Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 44
 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR24 EKKI MISSA AF ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. SJÓNVARP NORÐURLANDS STÖÐ 2 18.15 Fréttir og Að norðan Endurtekið á klst. fresti til kl. 12.15 daginn eftir. N4 Sjónvarp Norðurlands Digital Ísland rás 15 16.05 Sportið (e) 16.35 Leiðarljós (Guiding Light) 17.15 Táknmálsfréttir 17.25 Bjargvætturin (Captain Flamingo) (4:26) 17.50 Latibær (e) 18.15 Sunnudagskvöld með Evu Maríu (e) 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.10 Everwood (22:22) Bandarísk þáttaröð um heilaskurðlækni og ekkjumann sem býr ásamt tveimur börnum sínum í smábænum Everwood í Colorado. Aðal- hlutverk leika Treat Williams, Gregory Smith, Emily Van Camp og Debra Mooney. 20.55 Með blæju á háum hælum (Med slør og høje hæle) (5:6) Danskir ferðaþættir frá Austurlöndum nær. 21.25 Frá Oakland til Íslands - Hipphopp heimkoma (From Oakland to Iceland - A Hip Hop Homecoming) Þáttur um plötusnúðinn Illuga Magnússon. 22.00 Tíufréttir 22.25 Rannsókn málsins - Ferilskrá- in (Trial & Retribution XIII: Curriculum Vitae) (2:2) Bresk spennumynd frá 2007 í tveimur hlutum. Aðalhlutverk: David Hayman, Victor- ia Smurfit og Dorian Lough. 23.35 Njósnadeildin (Spooks)(8:10) (e) 00.30 Kastljós (e) 01.00 Dagskrárlok 08.00 Pelle Politibil 10.00 The Family Stone 12.00 The Longest Yard 14.00 Raise Your Voice 16.00 Pelle Politibil 18.00 The Family Stone 20.00 The Longest Yard Gamanmynd með Adam Sandler og Chris Rock í aðalhlut- verkum. 22.00 The American President Róm- antísk gamanmynd með Michael Douglas og Anette Bening í aðalhlutverkum. 00.00 Carried Away 02.00 Kiss Kiss Bang Bang 04.00 The American President 06.00 La vie aprés l‘amour 18.00 Spænsku mörkin Allir leikirnir og öll mörkin skoðuð. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport kryfja alla leiki helgarinnar. 18.30 Þýski handboltinn - Hápunktar Hver umferð gerð upp í þessum flotta þætti um þýska handboltann. Handknattleikur á heimsmælikvarða. 19.10 Fréttaþáttur Meistaradeild- ar Evrópu Hver umferð er skoðuð í bak og fyrir. Viðtöl við leikmenn liðanna og komandi viðureignir skoðaðar. 19.40 Bardaginn mikli Að margra mati er Sugar Ray Robinson besti boxari allra tíma. Hann gerðist atvinnumaður 1940 og átti langan feril. Einn helsti andstæðingur hans var Jake LaMotta en þeir börðust sex sinnum. 20.35 2008 Ryder Cup Official Film Ryder keppnin 2008 skoðuð í máli og mynd- um. Í þessari frábæru mynd er keppnin skoð- uð í bak og fyrir frá upphafi til enda. 21.55 NBA - Bestu leikirnir Viðureign- ir Lakers og Celtics á níunda áratugnum eru löngu komnar í sögubækunar. Hér sjáum við sjötta leik liðanna í úrslitarimmunni fyrir tut- tugu árum (1985). 23.25 Timeless Íþróttahetjur eru af öllum stærðum og gerðum. Í þættinum er fjallað um fólk sem æfir og keppir í ólíkum íþrótta- greinum en allt er það íþróttahetjur á sinn hátt. 14.40 Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Blackburn og Sunderland . 16.20 Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Bolton og Liverpool. 18.00 Premier League World Nýr þátt- ur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 18.30 Coca Cola mörkin Allir leikirnir, öll mörkin og allt það umdeildasta skoðað í þessu magnaða markaþætti. 19.00 Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Everton og Middlesbrough. 20.40 Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Newcastle og Wigan. 22.20 Ensku mörkin Allir leikir umferð- arinnar í ensku úrvalsdeildinni skoðaðir. Öll mörkin og öll bestu tilþrifin á einum stað. 23.15 Enska úrvalsdeildin Útsending frá leik Man. Utd og Stoke. 06.00 Óstöðvandi tónlist 08.00 Dr. Phil (e) 08.45 Vörutorg 09.45 Óstöðvandi tónlist 16.15 Vörutorg 17.15 Dr. Phil Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál, segir frá- bærar sögur og gefur góð ráð. 18.00 Singing Bee (9:11) Íslensk fyrir- tæki keppa í skemmtilegum leik þar sem keppendur þurfa ekki að kunna að syngja heldur einungis að kunna textann við vin- sæl lög. Það er starfsfólk ólíufélaganna Olís og N1 sem mæta til leiks. 19.00 Skrekkur 2008 Bein útsending frá árlegri hæfileikakeppni nemenda í 8. til 10. bekkjar í grunnskólum höfuðborgar- svæðisins. 21.00 Innlit / Útlit (9:14) Hönnun- ar- og lífsstílsþáttur þar sem Nadia Banine og Arnar Gauti koma víða við. Þau heim- sækja skemmtilegt fólk og áhugaverð fyr- irtæki. Sýndar verða hagnýtar og skemmti- legar lausnir fyrir heimilið sem þurfa ekki að kosta mikið. 21.50 In Plain Sight (9:12) Sakamálaser- ía um hörkukvendi sem vinnur fyrir banda- rísku vitnaverndina. Einnar nætur gaman með vitni sem Mary á að vernda kemur í bakið á henni þegar vitnið er grunað um morð. 22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 23.30 CSI. New York (13:21) Banda- rísk sakamálasería um Mac Taylor og félaga hans í rannsóknardeild lögreglunnar í New York. (e) 00.20 Vörutorg 01.20 Óstöðvandi tónlist 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Smá skrítnir foreldrar, Dynkur smáeðla, Stóra teiknimynda- stundin og Ruff‘s Patch. 08.15 Oprah 08.55 Í fínu formi 09.10 Bold and the Beautiful 09.30 La Fea Más Bella (194:300) 10.15 America‘s Got Talent (3:15) 11.15 Hell‘s Kitchen (11:11) 12.00 Grey‘s Anatomy (12:25) 12.45 Neighbours 13.10 The Object of Beauty 14.50 The Complete Guide To Parent- ing (6:6) 15.25 Sjáðu 16.00 Saddle Club 16.23 Tutenstein 16.48 Ben 10 17.13 Ginger segir frá 17.33 Bold and the Beautiful 17.58 Neighbours 18.23 Markaðurinn og veður 18.30 Fréttir 18.47 Íþróttir 18.54 Ísland í dag 19.17 Veður 19.30 The Simpsons (19:20) 19.55 Friends (23:25) 20.20 Two and a Half Men (16:19) 20.45 The Big Bang Theory (14:17) Leonard og Sheldon eru eldklárir eðlisfræð- ingar sem þekkja eðli alheimsins mun betur en eðli mannsins. Þegar þeir kynnast ná- granna sínum, Penny, sem er einlæg, fögur og skemmtileg fara þeir að sjá lífið í nýju ljósi. 21.10 Chuck (12:13) 21.55 Terminator. The Sarah Connor Chronicles (9:9) 22.40 The Daily Show. Global Edition 23.05 Kompás 23.35 Grey‘s Anatomy (4:24) 00.20 Saving Face 01.55 The Object of Beauty 03.35 Chuck (12:13) 04.20 The Big Bang Theory (14:17) 04.40 The Simpsons (19:20) 05.05 The Daily Show. Global Edition 05.30 Fréttir og Ísland í dag 22.00 The American Presid- ent STÖÐ 2 BÍÓ 21.15 The War at Home STÖÐ 2 EXTRA 21.00 Innlit / Útlit SKJÁREINN 20.45 The Big Bang Theory STÖÐ 2 20.10 Everwood SJÓNVARPIÐ > Adam Sandler „Mér er sama hvað öðrum finnst um það sem ég er að gera. Það eina sem skiptir mig máli er hvað félagar mínir segja enda treysti ég þeim algjörlega.“ Sandler fer með aðalhlut- verkið í kvikmyndinni The Longest Yard sem sýnd er á Stöð 2 bíó í kvöld. Í KVÖLD KL. 19:20 Í OPINNI DAGSKRÁ CSI REYKJAVÍK Einstök innsýn í störf tæknideildar rannsóknarlögreglunnar við lausn sakamála. KOMPÁS Atburðarás undanfarinna tveggja mánaða er farin að verða óskiljanleg endaleysa og minnir að vissu leyti á súrrealíska framvindu mála í þáttunum Twin Peaks eftir meistara David Lynch. Hver drap Lauru Palmer? Hvar er Bob og hvað tákna eiginlega uglurnar? Nema auð- vitað að Twin Peaks var allskemmtilegri flétta og jafnvel skiljanlegri. Margir vinir mínir eru komnir með algjört „krepputalsóþol“ og orðið er bannað í öllum umræðum. Flestir eru sammála um að þetta „ástandstímabil“ verði að lokum til góðs og að ýmislegt gott, frumlegt og skapandi komi fram í stað endalausrar veraldarhyggju. Þessi kreppuflótti leiðir líka til þess að maður sökkvir sér í eitthvað allt annað en umræðu- þætti og fréttatíma og grafi upp eitthvað langtum meira hressandi. Költ sjónvarpsþættir eru einmitt kjörnir til að leiða hugann að öðru og engir slíkir sem komast í hálfkvisti við fyrr- nefnda Twin Peaks. Um leið og fyrstu þættirnir birtust fyrst á skjánum fyrir um átján árum varð ljóst að þar var eitthvað óumræðilega öðruvísi efni á ferð. Karakterar eins og hin fagra Laura Palmer (sem var að vísu plastinnpakkað lík í flestum þáttunum), hin kynþokkafulla Audrey Horne, alríkislögregluþjónninn Dale Cooper og allar þessar undarlegu verur eins og illi andinn Bob sem læðist síðhærður á glugga og dvergur í dularfullu rauðu herbergi sem talar afturábak. Við Íslendingar getum verið ótrúlega stolt yfir að fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar hafi framleitt þessa víðfrægu þætti og það er vonandi að ferskt og frumlegt efni sé eitthvað sem fari að sjást í íslenskri dagskrárgerð. Við getum nefnilega ekki horft upp á mikið meira af ömurlegum laugardagsþáttum um ekki neitt. VIÐ TÆKIÐ ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON VILL MEIRA AF BOB OG DULARFULLUM DVERGUM David Lynch í stað krepputals

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.