði hann glettinn. Þjálfari Þórs var eðlilega ekki jafn kátur. „Lengi virtist bara vera ákveðið andleysi í gangi sem ég á erfitt með að útskýra. Það er eitt- hvað sem við þurfum að ræða og taka á, af hverju við spil- um ekki í 40 mínútur af full- um krafti,“ sagði Hrafn Kristjánsson, sem var ósáttur með sjálfan sig í fjórða leikhlutanum. „Ég er drullu svekktur með sjálfan mig. Mér fannst ég vera með leikinn í það góðri stöðu í byrjun fjórða leikhluta til að geta siglt honum heim því liðið var klárlega komið í þann gírinn. En í þetta skiptið fannst mér ég ekki vera nógu ein- beittur. Ég verð líka að vera gagnrýninn á sjálfan mig,“ sagði Hrafn. Óðinn Ásgeirsson er enn að stíga upp úr meiðslum og hann fann sig ekki og munar um minna fyrir Þór. Þar var Cedric Isom enn og aftur í sér- flokki og er erfitt að sjá liðið án hans. Hann skoraði 33 stig. Darrel Flake var stigahæstur Stólanna með 23 stig. - hþh Svavar aftur banabiti Þórs Svavar Birgisson tryggði Tindastóli sigur í baráttunni um Norðrið gegn Þór á Akureyri í gær, annað árið í röð. Fyrsta tap Þórs á heimavelli er því staðreynd en þeir geta sjálfum sér um kennt. „Stálum sigrinum,“ segir Svavar. MIKILVÆG KARFA Svavar Birgisson skoraði stærstu körfu leiksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.