Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 2008 7sálarblaðið ● „Sálin hans Jóns míns hefur fylgt mér frá því ég kom úr gagnfræðaskóla. Ég fékk bílpróf og Syngjandi sveit- ir í hendurnar sama sumarið. Ég sá nýju útgáfuna um haustið 1989 á Borg í Grímsnesi og hef fylgst með síðan. Skömmu síðar kom út platan Hvar er draumurinn? Þá fannst mér ég hafa fundið land í íslenska popp- sjónum. Sálin hefur náð að þróa stíl sinn á alveg einstakan hátt og hald- ið sér „current“ án þess að vera uppá- þrengjandi eða með yfirgang. Ég held að það sé stórlega vanmetið hvað rætur þeirra liggja víða og djúpt.“ Uppáhaldslag? „Það er nú illa gert að fara fram á þetta. En ég ætti erfitt með að gera upp á milli „Okkar nótt“ og „Sól um nótt“. Uppáhaldsball/-tónleikar? „Ég myndi nú taka til afmælistón- leika sem ég og Þórir Jóhannsson, fé- lagi minn, héldum með sveitinni á Nasa fyrir um fimm árum. Svo eiga órafmögnuðu tónleikarnir í Loftkast- alanum fyrir um 10 árum stóran sess í hjarta mér. En það sem mér þykir vænst um er það að árlega koma þeir á tónleika sem ég held til styrkt- ar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir því og mun líklega hvetja til þess með beinum eða óbeinum hætti.“ Ræturnar liggja víða og djúpt 1991 Bandið snýr aftur á þorranum, nú sem sex- tett því Birgir Baldursson trommari og Atli Örvars- son hljómborðsleikari hafa bæst við. Sálin spilar mikið og gefur út „rauðu plötuna“, sem heitir einfaldlega Sálin hans Jóns míns. Útrás Sál- arinnar heldur áfram undir nafninu Beaten Bishops og Where‘s my Destiny?, ensk útgáfa af Hvar er draumur- inn? kemur út í Skandinavíu og Benelúxlöndunum. Lítið var af erlendri útrás en á Ís- landi er Sálin aðalbandið sem fyrr. Smellir: Ábyggilega, Ekkert breytir því, Tár eru tár. 1997 Sálin fer í stutta tón- leika- og ballferð um sum- arið og sendir frá sér þrjú ný lög á safnplötu. Þriðja sólóplata Stefáns, Popplín, kemur út. 1998 Sálin fagnar tíu ára af- mæli með glæsibrag, viða- mestu tónleikaferð sinni síðan 1995 og tvöföldu safn- plötunni Gullna hliðið. Jó- hann Hjörleifsson sest við trommusettið og Atli segir skilið við bandið, enda bú- settur í Kaliforníu. Smellir: Orginal, Stjörnur. 2001 Nóg að gera: sveitaballa- sumar, Eldborg, Coldplay-upp- hitun, DVD-diskur með 12. ágúst 1999-gigginu og seinni tvíbura- platan, Logandi ljós. Sálin þykir hafa þroskast mikið og mynd- böndin þeirra vekja athygli, sér- staklega „lesbíumyndbandið“ við lagið Á nýjum stað. Smellir: Á nýjum stað, Syndir, Hinn eini sanni. 2002 Sálin á einn helsta smell ársins, Þú fullkomnar mig, sem Júlíus Kemp pant- ar fyrir myndina Maður eins og ég. Sinfónían og Sálin æfa saman prógramm sem er flutt á þrennum tónleikum í Háskólabíói. Æfingar hefj- ast fyrir söngleikinn Sól og Mána. Jens sendir frá sér sólóplötuna Six rooms. Smellur: Þú fullkomnar mig. Einar Bárðarson, athafna- og aðstoðarmaður. Hátíðleiki og heiðríkja barokk tónlistar lyftir andanum upp yfir amstur hversdagsins. Komdu og láttu Vatnamúsík Handels, Aríu á G-streng Bachs, Kanón Pachelbels og fleiri ljúfa barokktóna róa sálina. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Ekki missa af þessum frábæru tónleikum – tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is. Athugið að ekki er hægt að bóka sérkjör eða afslætti á Netinu. er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands EFTIRLÆTIS BAROKK Í LANGHOLTSKIRKJU FIMMTUDAGINN 20. NÓVEMBER | kl. 19.30 | ÖRFÁ SÆTI LAUS! FÖSTUDAGINN 21. NÓVEMBER | kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri | Nicholas Kraemer Einsöngvari | Dominique Labelle BAROKK BÆTIR GEÐ Framlínan árið 1991. Frá samstarfi Sálarinnar og Mela- bandsins 2002.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.