Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2008 5 Nú er tími heitra og gómsætra drykkja sem gott er að ylja sér á kvölds og morgna. Heitt kakó, Swiss mokka, kaffi og te eiga svo sannarlega við á þess- um árstíma, þegar húmar að og þörf er á að hita kropp og sinni. Fátt er huggulegra en að setjast niður í góðra vina hópi og gæða sér á gómsætum drykk með nota- legu hjali. Við látum hér fylgja með eina góða uppskrift að hátíð- arsúkkulaði frá Te & kaffi. Hátíðarsúkkulaði 2 tsk. kanilsíróp 20 cl mjólk 60 g dökkt súkkulaði að eigin vali Vanilla (ef þið viljið) Þeyttur rjómi Kirsuberjasíróp Hitið mjólkina og súkkulaðið saman í potti. Gott er að hræra smá vanillu út í. Setjið kanilsíróp í botninn á bollanum og hellið súkk- ulaðinu yfir. Setjið rjómakúf ofan á og setjið smá kirsuberjasíróp yfir. Njótið! - hs Ylur í kroppinn Heitt súkkulaði kallar á skemmtilegar minningar og veitir vellíðan. Tímabært er að huga að jóla- skreytingum enda aðventan handan við hornið. Heimagerðar skreytingar eru jafnan augna- yndi og vinnan við þær kjörin leið til að komast í jólaskapið. Fyrir þá handlögnu sem ætla sér að gera jólaskreytingarnar sjálfir eru möguleikarnir óteljandi. Gott gæti verið að fá hugmyndir og til- sögn í skreytingagerð en í kvöld og annað kvöld frá klukkan 20 til 22 stendur Blómaval í Skútuvogi fyrir kynningu á jólaskrauti. Skreytingameistarar Blómavals taka á móti gestum og kynna það nýjasta í jólaskrauti og skreyting- um. Réttu handbrögðin verða sýnd við kransa og skreytingagerð og ýmsar uppákomur og aðrar kynn- ingar verða á staðnum. Athugið að takmarkaður sæta- fjöldi er í húsinu en aðgangur er öllum ókeypis. Nánar á www. blomaval.is - rat Jólaföndur Allt það nýjasta í jólaskrauti verður kynnt í Blómavali í kvöld og annað kvöld. FRÉTTABLAIÐ/HEIÐA KANILL minnir alltaf svolítið á jólin. Þegar líða fer að jólum er því tilvalið að koma nokkrum kanilstöngum fyrir á góðum stað svo ilmurinn af þeim berist um húsið og allir komist í jólaskap. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.