Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 46
26 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. skynfæri, 6. frá, 8. sarg, 9. bar að garði, 11. forfaðir, 12. sveigur, 14. morðs, 16. í röð, 17. skammst., 18. angra, 20. tveir eins, 21. nudda. LÓÐRÉTT 1. gljáhúð, 3. tveir eins, 4. fugl, 5. væta, 7. fyrirmynd, 10. sjór, 13. lær- dómur, 15. skítur, 16. spenna, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. auga, 6. af, 8. urg, 9. kom, 11. ái, 12. krans, 14. dráps, 16. þæ, 17. möo, 18. ama, 20. rr, 21. niða. LÓÐRÉTT: 1. lakk, 3. uu, 4. gráspör, 5. agi, 7. fordæmi, 10. mar, 13. nám, 15. sori, 16. þan, 19. að. „Fyrir mína parta hefur alltaf verið sólarljóst að áður en ég geng út af sviðinu ætla ég að láta þá Danna og Þór birtast aftur. Aldrei staðið annað til. Ég yfirgef ekki tvo vegalausa lukkuriddara á miðri ævi án þess að stýra þeim í enn meiri vandræði en unglingar geta fundið upp,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður. Fyrir helgi hittust á fundi að undirlagi Vesturports meðal ann- arra Þráinn, Gísli Örn Garðarsson og leikararnir Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Þar var rætt um hugsanlega gerð nýrrar Líf-myndar þar sem þeir Danni og Þór lenda í nýjum ævintýrum. Líf- myndir Þráins, Nýtt líf (1983), Dalalíf (1984) og Löggulíf (1985) eru einhverjar vinsælustu myndir íslenskar sem gerðar hafa verið. Þráinn er tregur í taumi að segja af þessum fyrirætlunum. Segist leiður að segja frá einhverjum hugmyndum sem eru á sveimi því ekki nema lítill hluti þeirra verður að veruleika. En hann lætur til leiðast. „Þetta eru skýjaborgir enn þá. Ekkert er komið af stað annað en alvarleg athugun á hvort þetta getur hentað öllum þessum aðil- um. Það var gaman á fundinum og allir jákvæðir. En ég trúi því ekki að ég sé að gera kvikmynd fyrr en búið er að taka upp í hana svo mikið að það borgar sig frekar að klára hana en hætta við,“ segir Þrá- inn. Þráinn mun skrifa handrit og leikstýra myndinni ef af verður. Segir reyndar að ef Gísli vilji leikstýra með sér væri það gaman. En þetta er ekki komið svo langt að menn séu farn- ir að rífast um það enda sé það leiðinlegasta starfið og um það verði örugglega friður. Verkefnið sé á mjög áhugaverðu viðræðu - stigi og farið að hugsa fyrir því hvernig megi fjármagna það. „En það hefur lengi verið mitt áhugamál að sjá hvern- ig karlarnir hafa elst og velta því fyrir mér hvar þeir eru staddir í lífsins ólgu- sjó,“ segir Þráinn. Spurður hvort kom- inn sé titill á mynd- ina, hvort Við- skiptalíf gæti til dæmis ekki hentað segir Þráinn það af og frá. „Núna? Mynd með þann titil fengi tölu- vert innan við hundrað áhorf- endur jafnvel þótt myndin yrði mjög góð. Reynd- ar gekk maður undir manns hönd og vildi fá mig til að gera Viðskiptalíf. Hafa þessa fugla þá fremsta í útrásinni. En það var ekki góð hugmynd. Þótt þeir séu vitlausir þá þekkja þeir þó á pen- inga. Þeir hafa aldrei verið í nema alvöru- plati upp á alvörupen- inga. Þeir fá ekkert út úr því að sjá tölur á tölvuskjá. Ég baðst undan því að blanda mínum heiðarlegu lukku- riddurum saman við þennan hænsnahóp.“ jakob@frettabladid.is ÞRÁINN BERTELSSON: SKIL EKKI VIÐ LUKKURIDDARA Á MIÐJUM ALDRI Þór og Danni snúa aftur ÞÓR OG DANNI Dalalíf úr hinni vinsælu kvikmyndaseríu. Nú standa vonir til að fjórða myndin líti dagsins ljós og fari jafnvel í tökur næsta sumar. „Ég er eiginlega algjörlega orðlaus. Þetta er stóráfall fyrir þjóðina og alla þjóðholla menn,“ segir Jóhann- es Kristjánsson eftirherma. Undir það tekur Pálmi Gestsson, liðsmað- ur Spaugstofunnar. Þeir Jóhannes og Pálmi hafa átt hvað mestan þátt í því að gera Guðna að einhverjum frægasta og eftirminnilegasta stjórnmálamanni þjóðarinnar með eftirhermum sínum. Guðni sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í gær, öllum til mikillar undrunar. Þeir Jóhannes og Pálmi eru sann- færðir um að litróf stjórnmálanna eigi eftir að verða fátæklegra með brotthvarfi Guðna. „Það er mikill missir að honum, Guðni er svolítið sérstakur, hann hefur sérstakan talanda eins og margir vita og segir oft litríka hluti. Hann vitnar mikið í Njálu og það síðasta sem ég heyrði Guðna segja var: „Hvar er atgeir- inn, Geir?“ segir Pálmi og bætir því við að búið sé að svipta hann heil miklum bitlingum með brott- hvarfi Guðna og þar áður Bjarna Harðarsonar. Jóhannes tekur ögn dýpra í árinni og líkir þessu við Skaftár- elda. „Guðni var með svo gott hjarta, hann var góður og heiðar- legur maður. Hann á stað í hjört- um þjóðarinnar. Ég eiginlega bara trúi þessu ekki enn þá,“ segir Jóhannes. „Ég verð bara að fara að halda ræður fyrir Guðna því hans tónn verður að lifa áfram í íslensku þjóðlífi.“ - fgg Grínistar syrgja Guðna Ágústsson „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta sé löglegt. Það er ekki meiri áhætta bundin við póker en bridds,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, talsmaður Pókersam- bands Íslands. Fyrsta mótið í mótaröð sambandsins verður haldið á veitinga- og skemmti- staðnum Gullöld í Grafarvogi sunnudaginn 23. nóvember klukk- an tvö. Um er að ræða Texas Hold’em 5.000 kr. Freeze Out. Einu skilyrðin eru að menn séu eldri en 18 ára og að þeir séu skráðir í Pókersamband Íslands. Sextíu og fjórir fá þátttökurétt. Að sögn Sveins Andra er reikn- að með mikilli þátttöku þrátt fyrir allt krepputal. „Þetta eru ekki svo háar fjárhæðir sem menn greiða í formi þátttökugjaldsins. Ef mönn- um gengur síðan vel geta þeir gengið út með nokkuð feitan vinn- ing.“ Sveinn tekur skýrt fram að þátttökugjaldið muni fara út í formi vinninga. Ekki sé því um neinn hagnað að ræða fyrir móts- haldara. Hann hafði það hins vegar ekki á reiðum höndum hversu margir vinningshafarnir yrðu. Sveinn Andri hafði enga trú á því að örlög mótsins yrðu svipuð og pókermót Sindra Lúðvíkssonar í Gismo fyrir rúmu ári. En þá stöðvaði lögreglan mótið og tók allan varning í sína vörslu. „Ég tel mjög ólíklegt að þetta verði stöðv- að, ef það gerist hafa menn eitt- hvað lítið að gera.“ Karl Ingi Vilbergsson, aðstoð- arsaksóknari lögreglunnar í Reykjavík, hafði ekki heyrt af mótinu þegar Fréttablaðið bar það undir hann. Hann þorði ekki að segja til um hvort lögreglan myndi grípa til einhverra aðgerða. „Ef þetta mót er eitthvað sambærilegt og mótið sem við stöðvuðum fyrir rúmu ári þá væri það taktlaust af okkur að aðhafast ekkert,“ segir Karl sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og ætlaði að taka það til skoðunar. - fgg Lögreglan skoðar pókermót Pókersambandsins SANNFÆRÐUR UM LÖGMÆTIÐ Sveinn Andri Sveinsson er sann- færður um lögmæti mótsins. Hann efast um að lögregl- an muni grípa til einhverra aðgerða. VINSÆLL Guðni Ágústs- son sagði af sér þing- mennsku og formennsku í Framsókn- arflokknum í gær. Grínistar eiga eftir að sakna hans töluvert. SJÓNARSVIPTIR Þeir Pálmi og Jóhannes sjá mikið eftir Guðna. Með brotthvarfi hans hafi litróf stjórnmálanna fölnað töluvert. ÞRÁINN BERTELSSON Ætlar sér að gera mynd um þá Danna og Þór áður en hann yfirgefur sviðið. BESTI BITINN Í BÆNUM „Það eru Vegamót. Mér finnst satay-salatið þar rosagott og ég er líka hrifin af enchilada sem er mexíkóskur réttur.“ Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona. Ríkissjónvarpið sópaði til sín Eddu verðlaunum og því vakti nokkra athygli að Páll Magnússon útvarpstjóri var ekki viðstaddur né aðrir ráðherrar en Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir. Reyndar var fátt í salnum og fyrir útsendingu stóð Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðar- manna, fyrir því að áhorfendur þjöppuðu sér saman á fremstu bekkjum en fáir sem engir sátu efst í sal Háskólabíós. Það kom þó ekki að sök því rífandi stemning var við afhendingu verðlaunanna. Flestir mættu svo í partí sem Baltasar Kormákur blés til á Sólon en þar fór Balti upp á stól og sagði eina helstu ástæðu Edduverðlaunanna þá að slá mætti upp góðu partíi í tengslum við gerninginn. Hinn geðþekki trúbador Jójó hefur slegið á frest útgáfu plötu sinnar „Að vera vitur eftir á” sem á að vera til styrktar Hjarta- vernd að sögn vegna þess að það er svo mikið að gerast í þjóðfélaginu. Netmiðilinn Esctoday er jafnan talinn áreiðanlegasti Eurovision- vefurinn. Eitthvað bregst honum þó bogalistin þegar greint er frá íslenska forvalinu og lögunum sextán sem nú hafa verið valin til að keppa um hituna. Þeir hjá Esctoday halda nefnilega að Óskar Páll Sveinsson, sem samdi tvö af lögunum sextán, og Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna séu einn og sami maðurinn. Bent er á villuna í athugasemdafærslu við fréttina. Þar er líka spurt hvort Ísland hafi yfirhöfuð efni á að taka þátt í keppninni. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Brúðguminn. 2 Latibær. 3 Herdís Egilsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.