Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 42
22 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val stað- festi í samtali við Fréttablaðið í gær að hún væri mjög nálægt því að ganga frá málum við sænska stórliðið Linköpings sem varð bikarmeistari í Svíþjóð á síðasta keppnistímabili og hafnaði í öðru sæti í deildinni. Mörg félög voru á höttunum eftir Eyjastúlkunni snjöllu og var Los Angeles Sol til að mynda eitt þeirra en bandaríska félagið, sem mun leika í nýrri atvinnu- mannadeild þar í landi sem sett verður á laggirnar á næsta ári, var búið að fá leyfi til þess að ræða við hana um að ganga í félagið. Margrét Lára ætlaði sér að reyna að fara til Los Angeles og skoða aðstæður þar en nú lítur út fyrir að ekkert verði af því ævintýri. „Ég vonast nú til þess að gengið verði frá málum við Linköpings sem allra fyrst, þar sem ég er mjög spennt fyrir félaginu og leist rosalega vel á allar aðstæður þar. Ég er búin að fá tilboð frá þeim og sendi annað á móti eins og gengur og gerist í þessu og á von á svari þaðan fljótlega. Þetta gæti jafnvel dottið inn á morgun [í dag]. Ef allt gengur að óskum þá mun ég sem sagt ganga til liðs við Linköpings og reikna þar af leiðandi með því að geyma LA [Los Angeles] í bili,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára er vitaskuld einnig með hugann við íslenska landsliðið en á hádegi í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Þar eru tólf lið í pottinum og nokkur af bestu landsliðum heims og Margrét Lára á sér draumamótherja fyrir íslenska landsliðið. „Það er mikil eftirvænting hjá manni og spennandi að sjá hvaða liðum við mætum. Þegar við vitum það, getum við líka farið á fullt að undirbúa okkur og lesið leik þeirra liða sem við mætum. Auðvitað von- umst við eftir sem hagstæðustum riðli en þegar komið er í svona mót þá eru þetta náttúrulega allt frábær lið með heimsklassaleikmenn innanborðs. Ég myndi því alveg eins vilja fá bara Þýskaland og eigum við ekki bara að segja að draumurinn sé að við og Þjóðverjar færum upp úr riðlinum,“ segir Margrét Lára á léttum nótum. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: MUN AÐ ÖLLU ÓBREYTTU GANGA Í RAÐIR SÆNSKA STÓRLIÐSINS LINKÖPINGS Reikna með því að geyma Los Angeles í bili Þér er boðið að gerast félagi í öflugasta stuðningsmannaklúbbnum á Íslandi. Fyrir aðeins 2500 kr. árgjald færðu eftirfarandi: 4 glæsileg tölublöð af Rauða Hernum - tímariti Liverpoolklúbbsins Forgang í ferðir sem klúbburinn skipuleggur í samvinnu við Úrval / Útsýn Barmmerki klúbbsins Dagatal Glæsilega jólagjöf Fallegt og eigulegt félagsskírteini Afslátt á Liverpoolvörum í Jóa útherja Tækifæri til að láta gott af sér leiða í skemmtilegum félagsskap þar sem menn vinna að sameiginlegu áhugamáli Ertu orðinn félagi? Það er ekki eftir neinu að bíða - skráðu þig strax í dag! Vertu með í að gera stóran klúbb enn stærri. Nánari upplýsingar er að finna á www.liverpool.is > Dregið í riðla fyrir EM 2009 Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppni kvenna, sem fram fer í Finnlandi á næsta ári, í dag kl. 12. Íslendingar tryggðu sér sællar minningar þátttökurétt á EM með því að leggja Íra að velli samanlagt í tveimur umspilsleikjum og er liðið því í þriðja styrkleikaflokki af þremur ásamt öðrum þjóðum sem komust í lokakeppnina í gegnum umspil. Landsliðsþjálfar- inn Sigurður Ragnar Eyjólfsson og landsliðfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir verða viðstödd dráttinn í Helsinki. N1-deild karla í handbolta Stjarnan-Fram 27-29 (11-16) Mörk Stjörnunnar: Hermann Björnsson 5 (9), Hrafn Ingvarsson 5 (10), Ragnar Helgason 3 (6/1), Jón Jónsson 3/1 (7/2), Jón Gunnarsson 2 (2), Kristján Kristjánsson 2 (3), Fannar Þorbjörns- son 2 (4), Fannar Friðgeirsson 2/1 (5/2), Guð- mundur Guðmundsson 1 (2/1), Daníel Einars. 1 (2), Eyþór Magnús. 1 (4), Vilhjálmur Halldórs (2) Varin skot: Styrmir Sigurðsson 7 (23 30,4%), Svavar Már Ólafsson 6 (19/1 31,6%) Hraðaupphlaup: 6 Fiskuð víti: 6 (Fannar Ö. 3, Fannar, Hrafn, Jón). Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 11/1 (19/1), Rúnar Kárason 5 (12/1), Guðjón Finnur Drengsson 4 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Magnús Einarsson 2 (2), Brjánn Brjánsson (1), Grétar Garðarsson (1) Varin skot: Davíð Svansson 15/3 (38/5 39,5%), Magnús Gunnar Erlendsson 1 (5 20%) Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 2 (Andri, Haraldur) Iceland Express-deild karla KR-Njarðvík 103-48 (59-24) Stig KR: Jason Dourisseau 18, Darri Hilmarsson 17, Fannar Ólafsson 13, Pálmi Sigurgeirsson 13, Jakob Sigurðarson 13, Jón Arnór Stefánsson 10, Ólafur Már Ægisson 7, Ellert Arnarson 4, Skarp- héðinn Ingason 2, Helgi Magnússon 2, Hjalti Kristinsson 2, Baldur Ólafsson 2. Stig Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 18, Logi Gunn- arsson 10, Hjörtur Einars. 10, Elías Kristjánsson 4, Magnús Gunnarsson 3, Friðrik G. Óskarsson 3. Keflavík-Stjarnan 93-59 Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 33 (6 frák.), Sigurður Þorsteinsson 22 (19 frák.), Sverrir Þór Sverrisson 11, Hörður Axel Vilhjálmsson 8, Vilhjálmur Steinarsson 6, Almar Guðbrandsson 6, Elvar Sigurjóns. 2, Jón N. Hafsteins. 2 (10 frák.). Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 15 (13 frák.), Ólafur Sigurðsson 14, Guðjón Lárusson 8, Fannar Helgason 6 (12 frák.), Justin Shouse 4, Hjörleifur Sumarliðason 4, Birkir Guðlaugsson 3. ÍR-Skallagrímur 93-58 ÚRSLIT HANDBOLTI Fram náði FH að stig- um í þriðja sæti N1 deildar karla þegar liðið lagði Stjörnuna nokkuð auðveldlega í Garðabæ, 29-27. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum þar sem Stjarn- an skoraði þrjú síðustu mörk leiks- ins án þess að ná að hleypa spennu í leikinn. Fram skoraði sex fyrstu mörk leiksins og í hvert sinn sem Stjarn- an náði að minnka muninn gaf Fram í og varð leikurinn því aldrei spennandi. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur við forgjöfina sem lið hans gaf gestunum. „Lið sem er á heimavelli og lendir 6-0 undir, þar er greinilega eitthvað að. Ég þarf að fara yfir undirbúninginn. Ég átti ekki von á að liðið kæmi stein- sofandi til leiks. Við klikkum líka á fjórum vítum í heildina,“ sagði Patrekur. „Fram átti engan stórleik en voru betri í dag. Það dugði hjá þeim að spila á 80% hraða. Eins og staðan er í dag getum við gleymt fjórum efstu,“ en Stjarnan ætlaði sér stóra hluti á tímabilinu. Patr- ekur segir markmiðin ekki hafa breyst þrátt fyrir dapurt gengi það sem af er móti. „Ég hef enn þá fulla trú á liðinu og strákunum en á meðan menn koma ekki klárir í svona úrslita- leiki þá bendir það til þess að við séum með óraunhæf markmið.“ Fram hefur oft leikið betur í vetur en liðið gerði það sem það þurfti án þess að eyða of mikilli orku í leikinn. „Við vorum alltaf með þetta. Þeir komust aldrei nálægt okkur. Við byrjum vel og héldum því þrátt fyrir að vera ekki á fullum hraða í þessum leik. Við hefðum getað drepið í þeim margoft en slökuðum alltaf á. Þegar þeir nálg- uðust okkur þá gáfum við alltaf í,“ sagði Andri Berg Haraldsson að lokum. - gmi Fram þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum á Stjörnunni í Mýrinni í gær: Staða Stjörnunnar versnar enn STERKUR Skyttan stórefnilega, Rúnar Kárason, átti enn á ný fínan leik fyrir Framara er Safamýrarliðið vann fyrirhafnarlítinn sigur á Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI KR vann sinn áttunda leik í röð í Iceland Express-deild- inni þegar Njarðvík kom í heim- sókn og yfirburðirnir voru gríðar- legir eins og lokatölurnar, 103-48, gefa til kynna. „Þetta var slátrun. Allt sem gat farið úrskeiðis, fór úrskeiðis og þeir slátruðu okkur bara. Þeir spil- uðu grimman varnarleik og þegar skotin detta ekki niður hjá okkur erum við í djúpum skít,“ segir Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson dapur í bragði í leiks- lok. Jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhluta og stað- an var jöfn 14-14, þegar KR-ingar duttu allsvakalega í gírinn og gjör- samlega keyrðu yfir Njarðvík- inga. Við tók hrina þar sem heima- menn skoruðu átján stig á móti aðeins tveimur stigum gestanna og skyndilega orðinn helmings munur á liðunum, 32-16, að fyrsta leikhlutanum loknum. KR-ingar héldu áfram í öðrum leikhluta og sýndu alla sína bestu takta. Léku grimman varnarleik og sóknarlega virtist engu máli skipta hver tók skotið, allt fór ofan í. Lánlausir Njarðvíkingar áttu því í bullandi vandræðum varnarlega en ekki síður í sókninni þar sem mestu munaði að stórskytturnar Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson fundu sig engan veg- inn og komust varla á blað. Sýningin hélt áfram hjá KR í þriðja og fjórða leikhluta og þá kom líka bersýnilega í ljós hversu sterk liðsheildin er hjá Vestur- bæingum. Það var vel við hæfi að Skarphéðinn Ingason hafi skorað síðustu stig KR í leiknum en hann var þá eini leikmaður liðsins sem var ekki búinn að skora stig. „Við spiluðum grimman varnar- leik og sýndum hversu sterka liðs- heild við búum yfir. Við lögðum sérstaklega upp með að stíga vel út á móti Loga og Magga og það gekk vel upp hjá okkur og þeir náðu sér ekki á strik. Þeir eru báðir þrjátíu stiga menn á eðlileg- um degi og ég sé önnur lið en okkur ekki ná að halda þeim svona niðri,“ segir Fannar Ólafsson sem viðurkennir að lágt stigaskor Njarðvíkinga hafi glatt sig sér- staklega. „Við gerðum veðmál við þjálfar- ana um að þeir myndu taka svo- kallaða „Suicide-spretti“ ef við myndum halda Njarðvíkingum undir sextíu stigum, einn sprett fyrir hvert stig undir sextíu og ég á von á því að æfingin á morgun verði afar skemmtileg,“ segir Fann ar með stríðnistóni. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, kvaðst nauðbeygður verða að standa við sinn hluta veðmáls- ins. „Vörnin var alveg frábær í þessum leik og ég get ekki beðið um meira en þetta. Ef það var veð- málið sem varð til þess að þeir spiluðu með þessum hætti þá verð ég víst að halda því áfram og hlaupa mig niður í einhver fimm- tíu kíló,“ segir Benedikt glaðbeitt- ur. omar@frettabladid.is Njarðvíkurljónunum var slátrað KR-ingar spiluðu sinn allra besta leik í Iceland Express-deildinni í gær þegar þeir niðurlægðu Njarðvíkinga, 103-48, á heimavelli í gær. Gestirnir áttu engin svör við ótrúlegum varnarleik heimamanna. AUÐVELT Jakob Örn Sigurðarson skorar eina af mörgum auðveldum körfum KR í gær. Magnús Þór Gunnarsson getur ekki annað gert en horft á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.