Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 2
2 19. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR UNDRAHEIMAR MANNSLÍKAMANS Búið ykkur undir að bregða á leik í manns- líkamanum í fylgd með galsafengnum gröllurum. Frábærlega flott myndskreytt bók um undraheima kroppsins. Þýðandi er Anna María Hilmarsdóttir D Y N A M O R E Y K JA V ÍK D Y N D Y N A M O D Y N A M OO D Y N A M O A M OO Y N A M OO D Y N A M O A M OOO D Y N A M Y N A MM N A M D Y N A MM N A M Y N A M Y N A M AA Y N AA D Y N AAA D Y NN Y NNNN YYYYYY D Y DDDDDD E R E Y K J R E Y K J E Y K R E Y K R E Y K R E Y K E K R YY R E Y E Y E R EE R E RRRR A VV A V ÍKKÍK DÓMSMÁL Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitarstjóri Gríms- eyjarhrepps, hefur verið ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt í opinberu starfi. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Fjár- drátturinn nemur á bilinu 15 til 20 milljónum króna, að því er Vísir.is greinir frá. Sveitarstjórinn fyrrverandi var dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa stolið nærri 13 þúsund lítrum af olíu til húshitunar. Fljótlega eftir það var farið að skoða bókhald Grímseyjarhrepps og þá vaknaði grunur um stórfelld fjársvik Brynjólfs. - jss Grunur um milljóna fjárdrátt: Fyrrum sveitar- stjóri ákærður LÖGREGLUMÁL Einn fjórmenning- anna sem setið hefur í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á láti manns í sumarbústað í Grímsnesi nýverið hefur verið látinn laus, en úrskurðaður í farbann til 18. febrúar 2009. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Jafn- framt að niðurstöður blóðferla- rannsóknar liggi fyrir. Gefi þær ákveðnar vísbendingar en lögreglustjóri vill ekki tjá sig um hverjar þær eru. Hann segir nú beðið eftir niðurstöðum krufningar og frekari niðurstöðum frá tækni- deild lögreglunnar. - jss Mannslátið í Grímsnesi: Einn fjórmenn- inga í farbann EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn gat beitt sér fyrir færslu Icesave- reikninga Landsbankans í erlend dótturfélög og þannig komið í veg fyrir Icesave-deiluna og þá kostn- aðarsömu niðurstöðu sem fékkst með samningaviðræðum Íslend- inga og Evrópusambandsins á sunnudag. Þetta er mat Jóns Steinssonar, hagfræðings og lektors við Columbia háskóla. „Seðlabankinn hefði getað notað heimildir um bindiskyldu til að koma Icesave í erlend dótturfélög og þannig komið í veg fyrir öll þessi vandræði okkar,“ segir Jón. Synd sé að bankinn hafi ekki beitt sér fyrir því. Jón gagnrýndi Seðlabankann fyrir röð mistaka eftir hrun bankakerfisins í Fréttablaðinu á mánudag. Um leið varði hann vaxtastefnu bankans – líkt og hann gerði tíðum meðan gagnrýnisraddir þeirrar sömu vaxtastefnu voru háværar. Um samkomulagið sem náðist í Brussel um helgina segir Jón að í því felist góð niðurstaða fyrir Íslendinga. „Þetta er í rauninni hin augljósa lausn. Hugmyndir Breta um að við borguðum meira og hugmyndir Íslendinga um að við borguðum minna voru ósann- gjarnar.“ - bþs Jón Steinsson hagfræðingur segir synd að Seðlabankinn hafi ekki beitt sér: Gat komið Icesave í dótturfélög JÓN STEINSSON hagfræðingur telur að Seðlabankinn hefði getað beitt sér fyrir færslu Icesave-reikninganna í erlend dótturfélög. Sveinn, er ekki full mikið lagt undir með þessu? „Nei, við erum með fjóra ása.“ Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er talsmaður Pókersambands Íslands sem stendur fyrir pókermóti síðar í mánuð- inum. Lögreglan hefur haft afskipti af öðrum mótum hérlendis. STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, sem sagði af sér þingmennsku og formennsku Framsóknarflokks- ins í fyrradag, hélt í frí til Kanaríeyja í gær ásamt Mar- gréti Hauksdóttur, eiginkonu sinni. Guðni vildi ekki ræða við fjölmiðla þegar þeir biðu hans fyrir utan heimili Guðna í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Guðni hefði verið harðlega gagnrýndur á mið- stjórnarfundi Framsóknar- flokksins um síðustu helgi. Er Guðni sagður hafa reiðst þeirri gagnrýni mjög. Er það skoðun margra fundarmanna að gagnrýnin hafi ráðið úrslitum um að Guðni hafi sagt af sér formanns- og þingmennsku. - kg Fyrrverandi þingmaður: Guðni og frú í frí til Kanarí Á LEIÐINNI ÚT Guðni Ágústsson vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Helgi Gunnlaugs- son, prófessor við félagsfræðiskor Háskóla Íslands, segir að í þeim mikla vanda sem nú steðjar að Íslendingum sé gríðarlega mikil- vægt að höggið lendi jafnt á fólki. Það er að einn hópur beri ekki þyngri byrðar en annar. Verka- lýðshreyfingar og aðrir hags- munaaðilar auk stjórnvalda verði fyrst og fremst að vinna að jöfn- uði. Nú virðist stefna í mikla félagslega misskiptingu sem sé „ávísun á mikinn félagslegan óstöðugleika og meiri eymd“. Jöfnuður sé sérstaklega mikil- vægur í ljósi þess hve fámennt Ísland er auk þess sem hér sé hefð fyrir jöfnuði, ólíkt því sem gerist til dæmis í Bretlandi og Banda- ríkjunum. „Frekari ójöfnuður hér á landi skapar stórhættu,“ segir hann og vísar til þess ójöfnuðar sem hætta er að skapist vegna atvinnuleysis og samdráttar. Þá segist Helgi óttast að ungt fólk, sem nýlega hefur fest kaup á húsnæði og er jafnvel með ung börn, verði látið eitt bera hitann og þungann af kreppunni. Þeir sem eldri eru og keyptu húsnæði á mun hagstæðari tímum og eiga ekki mörg ár eftir á íslenskum vinnu- markaði verði að taka tillit til þess að ekki sé hægt að tala um „gæfu- smiði“ í samhengi við þjóðfélags- þróunina sem orðið hafi. Hver og einn vinni bara eftir þeirri sam- félags gerð sem búið sé að móta. „Það er ávísun á mikla ólgu að bjóða upp á slíkan málflutning,“ segir hann og vísar til orða Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrum banka- stjóra Landsbankans, í október. Ingunn S. Þorsteinsdóttir hag- fræðingur segir að í ljósi veiking- ar á gengi krónunnar, sé saman- burðurinn á launum Íslendinga við það sem gerist annars staðar, til dæmis á Norðurlöndum, Íslendingum mjög óhagstæður. Helgi segir að samanburður- inn við laun í öðrum löndum reynist Íslendingum erfiður og mikilvægt að samanburðurinn við kjör annarra hér á Íslandi reynist fólki ekki jafn þungbær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Helga. Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru fyrir helgi fyrsta skrefið. Brýnast sé að vinna að því að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi svo sem með vaxtalækkunum. „Háir vextir eru að drepa fyrirtækin og valda skelfilegu atvinnuleysi.“ karen@frettabladid.is Frekari ójöfnuður skapar stórhættu Veiking á krónunni gerir samanburð á launum Íslendinga mjög óhagstæðan við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Prófessor segir mjög mikil- vægt að gæta að jöfnuði í þeirri stöðu sem komin er upp á Íslandi. INGUNN S. ÞORSTEINSDÓTTIR GYLFI ARNBJÖRNSSON HELGI GUNNLAUGSSON ÍSLENDINGAR Hefð er fyrir jöfnuði á Íslandi. Prófessor í félagsfræði segir stór- hættu geta skapast aukist enn á ójöfnuð í kjölfar atvinnuleysis og þrenginga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Stjórnvöld eiga að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í síðasta lagi í febrúar, víkja stjórnendum Seðla- banka og Fjármálaeftirlits frá strax og fella lög um eftirlaun æðstu ráðamanna úr gildi, segir í ályktun Samfylkingarfélags Borgar byggðar. Í ályktuninni segir enn fremur að nái ríkisstjórnarflokkarnir ekki saman um þessi, og önnur mál, eigi Samfylkingin að slíta stjórn- arsamstarfinu og stuðla að því að boðað verði til þingkosninga. „Það sem hefur legið ljóst fyrir, og hefur oft komið fram hjá mér, er að það er auðvitað ákveðin óþreyja í okkar flokki, bæði hvað varðar bankastjórn Seðlabankans og Evrópusambandið,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, spurð um ályktunina. Hún segir að greinilegt sé að samfylkingarfélagið vilji gefa Sjálfstæðisflokknum ráðrúm til að fjalla um Evrópumálin á lands- fundi í lok janúar, áður en ríkis- stjórnin taki ákvörðun um aðild- arviðræður að Evrópusambandinu. Í ályktuninni er einnig lögð áhersla á að bankakerfið verði mannað fólki sem ekki beri ábyrgð á fyrri afglöpum. Einnig að gengið verði lengra en boðað hefur verið við björgun heimila í landinu, til að koma í veg fyrir að fasteignaeigendur verði skuldaþrælar um ókomna fram- tíð. - bj Samfylkingarfélag vill slíta stjórnarsamstarfi náist ekki samstaða um nokkur mál: Vilja aðildarviðræður fyrir lok febrúar FORMAÐURINN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega óþreyju innan Samfylkingarinnar í garð samstarfs- flokksins í ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL „Ég segi fyrir mig og hugsa að ég tali þar fyrir munn margra annarra að ég vildi gjarnan að ég hefði hlustað betur,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrum formað- ur bankastjórnar Landsbankans og fyrrum framkvæmda- stjóri Sjálfstæð- isflokksins, um ræðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á þingi Viðskipta- ráðs Íslands í gærmorgun. „Mér fannst ræðan afskaplega skýr og skilmerkileg. Hún leiddi fram fjölmörg atriði sem hingað til hefur ekki verið fjallað mikið um í aðdraganda þeirra miklu erfiðleika sem bankarnir mættu og undirstrik- aði með mjög öflugum hætti þau viðvörunarorð sem Davíð Oddsson hafði svo oft uppi um ýmsar hættur sem að hagkerfinu steðjuðu,“ segir Kjartan. - ikh, óká / sjá Markaðinn Kjartan Gunnarsson: Hefði betur hlustað á Davíð KJARTAN GUNNARSSON Uppsagnir yfirvofandi Fólki verður að öllum líkindum sagt upp á Landspítalanum, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi.is. Hún leggur áherslu á að þjónusta við sjúklinga verði ekki skert. HEILBRIGÐISMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.