Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 25
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2008 Ú T T E K T skipti bankanna hefðu hrun- ið hefði erlendum viðskiptaaðil- um bankanna orðið þetta ljóst og spurði enn fremur: „Hvaða heljar- tök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?“ Hver er þetta svo? Um það sagði Davíð fátt, en sagði þetta: „Það er meginkrafa að það sé upplýst hver hin raun- verulega staða bankanna var.“ SEÐLABANKINN GAT VÍST „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármála- kerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármála- eftirlitið og Seðlabankinn hafa gert,“ segir í Fjármálastöðug- leika bankans frá í maí. „Það hlýtur að hafa verið gróft brot á starfsskyldum Seðlabank- ans að gefa út slík heilbrigðisvott- orð fyrir bankakerfið opinberlega ef æðstu stjórnendur Seðlabank- ans töldu á sama tíma að kerfið stæði á brauðfótum,“ segir Gylfi Magnússon, dósent. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Econom- ics, bendir á að Seðlabankinn beri ábyrgð á fjármálastöðugleika. „Er ekki eini aðilinn sem hann þarf að vara við hann sjálfur?“ TÆKJASKORTUR? Yngvi Örn Kristinsson, forstöðu- maður í Landsbanka, tekur undir að Seðlabankinn hafi varað við. Hann hefði þó ekki verið einn í því, því bæði greiningardeildir, innlendir og erlendir hagfræð- ingar hefðu gert það líka. „Það sem er umdeilanlegt er að Seðla- bankinn beitti ekki þeim stjórn- tækjum sem hann hefur til að stöðva snjóboltann áður en hann fór yfir okkur. Þau stjórntæki eru auk stýrivaxtanna, bindiskylda, sem hemur útlánsvöxt. Þá hefur Seðlabankinn heimild til að setja bönkunum lausafjárreglur. Þær hafa raunar verið endurskoðaðar, en það hefur bankinn ekki gert í langan tíma. Þær reglur hefðu til dæmis getað torveldað bönk- unum að draga inn erlent láns- fé, því það hefði mátt setja sér- stakar reglur um erlenda lausa- fjárstöðu og þvinga bankana til að eiga meira lausafé, taka meiri hluta af því sem þeir tóku að láni erlendis og setja í lausafé. Beit- ing þessara reglna hefði getað stöðvað eða hægt á vexti banka- kerfisins, eða komið honum í það horf sem hefði verið viðráðanleg- ur fyrir þjóðarbúið,“ segir Yngvi Örn í samtali við Markaðinn. ÁBYRGÐIN Á ICESAVE Jón Steinsson hagfræðingur nefnir einnig bindiskyldu. „Það er lítilmannlegt af Davíð að reyna að hvítþvo sig og Seðla- bankann af ábyrgð í þessu máli.“ Bankinn hefði getað heft vöxt fjármálakerfisins. „Sérstaklega hefði Seðlabankinn átt að nota bindiskyldu til að auka kostn- að Landsbankans af því að vera með Icesave-reikninga sína í úti- búum og því á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Hefði Seðla- bankinn gert þetta hefði hann getað ýtt Landsbankanum í það að setja Icesave í dótturfélag. Það voru stórkostleg afglöp hjá Seðlabankanum að gera þetta ekki. Við Íslendingar súpum nú seyðið af þessu svo um munar.“ Gylfi Magnússon bætir við um bindiskylduna. „Þessu tæki var alls ekki beitt, erlend útibú voru sérstaklega undanþegin bindi- skyldu.“ Hann segir að rétt sé að Seðlabankinn hafi haft áhyggj- ur og deilt þeim með ríkisstjórn- inni. Það sé hins vegar ekki nóg. ÁKÆRA Á HENDUR RÍKISSTJÓRN Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík og banka- ráðsmaður í Nýja Glitni, segir yfirlýsingar um að Seðlabankinn hafi varað við þróun sem síðar varð, vekja alvarlegar spurning- ar um af hverju bankinn brást ekki við með öðrum hætti. „Af hverju beitti hann sér ekki fyrir samræmdum aðgerðum og stór- eflingu gjaldeyrisforðans til að afstýra efnahagslegu stórslysi sem varð með falli bankanna?“ Upplýsingar frá viðskipta- bönkunum um brotalamir í sam- skiptum við Seðlabankann veki athygli í þessu ljósi. „Bankinn vísar frá ábyrgð á eftirliti, meira að segja eftirliti og reglum um lausafjárstöðu þeirra sem þó fellur ótvírætt undir verksvið bankans og reyndist á endanum akkilesarhæll þeirra. Ummæli af hálfu bankastjórnarinnar sýnist verða að túlka sem ákæru á hend- ur ríkisstjórninni um aðgerðar- leysi þrátt fyrir viðvaranir bank- ans. Svo virðist sem bankastjórn- in geri ekki ráð fyrir að báðir aðilar haldi áfram störfum að óbreyttu.“ „Það er látið nægja að segja að endurskoða beri peninga- málastefnuna. Það er mátu- lega þokukennd yfirlýsing til að hún fari vel í munni þeirra sem ekki vita nákvæmlega um hvað þeir eru að tala.“ – Davíð Oddsson, 18. nóvember 2008 „Það dylst engum að um- ræða um stefnu Seðlabank- ans í peningamálum og ein- stakar vaxtaákvarðanir hefur orðið háværari og gagnrýnni eftir því sem stýrivextirnir hafa hækkað og hávaxtatíma- bilið lengst. … Í öllum þróuð- um löndum fara fram fræði- legar og gagnrýnar umræður um mál af þessu tagi. Skil- greining og framkvæmd pen- ingamálastefnu verður aldrei meitluð í stein heldur hlýt- ur hún að þróast eftir því sem reynslu, rannsóknum og þekk- ingu vindur fram. Þetta gild- ir bæði um lagaumgjörðina og útfærsluna.“ – Geir H. Haarde forsætisráð- herra, 28. mars 2008 „Endurskoðun peningamála- stefnunnar er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir og við ætlum að gera það sem fyrst. Um það er enginn ágreiningur.“ – Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, 1. nóv- ember 2008 „Ég tel að það verði að móta til lengri tíma stefnu í gengis- málum og stjórn peningamála. Það eru sterkar vísbendingar um að núverandi fyrirkomu- lag sé ekki það ákjósanleg- asta og ég tel að fara þurfi fram ítarleg og vönduð úttekt á framtíðarfyrirkomulagi pen- ingamála við fyrsta tækifæri.“ – Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 3. september 2008. Margt sagt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.