Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 19. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Þ ú getur blekkt ákveð- inn hóp manna, í ákveð- inn tíma, en þú getur ekki blekkt alla þjóðina um allar stundir,“ sagði Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs í gær og vitnaði þar í Abraham Lincoln. Davíð ræddi um galdrafár. Seðlabankinn væri harðlega gagnrýndur, og ranglega kallað- ur sökudólgur. „Á bak við þann áróður allan standa að mestu leyti þeir sem mesta ábyrgð bera á því hversu illa tókst til.“ Davíð krafðist rannsóknar á aðgerðum Seðlabankans og sagði að ef sú skoðun leiddi í ljós að bankinn hefði brugðist, þá þyrfti ekki að reka neinn þaðan. Þá væri sjálfhætt. TÍSKUBYLGJUR Horft hefði verið framhjá því í gagnrýni að bankaeftirlit hefði verið tekið undan Seðlabankan- um með lögum árið 1998, þegar Davíð var forsætisráðherra, og þar með hefðu flest tæki og skyldur Seðlabankans í eftir- liti verið frá honum tekin. Þetta hefði verið tíska. „Eftirlitið hefur víðtækar heimildir og úrræði til að fá upp- lýsingar úr bankakerfinu svo það megi gegna sínu hlutverki, og úr- ræði til að knýja fram breytingar á háttsemi.“ Ingimundur Friðriksson, fé- lagi Davíðs í bankastjórn og full- trúi bankans í stjórn Fjármála- eftirlitsins, sagði í ræðu í apríl að fjármálaeftirlit og regluverk byggðist á því besta sem þekktist í öðrum löndum. „Fjármálaeft- irlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika.“ Samstarfið hafi orðið mjög náið. DAVÍÐ VILDI LÖGGUNA Í MÁLIÐ Forsætisráðherra og dómsmála- ráðherra hafa kynnt rannsóknir á undanfara bankahrunsins. Nefnt hefur verið sérstakt saksóknara- embætti og hvítbók. „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raunverulega staða bankanna var. Það rann- sóknarferli, sem þegar hefur verið kynnt, er með öllu ófram- bærilegt og ófullnægjandi,“ sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að bankaleynd ætti ekki lengur við um stöðu mála og aðdraganda bankahrunsins. „Ábendingar sem bárust um að kalla til lögreglu strax í upphafi hafa ekki fengið brautargengi. Eru menn að bera fyrir sig bankaleynd í þessu sam- bandi?“ spurði Davíð. RÁÐAMENN FULLVISSAÐIR Davíð greindi frá fundum með forráðamönnum bankanna, ráð- herrum og embættismönnum þar sem farið var yfir stöðuna. „Við- brögð þessara aðila voru ekki óeðlileg. Þau voru oftast nær þau, að í kjölfarið af fundi með banka- stjórn Seðlabankans áttu þeir fundi með forystumönnum við- skiptabankanna sem fullvissuðu ráðamenn um það að áhyggjur Seðlabankans væru að minnsta kosti ýktar, fjármögnun bankanna væri góð út árið 2008 og nánast að fullu tryggð árið 2009.“ BANKARNIR Í STÓRHÆTTU Í FEBRÚAR Davíð Oddsson greindi frá fundi með erlendum bankamönnum og matsfyrirtækjum sem haldinn var í Lundúnum, fyrri hluta febrú- ar. Þar hafi verið háttsettir menn „í fjölmörgum stærstu bönkun- um, sem mest viðskipti áttu við Ísland og íslensk fyrirtæki“. Þar hafi seðlabankamönnum brugð- ið mjög að heyra viðhorf þessara manna og því hafi verið rætt við forystumenn stjórnarflokkanna, fleiri ráðherra og embættismenn í kjölfarið. Þar hafi þeim verið sýnd skýrsla „sem þá var til í handriti“. Davíð vitnaði til skýrslunnar: „En þá niðurstöðu má draga af þessum viðræðum og ummælum manna, sem svo vel til þekkja, en voru auðvitað settar fram með misskýrum hætti, að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum, í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn. Markað- ir verði almennt lokaðir íslensku bönkunum að minnsta kosti næstu tólf mánuði og telja þó sumir að 24 mánuðir sé líklegri tími hvað það varðar.“ ÞÁTTUR BRETA Davíð minntist þess að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverka- lögum, ekki aðeins Landsbank- inn hefði lent þar á skrá held- ur líka íslenska ríkið. Það, hafa breskir ráðamenn sagt, varð vegna yfirlýsinga íslenskra ráðamanna. Davíð gantaðist með ummæli sín í Kastljósviðtali; sagðist þar hafa viljað útskýra hluti á mannamáli. Það sem þar kom fram hefði ekki haft áhrif á Breta. „Mér er kunnugt um hvað í raun réði afstöðu breskra yfirvalda,“ sagði Davíð. Hann lét þess hins vegar ógetið hvað það var. FURÐULEG BANKASTARFSEMI Davíð upplýsti í ræðunni að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði skuldað þúsund milljarða í bönk- unum þremur, og spurði hvers vegna það hefði aldrei verið upplýst. „Eftir að bankaeftirlit- ið var fært frá Seðlabankanum gat hann ekki aflað sér upplýs- inga um slíkt. Hann gat ekki vitað það. […] Það er hærri upp- hæð en allt eigið fé gömlu bank- anna samanlagt. Bankastjórarn- ir sem lánuðu hver fyrir sig hlutu að vita að samanlagt væri dæmið þannig. Vegna þess að þeir horfðu ekki aðeins á lánsfé eigin banka, heldur fengu þeir öll gögn vegna veðtöku áður en stærstu einstöku lán bankans voru veitt, eða það skyldu menn ætla.“ Davíð bætti því við að eft- irlitsaðilar hefðu teygt sig „með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður“. Davíð bætti því við að öll við- Vitneskja um hryðjuverkalögin Davíð Oddsson ver Seðlabankann og skýtur föstum skotum að ríkisstjórn, Fjármálaeftirlitinu, fjölmiðlum og bönkunum. Margt í máli hans er þó gagnrýnt, eins og Markaðurinn komst að. Davíð Oddsson kenndi fjölmiðl- um um gagnrýni á Seðlabank- ann í ræðu sinni hjá Viðskipta- ráði í gær. Hann sagði að árás- ir á bankann væru „ljótur leikur sem ekki hefði tekist ef skyn- samleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi“. Þá hnykkti hann á því að Seðlabankinn hefði varað við og spurði hvort heldur hefði verið hlustað „ef fjölmiðlar landsins hefðu ekki verið í þeim heljar- fjötrum sem þeir hafa verið í um alllanga hríð?“. Í framhald- inu vitnaði Davíð í Egil Helga- son sjónvarpsmann sér til stuðn- ings um „misnotkun“ fjölmiðla, en einkareknir fjölmiðlar hefðu verið í eigu bankablokkanna. Björg Eva Erlendsdóttir fréttamaður sagði á opnum borgarafundi á Nasa í fyrra- kvöld að tök Sjálfstæðisflokks- ins á Ríkisútvarpinu og tilraun- ir til stýringar á fréttastofum hefðu verið þrúgandi. Það ætti raunar einnig við um Fram- sóknarflokkinn. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn setið í ríkisstjórn frá 1991, lengst af með Davíð Oddsson í forsæti, og því haft mest um þessa opin- beru stofnun að segja. Fjölmiðlum sendur tónninn FORMAÐURINN OG VIÐSKIPTALÍFIÐ Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, flytur ræðu á fundi VIðskiptaráðs. Ýmis gagnrýni kom fram á aðra en Seðlabankann og jafnframt ósk um rannsókn á aðgerðum bankans. MARKAÐURINN/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.