Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 12
12 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 70 663 -0,25% Velta: 291 milljón MESTA HÆKKUN FÆREYJABANKI 1,10% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 19,00% ATORKA GROUP 7,69% CENTURY ALUMIN. 7,06% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atorka 0,60 -7,69% ... Bakkavör 3,25 -1,52% ... Eimskipafélagið 1,34 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,20 +0,00% ... Kaup- þing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 88,00 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 109,50 -0,46% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Það er fjarstæða að telja að Bretar geti komist undan yfirstandandi vanda í efnahagsmálum með evruna í vasanum. Þetta segir Daniel Hannan, fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópu- þinginu, á vef breska blaðsins Telegraph um helgina. Hannan er kunnur fyrir andstöðu sína gegn ESB og hefur haldið erindi um það hér á landi. Skrif hans birtust í framhaldi af mikilli veikingu pundsins síðastliðna tólf mánuði. Pundið stóð í hæstu hæðum fyrir ári en hefur fallið um þrjátíu prósent síðan þá, hefur nú ekki verið veikara í rúm sex ár. Hann segir Breta stöndugri utan við evrusam- starf. Hefðu þeir tekið upp evruna fyrir einu og hálfu ári, þegar gengi pundsins var sterkara, megi reikna með að aðstæður í Bretlandi væru verri en nú, laun þrjátíu prósentum lægri og atvinnuleysi meira. Stjórnvöld hafi betri stjórn á efnahagsmál- um með sjálfstæðri mynt. Gengisfall pundsins helst í hendur við stýri- vaxtalækkun Englandsbanka gegn áhrifum lausafjárkreppunnar á árinu, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar, sem vitnar til þess að líkur séu á frekari vaxtalækkun á næstunni. - jab BRESK PUND Aðgerðir breska seðlabankans gegn áhrifum fjármálakreppunnar hafa þrýst breska pundinu niður. Bretar stöndugri með pund Fasteignaþróunarfélagið Landic Property hefur selt um þriðjung af eignasafni sínu í Svíþjóð til Ole Vagner, fyrrver- andi forstjóra og eiganda Keops. Danska viðskiptablað- ið Börsen greindi frá þessu fyrir helgi, en þar kemur fram að með kaupunum hafi Vagner viljað forða hugsanlegu milljarða tapi. Fasteignirnar eru sagðar tæpra fimm milljarða danskra króna virði, eða tæplega 110 milljarða króna miðað við skráð gengi í gær. „Ekki eru nema tvö ár síðan Keips keypti Kungsleden-eigna- möppuna [sænsku] fyrir 5,4 milljarða,“ segir Börsen. En Stoð- ir, síðar Landic Property, keyptu Keops snemmsumars í fyrra. „Við létum nægja að tilkynna þetta Kauphöll- inni í Danmörku þar sem þetta hefur engin áhrif á eigendur hér,“ segir Páll Benediktsson, talsmaður Landic Property. Hann segir að við söluna létti nokkuð á rekstri félags- ins þar sem dragi úr afborgunum af lánum, en viðskiptin séu í mik- illi við samvinnu við Ole Vagner. „Hann var stór eigandi í þessu og afráðið að betra væri að hann tæki þetta yfir í bili,“ segir Páll, en í sölusamningnum er ávæði um að Landic Property fái hluta af hagnaði selji Vagner eignirn- ar, auk þess sem félagið á endur- kauparétt á hlutnum fram í lok janúar. „Þannig að við sjáum til hvernig málin þróast.“ - óká OLE VAGNER Ole Vagner kaupir aftur Kreppa er í Bandaríkjunum.og má reikna með samdrætti fram á næsta vor. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum Landssamtaka hagfræðinga (e. The National Ass- ociation of Business Economists) í Bandaríkjunum sem birtar voru í gær. Í niðurstöðunum eru taldar líkur á að hagvöxtur dragist saman um 2,6 prósent á fjórðungnum og um 1,3 prósent í byrjun næsta árs. Þetta kemur til viðbótar samdrætti í efnahagslífinu síðustu tvo árs- fjórðunga. Þetta er þvert á væntingar enda mánuður síðan spáð var 0,1 pró- sents hagvexti vestanhafs á fjórð- ungnum. - jab Kreppan komin vestur um haf Helgi Hjörvar, þingmað- ur Samfylkingarinnar, fullyrti á Alþingi í gær, að það væri ámælisvert að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneyti, hefði selt hlutabréf í Landsbankan- um, Baldur seldi fyrir hrun, en eftir að hann tók þátt í fundi með Alistair Darling, fjármálaráð- herra Breta, ásamt Björgvini G. Sigurðs- syni viðskiptaráðherra. Þar var fjallað um alvarlega stöðu Landsbankans og áhyggjur Breta af Icesave-reikningum. Helgi spurði fjármála- ráðherra um margt sem þetta varðar, meðal ann- ars hvort ráðherrann hefði vitað um hluta- bréfaeignina. Árni M. Mathiesen sagðist ekki hafa vitað um hlutabréfa- eign Baldurs. Þá taldi hann að þegar Baldur seldi hlutabréfin sín, hefði hann ekki búið yfir ríkari upplýsing- um en aðrir á markaði. Svo hefði Baldur skýrt málin „og ég tel enga ástæðu til að bera brigður á það“, sagði Árni. - ikh ÁRNI M. MATHIESENHELGI HJÖRVAR Ámælisvert að selja hlutabréfin Sala Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, á hlutabréfum Landsbanka Íslands var rædd á Alþingi í gær. Betri Notaðir Bílar Kletthálsi 2 Reykjavík Sími: 570-5220 NÝTT ÚTIBÚ ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 42 17 1 1. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Yaris Sol 1300 bensín, 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 59.000 km Verð: 1.600.000 kr. Skr.nr. RD-821 Tilboð 1.350.000 kr. Toyota Corolla Dísel 1400 dísel, 5 gíra Á götuna: 02.08 Ekinn: 4.000 km Verð: 2.890.000 kr. Skr.nr. HZK74 Tilboð 2.690.000 kr. Toyota Avensis Sol 1800 bensín, sjálfsk. Á götuna: 06.07 Ekinn: 39.000 km Verð: 2.930.000 kr. Skr.nr. BI-325 Tilboð 2.590.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Yaris Sol 1300 bensín, 5 gíra Á götuna: 06.07 Ekinn: 36.700 km Verð: 1.750.000 kr. Skr.nr. YN-013 Tilboð 1.590.000 kr. Toyota Avensis W/G EXE 2000 bensín, sjálfsk. Á götuna: 10.07 Ekinn: 14.000 km Verð: 4.050.000 kr. Skr.nr. GSD70 Tilboð 3.690.000 kr. SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota RAV4 2000 bensín, sjálfsk. Á götuna: 04.01 Ekinn: 119.000 km Verð: 1.350.000 kr. Skr.nr. ZS-985 Tilboð 1.050.000 kr. ÚRVALSBÍLLÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLLÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLL ÚRVALSBÍLL Kletthálsi 2Nýbýlavegi 4 Kletthálsi 2 Kletthálsi 2 Nýbýlavegi 4 Nýbýlavegi 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.