Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 6
6 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is „Ég átti erindi um daginn á tannlækna- stofuna Turninn og rak þar augun í gjaldskrá sem þar er höfð uppi við (sem er fréttnæmt í sjálfu sér!), skrifar Sigríður. „Þar kemur fram að forvarnarskoðun 3ja og 12 ára barna er frí samkvæmt samningi sem flestir tannlæknar hafa gert við Tryggingastofnun ríkisins. Enn fremur að samningurinn gildi bara til næstu áramóta. Um sé að ræða skoðun, röntgen og flúor. Hins vegar þurfi að greiða fyrir tannviðgerðir ef þörf er á slíku. Svo virðist sem margir foreldrar hafi ekki haft hugmynd um þetta. Ég á vinkonu sem á 12 ára barn og hún hafði ekki heyrt um þetta, ekki heldur vinkona hennar sem á barn sem verður fjögurra ára í lok nóvember. Hún rétt náði að panta tíma hjá tannlækni í tæka tíð eftir að hún frétti af þessu. Sjálfsagt eru margir foreldrar sem hafa ekki getað nýtt sér þetta af því þeir hafa ekki vitað af þessu. Það er mikilvægt að koma svona upplýsingum á framfæri nú þegar margir hafa lítið á milli handanna.“ Listi yfir þá tannlækna sem eru með aðild að samn- ingnum er að finna á heimasíðu Trygginga- stofnunar, www.tr.is. Eins og stendur gildir samningurinn einungis til áramóta. Neytendur: Tryggingastofnun greiðir tannskoðun barna til áramóta Forvarnarskoðun í boði ríkisins Viðgerð hraðalsins Viðgerð öreindahraðalsins stóra í rannsóknastöðinni CERN í Sviss gæti staðið fram á sumar og mun líklega kosta að minnsta kosti 25 milljónir svissneskra franka, sem nú samsvarar um 2,8 milljörðum króna. Hraðall- inn bilaði 19. september, aðeins tíu dögum eftir að hann var gangsettur. SVISS Réttarhöldin opin Réttarhöld vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaja verða opin almenn- ingi. Dómstóll í Moskvu ákvað þetta í gær eftir að bæði starfsfélagar hennar og verjendur sakborninga sögðust því fylgjandi að hafa opin réttarhöld. RÚSSLAND Kommóður á tilboði w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 kr. 21.800 kr. 14.900 kr. 10.900 kr. 15.900 VIÐSKIPTI Kreppan hefur knúið dyra í Japan en hagvöxtur þar hefur verið neikvæður tvo árs- fjórðunga í röð. Þetta er fyrsta kreppan sem menn greina þar í landi í sjö ár. Hagvöxtur dróst saman um 0,1 prósent í Japan á síðasta ársfjórð- ungi og 3,7 prósent á öðrum fjórð- ungi, samkvæmt endurskoðuðum tölum, að sögn Bloomberg-frétta- veitunnar. Erlendir fjölmiðlar segja niður- stöðurnar koma á óvart enda hafi menn talið sig sjá jákvæðar niður- stöður í bráðabirgðatölum. Bloomberg hefur eftir japönsk- um hagfræðingum að útlit sé fyrir að enn muni harðna á dalnum þegar kólnar í hagkerfum helstu viðskiptalanda Japans. Kreppan beit í Þýskalandi í byrjun síðustu viku og á evru- svæðinu undir vikulokin. Þá segja hagfræðingar líkur á að kreppan berji dyra í Bandaríkjunum fljót- lega sem skili sér í enn meiri skelli en áður var talið. Japanski seðlabankinn reyndi að blása lífi í einkaneyslu með núllstillingu stýrivaxta árið 2001 en hækkaði þá um 0,25 punkta í tvígang frá vordögum 2006. Í lok síðasta mánaðar voru þeir svo lækkaðir niður í 0,3 prósent og eru þeir lægstu sem þekkjast á meðal iðnvæddra þjóða. - jab Kreppan nemur land í Japan BANKARÁÐ JAPANSBANKA Ekki liggur fyrir hvað seðlabanki Japans hyggst gera nú þegar kreppan hefur knúið dyra þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SAMKEPPNISMÁL „Það sem kom okkur mest á óvart þegar við fórum í gegnum álit Samkeppnis- stofnunar var hversu gríðarlega einbeittan ásetning RÚV hefur sýnt í að brjóta á þjónustusamn- ingi við menntamálaráðuneytið. Þessi skaðabótakrafa kemur í kjöl- far þess,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjáseins. LOGOS lögmannsþjón- usta sendi RÚV tilkynningu í gær um væntanlega skaðabótakröfu Skjásins ehf., móðurfélags Skjás eins, á hendur RÚV. Lýst er yfir fullri ábyrgð á hendur RÚV vegna fjárhagslegs tjóns Skjásins af völdum meintra ólögmætra aðgerða stofnunarinnar. Einnig er þess krafist að RÚV láti án tafar af meintri ólögmætri háttsemi sinni. Í áliti Samkeppniseftirlitsins sem birt var á föstudag kemur fram að háttsemi RÚV á auglýs- ingamarkaði hafi leitt til alvar- legrar takmörkunar á samkeppni. Að sögn Sigríðar Margrétar telja lögmenn Skjásins að yfirgnæfandi líkur séu á bótagrundvelli vegna álits Samkeppnisstofnunar. Í álit- inu kemur meðal annars fram að RÚV hafi í ríkum mæli vikið veru- lega frá birtri gjaldskrá sinni um auglýsingar, sem gangi gegn mark- miðum um gagnsæi. RÚV hafi boðið fríbirtingar á auglýsingum, tímabundin eða einstaklingsbund- in tilboð, vöruskipti og samtvinn- un auglýsinga og kostunar. „Við erum með töluvert af sönnunar- gögnum sjálf en það sem kemur fram í álitinu er töluvert meira,“ segir Sigríður. Hún segir lögmenn fyrirtækisins vera önnum kafna við að reikna út umfang skaða- bótakröfunnar. Ekki verði hægt að leggja mat á um hvers konar upp- hæðir verði að ræða í kröfunni fyrr en þeirri vinnu ljúki. Að mati Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV, hefði verið eðlilegra að leggja fram skaða- bótakröfu í stað þess að tilkynna um slíka kröfu fyrirfram. „Fyrst og fremst lít ég á þetta sem lið í þeirri massívu áróðursherferð sem þeir hafa verið í, og er sjálf- sagt og eðlilegt að þeir geri ef þeir vilja. Hins vegar veit ég ekki á hvaða grundvelli Skjárinn ætti að gera þessa kröfu. Af áliti Sam- keppniseftirlitsins verður ekki ráðið að við höfum gerst sekir um brot á samkeppnislögum, því þá hefði eftirlitið gripið til einhverra aðgerða gegn okkur og beitt okkur viðurlögum. Það verður að koma í ljós þegar krafan kemur fram á hverju hún er reist,“ segir Páll. Ari Edwald, forstjóri 365, segir fyrirtækið hafa velt fyrir sér að höfða mál á hendur RÚV af sömu ástæðu og Skjárinn. „Ef Skjárinn er kominn lengra í ferlinu þá dugir það til að fá úr þessu skorið sem prinsippmáli, því við myndum hafa uppi mörg af sömu rökum og þeir. Við styðjum auðvitað máls- höfðunaraðgerðir þeirra heils hugar,“ segir Ari. kjartan@frettabladid.is Skjáreinn krefst skaðabóta frá RÚV Skjárinn hyggst höfða mál á hendur RÚV vegna meintra ólöglegra aðgerða á auglýsingamarkaði. Framkvæmdastjóri Skjásins segir ásetning RÚV vera að brjóta reglur. Útvarpsstjóri RÚV segir skorta grundvöll fyrir slíkri málshöfðun. RÍKISÚTVARPIÐ Skjárinn segir augljóst að ýmis tilboð sem RÚV bjóði upp á á aug- lýsingamarkaði séu sett fram með þann skýra ásetning að útiloka keppinauta frá markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGRÍÐUR MAR- GRÉT ODDSDÓTTIR PÁLL MAGNÚSSON ÍSRAEL, AP Einn helsti mafíuforingi Ísraels var drepinn í miðborg Tel Avív í gær þegar gríðarmikil bílsprengja sprakk. Óttast er að allsherjarstríð brjótist nú út í undirheimum ísraelskrar glæpa- starfsemi. Yaakov Alperon heitir maðurinn, jafnan nefndur „Don Alperon“. Ísraelar eru vanir átökum við Palestínumenn, en hafa lengst af verið lausir við ofbeldisverk hreinræktaðra glæpasamtaka. Á síðustu árum hefur það þó verið að breytast. Tugir glæpamanna hafa týnt lífinu í þessum átökum, sem einnig hafa kostað að minnsta kosti þrjá saklausa borgara lífið. - gb Ný tegund átaka í Ísrael: Glæpaforingi í Tel Avív myrtur KJÖRKASSINN Velur þú innlenda framleiðslu fram yfir innflutta vöru? Já 82,8% Nei 17,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt/ur við samkomulag vegna Icesave-deilunnar? Segðu þína skoðun á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.