Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 22
 18. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● sálarblaðið Flestir íslenskir popparar harka í þeirri veiku von að selja nægilega mörg eintök af afurð sinni til að ná upp í kostnaðinn og vart getur talist spennandi að leika frumsamin lög sín frammi fyrir sauðdrukknum áhorfendum sem þrá fátt heitar en að heyra gömlu smellina sem þeir þekkja út og inn, aftur og aftur, í áranna rás. Smæð samfélagsins gegnir einnig sínu hlutverki í þessu sambandi því sjálfskipaðir tónlistargagnrýnendur göt- unnar eiga afar greiða leið að íslenskum poppurum og nýta hvert tækifæri til að tjá þeim persónulegt álit sitt á verkum þeirra og gildir þá einu hvort um uppbyggilega gagnrýni er að ræða eður ei. Öfgafullt dæmi um það ónæði sem popparar landsins verða reglu- lega fyrir átti sér stað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sumarið 1992. Sálin hans Jóns míns var þá, eins og nú, ein allra vinsælasta hljóm- sveit landsins og fór geyst á svið- inu við mikinn fögnuð viðstaddra. Flestra þeirra, það er að segja, því í miðju lagi urðu áhorfendur varir við að óprúttinn aðili hafði lagt á sig að príla upp á þakið á sviðinu. Áður en nokkur fékk að gert leysti ungi maðurinn niður um sig og hóf að spræna beint á kollana á með- limum Sálarinnar. Öllum brá, ein- hverjir hlógu, en flestir hneyksluð- ust. Sjálfur tók söngvarinn Stefán atvikinu af stóískri ró, þótt nokk- urra sárinda gætti í orðum hans til áhorfenda eftir að afbrotaungling- urinn hafði verið dreginn inn í lög- reglubíl: „Það er ekki þakklætinu fyrir að fara hér í Eyjum. Maður kemur hingað til að spila og það er bara pissað á mann!“ Sálin hans Jóns míns heldur upp á tvítugsafmæli sitt á þessu ári, og sé ofantalið haft í huga verður það að teljast afrek eitt og sér. En Sálin getur hreykt sér af mörgu fleiru en að hafa þraukað í gegnum hinn séríslenska tónlist- arbransa í öll þessi ár. Þrátt fyrir að sveitin hafi notið stjarnfræði- legra vinsælda á íslenskan mæli- kvarða hefur hún ávallt gætt þess að halda vöku sinni og endurnýja sig reglulega. Þótt ofrausn sé að kalla þá endurnýjun tilraunastarf- semi hefur Sálinni engu að síður tekist afar vel að sameina vinsæld- ir og metnað og úr þessari blöndu hafa sprottið margar helstu perlur íslenskrar dægurlagasögu. Þessa verður áþreifanlega vart þegar hlýtt er á þann aragrúa af efni sem sveitin hefur sent frá sér á farsælum ferlinum. Það er ekki ólíklegt að nán- ast hvert einasta mannsbarn á landinu þekki eitthvað til Sálar- innar hans Jóns míns. Nostalgí- an skellur á áheyrendum eins og köld vatnsgusa þegar hlustað er á hvert lagið á fætur öðru, textarnir láta óhemju kunnuglega í eyrum og poppþéttar melódíurnar sækja á mann jafnt í draumi sem vöku. Ekki býr allt efni sveitarinnar yfir jafnmiklum gæðum, enda slíkt nær óhugsandi þegar um svo langan feril er að ræða. Standard- inn er þó að jafnaði hár. Þar skipta ekki minnstu máli sterk höfund- areinkenni Guðmundar Jóns- sonar, gítarleikara og aðallaga- höfundar, auðþekkjanlegt brass- sándið sem skrifast að stóru leyti á Jens Hansson, og einstök söng- rödd Stefáns Hilmarssonar. Röddin hans Stefáns míns gegnir lykilhlutverki í tónlist Sál- arinnar og hefur oftar en ekki ráðið úrslitum um hvort fólki þyki sveitin sér samboðin eður ei. Minnisstæður er þáttur í íslenska ædolinu fyrir nokkrum árum þar sem kvöldið var helgað tónlist Sálarinnar og Stefán Hilmarsson sat í gestadómarasæti. Líklegt er að það kvöld hafi augu margra opnast varðandi hæfileika og sér- stöðu Stefáns sem söngvara. Þar varð þjóðin vitni að ungum söng- vurum, sem áður höfðu leik- ið sér að lagasmíðum Lennons, McCartneys, Þórðarsonar og allra hinna, nánast kafna af áreynslu við að reyna að ná öllum nótunum sem Stefán nær að því er virðist áreynslulaust á hverju kvöldi. Sálin hefur gengið í gegnum mörg ólík skeið, allt frá kæruleys- islegu hermisálarpoppi (Syngj- andi sveittir frá 1988) til hrein- ræktaðs rokkpopps (Þessi þungu högg frá 1993) og síðasta áratug- inn eða svo hafa fágaðar dæg- urflugur ráðið ríkjum í herbúð- um sveitarinnar. Það virðist ekki skipta nokkru einasta máli í hvaða mynd Sálin hans Jóns míns birt- ist á hverjum tíma því aðdáend- ur sveitarinnar eru venju fremur ræktarsamir. Þeir mæta unnvörp- um á tónleika, skila skífum sveit- arinnar í efstu sæti vinsælda- lista og stofna sérstaka aðdáenda- klúbba sveitinni til heiðurs. Sálin er fyrir löngu orðin stofnun í ís- lensku samfélagi og stendur sig vel sem slík. Sálin hefur alla tíð borið það með sér að bera mikla virðingu fyrir aðdáendum sínum, og slíkri staðfestu ber að fagna með skrúð- göngum á götum úti. Sálin er frá- leitt frumlegasta sveit sögunnar en hún er samkvæm sjálfri sér og að manni læðist sá grunur að tím- inn muni fara um hana silkihönsk- um. Eflaust er lítið mál að finna þann einstakling sem opinberlega leggur fæð á Sálina hans Jóns míns. Sá einstaklingur sem ekki kann að meta í það minnsta eitt lag Sálarinnar, þó í laumi sé, gæti hins vegar verið vandfundinn. Upp, upp mín tvítuga þjóðarsál Stefán og Jens á miklu flugi á tónleikum í Laugardalshöll. „Sálin hans Jóns míns er hljómsveit sem allar hljómsveitir og tónlistar- menn geta tekið sér til fyrirmynd- ar. Frábærir tónlistarmenn og laga- höfundar. Sálin er hljómsveit sem mér þykir vænt um. Ég vil óska henni innilega til hamingju með 20 ára af- mælið og með alla þá frábæru hluti sem hún hefur áorkað.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Ég á mér ekkert uppáhaldslag því að góðu lögin þeirra eru ansi mörg. Fyrsta lagið sem ég lærði á gítar var lagið Hjá þér. Minningin mín frá því að bróðir minn kenndi mér lagið þegar ég var lítil kemur alltaf upp þegar ég heyri lagið. Þannig að ætli það sé ekki lagið sem mér þykir vænst um.“ Uppáhaldsball/-tónleikar? „Un- plugged“-tónleikarnir þeirra voru frá- bærir og standa upp úr hjá mér.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Auðvit- að! Sálarmenn munu lifa mun lengur og á meðan þeir lifa lifir hljómsveit- in. Hvort hún verður starfandi á fullu eftir 20 ár er þó ólíklegt. En aldrei að segja aldrei.“ Birgitta Haukdal söngkona Lærði að spila Hjá þér Útgefandi: 365 hf. Forsíða: Birgir Heiðar Guðmundsson hjá D3. Auglýsingar: Fréttablaðið/Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir Sími: 512 5462 . 3CD 45 BESTU LÖGIN Á ÞREMUR GEISLAPLÖTUM SAGA HLJÓMSVEITARINNAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.