Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 12
12 19. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Einn af þeim forkólfum franskra sósíalista sem Nikulás Sarkozy reyndi að veiða í sitt net eftir að hann var kjörinn forseti, var Dominique Strauss-Kahn, og var honum boðið að verða yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Blaðamenn voru ekki í neinum vafa um það hvað vekti fyrir forsetanum: hann vildi koma þeim manni burt úr frönskum stjórnmál- um sem þá var talinn einn af sterkustu leiðtogum stjórnarand- stöðunnar; hann var sá sósíalistinn sem hafði gengið einna lengst í að sverja af sér allar leifar af sósíalisma og vinstri stefnu og aðhyllast frjálshyggju, og eins og vindáttin var á þeim tíma þótti það vænlegt til frama, því þá var ekki hægt að ásaka hann um „sovét- isma“ eins og suma aðra sósíalista (sem þó var mjög óréttlátt, þeir voru allir á sömu brautinni). En um leið og þetta komst á dagskrá fóru blaðamenn einnig að nefna undir rós og í hálfkveðnum vísum vandamál eitt sem Strauss- Kahn á við að stríða og almenning- ur hafði þá lengi haft á milli tannanna, en það var puttavanda- málið. Hinn mikli kratabroddur er nefnilega með þeim ósköpum fæddur, að ef einhver kona kemur í seilingarfjarlægð, fara puttarnir ósjálfrátt af stað og byrja að þreifa á ýmsum líkamshlutum hennar. Komu nú upp á yfirborðið sögur um þrautreyndar blaðakonur sem höfðu margsinnis komist í hann krappan á löngum ferli og voru þó aumar og kjökrandi eftir að hafa átt viðtal við sósíalistaleiðtogann um sérsvið hans, efnahagsmálin. Þessar sögur sögðu blaðamennirnir nú alls ekki Strauss-Kahn til hnjóðs heldur af því að þeir höfðu sárar áhyggjur af velferð hans í þessari nýju stöðu, og þeir spurðu í angist sinni: hvernig fer nú fyrir honum í þeirri siðavöndu borg, Washing- ton? (En það var þeirra orðalag). Fáeinir gátu þess jafnvel til að þarna ætlaði Sarkozy að leiða Strauss-Kahn í lymskulega gildru, hann teldi ólíklegt að franski kratinn gæti setið á strák sínum þótt hann væri kominn í þessa háu stöðu, ferli hans vestra myndi þá lykta með einhverju reginhneyksli, og þá væri hann laus við þennan hættulega andstæðing ekki einungis meðan hann væri vestanhafs heldur um aldur og æfi, um það myndu keppinautar hans innan sósíalistaflokksins sjá. Því er ekki hægt að segja annað en að Strauss-Kahn hafi verið varaður við og gildran teiknuð fyrir honum og útmáluð. En sírenusöngur Sarkozys verður nú svo ísmeygilegur að þar kemur að Strauss-Kahn vill sig til Washing- ton gá undir þann græna hlíða. Þar tekur hann við sínu embætti og þótt hann eigi við harða andstæð- inga að etja, sem vildu ekki sjá Fransmann sem yfirmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ekki annað að sjá en honum hafi vegnað nokkuð vel í stöðunni, enda sem fiskur í sjó meðal annarra frjáls- hyggjumanna. En hafi útreikning- ur Sarkozys verið sá sem hér að framan greinir, fór allt eins og forsetinn hafði séð fyrir, Strauss- Kahn heldur sig við sama hey- garðshornið, því svo sárliga gjörir honum að stá undir þann græna hlíða; um síðir er hann orðinn ber að legorði með einni ungverskri sem starfaði þá undir hans stjórn en tók eftir það við öðru og mjög háu embætti annars staðar. Vandinn var reyndar ekki legorðs- málið sjálft, þótt það væri í meira lagi klúðurslegt, heldur hitt hvort Strauss-Kahn hefði á einhvern hátt misnotað stöðu sína, t.d. til að koma konunni í nýja embættið sem hefði þá verið beðgjald. Fyrir yfirsjón af þessu tagi þurfti Paul Wolfowitz, forseti alþjóðabankans, að víkja úr stöðu sinni fyrir rúmu ári, og hún var tvímælalaust brottrekstrarsök fyrir Strauss-Kahn ef á hann sannaðist. Rannsóknarnefnd var sett í málið, og hefði Strauss-Kahn viljað að það yrði útkljáð í kyrrþey, en slíkt var borin von, því þar dunar undir sem hofmennirnir ríða. Af þessu öllu varð allmikill hvellur sem andstæðingar hans, einkum Rússar en þó líka ýmsir Bandaríkjamenn, tóku góðfúslega að sér að bergmála út um alla heimsbyggðina. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Strauss-Kahn hefði ekki misnotað stöðu sína, þannig að hann sleppur nú með skrekkinn og nokkuð stranga ávítun. En svo er að sjá að eftir þessi mál standi hann höllum fæti, fjalaköttur Sarkozys reyndist kannske ekki dauðagildra en gaf lamandi högg. En nú vill svo til að síðan Frakklandsforseti spennti upp þessa gildru sína hefur margt gerst og það er komin kreppa um víða veröld. Sarkozy hefur sínar hugmyndir um hvernig leysa megi vandann, og eru þær sennilega ekki vitlausari en sumt annað, en margir eru þeim andvígir, og því þarf hann mjög á stuðningi að halda. Einn af þeim sem hann átti að geta treyst sig á og var óneitan- lega í lykilstöðu var Dominique Strauss-Kahn, en eftir þessi æfintýri er hætt við að lítið gagn verði að honum. Því sannast nú á Sarkozy hið fornkveðna, sér grefur gröf þótt grafi öðrum. Undir þann græna hlíða EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Fjalaköttur Sarkozys UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um samgöngur Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavík- urborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. Reykjavíkurborg sýnir fordæmi með því að innleiða nýja hugsun varðandi ferðir starfsmanna, með því að stuðla að jöfnum tækifærum þeirra sem velja annað en einkabílinn og með því að innleiða vistvænar samgöngur sem notaðar eru í vinnuferðir hjá borginni. Undir vistvænar samgöngur flokkast meðal annars hjólreiðar, ganga, almennings- samgöngur og notkun visthæfra bíla. Stefnan Grænar ferðir er hluti af grænum skrefum í Reykjavík og er liður í því heildarmark- miði að draga úr bílastæðaþörf, umferðarmyndun á háannatíma í borginni og í því að bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík fjölgaði um 40 prósent frá 1999-2007 á meðan íbúum fjölgaði um 7 prósent. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 árið 2007 sem er langt langt umfram þær borgir sem við berum okkur saman við. Rúmlega fimmtungur gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru út í andrúmsloftið koma frá samgöngutækjum. Auknum bílafjölda fylgir aukin mengun og tafir í umferð og hefur neikvæð áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Innleiðing vistvæns samgöngumáta í starfsemi borgarinnar felur m.a. í sér að reiðhjól og visthæfar bifreiðar eigi að standa starfsmönnum Reykjavíkur til boða vegna vinnuferða í borginni, tryggja góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi, fjárfest skal í visthæfum farartækjum þar sem kostur er og taka upp samgöngusamninga við nýtt starfsfólk þar sem það á við í stað aksturssamninga. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta, s.s. gangandi, með strætisvagni, á bifreið eða hjólandi, en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvæns ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs. Grænar ferðir ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Munaði mjóu Árni Mathiesen fjármálaráðherra var gestur í Íslandi í dag á mánudags- kvöld. Þar kom margt fróðlegt fram. Til dæmis að eftir að fjármálakerfi Íslands hrundi hafi sú hugsun flögrað að Árna, að þar sem hann væri nú fjármálaráðherra, væri ef til vill rétt að íhuga hvort hann ætti að segja af sér. Árni lagði því höfuðið í bleyti en komst að þeirri niðurstöðu að ef hans hefði ekki notið við værum við í verri stöðu en ella. Það væri því í raun mesta óráð að hann segði af sér. Eins gott að Árni flanaði ekki að neinu heldur lagðist undir feld og braut heilann um þetta mál. Annars hefði getað farið illa. Að segja á sér deili Kolfinna Baldvinsdóttir skrifar palla- dóm um Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í tímaritið European Voice. Athygli vekur að Kolfinna getur þess hvergi í grein sinni að hún fer fyrir hópi fólks sem hefur skipulagt mótmæli og krafist afsagnar forsætisráð- herra. Væri ekki rétt að lesendur European Voice fengju að vita að því þegar þeir lesa palla- dóminn? Hin frjálslynda Matthildur Baltasar Kormákur var sigurreifur á Edduverðlaunahátíðinni á sunnu- dagskvöld og sló á létta strengi í ræðum sínum, til dæmis líkti hann nokkrum persónum úr kvikmyndinni Brúðgumanum við stjórnmálaflokk- ana á Íslandi. Athygli vakti að Baltas- ar líkti Frjálslynda flokknum við hina hrekklausu Matthildi, sem Ilmur Kristjánsdóttir lék, sem sagði alltaf sannleikann en enginn tók mark á henni. Varla var það spænska blóðið í æðum Baltasars sem rann honum til skyldunnar þegar hann tók svona undir málflutning frjálslyndra í til dæmis útlend- ingamálum. bergsteinn@frettabladid.isD avíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðla- banka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar. Í ræðu sinni undraðist Davíð að Seðlabankinn hefði lent í toppsæti yfir sökudólga í bankakreppunni. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og benti á að með lagabreytingu frá árinu 1998 hafi bankaeftirlit verið tekið undan Seðlabankanum og þar með hafi bankinn ekki lengur haft tæki til að taka á þeim vanda sem þó blasti við mönnum þar. Með umræddri lagabreytingu var bankaeftirlit flutt til Fjár- málaeftirlitsins en á það verður þó að benda hér, sem Davíð láðist að geta, að einn þriggja bankastjóra Seðlabankans sat í þriggja manna stjórn Fjármálaeftirlitsins þar til um miðjan október síðastliðinn. Auk þess verður að minna á það hver var forsætisráðherra þjóðarinnar þegar umrædd lagabreyting var gerð og seðlabankastjóri sagði hafa verið í samræmi tísku þess tíma. Það var sami Davíð Oddsson eins og flestir muna. Ýmsir hagfræðingar benda í Markaðinum í dag á leiðir sem Seðlabankanum hefðu vissulega verið færar en seðlabankastjóri minntist ekki á. Má þar nefna bindiskyldu og heimild Seðlabank- ans til að setja bönkum lausafjárreglur sem hefðu gert bönkun- um óhægara um vik að draga inn erlent lánsfé. Í máli Davíðs Oddssonar í gærmorgun kom glöggt fram að bankastjórn Seðlabanka Íslands var vel meðvituð um það í hvað stefndi hjá íslensku bönkunum. Hann segir stjórnvöldum í land- inu ítrekað á síðasta hálfa öðru ári hafa verið bent á hvert stefndi en hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra kannast við að ríkisstjórnin hafi ekki orðið við ábendingum sem bárust frá Seðlabanka. Því hlýtur spurningin um það hvers vegna ekkert var aðhafst að vera áleitin. Bankastjórar Seðlabankans funduðu í aðdraganda banka- kreppunnar ítrekað með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og embættismönnum en að sögn Davíðs tókst for- ystumönnum viðskiptabankanna ævinlega að sannfæra menn um að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar. Ekki verður annað séð en að hér lýsi formaður bankastjórnar Seðla- bankans algeru vantrausti á stjórnvöld í landinu. Á sama tíma hefur Geir H. Haarde forsætisráðherra ítrekað að hann ber fullt traust til stjórnar Seðlabanka Íslands. Að lestri ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, loknum er áleitnust sú spurning hvort ekki verði annað hvort að víkja, bankastjórn Seðlabankans eða ríkisstjórn Íslands sem sú bankastjórn treystir svo illa sem fram kom í máli Davíðs Oddssonar í gær. Þess hlýtur að vera skammt að bíða að í ljós komi hvor stjórnin víkur. Seðlabankastjóri tekur til máls. Bankastjórnin eða ríkisstjórnin STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.