Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 20
FARSÍMAR eru öryggistæki sem alltaf er gott að hafa á sér þegar farið er landshorna milli að vetrarlagi. Mikilvægt er að gæta þess að síminn sé fullhlaðinn áður en lagt er af stað í langferð. Þótt svo veðrið bjóði ekki alltaf upp á þurran göngutúr, og oftast sé lítil hætta á sólsting, koma mörg hundruð manns til Íslands ár hvert til þess að njóta hinnar ill- ræmdu veðráttu og því tími til kominn að við Íslendingar gerum það líka. Með fjöll eins langt og augað eygir og aðgengilega þjóðgarða er ekki einungis auðvelt að komast út úr borginni í náttúruna, það er einnig hollt fyrir líkama og sál. Skaftafell, Þingvellir og Snæfells- jökull eru allt friðaðir þjóðgarðar sem gangandi fólki er heimil för um. Gönguleiðir um þjóðgarðana eru merktar og því auðvelt að fylgja hefðbundnum leiðum í faðmi fjölskyldu og vina. Fjöllin umhverfis Ísland eru einnig vin- sæl meðal göngugarpa, og flest öllum mönnum fær. Eins og Tómas Guðmundsson orti: „því hversu mjög sem mönnum finnast/fjöllin há, ber hins að minnast,/sem vitur maður mælti forðum/og mótaði með þessum orðum,/að eiginlega er ekkert bratt,/aðeins mismunandi flatt.“ Góðir gönguskór eru með því allra mikilvægasta þegar kemur að því að leggja af stað í göngu. Mikilvægt er að skórnir haldi vel við fótinn, og betra er að þeir séu bæði léttir og þægilegir svo auð- velt sé að ganga á mismunandi jörð án þess að finna mikið fyrir því. Ekki skemmir fyrir ef skórinn er fallegur og hægt að nota hann bæði í göngutúra í náttúrunni og verslunartúra í miðborginni. agnesosk@frettabladid.is Aðeins mismunandi flatt Þegar sólarríkar utanlandsferðir og dýrar skíðaferðir verða að fjarlægri minningu frekar en veruleika er tími til kominn að njóta þess að búa á helstu náttúruperlu heimsins: Íslandi. Þessir fínu karlmannsskór eru útbúnir úr bæði goretex-efni og með vibram-sóla. Vibram-sólarnir eru ítölsk hönnun frá 1937 og eru þekktir fyrir góða endingu og frábært grip í fjallgöngum. Skórnir fást í Timberland í Kringlunni og kosta 19.990 krónur. Fallegir og kvenlegir gönguskór sem hægt er að nota í bæði fjallgöngur og göngutúra innan borgarmarka. Skórnir eru úr goretex-efni sem bæði hendir frá sér vatni og hleypir lofti að fætinum til að minnka fótasvita. Skórnir eru mjög léttir og falleg hönnun skemmir ekki fyrir. Skórnir fást í Timberland í Kringlunni og kosta 17.990 krónur. Cintamani-gönguskórnir fyrir konur eru tilvaldir fyrir íslenska náttúru enda er Cintamani gott og íslenskt merki. Sólar skónna eru útbúnir úr grænum demönt- um sem eru unnir úr þúsund beittum smákornum og gera það að verkum að skórnir hafa óvenju gott grip. Skórnir fást í Útilífi og kosta 23.990 krónur. Barnagönguskórnir frá North Face eru bæði léttir og vatnsheldir sem hentar yngri kynslóðinni. Skórnir eru útbúnir hydro-seal sem gerir það að verkum að þó svo ekkert vatn komist inn þá helst jafnt hitastig í skónum og sviti sleppur út. North Face-skórnir fást í Útilífi og kosta 9.990 krónur. Meindl er þýskt fyrirtæki sem hefur búið til skó frá árinu 1683. Meindl er þekkt fyrir endingargóða gönguskó og eru þeir úr goretex-efni sem gerir það að verkum að fæturnir fá að anda betur í skónum og svitna minna. Meindl-skórnir eru vatnsheldir sem hentar vel í íslenskri veðráttu. Skórnir fást í Útilífi og kosta 29.990 krónur. Jólatré til skreytinga fyrir fyrirtæki og stofnanir Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.