Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 38
22 19. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. skraf, 6. átt, 8. fæða, 9. gogg, 11. æst, 12. yfirstéttar, 14. gangtegund, 16. skóli, 17. af, 18. fugl, 20. frá, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. ána, 3. samtök, 4. ofbjóða, 5. krá, 7. trygging, 10. spor, 13. hrós, 15. þukla, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. sv, 8. ala, 9. nef, 11. ör, 12. aðals, 14. brokk, 16. ma, 17. frá, 18. önd, 20. af, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. asna, 3. aa, 4. blöskra, 5. bar, 7. veðband, 10. far, 13. lof, 15. káfa, 16. möo, 19. dd. „Jújú, þetta er rosalega gaman fyrir blankan rithöfund sem er gengisflóttamaður á Íslandi,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfund- ur – og hlær. Eitthvert stærsta og virtasta bókaforlag heims, Random House, hefur keypt útgáfurétt Vetrarsólar sem er nýútkomin bók Auðar. Atli Bollason, kynn- ingarstjóri Forlagsins, hins íslenska útgefanda Auðar, segir að bitist hafi verið um útgáfurétt- inn á bókakaupstefnunni í Frank- furt í síðasta mánuði. Einkum sýndu Þjóðverjar gríðarlegan áhuga á Vetrarsól, meðal annars vegna þess að Ísland verður heið- ursgestur á kaupstefnunni árið 2011. Kaupverð er trúnaðarmál. „En þetta hleypur á milljónum,“ segir Atli. „Þetta er ekki algengt. Að fleiri en einn útgefandi geri tilboð í skáldsögu. Oftast er þetta skoðað og samþykkt eftir atvik- um. En að þessu sinni kepptust menn við að yfirbjóða hver annan. Við erum að tala um verðmyndun á markaði og, jújú, fyrirfram- greiðslan var prýðileg. Þetta er með betri samningum sem við höfum gert,“ segir Atli Bollason. Auður segir spurð að sér sé vissulega heiður sýndur með því að vera komin á mála hjá hinu virta forlagi Random House. „Já, ég lít svo á. Og ætla að vera í montkasti í nokkra daga áður en kreppan leggst á mig af fullum þunga aftur. Að skemmta mér yfir þessu. Þetta er alvöru útgáfa. Ekki hugsjónaút- gáfa í litlu anarkista-forlagi. Þótt þær séu skemmtilegar líka.“ Kreppa? Er ekki verið að tala um böns af monnípeningum? Auður segir að svo sé fyrir sig en kannski ekki ef í hlut ættu ein- hverjir milljónamæringar. „En þetta munar mjög miklu í heimil- isbókhaldi fyrir rithöfund sem er án ritlauna,“ segir Auður og hlær. „Þetta er skrítið líf. Örvæntingin að taka yfir en þá eru Þjóðverj- arnir við næsta horn!“ Random House hyggst gefa Vetrarsól út í hinum þýskumæl- andi heimi, það er í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Ekki liggur fyrir í hversu stóru upplagi Vetrar- sól verður gefin út en það verður stórt því bæði stendur til að gefa bókina út innbundna sem og í kilju. Bókin er ekki til í þýskri þýðingu en stærri forlög hafa á sínum snærum sérstaka lesara sem gefa álit. Og því gekk þetta svona hratt fyrir sig en Vetrarsól kom út fyrir skömmu hér á landi. „Þessi forlög eru með alls konar fólk í vinnu. Ég hef gefið út í Sví- þjóð og Danmörku. En þetta er öðruvísi. Að prófa eitthvað svona stórt. Jú, þetta gefur byr undir báða vængi. Og veitir ekki af nú þegar ímynd Íslands er komin í klósettið,“ segir Auður. jakob@frettabladid.is ATLI BOLLASON: MILLJÓNASAMNINGUR VIÐ RANDOM HOUSE Slegist um Auði á uppboði AUÐUR JÓNSDÓTTIR Að sögn Atla Bollasonar er samningurinn við Random House einhver sá besti sem Forlagið hefur gert enda hækkaði upphæðin við að slegist var um útgáfuréttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Hvað getur maður sagt? Þetta er viðbjóður. Ég finn vissulega fyrir kreppunni en á meðan maður er ekki farinn á hausinn er þetta þolanlegt.“ Þorsteinn Kristján Haraldsson, Toggi popp. Auglýsingasími – Mest lesið Kvikmyndafram- leiðandinn Sig- urjón Sighvats- son ætlar að halda kynningar- fund um íslenska tónlist á heimili sínu í Los Angeles í lok apríl. Tilgang- urinn er að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Fundurinn, sem ber yfirskriftina Made in Iceland, verður haldinn á sama tíma og tónlistarráðstefnan Muse Expo fer fram í Los Angeles. Eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu mun Lanette Phillips, sem er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggja kynninguna í samstarfi við Sigurjón. Fjöldi áhrifamikils fólks úr heimi tónlistar- og kvik- myndabransans er væntanlegt á kynninguna, auk þess sem vonir standa til að einhverjar íslensk- ar hljómsveitir líti í heimsókn til Sigurjóns. Hugsanlega yrðu þeirra á meðal Seabear og Hjaltalín sem hafa vakið athygli fyrir framlag sitt til Made In Iceland-geisladisksins sem Útón, Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, bjó til á dögunum. Spenna er vegna kvikmyndarinnar W. eftir Oliver Stone sem tekin verður til sýninga á næstunni í bíó- sölum Samfilm en myndin fjallar um Georg W. Bush Bandaríkjafor- seta. Í kvöld fyrir sérstaka sýningu stýrir Ágúst Bogason umræðum. Ágúst er útvarpsmaður á Rás 2 en faðir hans, Bogi Ágústsson, stjórnaði einmitt kosningasjón- varpi RÚV þegar Barack Obama var kjörinn vestan hafs og átti þá fullt í fangi með meðstjórnanda sinn, Ingólf Bjarna Sigfússon, sem var svo spenntur að hann fór að tala um málefni samkynhneigðra sem tittlingaskít í hinu stóra samhengi. Samfilm- menn vilja með Ágústi höfða til yngri kynslóðar en Ingólfur Bjarni gerir. - fb, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Húðflúrum með íslensku myndefni og norrænni goðafræði hefur fjölg- að mjög undanfarið ár hjá Jóni Páli Halldórssyni, húðflúrara, eða Nonna tattú. „Núna meira en nokkru sinni fyrr eru menn að leita að myndefni sem segir einhverja sögu, það vill ekki bara fá sér mynstur til að fá sér mynstur,“ segir Nonni. „Ég held að þetta sé viss vakning. Það er mikið um að ungir gaurar í kringum tvítugt séu að fá sér goðafræðina. Auðvitað er þetta þjóðarstolt, það er ekki hægt að segja annað.“ Á meðal þess sem menn hafa látið húðflúra á upphandlegg sinn eru myndir af Miðgarðsormi að vefja sig utan um Þórshamarinn, Þór á vagninum með Óðinn sér við hlið og Gretti og Glám að glíma, sem er vitaskuld tekið úr Íslend- ingasögunum. „Íslendingar horfa ekki á Hall- grím Pétursson eða biskupatal, eða menn að róa sér fisk á tvíæringi heldur fara þeir alveg þúsund ár aftur á víkingatímann. Þar sjá Íslendingar sínar hetjur. Víkingarn- ir voru hetjurnar heldur en ein- hverjir miðaldra kotbændur, bless- uð sé minning þeirra og með fullri virðingu fyrir þeim,“ segir Nonni. Spurður hvort íslenska skjaldar- merkið njóti meiri vinsælda nú í kjölfar íslenskrar vitundarvakn- ingar eftir efnahagshrunið segir hann að alltaf séu einhverjir að biðja um skjaldarmerkið. Vinsæld- ir þess hafi þó ekki aukist. -fb Þjóðarstolt á upphandlegginn NONNI TATTÚ Íslendingasögurnar og norræn goðafræði njóta vinsælda hjá þeim sem vilja húðflúr hjá Nonna. „Ég vil bara bjóða öllum máls- metandi bridge-spilurum á borð við Jón Steinar eða Davíð Odds- son að koma og taka í spil með okkur. Ég skal meira að segja prívat og persónulega borga fyrir þá,“ segir Ólafur Helgi Þorkels- son, formaður mótanefndar Pókersambands Íslands. Frétta- blaðið greindi frá því í gær að Pókersamband Íslands hyggst blása til fyrsta opinbera póker- mótsins á veitinga- og skemmti- staðnum Gulllöldinni í Grafar- vogi. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Ólaf voru 55 búnir að skrá sig en 64 fá þátttökurétt. Hver og einn greiðir fimm þús- und krónur og ekki er mögulegt að kaupa sig inn í mótið aftur. Heildarvinningsfjárhæðin er því 320 þúsund krónur. Að sögn Ólafs er ekki búið að ákveða hvernig þeirri upphæð verði skipt út. „Við sem stöndum fyrir mótinu fáum hins vegar ekki neitt í okkar vasa,“ tekur Ólafur fram. Ólafur segir gríðarlega mikinn áhuga á mótapóker hér á landi. Menn vilja koma fram í dagsljós- ið, sýna hæfileikana og auðvelda sér þannig að komast að erlendis á stóru mótaraðirnar. Hann segir gríðarlega stórt pókersamfélag hafa myndast í Reykjavík á und- anförnum mánuðum. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væru tvö þúsund manns sem spiluðu mótapóker reglulega,“ segir Ólaf- ur. Annar eins fjöldi spili síðan á netinu. „Hér á höfuðborgarsvæð- inu eru að minnsta kosti haldin þrjú til fjögur mót í hverri viku. Pókersambandið kemur auðvitað ekki nálægt slíku mótshaldi enda hefur það alltaf verið skýrt af okkar hálfu að halda mót fyrir opnum tjöldum.“ - fgg Tvö þúsund spila mótapóker í Reykjavík MIKIL ÁHUGI Á PÓKERMÓTI Ólafur Helgi er sannfærður um að lögreglan eigi ekki eftir að hafa afskipti af pókermótinu í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ Veljum íslenskt Miðvikudagstilboð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.