Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 8
8 19. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR SAMGÖNGUR Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hætta við útboð á akstri á rúmlega helmingi leiða sinna. Ástæðan er bágt efnahags- ástand. Útboðið tók til átta ára og var heildarvirði samnings nálægt tíu milljörðum króna. Reynir Jónasson, forstjóri Srætós bs., segir nokkur atriði hafa spilað inn í ákvörðunina. Bjóðendur hafi átt í vandræðum með að verða sér úti um banka- tryggingar. „Þá er óhægt um vik með svona útboð þegar gengið er óþekkt stærð. Það hefði verið óvarlegt að festa gengi á keyptum bílum í hæstu hæðum ef gengið lækkar svo verulega. Sá kostnaður hefði farið á sveitarfélög og á endanum á skattgreiðendur þar.“ Með útboðinu átti að endurnýja helming af vagnaflotanum. Reynir segir að óheppilegt sé að það tefj- ist, en lítið annað sé í stöðunni. „Þessar tafir eru vondar fyrir okkur og því er ekki að leyna að ákveðinn hluti vagnanna er kom- inn til ára sinna. En það bíða allir í óvissu og við munum ekki leysa þetta á annan hátt, heldur bíða eftir að útboðinu verði komið á aftur.“ Reynir segir að sú vinna sem bjóðendur hafi lagt í útboðið sé ekki unnin fyrir gýg. „Menn geta nýtt hana ef og þegar við förum aftur af stað í útboð. Það var ekki síst óánægja bjóðenda með ýmis mál, svo sem gengið, sem olli ákvörðun okkar.“ - kóp Stjórn Strætó bs. hættir við útboð á akstursleiðum vegna kreppunnar: Tíu milljarða útboð slegið af ÚTBOÐ SLEGIÐ AF Hætt hefur verið við útboð á akstri á nítján leiðum Strætó bs. Hönnum framtíðina! Ráðstefna um hönnun og nýsköpun Hvernig er hægt að sinna nýsköpun í hönnun og látið hana verða leiðandi afl í uppbyggingu þjóðfélagsins? Aðalstræti 10 | 101 Reykjavík | honnunarmidstod.is IÐNÓ | fimmtudagur 20. nóvember | kl: 16–18 Sverrir Björnsson, Hvíta húsið Ekki torfkofann aftur – takk! Sigga Heimis, hönnuður Notum sköpunarkraftinn á óvissutímum Steinunn Guðmundsdóttir, arkitekt Finnska leiðin, hver var hún? Andri Snær Magnason, rithöfundur Að hanna sér leið gegnum skóginn Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur Hvaðan kemur hagvöxturinn? Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri í grafískri hönnun við LHÍ Hugrekki og framtíðarsýn Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson Þjóðhagslegur ávinningur hönnunar Fundarstjóri, Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar Íslands Almennar umræður Allir velkomnir! Fyrirlesarar og erindi H M | H H |  0 0 0 0 1 SÓMALÍA, AP Eigendur sádi-arab- íska olíuskipsins Sirius Star, sem sjóræningjar frá Sómalíu rændu á Indlandshafi um helgina, reyna að semja við ræningjana um að afhenda skipið. Hvorki Banda- ríkjaher né NATO hyggst grípa inn í deiluna. Sómalskir sjóræningjar hafa látið til sín taka á síðustu árum, og gerst æ grófari í ránum sínum. Niðurstaðan hefur oftast orðið sú, að eigendur skipanna greiða sjóræningjunum vænar fúlgur fjár í skiptum fyrir skipin sín. Aldrei hafa þeir rænt jafn stóru skipi og nú, risastóru olíu- skipi með fullan farm af olíu, alls 2 milljónir fata. Farmurinn er um 100 milljón dala virði á verði dagsins, en það samsvarar nú nærri 14 milljörðum króna. Ræningjarnir hafa þó engan búnað til að ná olíunni úr skipinu og selja hana, en bíða þess í stað eftir að sádiarabískir eigendur skipsins greiði ríflegt lausnar- gjald fyrir bæði skipið, farminn og 25 manna áhöfn sem enn virðist vera ómeidd. NATO hefur engin áform um að ráðast til atlögu gegn sjóræn- ingjunum um borð í olíuskipinu þó að NATO sé með þrjú herskip á Adenflóa. Ástæðan er sú að her- skip NATO á svæðinu hafa enga heimild til slíkra aðgerða. Banda- ríkjaher, sem einnig er með skipaflota á þessu svæði, hyggst heldur ekki grípa til aðgerða. Íbúar við strönd Sómalíu urðu furðu lostnir í gær þegar risa- stórt skipið blasti við skammt frá landi. „Ég hef stundað veiðar hér í þrjá áratugi en aldrei nokkurn tímann hef ég séð jafn stórt skip,“ sagði Abdinur Haji, sem býr skammt frá Harardhere, þar sem margir sjóræningjar hafast við. Skipið lá þar við akkeri í fyrri nótt úti fyrir ströndinni, en var síðan siglt áfram í gær til hafnar- innar í Eyl, þar sem sjóræningjar hafa haft mikil og sívaxandi umsvif. Sjóræningjarnir frá Sómalíu berast mikið á heima fyrir, vaða í peningum og lifa hátt í landi þar sem fátækt er annars mikil. Til- gangur sjóránanna er sá einn að næla sér í pening, og til þessa hefur afraksturinn verið mikill. „Þegar engri fyrirstöðu er að mæta munu sjóræningjar halda áfram glæpastarfsemi sinni,“ segir Noel Choong, yfirmaður hjá Alþjóðasiglingamálastofnun- inni. „Áhættan er lítil og hagnað- urinn gífurlegur. Við munum sjá meira af slíkum árásum.“ gudsteinn@frettabladid.is Sjóræningjar látnir óáreittir Hvorki NATO né Bandaríkjaher hyggst láta til skarar skríða gegn sjóræningjum frá Sómalíu, sem nú síðast rændu stóru olíuskipi og krefjast lausnar- gjalds. Ræningjarnir vaða í peningum og lifa hátt. OLÍUSKIPIÐ SIRIUS STAR Skipinu rændu sómalskir glæpamenn úti á Indlandshafi um helgina og krefjast lausnargjalds af eigendum skipsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kosningar í janúar Sveitarstjórnarkosningar verða haldn- ar í Írak í lok janúar, nokkrum mánuð- um síðar en til stóð. Vonir standa til að kosningarnar geti hugsanlega bætt eitthvað samskiptin milli þjóðernis- hópa landsins. ÍRAK VIÐSKIPTI Fjárfestar frá Mið- Austurlöndum hafa gengið til liðs við íslenska vatnsfyrirtækið Iceland Spring. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýtt og endurbætt útlit og framsetning Iceland Spring muni líta dagsins ljós á næstunni. Gert sé ráð fyrir sterkum viðbrögðum í Bandaríkj- unum og að fram undan sé stórsókn þar í landi. Nýju fjárfestarnir, Water & Energy Corp., eiga nú um 50 prósenta hlut í félaginu. Ölgerðin Egill Skallagrímsson á enn 20 prósent og bandaríska félagið Pure Holding á nú 30 prósent. Iceland Spring hefur flutt út vatn frá Íslandi síðan 1996. - kg Vatnsútflutningur frá Íslandi: Nýir hluthafar í Iceland Spring Þegar engri fyrirstöðu er að mæta munu sjóræn- ingjar halda áfram glæpastarf- semi sinni. NOEL CHOONG YFIRMAÐUR HJÁ ALÞJÓÐA- SIGLINGAMÁLASTOFNUNINNI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.