Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 2008 — 316. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér fannst gaman að vinna. Ég var leyst út með gjöfum, inneign á námskeið og fatnað frá Heilsuaka- demíunni. Svo fékk ég auðvitað farandbikarinn,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, sem varð hlut- skörpust í flokki kvenna í keppn- inni Hermaður ársinsfr vann og fannst ég því þurfa að verja titilinn í ár. Ég var miklu ákveðnari að sigra núna og gaf ekkert eftir,“ segir Auður og bætir við að hún hefði aldrei tekið þátt nema eygja von um sigur Þan ihugsaði é bætir við að samkeppnin hafi verið hörð. „Við vorum þrettán. Þetta eru allt þrusustelpur.“Auður, sem er lögmaður aðmennt, hefur f Ætlaði sér alltaf að sigra Auður Björg Jónsdóttir sigraði í keppninni um Hermann ársins sem var nýlega haldin í Heilsuakademí- unni. Auður hefur æft herþjálfun um tveggja ára skeið og segist þar hafa fundið líkamsrækt við sitt hæfi. Kom, sá og sigraði. Auður Björg Jónsdóttir var valin Hermaður ársins og hafði 20 sekúndna forskot á andstæðinga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLASMÁKÖKURNAR er ágætt að baka sem fyrst. Síðan er ekki vitlaust að vinda sér bara í að borða þær þannig að þær verði flestar búnar áður en jólin koma og enginn hefur pláss fyrir þær með öllum jóla- matnum og konfektinu. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Roma Aspen Aspen-Lux Verð kr. 139.900,- Verð Kr. 174.900,- Verð Kr. 269.900,- Verðdæmi : Patti lagersalalandsins mesta úrval af sófasettum Yfir 200 tegundir af sófasettum VERÐHRUNÍslenskframleiðsla kr.69.900,- verð frá Bonn Verð Kr. 153.900,- VEÐRIÐ Í DAG Dýrmæt viðurkenning Samskip hlutu á dögunum Starfsmenntaverð- launin í flokki fyrirtækja fyrir framúrskarandi árangur í mennt- unarmálum. TÍMAMÓT 16 AUÐUR BJÖRG JÓNSDÓTTIR Hermaður ársins í Heilsuakademíunni • heilsa • jólin koma • á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS PÁLMI GESTSSON Mikil eftirsjá Grínistar miður sín út af afsögn Guðna FÓLK 26 Eddan týnd Þröstur Leó fær ekki Edduverð- launin sín. FÓLK 20 KVIKMYNDIR „Fyrir mína parta hefur alltaf verið sólarljóst að áður en ég geng út af sviðinu ætla ég að láta þá Danna og Þór birtast aftur. Ég yfirgef ekki tvo vega- lausa lukkuriddara á miðri ævi án þess að stýra þeim í enn meiri vandræði,“ segir Þráinn Bertels- son, rithöfundur og kvikmynda- gerðarmaður. Fyrir helgi hittust á fundi, að undirlagi Vesturports, meðal annarra Þráinn, Gísli Örn Garðarsson og leikararnir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifs- son. Þar var rætt um hugsanlega gerð nýrrar Lífs-myndar þar sem þeir Danni og Þór lenda í nýjum ævintýrum. - jbg / sjá síðu 26 Ný mynd frá Þráni Bertelssyni: Danni og Þór snúa aftur 1988 - 2008 20 ÁRA STARFSAFMÆLI SÁLARINNAR HANS JÓNS MÍNS SÁLARBLAÐIÐ Upp, upp mín tvítuga þjóðarsál Sálin hans Jóns míns tvítug FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lán eða lýðræði? „Það sem vekur tortryggni er hins vegar að afar stutt er síðan sömu aðilar stóðu vörð um þá stefnu sem nú er komin í þrot. Hún var líka eini kosturinn þá að mati sömu aðila“, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 14 HLÝINDI Í dag verða vestan 5-13 m/s, hvessir SV-til síðdegis. Úrkoma víðast hvar fyrir hádegi. Slydda eða snjókoma N-til í fyrstu en rigning V-til fram eftir degi. Hiti 0-10 stig, hlýjast SV-til og svalast NA-til. VEÐUR 4 6 4 3 4 9 Njarðvík niðurlægt Hið ógnarsterka lið KR flengdi Njarðvík- inga vestur í bæ í gær. ÍÞRÓTTIR 22 VIÐSKIPTI Ósk um greiðslustöðvun Hansa, eignarhaldsfélags enska knattspyrnufélagsins West Ham, var lögð fram í gær. Björgólfur Guðmundsson er aðaleigandi Hansa. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, varaformanns stjórnar West Ham og talsmanns Björgólfs, var óskað eftir greiðslustöðvun til að tryggja hagsmuni eigenda og allra lánardrottna. Sum lán félagsins hafi þá þegar verið fallin á gjalddaga. Ásgeir segir yfirgnæfandi líkur á að í félaginu séu til eignir fyrir öllum kröfum og líklega verði hægt að fá framlengingu á greiðslustöðvunina. Hann vill ekki upplýsa um fjárhæðir. Gera má ráð fyrir að greiðslu- stöðvunin flýti fyrir sölu á knattspyrnufélaginu. „West ham er ein af eignum félagsins og það hefur komið fram að eigandinn er að skoða alla möguleika hvað sölu varðar,“ segir Ásgeir. - kh Hansa í greiðslustöðvun: Eignarhald West Ham í uppnámi FULLT ÚT ÚR DYRUM Framganga fjölmiðla undanfarin mörg ár í aðdraganda og eftir bankahrunið var harðlega gagnrýnd á fjölmennum borgarafundi á Nasa í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Margir yfirmenn fjölmiðla sátu í pallborði á fundinum og svöruðu spurningum úr sal við misjafnar undirtektir. Fundur verður haldinn í Háskólabíói á mánudaginn kemur og er ráðherrum, þingmönnum og seðlabankastjóra boðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson var harðlega gagnrýndur á miðstjórn- arfundi Framsóknarflokksins um helgina. Formaður og varafor- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna gagnrýndu forystu flokksins og sögðu að tími væri kominn til þess að skipta um for- ystu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðni tók til máls eftir að for- maður og varaformaður SUF höfðu talað og brást mjög illa við gagnrýninni. Hann reiddist en baðst síðan afsökunar á viðbrögð- um sínum síðar á fundinum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var það skoðun margra fundarmanna að viðbrögð hans við gagnrýninni hafi þó ráðið úrslitum um það að hann hafi hætt sem formaður flokksins í gær. Margrét Hauks- dóttir, kona Guðna, hafi gengið af fundinum eftir þetta atvik. Fleiri en ungliðar gagnrýndu Guðna á miðstjórnarfundinum. Samkvæmt heimildum blaðsins var hann minntur á það að sem ungur framsóknarmaður hafi hann sjálfur gagnrýnt forystu flokksins mikið, en þá hafi ekki verið tekið á móti gagnrýni hans af sams konar reiði og hann sýndi nú sjálfur. Guðni sagði af sér þingmennsku í gær sem og formennsku í Fram- sóknarflokknum. Hann sat á þingi í 21 ár, þar af átta sem ráðherra. - þeb / sjá síður 10 og 11 Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins um helgina var stormasamur: Guðni reiddist gagnrýni ungliða EFNAHAGSMÁL „Það er mikið áhyggjuefni, þessi loðnu fyrirheit um að Seðlabankinn sé reiðubú- inn til að nota gjaldeyrisforðann til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi krónunnar. Mér finnst mjög varasamt að gefa Seðlabankan- um mikið svigrúm, sérstaklega í því ljósi að bankastjórnin er rúin trausti innanlands sem utan og er ekki þekkt af því að taka faglegar ákvarðanir að undanförnu,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Gylfi hefur miklar efasemdir um stefnu stjórnvalda í peninga- og gengismálum eins og hún birtist í viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Þar segir að miklu aðhaldi verði beitt í aðgangi bankanna að lánum frá Seðla- bankanum. Þetta segir Gylfi að þýði einfaldlega að geta bankakerfisins gæti reynst lítil til að halda efnahagslífinu gangandi. Efnahagsáætlun stjórnvalda vegna efnahags- kreppunnar var kynnt í gær og lögð fram sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Fram kemur að lánsfjárþörf ríkisins er áætluð fimm milljarðar dollara; rúmlega tveir fáist frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum sem tekur málið fyrir á morgun. Þeir þrír milljarðar sem upp á vantar hafa stjórnvöld tryggt frá Norðurlöndunum, Póllandi og Rússlandi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að málið sé í höfn. Hann gerir aðeins athugasemd við að stýrivextir skulu vera átján prósent og auk þess sé opnað fyrir frekari hækkun þeirra. „Þetta er óþarfi en ég reikna ekki með frekari hækkun- um enda tel ég þær ekki nauðsynlegar.“ Vilhjálmur segir hægt að beita öðrum aðferðum svo gengi krónunnar hækki. Auk aðgerða samkvæmt samkomulaginu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn þurfi erlendir kröfuhafar bank- anna að eignast í þeim hluti. „Það þarf að semja frið við erlenda lánardrottna og gera þá að eigendum að bönkunum. Þeir hafa bæði afl og getu til að þjóna íslenskum viðskiptavinum, hvort heldur er fyrirtækjum, hinu opinbera eða heimilunum, og ef þetta tvennt gengur eftir tel ég að það sé kominn grundvöllur fyrir að gengi krónunnar muni hækka.“ „Mér finnst ríkisstjórnin gefa til kynna í þessu bréfi að hún sé tilbúin til að fara koll- steypuleið, eins og ég kalla það,“ segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. „Það á að afnema gjaldeyrishöft strax í janúar og til þess að varna miklu gengisfalli á að hækka vexti sem allir vita að mun ekki gagnast. Um 80 prósent fyrirtækja eru nú þegar tæknilega gjaldþrota eftir þessa gengisfellingu sem nú þegar hefur orðið. Frekari gengisfelling þýðir bara þjóðar- gjaldþrot.“ Fram kemur á vef IMF að mál Íslands verði tekið fyrir á morgun. - shá / bþs, þeb sjá síðu 4 Óttast völd Seðlabankans Dósent við Háskóla Íslands telur að Seðlabankanum séu færð of mikil völd í efnahagsáætlun stjórnvalda sem kynnt var í gær. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni en er ósáttur við háa stýrivexti. Hag- fræðingur segir stjórnvöld hafa valið „kollsteypuleið“ og frekari gengisfellingu þýða þjóðargjaldþrot.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.