Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 36
16 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Péturskirkjan var vígð þenn- an dag eftir að hafa verið rúm 100 ár í smíðum. Hún var reist á rústum eldri kirkju sem hafði verið byggð á staðnum þar sem talið var að gröf heilags Péturs væri. Sú kirkja var byggð af Kon- stantínusi mikla milli 326 og 333. Undir lok 15. aldar lá fyrir að kirkjan var mikið skemmd og upp kom sú hugmynd að reisa alveg nýja kirkju. Bygging núverandi kirkju hófst í tíð Júlíusar II páfa árið 1506 og lauk í tíð Úrbanus- ar VIII 1626. Péturskirkjan er 213,4 metrar að lengd og 138 metrar á hæð. Grunnskipulag hennar er í stíl við latneskan kross með þremur göngum milli kirkjubekkja og mikilli hvelf- ingu beint uppi yfir háalt- arinu, en þar undir er talin vera gröf Péturs postula. Mi- chelangelo hannaði hvolf- þakið og á mestan heiður af endanlegu útliti kirkjunnar. Kirkjan skipar sérstak- an sess hjá kaþólskum, bæði sem dómkirkja páf- ans, og þar með höfuðkirkja alls kristindóms, og eins sem grafarkirkja heilags Pét- urs og nánast allra páfa eftir hans dag. Kirkjan er mikilvægur áfangastaður pílagríma. Allt fram til ársins 1989 var Péturskirkjan stærst allra kirkna eða þar til Frúarkirkjan í höf- uðborg Fílabeinsstrandarinnar, Yamoussoukro, var reist, sem er stærst allra kirkna í dag. ÞETTA GERÐIST: 18. NÓVEMBER 1626 Péturskirkjan í Róm vígð LISTMÁLARINN SVAVAR GUÐNASON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1909. „Þegar ég hef lokið við að mála mynd þá er ég búinn með hana. Svo legg ég hana fyrir daginn, og hann kveður upp sinn dóm.“ Svavar Guðnason var einn af brautryðjendum í norrænni og evrópskri abstraktlist. MERKISATBURÐIR 1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brennur. Margir verðmætir hlutir glatast. 1863 Kristján IX, konungur Dan- merkur, skrifar undir nóv- ember-stjórnarskrána þar sem Slesvík er lýst hluti af Danmörku. Það leiðir til styrjaldar við Þjóðverja. 1897 Blaðamannafélag Íslands er stofnað. 1905 Karl prins af Danmörku verður Hákon VII, konung- ur Noregs. 1918 Lettland lýsir yfir sjálf- stæði frá Rússlandi. 1993 Ný stjórnarskrá samþykkt í Suður-Afríku. Samskip hlutu á dögunum Starfsmenntaverðlaunin í flokki fyrirtækja fyrir framúrskarandi árangur í menntunarmál- um starfsfólks. „Verðlaunin eru dýrmæt viðurkenning á mannauðs- og fræðslustefnu okkar. Metnaðarfullt fræðslustarf hefur verið einn af lykilþáttum í starfsemi félagsins á undanförn- um árum,“ segir Bára Mjöll Ágústsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar Samskipa. „Við erum með gríðarlega breiðan hóp af starfsmönnum. Bæði fólk með litla formlega menntun að baki en einnig fólk með langa skólagöngu. Við leituðumst við að uppfylla ólík- ar fræðsluþarfir þessara starfsmanna og lítum á verðlaunin sem viðurkenningu á að okkur hafi tekist að ná utan um alla starfsemina. Þau gefa til kynna að við séum á réttri braut og hvetja okkur til frekari dáða.“ Hjá Samskipum er í grunninn lögð rík áhersla á að starfs- menn hafi öll lögbundin réttindi, eins og meirapróf, og að þeir fái nauðsynlega öryggisfræðslu. Auk þess er boðið upp á markvissa fræðslu sem er sérsniðin að ólíkum hópum. „Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa, kannaði fræðsluþörfina hjá hverjum hóp fyrir sig. Við höfum svo starfsmennina með í ráðum við val á fræðslu við hæfi,“ segir Bára en meðal þeirra námskeiða sem boðið er upp á má nefna tungumálanám, íslenskukennslu fyrir erlenda starfsmenn, stjórnendafræðslu, tölvunámskeið, sjálfstyrk- ingu og margs konar einstaklingsfræðslu. „Við lítum svo á að ef starfsmanni gengur vel í einkalíf- inu þá líður honum vel í vinnunni og öfugt sem skilar sér út í starfið,“ segir Bára en öll kennsla fer fram í kennslu- stofu félagsins. Auk námskeiðanna hefur félagið stofnað Flutningaskóla Samskipa þar sem boðið er upp á sérhæft nám fyrir starfs- menn félagsins sem eiga stutta formlega skólagöngu að baki. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu til allt að 23 eininga á framhaldsskólastigi. Aðalmarkmið skól- ans er að styrkja faglega hæfni starfsmanna, auka sjálfs- traust þeirra og möguleika á starfsþróun. Þetta er í níunda sinn sem Starfsmenntaverðlaunin eru veitt en Starfsmenntaráð stendur að baki þeim. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning fyrir fyrirtæki sem vinna framúr- skarandi starf á sviði starfsmenntunar. vera@frettabladid.is SAMSKIP: HLJÓTA STARFSMENNTAVERÐLAUNIN Fræðsla við hæfi Bára Mjöll Ágústsdóttir og Auður Þórhallsdóttir eru meðal þeirra sem eiga veg og vanda af framúrskarandi fræðslustefnu Samskipa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og barnabarn, Sigurður Heiðar Þorsteinsson lést föstudaginn 14. nóvember. Minningarathöfn verður í Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. nóv- ember kl. 14.00. Hann verður jarðsunginn miðviku- daginn 26. nóvember kl. 15.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þorsteinn Örn Björgvinsson Hulda Sigurðardóttir Ásta Særún Þorsteinsdóttir Hinrik Ingi Guðbjargarson Birkir Þorsteinsson Þorsteinn Logi Hinriksson og aðrir vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún J. Geirdal Suðurgötu 38, (áður til heimilis að Vesturgötu 98) Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 13. nóv- ember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 14. Dröfn Lavik Severin Lavik Njörður Geirdal Sigurbjörg Snorradóttir og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Guðmundsdóttir (Besta) Fannborg 8, Kópavogi, áður til heimilis að Boðaslóð 19, Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 14. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurgeir Jóhannsson Kristín Sigurgeirsdóttir Unnsteinn Jónsson Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir Steinar Ó. Stephensen Auður Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengda- móður, Maríu Guðbjartsdóttur Hringbraut 50, áður til heimilis að Dalbraut 16, Reykjavík. Sigríður Ósk Óskarsdóttir Hermann Sigfússon Halldóra Björt Óskarsdóttir Guðmundur R. Jónsson Þráinn Ingólfsson Guðríður Hermannsdóttir Ólafur Jón Ingólfsson Margrét Á. Hallsdóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra, Elín Þórðardóttir frá Miðhrauni, Reykjavíkurvegi 31, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 12. nóvember sl. Jarðsungið verður frá Áskirkju fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Vandamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Björnsdóttir Árdal frá Karlsskála við Reyðarfjörð, lést föstudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Guðný Árdal Björn Árdal Gísli Afreðsson Kolbrún Sæmundsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Vilborg Bjarnadóttir frá Skáney, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi sunnudaginn 16. nóvember. Bjarni Marinósson Jakob Marinósson Þorsteinn Marinósson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stefanía I. Guðmundsdóttir áður til heimilis að Tunguvegi 5, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi fimmtudaginn 13. nóv. sl. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 20. nóv. kl. 13.00. Elín S. Ólafsdóttir Jónas Gestsson Guðjón M. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.